Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 2
BSRB-ÞINGIÐ Fóstrur Hvert eiga gjöldin að renna? Hið nýstofnaða Fóstrufélag íslands á ídeilum við nokkur aðildarfélög BSRB og viðsemjendurþeirra. ArnaJónsdóttir: Hamlarstarfsemi Fóstrufélagsins. Fóstrufélag íslands var form- lega samþykkt sem stéttarfé- lag á fyrsta degi BSRB-þingsins og fulltrúar þess fengu að sitja þingið með fullum réttindum og atkvæðisrétti • en reyndar ekki fyrr en heitar umræður höfðu farið fram um málið. Þjóðviljinn tók Örnu Jónsdóttur, varafor- mann Fóstrufélagsins tali og óskaði henni til hamingju, en spurði Örnu hvort hún hefði átt von á annarri niðurstöðu? „Við vildum ekki trúa því að niðurstaðan yrði önnur og erum auðvitað miög ánægðar með mál- alyktir.“ Hefðuð þið getað sætt ykkur við einhverja aðra niðurstöðu? „Nei, ég held að í hjarta okkar hefðum við ekki getað sætt okkur við aðra niðurstöðu, af því töld- um þetta réttlætismál og niður- stöðuna því mjög eðlilega." En nú voru félagar í Fóstrufé- laginu áður í hinum ýmsu fé- lögum, svo sem Starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Þangað greidduð þið ykkar stétt- arfélagsgjöld, en nú viljið þið að þessi gjöld renni til Fóstrufélags- ins. Hver er staðan í þessu máli? „Sveitarfélögin í Kópavogi og á Seltjarnarnesi hafa komið á móts við þessar óskir okkar, en önnur ekki. Við höfum hins veg- ar fengið mjög afgerandi túlkun, bæði frá ríki og borg um það að eigi ekki að greiða okkur gjöldin, en við erum þeim algjörlega ós- ammála. Þeir leggja þá túlkun til grundvallar að við eigum að greiða þessum félögum gjöldin, á meðan að fóstrur eru enn á launum samkvæmt samningum þessara félaga og því ætti þetta ekki að breytast fyrr en eftir næstu kjarasamninga. Viðkom- andi stéttarfélög eru þessari túlk- un viðsemjenda sinna sammála og vilja að félagsgjöldin renni áfram til sín.“ En hvað Iiggur þá til grundvall- ar skoðun bæjaryfirvalda í Kópa- vogi og á Seltjarnarnesi? „Þeir viðurkenna það að fóst- rur eru farnar út úr þessum fé- lögum. Við sögðum okkur úr þessum félögum með þriggja mánaða fyrirvara, þannig að fóst- rur voru orðnar fullgildir félagar innan Fóstrufélags íslands frá 1. september og þetta er bara viður- kenning á því.“ Áttu von á að þessi umræða taki nýja stefnu nú eftir þingið? „Ég veit það ekki, en mér þætti það ekki óeðlilegt að þetta yrði endurskoðað." En gerir þetta ekki hinu nýja Fóstrufélagi mjög erfitt fyrir fjár- hagslega? „Jú því er ekki að neita. Þetta hamlar því að virkt starf geti haf- ist, um leið og félagið tekur í raun til starfa. í dag renna til Fóstruf- élagsins kannski gjöld frá 70-80 félögum af rúmlega 500 félögum alls. Langstærsti hluti gjaldanna rennur í dag til Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar.“ Finnst fóstrum þetta ekki til marks um heldur litla stéttarsam- stöðu af hálfu þessara félaga? „Þeir hafa sína túlkun og við okkar, það verður bara að reyna á þetta,“ sagði Arna Jónsdóttir, varaformaður Fóstrufélags ís- lands. phh Anna Jónsdóttir Helgi Kristinsson Marta Hjálmarsdóttir Meinatœknar Páll Pálsson „Brat á samningsréttarlögununi“ Marta Hjálmarsdóttir, formaður Meinatœknafélags íslands: Viljum að ólögmœtrifjártöku af okkar félögum verði hætt. Félagsgjöld eiga að renna til Meinatœknafélags íslands, ekki til annarra félaga Við völdum að ganga í BSRB, að vera í þeim samtökum sem að meinatæknar hafa yfirleitt verið, þó að vissulega kæmu fleiri samtök til greina. Við teljum að það sé forsenda þess að félag eins og okkar geti starfað vel, að það hafi sterk heildarsamtök á bak við sig, sem við teljum að BSRB haf! alla burði til að vcra. Lögum Meinatæknafélagsins var breytt í mars sl. svo það gæti starfað sem sjálfstætt stéttarfélag og 1. ágúst var meginþorri okkar félags- manna ekki lengur í þeim ein- stöku starfsmannafélögum, sem þeir töldust áður til.“ Finnst ykkur þá skjóta skökku við að stéttarfélagsgreiðslur fé- laga í Meinatæknafélaginu, renni áfram til þeirra stéttarfélaga sem meinatæknar töldust áður til? „Okkur finnst það ekki aðeins skjóta skökku við, heldur teljum við það algjörlega ólöglegt, vegna þess að í samningsréttarl- ögunum er það ákvæði, að þeir sem ekki eru í stéttarfélagi skuli greiða til þess stéttarfélags, sem fer með samninga fyrir þá. En við erum í stéttarfélagi sem er Meinatæknafélag íslands, við erum ekki í neinu öðru stéttarfé- lagi og það er algjörlega óheimilt að innheimta stéttarfélagsgjöld fyrir félög sem fólk er alls ekki í. Nokkur smærri sveitarfélög hafa viðurkennt þetta, en ekki Reykjavíkurborg né ríkið. Við höfum átt í viðræðum við ríkið sérstaklega og teljum okkur eiga inni eitt prósent í vangoldnum launum. Við getum gert kröfu um að það séu ekki teknir pen- ingar af meinatæknum og settir í eitthvað sem við höfum ekkert með að gera. Deilan er kannski ekki fyrst og fremst við Starfsmannafélög _ Reykjvíkurborgar og ríkisins, þau félög getas lagt fram þær kröfur sem þau vilja við ríki og borg. Þau stéttarfélög hafa gert kröfu um að þessi félagsgjöld renni til þeirra meðan að meina- tæknar taki laun eftir þeirra samningum. Það er hins vegar Reykjavíkurborgar og ríkisins að vinna úr þessum kröfum sem gerðar eru. Við höfum beðið þessa aðila um að okkar félags- gjöld séu innheimt. Þessir aðilar halda eftir einu prósenti af okkar launum og hvað þeir gera við það fé er í raun ekki aðalatriðið. Meinatæknafélagið hefur farið þess á leit við ríki og borg að þeir innheimti fyrir okkur, okkar fé- lagsgjöld. En við höfum mjög eindregið farið þess á leit að ólög- mætri fjártöku af okkar félags- mönnum verði hætt.“ Átt þú von á að þessar við- ræður taki nýja stefnu, eftir að Meinatæknafélagið hefur form- lega verið samþykkt sem stétt- arfélag hér á þinginu? „Ég veit það ekki, en ákvæði laganna eru skýr og okkur í hag, þannig að ég skil ekki út á hvað málflutningurinn gengur. En við höfum lagt þetta mál fyrir fjárm- álaráðuneytið og bíðum enn eftir svari,“ sagði Marta Hjálmars- dóttir, formaður Meinatæknafé- Iags íslands. phh Sauðárkrókur Þekki ekki frambjóðendur Páll Pálsson: Hef ekki gert upp hug minn til frambjóðanda etta er nú í fyrsta skípti sem ég mæti á svona BSRB-þing,“ sagði Páll Pálsson frá Starfs- mannafélagi Sauðárkróks. Sagði Páll að sér findist mikið talað, en hér ættu eflaust eftir að koma fram athygiisverð mál og laga- breytingar. Sagði Páll að sér litist t.d. nokkuð vel á þá ályktun um húsnæðismál sem samþykkt hafl verið. Um formannskjörið sagðist Páll telja að kjósa yrði í tveimur umferðum og hann gæti ekki spáð um úrslitin. En telur Páll að það sé umtalsverður þeim þrem- ur frambjóðendum sem í kjöri eru? „Ég hef áttað mig Iftiö á þeim. Ég þekki þetta fólk ekki fyrir og það hefur enn ekki kynnt sig hér á þinginu.“ Páll sagðist enn ekki hafa gert upp hug sinn um það hvern hann hygðist kjósa. phh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNJ Flmmtudagur 20. október 1988 Akureyri Beðið eftir launamálum Helgi Kristinsson: Hélt að umrœðanyrði liprari og málefnalegri. Ekki staðið sig nógu vel í áróð- ursstríðinu. „Ég hélt að þetta mundi ganga hraðar fyrir sig og liprara, mér flnnst þetta hálf þunglamalegt. Þetta er mitt fyrsta þing svo ég hef ekki samanburð, en ég hélt kann- ski að menn væru hér ákveðnari og málefnalegri. Hér verða mörg mál til umræðu, samningsrétt- armálið og samningamál al- mennt, lagabreytingar og inntaka þessara nýju félaga,“ segir Helgi Kristinsson fulltrúi Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar. Hvernig fannst þér takast til með afgreiðslu þess máls, þ.e. inntöku Fóstrufélagsins og Meinatækna? „Ég er mjög sammála því að leysa þessi mál á sem farsælastan hátt og mér fannst takast vel til í gær. Þetta var viðkvæmt mál og hefði verið auðvelt að gera það stórmáli. Mér fannst kjörbréfan- efndin ljúka málinu skynsam- lega. En ég reikna með að staða samtakanna og staða launa- manna almennt hljóti að verða tekin hér til umræðu.“ Finnst þér að BSRB hafi staðið sig nægilega vel í hinum stærri málum að undanförnu? „Mér finnst að BSRB hafi ekki staðið sig nægilega vel í sumar, t.d. í áróðursstríðinu. Þó að fjöl- miðlar hafi kannski ekki nægan áhuga á málum samtakanna, þá eiga samtökin bara að troða sér að. Stjórn BSRB á ekki að líða að málum samtakanna sé ekki gerð skil í fjölmiðlum, fjölmiðlaáróð- urinn hefur ekki verið nógu sterkur og það er eitt af því sem þarf að breytast." Nú verður formannskosning á föstudag (á morgun). Finnst þér vera mikill munur á frambjóð- endunum? Nei, það hefur að vfsu lítið komið fram hérna á þinginu og engar „framboðsræður“ veri haldnar og því erfitt að dæma um það, sérstaklega fyrir mig sem þekki þetta fólk ekki. Ég get ekki getið mér til um hver fer með sigur af hólmi.“ Finnst þér bera mikið á flokka- dráttum á þinginu í sambandi við formannskjörið? „Það sýnist mér ekki og ég trúi því a.m.k. að fólk taki hér ák- varðanir út frá hæfni frambjóð- andanna, en ekki stjórnmálaskoðunum, kynferði eða einhverju slíku.“ Ert þú búinn að ákveða með þér, hvern þú ætlar að kjósa? „Ég reikna með því já, en það kann að breytast áður en að kjör- inu kemur,“ sagði Helgi Kristins- son. phh I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.