Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.10.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ísraelar, Palestínumenn ísraelskir hermenn skutu fimm ára gamlan dreng til bana í Nablus. Shamir forsætisráðherra kveðst munu berja uppreisn Palestínumanna niður með harðri hendi og segir að stofnun sérstaks ríkis þeirra á hernumdu svæðunum verði upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar. Eitthvað á þessa leið voru fréttir í gær frá því landi sem heilagt er kallað í þrem trúarbrögðum. Og gefa þær svo sannrlega ekki mikið tilefni til bjartsýni. Kosn- ingaslagur fer fram í ísrael og flest bendir til þess að eftir þær geti Likúdblökk Shamirs og aðrir bandamenn hennar sem hvergi vilja hvika frá draumum um Stór- ísrael, ráðið landstjórninni. Verkamannaflokkurinn, sem stjórnað hefur með Likud, hefur smám saman verið að þokast í átt til þeirra sjónarmiða, að ísraelar verði að láta hernumdu svæðin mestöll af hendi, vegna þess að þegar til lengdar lætur verði hernámið hættu- legra ísraelum sjálfum en allur utanaðkomandi hernað- arháski. En ábyrgðarmenn þess flokks eru samt ekki komnir það langt í raunsæi að þeir taki í mál að ræða við fulltrúa PLO, Frelsisfylkingar Palestínumanna og þar með dettur botninn mestallur úr þeirra sáttatali. Allar lausnir á málum ísraela og Palestínumanna eru erfiðar. En smám saman hefur almenningsálitið í heiminum verið að koma sér saman um að eina leiðin til að nálgast slíka lausn, sé að Palestínumenn stofni sitt ríki við hlið ísraels og verði þau með ýmsum hætti gerð hvort öðru háð. Palestínumenn eru miklu lengra komnir en ísraelar í þeim frávikum frá ýtrustu kröfum sem slík lausn heimtar. Þetta þýðir m.a. að það er mikilvægt að þeir sem hafa verið í sæmilegu kallfæri við stjórnmálamenn í ísrael sýni í verki, að þeim er full alvara með stuðningi við tveggja ríkja lausn. í því efni geta Norðurlandaþjóðir og þá íslendingar látið til sín heyra með áhrifameiri hætti en í mörgum deilumálum öðrum - og því tækifæri mega menn ekki glutra niður. Amnestyvikan í nýútkominni ársskýrslu samtakanna Amnesty Int- ernational kemur fram meira en dapurleg mynd af ásig- komulagi mannréttinda í heiminum. Þar segir að í meira en helmingi ríkja heimsins sé fólk sett í fangelsi fyrir það eitt að láta í Ijós skoðanir sínar - oft að loknum réttar- höldum sem eru ekki annað en skrípaleikur. Þar segir að í meira en þriðjungi ríkja heimsins séu karlar, konur og jafnvel börn, pyntuð af lögreglusveitum eða öðrum starfsmönnum ríkisins. Þar kemur líka fram að í fjölda ríkja stundi ríkisstjórnir mannrán og morð til að kveða niður raunverulegt eða mögulegt andóf Þessar staðreyndir eru vitanlega í himinhrópandi andstöðu við það, að öll hafa þessi ríki undirritað mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. Það er því ekki að ófyrirsynju að Amnesty hefur í ár rekið undir- skriftasöfnun sem beinir athygli að og mótmælum gegn þessu misræmi undir vígorðinu „Mannréttindi strax“. Islandsdeild Amnesty hefur efnt til undirskriftaherferð- ar hér á landi sem staðið hefur síðan í vor og á að Ijúka nú á þeirri Amnestyviku sem yfir stendur. í því tilefni eru þeir sem áskrifendalista sjá eða hafa undir höndum brýndir á því að Ijúka nú með sóma sínum hluta af því litla en sínauðsynlega verki, sem við erum beðin að inna af höndum í þágu sjálfsögðustu mannréttinda. ÁB Hvalveiðar Islendinga Á undanfómum misserum höfum viö oft orðiö fyrir ýmiss konar aök- asti Greenpeace-manna vegna hvalveiöa okkar í vísindaskyni. Aö vissu marki má segja aö þetta hafi oröiö til aö auglýsa útflutningsvör- ur okkar og þar meö oröiö til nokk- urs góðs. Betra er iUt umtal en ekk- ert segja stjómmálamenn stund- Nú eru málin þó öllu alvarlegri þvi eitt stórfyrirtæki í Þýskalandi hefur hætt kaupum af okkur og annaö stórfyrirtæki í Bandaríkjun- um hætt tímabundiö viöskiptura viö annan af tveim aöalútflytjenda okkar á þann markaö. Stundum til góðs fiá afl hpttaléú illar fráttir há . Kjallarinn Magnús H. Magnússon fyrrv. róöherra þjóöa samanlagt á hafsvæöinu. Þeir hafa einnig fært rök aö því aö tvöfalda mætti þorskveiöar, Norö- manna ef sjávarspéndýr væru ekki til staöar. Auövitaö leggur enginn til aö þessum skepnum veröi út- rýmt, fiarri því, en þetta sýnir hve sjávarspendýrin eru mikill keppi- nautur manna um hagnýtingu líf- kerfis hafsvæöanna. Og hvemig halda mcnn aö þetta hlutfall veröi aö nokkrum áratugum iiönum ef hvalir og selir vcröa alfriöaöir? Ég tel þýöingarmikiö aö viö nýt- um af skynsemi í framtíöinni þá auölind sem hvalveiöar geta veriö og viö emm nú vel í stakk búin til aö fylgjast meö viökomu hvala- stofna og koma í veg fyrir ofveiði. En ég tel enn þýöingarmeira aö koma í veg fyrir ofljölgun sjávar- enonHvn < rmmKAin«j KLIPPT OG SKORIÐ Hvalakvalir íslenska þjóðin er skyndilega orðin hikandi í hvalamálinu. Allt í einu eru þeir menn, sem áður voru hvað harðastir baráttumenn fyrir áframhaldandi vísindaveið- um, þ.e. hvalveiðum í vísinda- skyni, orðnir hikandi og vilja fara mjög gætilega í sakirnar. Það er fullkomlega eðlilegt að afskipta- semi ýmissa erlendra aðila af hvalveiðum okkar, og þó einkum og sér í lagi hótanir Bandaríkja- stjórnar um viðskiptaþvinganir, hafi orðið til þess að forherða ís- lendinga. Fjöldi manna, sem hafði aldrei látið sig neinu skipta, hvort við veiddum h vali eða ekki, reis upp til andófs og áleit það vera hluta af ævarandi sjálfstæð- isbaráttu íslendinga að veiða áfram hvali. En allt í einu standa menn frammi fyrir því að áfamhaldandi hvalveiðar geta orðið okkur býsna dýrkeyptar. Menn hafa skynjað að það er ekki nóg að vita sig hafa á réttu að standa. Og þá hafa menn í alvöru farið að velta því fyrir sér hvað þeir eru tilbúnir að greiða hátt gjald fyrir að halda áfram vísindaveiðum. Tilfinningastormur Hvalamálið hefur verið íslend- ingum mikið tilfinningamál. Það sést best á því hve margir blanda saman óskyldum þáttum í rök- semdafærslu sinni fyrir áfram- haldandi veiðum. Þar ægir oft öllu saman svo að hvorki finnst þar haus né sporður, eða ætti kannski að segja bægsli. Mönnum finnst óskiljanlegt að við skulum ekki fá að halda hér áfram vísindalegum rannsóknum á hvölum. Fáir leiða að því hug- ann að hugsanlega gætu víðtækar rannsóknir farið fram á fjölmörg- um hvalategundum þótt ekki færu fram veiðar á tveim þeirra. Hvað með allar hinar tegundirn- ar? Eru þær kannski ekki rannsakaðar eða þarf kannski ekki að veiða þær til að rannska þær? Aðrir skilja bara ekkert í því að við skulum ekki fá að nýta okkur hvalastofnana til að halda uppi atvinnu og byggð í landinu. Margir þeirra, sem heimta að verksmiðjan í Hvalfirði fái að starfa í friði, gleyma því að búið er að veita atvinnulífi á Brjánslæk og Hauganesi bylmingshögg með því að banna veiðar á hrefnu. En þeir eru ósköp fáir sem spyrja hvers vegna íslensk stjórnvöld hafa ekki látið fara fram vísinda- veiðar á hrefnu. Margt að varast Þegar menn hætta að vera uppteknir af því hvað þeir hafa rétt fýrir sér, þá fara þeir að hugsa á þá leið að stundum borgi sig að berjast en stundum sé best að eyða kröftunum í eitthvað annað. í gær varar dagblaðið Tíminn við því að menn hlaupi nú til og heimti skilyrðislausa stöðv- un vísindaveiðanna. Blaðið kann að upplýsa að forstjóri Tengel- mann-auðhringsins þýska, sem vill ekki lengur kaupa sjávarfang af hvalveiðiþjóð, sé grænmeti- sæta auk þess sem hann er græn- friðungur. Það er engu líkara en Tíma-lesendur eigi að halda að ekki þurfi nú að taka mikið mark á þvílíkum mönnum. Magnús H. Magnússon fyrrverandi ráð- herra birtir aftur á móti grein í DV í gær þar sem hann leggur höfuðáherslu á að menn líti nógu langt fram á veginn í þessum efn- um. Hann telur efnahagsleg rök með hvalveiðum ekki grundval- last á því fyrst og fremst að sala á hvalkjöti, mjöli og lýsi muni skipta sköpum fyrir þjóðarbúið heldur hitt, að hvalir eru ásamt selum skæðastir keppinautar okkar þegar kemur að því að nýta fiskstofnana við landið. Því fleiri hvalir, þeim mun færri fiskar handa okkur. Meðbiðill manna „Norðmenn telja að hvalir í Barentshafi éti álíka mikið af loðnu og nemur loðnuveiðum allra þjóða samanlagt á hafsvæð- inu. Þeir hafa einnig fært rök að því að tvöfalda mætti þorskveiðar Norðmanna ef sjávarspendýr væru ekki til staðar. Auðvitað Ieggur enginn til að þessum skepnum verði útrýmt, fjarri því, en þetta sýnir hve sjávarspendýr eru mikill keppinautur manna um hagnýtingu lífkerfis hafsvæð- anna. Og hvernig halda menn að þetta hlutfall verði að nokkrum áratugum liðnum, ef hvalir og selir verða alfriðaðir.“ Örn Arnarson benti á að fjand- skapur íslenskra bænda út í fjalla- refinn stafaði aðallega af því að hann veitti manninum sam- keppni í að éta lambakjöt. Pví hann er meðbiðill manna til matarins. Það er nóg. Hér áður fyrr var það ekkert grín fyrir kotbónda að sjá á eftir mat o‘ní gin refsins. í hörðu ári gat verið um það að ræða hvor héldi lífi, maður eða refur. Og maðurinn hefur reyndar alla tíð barist hatrammri baráttu við meðbiðla sína til matarins, hvort heldur þar hefur verið um að ræða örsmáa myglusveppi, skor- kvikindi eða aðgangsharðar rott- ur. Og þrátt fyrir háðstóninn í Magnúsi Stefánssyni (Erni Arn- arsyni) vill nafni hans Magnússon að menn geri sér grein fyrir því að hér er um harða samkeppni að ræða. Enginn arfi í garðinum „Fyrr en seinna munum við fulinýta lífkerfi hafsvæðanna í kringum landið. Við munum meta afkastagetu lífkerfisins á hverjum tíma (það er jú breyti- legt m.a. vegna hitabreytinga í sjónum) og „setja á“ í samræmi við það. Við munum ákveða heppilegan fjölda hafbeitarlaxa og með stjórnun fiskveiða og klaki munum við ráða miklu um stærð þorskstofnsins og annarra nytjafiska og þannig nýta afkastagetu lífkerfis sjávarins á skynsamlegastan hátt. Það kem- ur til með að skipta miklu og vax- andi máli hve mikinn toll við leyfum sjávarspendýrum að taka af þessum auðæfum okkar.“ Og Magnús óttast að erfitt verði að halda hvalafjöldanum í skefjum ef látið verður af veiðum nú. „Að mínu mati liggur aðal- hættan f því að ef við beygjum okkur nú fyrir utanaðkomandi þrýstingi þá getum við aldrei haf- ið hvalveiðar að nýju, hversu sterk sem rök okkar koma til með að verða. Þá vita menn hvernig á að beygja okkur til undirgefni.“ ÓP Þjóðviljinn Síöumúla 6 -108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson. SigurðurÁ. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÖ.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:70kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mónuði: 800 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN | Fimmtudagur 20. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.