Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 7
sérteiknað fyrir nútímalegan rekstur, og þá hugsað fyrir nauðsynjum á borð við næg bfl- astæði. - Það er eftirspurn eftir slíku húsnæði en uppbyggingin hefur ekki verið nægilega markviss, sagði Atli. Þannig er nokkuð um að skrifstofuhúsnæði á efri hæð- unum sitji eftir meðan jarðhæð- irnar seljast, sagði hann: Mönnum hefði verið tamt að byggja upp í fullt nýtingarhlutfall án þess endilega að sjá fyrir sér hvemig húsnæðið yrði að lokum nýtt. Atli var spurður hvort honum sýndist að mikið af húsnæði af þessu tagi myndi bætast við á næstunni, en hann var ekki á því, þar sem menn þyrðu ekki eins og fyrr að byggja, án þess að hafa góða sölumöguleika. Þreföld aukning og ríflega það Rísandi stórhýsi Isafoldar á sér ekki einasta nágranna í Borgar- leikhúsinu heldur einnig verslun- armiðstöð Hagkaups í Kring- lunni, og er reyndar sambyggt bflageymslum hennar. Aukning- in í verslunar- og skrifstofuhús- næðinu milli ára 1985 og 1986 sem drepið var á í upphafi þessa pistils var svo sem nógu sláandi út af fyrir sig, en heldur fer að æsast talnaleikurinn þegar árið í fyrra er haft með; árið þegar Hag- kaupskringlan var tekin í gagnið. Samkvæmt upplýsingum hjá embætti byggingafulltrúa í Reykjavík var fullgert verslunar- og skrifstofuhúsnæði árið 1987 hvorki meira né minna en 321 þúsund rúmmetrar og ríflega það, eða með öðrum orðum risa- stökk frá árinu á undan sem þó var algert metár að þessu leyti með sína 193 þúsund rúmmetra. Og ekki lengra síðan en árið þar á undan, 1985, að þessi tala var vel innan við hundrað þúsundin. - Það er ekkert leyndarmál að við höfum oft bent á geysimikla aukningu á verslunarplássi á Reykjavíkursvæðinu og jafn- framt varað við henni, sagði Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna, er hann var spurður álits á þessari þróun. Hann sagði að skýringarinnar væri einkum að leita í því að 1985 og 1986 hefði árað nokkuð vel og bjartsýni ver- ið ríkjandi, og að sá uppgangur hefði náð til verslunarinnar eins og annarra greina. Síðan hefði farið að halla undan fæti eins og menn þekktu, með samdrætti til sjávar og sveita, og kæmi hann niður í versluninni eins og annars staðar. Offramboðið lækkar leiguverðið - Heildarveltan er takmörkuð þar sem mannfjöldinn er ekki meiri en raun ber vitni, og það gefur auga leið að veltan dreifist milli fleiri aðila ef ofvöxtur hleypur í verslunina, og að með- altali verður minna í hlut, sagði hann. Magnús taldi að enn meira framboð væri nú á skrifstofu- húsnæði en verslunarhúsnæði, en gat þess jafnframt að mörkin milli verslunarhúsnæðis, skrif- stofuhúsnæðis og húsnæðis fyrir ýmis konar iðnað væru oft óglögg. Með þessum fyrirvara sagði hann að gífurlegt framboð væri nú á verslunarhúsnæði sem svo væri kallað. Nú mætti fá slíkt húsnæði á leigu fyrir 200 til 300 krónur fermetrann, en áður hefði gangverðið verið um 400 krónur. - Við höfum tekið dæmi af Kaupmannahöfn og bent á að hjá borgaryfirvöldum er í gildi ákvæði þess efnis að sérstaklega þurfi að sækja um leyfi til að byggja verslunarhús sem fara yfir 2500 fermetra að stærð, og þetta er væntanlega gert til að koma í veg fyrir offramboð eða mikla samþjöppun slíks húsnæðis á til- teknum svæðum, sagði Magnús: Við höfum lýst því yfir að eðlilegt sé að einhverju slíku fyrirkomu- lagi verði komið á hér hjá okkur, en gerum okkur jafnframt ljóst að nær ógerningur er fyrir ein- hverja tiltekna nefnd að sjá um framkvæmdina. í nýlegu Aðalskipulagi Reykjavíkur sem gildir fyrir árin 1984 til 2004 er áætlað að flatar- mál verslunarhúsnæðis aukist um 150 þúsund fermetra á skipulags- tímabilinu, og þar með að hlutur stórmarkaða og stærri hverfam- iðstöðva muni halda áfram að vaxa á kostnað minni matvöru- verslana. Hagkaupskringlan ein og sér er eitthvað nálægt 28 þús- und fermetrum, og með henni er talið að gólfflötur smásöluversl- unarinnar í bænum hafi vaxið um nærfellt 20%. Kannski þarna sé verk að vinna fyrir kvótaglöð yfirvöld. HS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.