Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 10
FOSTUDAGSFRETTIR Utanríkismálanefnd Ovíst um formanninn Fyrstifundur nefndarinnar í dag. Hlutkesti gœti ráðið formannskjörinu Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman kl. 11 í dag. Fulltrúi Alþýðubandalagsins gengur óbundinn til formanns- kjörs þannig að óvíst er hvort Jó- hann Einvarðsson Framsóknar- flokki verður formaður. Kristín Einarsdóttir, fulltrúi Kvennalista í nefndinni, segir að hringingar hafí átt sér stað en hvorki heiðursmanna- né heiðursk- vennasamkomulag hafi verið gert af hennar hálfu við fulltrúa ann- arra fiokka. Margrét Frímannsdóttir, þing- flokksformaður Alþýðubanda- lagsins, sagði í gær að afstaða flokksins hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Hún hefði verið kynnt hinum stjórnarflokkunum þegar samið var um nefndir þingsins. Öllum hefði átt að vera ljóst að Alþýðubandalagið stæði með hinum stjórnarflokkunum að nefndakjörinu í heild en væri óbundið við formannskjör. Pað hefði verið rangtúlkað af fjöl- miðlum að samþykkt þingflokks- ins beindist gegn ákveðnum pers- ónum. Hvernig fulltrúi flokksins hagaði atkvæði sínu yrði bara að koma í ljós, þingflokkurinn treysti Hjörleifi Guttormssyni fullkomlega til að taka þá ákvörðun fyrir flokkinn. Kristín sagðist ekki vilja segja neitt um sína afstöðu í formanns- kjöri fyrr en að fundi loknum. Hún myndi taka málefnalega af- stöðu við formannskjör í sam- ræmi við utanríkisstefnu Kvenna- listans. Utanríkisnefndarfundur átti að vera á miðvikudag og sagðist Kristín ekki skilja af- hverju honum var frestað. Sér þætti raunar orðið tímabært að halda fund í nefndinni, það væri nóg af málum til að ræða. Eyjólfur Konráð Jónsson Sjálfstæðisflokki sagði í gær að hann vissi ekki til þess að hans flokkur hefði staðið í neinum samningaviðræðum við aðra flokka um formann nefndarinn- ar. Menn hefðu rætt saman eftir yfirlýsingu Hjörleifs í fjölmiðlum en ekkert samkomulag hefði ver- ið gert. Sér sýndist að Hjörleifur gæti verið í lykilstöðu í málinu og ef atkvæði féllu 3:3 þyrfti að grípa til hlutkestis. -hmp Kristján Thorlacius, formaður BSRB Staða samtakanna er sterk Réttindamálin á oddinum. Hyggur ekki á frekari störf fyrir BSRB Kristján Thorlacius, þegar þú varst kosinn formaður BSRB fyrir 28 árum, gerðist það með eins atkvæðis mun. Það atkvæði hefur reynst þér drjúgt? „Já, það má segja það, en það hefur oft verið kosið um mig síð- an.“ „En hvernig finnst þér staða samtakanna vera í dag? „Mér finnst staða samtakanna vera góð og hún hefur sífellt verið að styrkjast. Við höfðum engan samningsrétt á því ári sem ég varð formaður og tveimur árum seinna fengum við hann. Sá samningsréttur hefur verið að styrkjast; við fengum verkfalls- rétt 1976 og með nýju skrefi í Kristján Thorlacius lætur nú af formennsku í BSRB eftir 28 ár. Atvinnuástand Misjafnt eftir starfsgreinum Nóg að gera í byggingariðnaði. Fata- og vefjariðnaður að hruni kominn r Astandið í atvinnumálum virð- ist vera mjög misjafnt eftir atvinnugreinum. Formaður Tré- smiðafélags Reykjavíkur segir eftirspurn eftir smiðum mikla og engar horfur á samdrætti. En varaformaður Iðju segir stór- felldar uppsagnir eiga sér stað og blasa við í fataiðnaði og stjórnvöld virðist lítið ætla að gera í málinu. Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, sagði blaðamanni Þjóðviljans að nóg væri að gera hjá smiðum eins og er. Þótt heyra mætti á einstaka atvinnurekendum að samdráttur væri framundan í verkefnum, teldi hann að samdrátturinn yrði ekki eins mikill og þeir töluðu um. Það kvað við annan tón hjá Hildi Kjartansdóttur, varafor- manni Iðju. Hún sagði atvinnu- horfur ekki góðar, stórfelldar uppsagnir blöstu við og Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Játvarður Jökull Júlíusson Miðjanesi, Reykhólasveit verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju laugardaginn 22. okt. kl. 14.00. Jarðsett verður að Stað. Þeim sem vildu minnast hins látna er vjnsamlegast bent á Dvalarheimilið Barmahlíð, Reykhólum. Rósa Hjörleifsdóttir Helga Játvarðardóttir Halldóra Játvarðardóttir Ámundi Játvarðsson Jón Atli Játvarðsson Þórunn Játvarðardóttir María Játvarðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Vilhjálmur Sigurðsson Lovfsa Hallgrímsdóttir Dísa Sverrisdóttir Þórarinn Þorsteinsson Hugo Rasmus stjórnvöld gerðu ákaflega lítið til að koma til móts við þau fyrirtæki sem væru að stoppa alveg á næst- unni. Hún sagði fólk streyma á atvinnuleysisskrá, aðallega þó konur sem ekki ættu auðvelt með að fá aðra vinnu. Sér þætti það ömurleg tilhugsun ef stjórnvöld ætluðu að Iáta gamalgróna iðn- grein eins og fataiðnaðinn detta niður. Þá yrði ekki aftur snúið þar sem ekki væri hlaupið að því að þjálfa upp nýtt fólk ef gróska færðist í greinina að nýju. Hildur sagði ástandið auðvitað vera verst í ullariðnaðinum en Sjávarútvegur Aukablað á laugardag Aukablað um sjávarútveg sem átti að fylgja Þjóðviljanum í gær, verður fylgirit með blaðinu á ‘ laugardag. I blaðinu er m.a. sagt frá síldveiðisögu íslendinga, rætt við forseta Sjómannasambands- ins, fylgst með togaralöndun, skýrt frá starfsemi og verkefnum Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins og margt fleira. fataiðnaðurinn og vefjariðnaður- inn stæðu líka ákaflega illa. Or- sakanna væri að leita í fjármagns- kostnaði og gjörbreyta þyrfti markaðssetningu afurðanna. Það þyrfti að hennar mati að stilla meira inn á dýrari markaði. ís- lendingar gætu ekki keppt við ódýrari framleiðendur. Það hrun sem hefði átt sér stað undanfarið ár hefði komið nokkuð á óvart, alla vega hefðu fáir gert ráð fyrir því að það gerðist svona hratt. -hmp. samningsréttarmálunum frá 1986 varð samningsrétturinn mjög svipaður og samkvæmt almennu vinnulöggjöfinni. Þessi réttinda- mál eru mér nú efst í huga og því er mér ofarlega í huga nú, að ríkisstjórnin er að taka þennan rétt af okkur. Ef við snúum okkur að öðrum máium þá þykir mér að samtökin hafi lyft Grettistaki, þar sem eru orlofsheimili samtakanna. BSRB á nú 102 orlofshús í Borgarfirði og á Austfjörðum, með til- heyrandi aðstöðu, og ég tel það ómetanlegt hagsmunamál fyrir félagsmenn að hafa þessa að- stöðu. Það ánægjulegasta er að það eru barnafjölskyldur sem njóta þessa helst.“ Nú hefur félögum BSRB fjölg- að mikið á þessum 28 árum, hefur þú tölur um það? „Ég hef nú ekki tölur handbær- ar um það, en þegar samtökin voru stofnuð fyrir 28 árum voru félagar um 1200. í dag eru félagar milli 16 og 17 þúsund. Þetta eru næststærstu samtök launafólks á íslandi og þau eru sterk.“ En hvernig lýst þér á þá þrjá frambjóðendur sem nú hafa gefið kost á sér til formanns? „Mér líst út af fyrir sig vel á þá alla, en ég hef lýst eindregnum stuðningi við einn þeirra, Guð- rúnu Árnadóttur, framkvæmda- stjóra BSRB, sem ég tel að hafi staðið sig mjög vel.“ Nú er þetta síðasta vikan sem þú ert formaður BSRB, hefur þú hugsað þér að halda áfram störf- um fyrir BSRB? Nei. ég hef ekki hugsað mér það. Eg á eftir, eins og aðrir sem eru að hætta störfum, að ígrunda það hvað ég geri,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB. -phh Vísitölur Verðbólgan í 4,3% Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir októberm- ánuð og er hún 2272. Lánskjara- vísitalan hefur hækkað um 0,35% frá því í september sem þýðir að verðbólgan er 4,3% miðað við þróun síðasta mánaðar en 10,3% miðað við síðustu þrjá mánuði. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra segir þetta gefa ti- lefni til nafnvaxtalækkunar. Byggingarvísitala hefur líka verið reiknuð út eftir verðlagi um miðjan októbermánuð. Hagstof- an segir hana vera 124,8 stig eða 0,24% hærri en í september. Síð- astliðna 12 mánuði hefur bygg- ingarvísitala bækkað um 17,2% en síðustu 3 mánuðina um 1,1% það samsvarar 4,3% árshækkun. Jón Sigurðsson sagði eftir ríkis- stjórnarfund í gær að á fundinum hefði verið rædd vaxtalækkun 21. nóvember. Bankarnir myndu ákveða lækkunina í ljósi verðþró- unar. -hmp 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.