Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 12
AÐ UTAN Albanía eykur sambönd við umheiminn En risaveldin enn í ónáð 16. október, afmælisdagur Envers Hoxha, leiðtoga kommúnistaflokks og ríkis í Albaníu um langt skeið, var haldinn hátíðlegur þarlendis í ár að vandá og miklu lofi hlað- ið á hinn látna foringja, sem hefði orðið áttræður þennan dag ef honum hefði enst aldur til. Engu að síður er Ijóst að eftirmaður Hoxha, Ramiz Alia, leggur áherslu á að auka samskipti Albaníu við um- heiminn, hægt og bítandi, og hverfa þannig frá einangrun- arstefnu Hoxha heitins. Rétt er að vísu að geta þess, að einangrun Albaníu var aldrei svo alger sem frétt- amiðlar venjulega gáfu í skyn. Þótt opinberlega héti það svo að Albanía væri umkringd óvinum, þá kom það ekki í veg fyrir að Albanir hefðu talsverð verslunarviðskipti við þá sömu óvini, það er að segja bæði Austur- og Vestur- Evrópuríki. Ekki var heldur þessi samt tiltölulega mikla einangrun Albaníu á þessum tíma eingöngu hennar sök; yfirdrottnunartilburðir, fjand- skapur og jafnvel tilraunir til að koma af stað stjórnarbylt- ingu af hálfu Júgóslavíu, So- vétríkjanna og Vesturlanda voru í því sambandi mikilvæg- ar ástæður. Einu sönnu kommúnistarnir Hoxha var leiðtogi skæruliða- hreyfingar undir forustu komm- únista, sem í heimsstyrjöldinni síðari barðist gegn ítölum og Þjóðverjum og komst til valda út á það. Þetta var sem sé á sömu lund og gerðist með Tito og hans menn í Júgóslavíu. Fyrstu árin eftir stríðið var náið samstarf með Albaníu og Júgóslavíu, en upp úr því slitnaði er Albönum þótti grannar þeirra og banda- menn vera teknir að gerast full ráðríkir um landsmál í Albaníu. Albanir urðu því einhverjir dygg- ustu bandamenn Stalíns í þrætu hans við Tito. En upp á vinskap Sovétmanna og Albana slettist fljótlega eftir að Khrústsjov kom í Albaníu eru konur herþjálfaðar ekki síður en karlar. IAHDSVIRKJUN Blönduvirkjun Útboð Landsvirkjun óskar hér meö eftir tilboðum í jarö- stíflugerö, gröft veituskurða og byggingu til- heyrandi veituvirkja. Verkinu er skipt í tvo sjálf- stæða verkhluta og heimilt er aö bjóða í annan hvorn verkhlutann eða báða. Útboð 9512: Verkið felur í sér bygggu Gilsár- stíflu ásamt veituvirkjum að með- töldum frárennslisskurði. Helstu magntölur eru: Gröfturog sprengingar 1.100.000 m3 Fyllingar 1.100.000 m3 Steypa 8.000 m3 Útboð 9515: Verkið felur í sér byggingu Blöndu- stíflu og Kolkustíflu ásamt veituvir- kjum. Helstu magntölur eru: Gröfturog sprengingar 1.000.000 m3 Fyllingar 1.400.000 m3 Steypa 4.000 m3 Verktakar sem hafa hug á að kynna sér aðstæð- ur á virkjunarstað eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Landsvirkjunar sem fyrst. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj- unar, Háleitisbraut 68,103 Reykjavík, frá og með 3. nóvember 1988 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000,- fyrir fyrsta eintak, en kr. 3.000,- fyrir hvert eintak þar til viðbótar af hvorum útboðsgögnum fyrir sig. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir kl. 14:00 föstudaginn 13. janúar 1989, en þar verða þau opnuð opinberlega sama dag kl. 15.00. Reykjavík, 20. október 1988 LANDSVIRKJUN til vaida í Sovétríkjunum. Hoxha og hans mönnum líkuðu ekki for- dæmingar nýju sovésku forust- unnar á Stalín og ráðríki Khrústs- jovs og yfirlætisleg framkoma gagnvart þessum smáa banda- manni bættu þar ekki um. Sovét- menn hótuðu efnahagslegum þvingunum, ef Albanir yrðu þeim óþægir, en Hoxha svaraði að fyrr myndu Albanir ganga út í hagann og bíta gras en að sleppa nokkru af sjálfstæði sínu. Sovét- menn steinhættu allri efnahags- legri og tæknilegri aðstoð við Al- bani og Albanir ráku á brott so- véskt herlið, sem hafði haft bæki- stöð á strönd landsins sunnan- vert, við mynni Adríahafs. Var það talinn veruiegur missir fyrir Sovétmenn herfræðilega séð. Albanir sneru sér þá í staðinn að Kínverjum, sem þá voru að verða óvinir Sovétmanna, og var skaðinn vegna sambandsslitanna við Sovétmenn að nokkru bættur með kínverskri tækniaðstoð. Voru Albanir sammála Kínverj- um um að fordæma Sovétmenn og bandamenn þeirra í Austur- Evrópu sem „endurskoðunar- sinna“, það er að segja villutrúar- menn sem fallnir væru frá sönn- um kommúnisma. En eftir að fjórmenningaklíkan fræga - „meindýrin fjögur“, eins og þess- ar manneskjur voru nefndar í föðurlandi sínu og af maóistum víða um heim - var fallin í Kína, komust Albanir fljótlega að þeirri niðurstöðu að einnig Kín- verjar væru gengnir af trú réttri. Var þá svo komið, að Albanir voru orðnir einu sönnu kommún- istarnir í heiminum, eða því sem næst, að þeirra eigin mati. Bágindi á ævikvöldi Hoxha, sem lést árið 1985, 76 ára að aldri, átti við fleiri bágindi að stríða á ævikvöldinu. Þá upp- lýstist það sem sé að Mehmet Shehu, sem gengið hafði Hoxha næst að völdum í flokki og ríki allt frá því í stríðinu, hafði allan þennan tíma haft sem aðalstarf njósnir og skemmdarstarfsemi í þágu allra mögulegra óvina Al- bana á því tímabili, en þeir voru ófáir, eins og skilja má af framan- skráðu. Þessu héldu fiokksfé- lagar hans að minnsta kosti fram. Albanska kommúnismanum fylgdi mikil þjóðernishyggja og þjóðernisstolt, sem varð til veru- legrar andlegrar hressingar þess- ari litlu þjóð, þeirri minnstu og löngum fyrirlitnustu meðal Balk- anþjóða. Framfarir á vettvangi efnahagsmála og atvinnuvega urðu og miklar á Hoxhatímanum og veitti ekki af, því að fram til Ioka heimsstyrjaldarinnar síðari var Albanía að líkindum fátækust og frumstæðust allra Evrópu- landa. Og ekki gleymdist heldur að þakka leiðtoga og flokki fyrir uppbygginguna; jafnvel fjöllin voru látin syngja þeim lof og dýrð. Á hiíðar þeirra var skráð stórum stöfum: „Rrofte shoku Enver Hoxha,“ sem útleggst: Lengi lifi félagi Enver Hoxha. Skemmtikraftar sungu sálma um flokkinn og lyftu höndum til him- ins í bæn, hvenær sem á hann var minnst í textanum. Bann viðeinka- bílum, sköttum og trú- arbrögðum Orkuskorturinn margumtalaði snerti Albani lítið, meðal annars vegna þess að einkabílar eru þar bannaðir. Skattar eru einnig bannaðir þarlendis, sem og trúar- brögð. Það bann átti sér þó varla eingöngu rætur í kommúnískri efnishyggju, heldur einnig í því að „áður en hin hlægilegu hindur- vitni voru af tekin“ (eins og einn Albaninn orðaði það við undirrit- aðan) skiptust AlbSnir milli þrennra trúarbragða, íslams, ka- þólsku og rétttrúnaðarkristni, og hafði sú skipting ekki orðið þjóð- areiningu til eflingar, eins og nærri má geta. Eftir að Ramiz Alia tók við hefur sem sé verið stefnt að auknum samböndum við útlönd, enda má ætla að vinslitin við Kín- verja, sem Albanir voru áður mjög upp á komnir með tækniað- stoð og annað, hafi orðið þeim alvarlegur hnekkir. Albanía hef- ur tekið upp stjórnmálasamband við ríki eins og Vestur- Þýskaland, Kanada og Spán og sýnt stóraukin tilþrif til samstarfs við önnur Balkanríki, þar á með- al Júgóslavíu, þrátt fyrir vand- ræðin í Kosovo, júgóslavnesku sjálfstjórnarsvæðí sem er að mestu byggt Albönum. Þessum auknu diplómatísku samskiptum fylgja aukin verslunarviðskipti. Álbanir fara þó að öllu með gát í samskiptunum við útlönd, og viss ríki þvertaka þeir enn fyrir að hafa nokkuð saman við að sælda. Þar eru Sovétríkin efst á blaði. Þau voru nógu ill áður að dómi Albana, en nú fyrst finnst þeim þar hafa tekið út fyrir allan þjófa- bálk með nýskipan Gorbatsjovs, sem þeir kalla „endurskoðunar- stefnu á háu stigi.“ Einnig eru á svarta listanum hjá Albönum Bandaríkin, Suður-Afríka, Suður-Kórea og ísrael. Stalín dýrkaöur enn Eitt dæmið um opnunina hjá Aliastjórninni er kynning á alb- anskri menningu út á við. Þannig var í ágúst haldin í Vestur- Þýskalandi sýning mikil á alb- önskum forngripum, tii að minna heiminn á sögu Albana, sem að líkindum eru komnir af Illýrum hinum fornu. Tunga landsmanna er indóevrópsk og myndar flokk sér innan þess tungumáiabálks. Nú er einnig farið að þýða bækur á albönsku af erlendum málum, en það var fátítt á Hoxhatíman- um. Albanía er líklega eina landið í heiminum, þar sem Stalín er enn vegsamaður að ráði, og styttur af honum gnæfa þar enn yfir torg. En líka það virðist vera að breytast, þótt hægt fari. í mars s.l. var þess gamla ekki minnst í fjölmiðlum landsins á dánardægri hans, og var það í fyrsta sinn frá burtgangi hans fyrir 35 árum sem það fórst fyrir. Daginn eftir var að vísu borið á hann hrós í aðal- blaði flokksins, en engu að síður er þetta talið merki þess, að Stal- ínsdýrkun sé á undanhaldi í landinu. Má mikið vera ef shoku Enver kæmist ekki að þeirri niðurstöðu, mætti honum ai^ðnast að líta upp úr gröf sinni, að* Albanía væri þegar á hraðri leið niður í endurskoðunarvillu og síðasta vígi kommúnismans í heiminum þar með að falla. Dagur Þorleifsson 12 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.