Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 14
m-mmmmmmmmm Punkturinn yf ir i-ið kemur upp um þig! Þeir Þórir Sigurðsson og Björgvin Jósteinsson hafa mikið fengist við skrift og skriftarkennslu. Þeir kalla sig áhugamenn um skriftarfræði og vilja hafa fyrirvara á þeim túlkunum sem hér koma fram. í Svíþjóð og Banda- ríkjunum getur rit- handargreining ráðið hvort þú færð vinnu. „Óvenjulega langur stilkur niður fyrir lín- una, táknar afbrigði- legar kynferðislegar langanir." „Okkur líkar því miður ekki skriftin. Hér getur þú ekki fengið starf...“ Hér á landi þætti svar sem þetta við starfsumsókn hel- ber móðgun, nema hugsanlega - ef verið væri að sækja um starf skriftarkennara. Væri viðkom- andi hins vegar að sækja um starf í ákveðnum sænskum banka, gæti það þótt gott og gilt. Nokkrar sænskar bankastofnanir hafa nefnilega tekið upp á því að láta umsækjendur um „betri“ stöður skrifa sendibréf. Bréfið er síðan sent til tveggja vesturþýskra rit- handarfræðinga sem lesa skrift- ina og leggja síðan dóm á um- sækjanda. „Þessi er iðinn og nægjusamur, þessi er óreglupési og ekki fær um að taka ákvarðan- ir, þessi tekur ákvarðanir hratt og örugglega og er fljótur að koma auga á aðalatriðin, o.s.frv.“ Rit- handarfræði hefur lengi verið áhugamál sérvitringa, en nú er farið að kenna hana við háskóla víða í Evrópu og það er ekki að- eins í Svíþjóð sem rithandar- greining er notuð til að taka ák- varðanir við mannaráðningar, heldur og í Bandaríkjunum. Skriftarráðning og manna- ráðningar Við Nya Sparbanken og Spa- dab, sem er reiknistofa Spar- bankanna er notast við þjónustu rithandarfræðinga, þegar ákvörðun er tekin um hvort ráða eigi mann til starfa. Aðrir bank- ar, eins og Skandinavia-Enskilde bankinn hafa sýnt málinu mikinn áhuga. Bankinn hefur takmarkað þessa prófun við „efri“ störf innan bankans og skriftar- greiningin er eðlilega aðeins einn þáttur af mörgum sem hafður er til hliðsjónar, þegar ákvörðun um ráðningu er tekin. „Rithöndin er táknmál líkama þíns, þó aðeins sé á pappír,“ er haft eftir Christer Sandahl í Sænska bankablaðinu. Christer þessi rekur Sandahl Partners, en það fyrirtæki hefur séð um skrift- arprófin fyrir bankana. „Rit- handargreining gefur mjög nák- væma svipmynd af einstakling- num. Það má sjá út hvernig hann tekur á vinnuverkefnum sínum, hvort viðkomandi er samvinnug- óður og eins hvaða stressþol við- komandi hefur.“ Umsækjandi um starf við Spar- banken þarf að skrifa tveggja síðna bréf, eins og um sendibréf til vinar væri að ræða. Það er síð- an sent til greiningar til tveggja rithandarfræðinga í V-Þýska- landi, sem senda það aftur til Sandahl Partners. Sandahl sendir niðurstöðuna síðan til viðkom- andi umsækjanda sem „ræður“ hvort hann sendir niðurstöðuna til starfsmannastjóra bankans. TCO, sem er nokkurs konar BSRB Svía, hefur hins gert sam- þykkt um að notkun hvers konar „persónuieikaprófana" og þar með tilgreind rithandarfræði, skuli ekki líðast við mannaráðn- ingar. Sú samþykkt er sjö ára gömul og greinilegt að a.m.k. Sparbanken fer ekki eftir henni. Fáránlegt eöa hvað? Fljótt á litið gæti manni fundist það bæði fáránlegt og vel mögu- legt, að hægt væri að segja nokk- uð um skapgerðareinkenni manna og eiginleika út frá rit- hönd þeirra. Fáránleikinn felst m.a. í því að auðvitað læra menn skrift misvel og nota hana mis- mikið, menn læra mismunandi tegundir af skriftarformum eftir skólum og tímabilum og svo get- ur jafnvel verið dagamunur á skrift einstaklinga, allt eftir hvernig þeir eru upplagðir. Þetta er eitt athugunaratriði. Annað er það að rithandarfræðingar leggja beint eða óbeint einhvers konar sálfræðikenningar til grundvall- ar, þegar þeir tengja saman skrift og skapgerð og eiginleika ein- staklinga. Sálfræðikenningar eru ágætar svo langt sem þær ná, en tengslin þarna á milli eru undir venjulegum kringumstæðum langt frá því að vera augljós. A hinn bóginn kann það að virðast vel líklegt að maður sem skrifar stórgerða skrift, sem samt er öguð, að hann dragi dám af skriftinni, ergo stórhuga og ör- uggur með sig. Lítil og einkenna- laus skrift vitni á hinn bóginn um litlausan kartakter. Táknmál rithandarinnar Þrátt fyrir ofangreinda ann- marka, hafa rithandarfræðingar haldið ótrauðir áfram að þróa fræði sín og sem fyrr segir er rit- handarfræði nú kennd á há- skólastigi í löndum eins og Frakk- Iandi og Vestur-þýskalandi. Sví- inn Gustaf Lundgren gaf árið 1942 út bókina Rithönd og skap- gerð, þar sem hann ræðir m.a. táknmál rithandarinnar og út- skýringar á því táknmáli, auk þess sem hann hættir sér út í rit- handarfræðiiega sálgreiningu. Lundgren segir að rithandar- fræðingurinn byrji á að líta á heildarstíl skriftarinnar. Sé rit- hönd stórgerð, með víðum stöf- um sem halla til hægri, vitni hún um einstakling sem er víðsýnn og hefur sjálfstraust. Skrift sem er smágerð, þröng og stafirnir lóð- réttir vitnar um óþolinmóða manneskju, en sem jafnframt er nákvæm við vinnu. Henni hættir til að týna sér í smáatriðum. Síðan lítur rithandarfræðingur- inn á hvernig einstakir stafir eru tengdir saman, en það á að segja um samband manns við umhverfí sitt. Halli stafirnir til hægri þýðir það að skrifari leiti út á við, þurfi á vinum að halda og tilbreytingu. Hann er áhrifagjarn og hættir til ósjálfstæðis. Halli stafirnir hins vegar til vinstri, iítur Lundgren á það sem alvarlegt einkenni. Við- komandi óttast raunveruleikann, hefur minnimáttarkennd og streðar á móti kynferðislegum löngunum. Taki skrifari pennann hins vegar aldrei frá blaðinu þeg- ar hann skrifar einstök orð, þá gæti það bent til rökvísi og sam- kvæmni, en einnig til heimsku og lítils stórhugar. Hangi skriftin yfir línunni, bendir það hins veg- ar til ríkrar ímyndunargáfu og ák- afa. Föst rithönd — öflugt kynlíf Lundgren telur að sá sem skrifi stórt sé uppfullur af vissu um eigin kraft og að hann hafi út- þensluvilja. Rétt eins og hann fylli blaðið stórum bókstöfum, þá vilji hann hafa svigrúm fyrir sig og hugsjónir sínar. Bismark er tekinn sem dæmi. Lítil stafagerð vitni aftur um festu og nákvæmni. Hröð skrift vitni um starfsemi og dugnað, skrifari er vakandi og fjörugur, fyrirlíti formfestu éii heimti ævintýri og breytingar. Sá sem skrifi hægt sé hins vegar var- kár og hugsi áður en hann fram- kvæmi. Mjög föst rithönd vitni um mikinn lífskraft, öflugt kynlíf og fjör. Létt ríthönd vitni um við- kvæmni og andríki, ástríðurnar veikari og kynlífið aflminna. Sveiflur og útflúr í stöfum ber vott um að ritari elski heim ímyndunar meira en heim raun- veruleikans, að hann sé draum- lyndur og ljóðrænn að eðiisfari. Andinn, sálin og líkaminn Lundgren skiptir skriftinni upp í þrjú svið og tengir ákveðna stafi og hluta þeirra við hvert svið. Þannig segja lengdu stafirnir, þeir sem ná upp fyrir lágstafina til um „andann“, lágstafirnir túlka „sálina“ og þeir stafir sem að ná niður fyrir strikið eða línuna tala fyrjr „líkamann“. í framhaldi af þessari skiptingu túlkar Lund- gren síðan ákveðin einkenni skriftarinnar. Þeir sem draga upplengingu hátt og áberandi eiga að hafa fjörugt andiegt líf og leggja mikla áherslu á trú, heimspeki og óhlutkennda tján- ingu. Hinn sem skrifar alla stafi jafnlága er hagsýnn og verk- laginn „hversdagsmaður“. Þeim mun minni munur sem er á hást- öfunum og lágstöfum, þeim mun meira er ritari háður hversdag- slífinu og þeim mun þrengri sjóndeildarhringurinn. Beri hins vegar mest á lengdu stöfunum niður úr línunni, tákn- ar það að ritari leggi mest upp úr hinu efnisbundna, meti mat og drykk mikils og sé hrifinn af kröftugu og áþreifanlegu kynlífi. Mjög mikil takmörkun á lengdu stöfunum niður, (g,f,j, o.s.frv.) vitnar um kyndeyfð, en óeðlileg lengd stafanna niður táknar lang- anir til óvenjulegs og „kinky" kynlífs. phh 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.