Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 15
„Hégómagjam og þykir hólið gott“... Tveir áhugamenn um rithandarfræði líta á undirskriftir Seðlabanka- stjóra Jóhannes Nordal: „Belgurinn á J-inu bendir til að viðkomandi sé móttækilegur fyrir smjaðri og sé hégómagjarn, hugsanlega eigingjarn. Langur leggur á lokastaf, l-inu bendir til festu, þrjósku ogjafnvel ofsa. Skriftin ersnoturog ígöðu samræmi og ber vott um umhyggjusemi og siðprýði..." Tómas Arnason: „Ef T-þverstrikið er skrautlegt, ber það vott um ímyndarafl, sjálfselsku og að viðkomandi sækist eftir hrósi, aðdáun og fagurgala... “ Hér á landi eru rithandarfræð- ingar ekki á hverju strái og eng- inn sem er titlaður sem slíkur í símaskránni. Nýja Helgarblað- inu tókst hins vegar að hafa upp á tveimur áhugamönnum um fræðin, þeim Þóri Sigurðssyni, námsstjóra í mynd- og hand- mennt og Björgvin Jósteinssyni, sem kennt hefur skrift í áratugi. Báðir bera þeir sína ábyrgð á þeirri skriftarkennslu sem við- höfð hefur verið hér í skólum sfð- ustu áratugina, enda átt þátt í vali á skriftargerðum til kennslu og skrifað forskriftarbækur. Þessir herramenn vildu þó alls ekki láta sæma sig titlinum rit- handarfræðingur, en sögðust áhugamenn um efnið. Voru þeir sammála um að alls ekki mætti taka þessi fræði gagnrýnislaust og það gæti jafnvel verið stórhættu- legt að fara að beita þessu við mannaráðningar. Það væri fyrir- sjáanlegt að hægt væri að mata tölvur á svona verkefnum og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Með fyrirvörum og án ábyrgðar Þeir féllust þó á að líta á undir- skriftir nokkurra bankastjóra Seðlabankans, sem finna má á peningaseðlum, en þó áfi allrar frekari ábyrgðar. „Það er margt lfkt með þessu og spádómum, að því leyti að margt sem er sagt er svo almennt að það má túlka það á ýmsa vegu. Þannig að ég mundi ekki þora að flokka menn strangt eftir þessu. Það er kannski ekki mjög mikið úr þessum ritahand- arsýnishornum að hafa. Banka- stjórarnir hafa auðvitað skrifað nafnið mörgum sinnum áður en þeir velja eina undirskrift til að fara á seðlana, þar sem hún er síðan smækkuð," sagði Þórir. „Nafnið eitt er líka ekki nóg, það þarf meiri texta. En fræðin eiga að ganga út á greiningu á skap- gerð manna út frá skrift. Það skrifa engir tveir menn eins, og enginn einn skrifar eins í tvö skipti. En það má sjá aðal- einkenni skriftarinnar og þekkja í sujidur skrift einstaklinga. Þegar við lítum á undirskriftir bank- astjóranna sjáum viÓ að þétta eru allt saman þjálfaðir menn í skrift, allir vandvirkir og leiknir. Jóhannes Nordal Ef við lítum sérstaklega á þennan seðil þar sem Jóhannes Nordal og Tómas Arnason rita á, þá sýnist mér þetta vera grönn og létt skrift. Það má túlka sem að skrifarinn sé nákvæmur, bók- hneigður hugsjónamaður. Skrift Jóhannesar er skýr og tilgerðar- laus sem þýðir að skrifari er hreinskilinn, hispurslaus, hæ- verskur og látlaus. Þetta er snot- ur skrift og í góðu samræmi og ber það vott um umhyggjusemi og siðprýði. Sé skriftin skýr og jöfn, ber það vott um skarp- skyggni og hispursleysi. Ef að lágstafirnir a, o og d eru lokaðir að ofan, ber það með sér að mað- urinn er gætinn og þagmælskur. Ef að lágstafurinn n líkist u, eins og sést hjá Jóhannesi Nordal, þá er skrifarinn vingjarnlegur mað- ur og blíðlyndur. Upphafsstafur- inn N í Nordal, er með jafnvægi í dráttum og góðum hlutföllum og það á að þýða að maðurinn er hreinskilinn, hæverskur og smek- kvís. En svo er það síðasta 1-ið, sem teygist langt niður á við, það bendir til festu, þrjósku og jafnvel ofsa. En sá hali bendir til að Jóhannes hafi gætt jafnvægis í skriftinni, að 1-ið vegi upp á móti upphafs J-inu, og gæti þýtt að maðurinn leiti almennt jafnvæg- is, sé sáttamaður. Belgurinn á J- inu er ritaður í einum drætti, sveigir til vinstri og er mjög boga- dreginn. Það þýðir að viðkom- andi er móttækilegur fyrir smjaðri og er hégómagjarn, gæti einnig borið vott um sjálfsþótta og eigingirni. Hjá Jóhannesi sýn- ist mér hið ógreinilega s og a-ið í -dal vera nokkur veikleikamerki í skriftinni. Tómas Árnason Ef við lítum á undirskrift Tóm- asar Árnasonar, má segja að ef skriftin er mjög skrautleg að þá gefur það til kynna mikla hæfi- leika, en oft í sambandi við slægð, kænsku og mikla eftirtekt. Ef T- þverstrikið er skrautlegt ber það vott um ímyndunarafl, sjálfs- elsku og að viðkomandi sækist eftir aðdáun, hrósi og fagurgala. Ef T-strikið er langt og ritað fljótt, ber það vott um hita, ák- afa, fjör og kraft. Ef þetta útflúr líkist brotinni línu eða eldingu þá þýðir það ákveðið lundarfar, andlegt og líkamlegt fjör. Ef að krókurinn á endastaf er lítill, ber það vott um þagmælsku." Þeir félagar voru á því að það ætti ekki að hætta sér lengra út í þennan rithandarlestur, enda hefðu þeir ýmsa fyrirvara á hon- um. Það væri margt í rithöndinni sem ekki yrði skýrt og á hinn bóg- inn væri margt í skapgerð manns- ins sem ekki kæmi fram í rithönd- inni. phh SAMSKIP11 Kröfur framtíðarinnar eru: Skjótari samskipti, örara upplýsingastreymi og vandaðri vinnubrögð. Ekki láta viðskiptavini þína líða fyrir það að þú standist ekki kröfur framtíðarinnar. Veldu RICOH - og þú vinnurtíma. Fremstirnteð fax Láttu tæki eins og þetta þjóna fyrirtæki eins og þínu aCQhf SKIPHOLTI 17 105 REYKJAVÍK SÍMI: 91 -2 73 33 I Föstudagur 21. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.