Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 17
ísold fæddist dóttir Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar I skugga hrafnsins frumsýnd nk. sunnu- dag í Laugarásbíói. Mynd um ást, af- brýði, hatur, hefnd og fyrirgefningu. Heildarkostnaður 100 miljónir króna. Tinna Gunnlaugsdóttir og Helgi Skúla- son tilnefnd til Evrópu-verðlauna í kvikmyndaleik fyrir leik sinn í mynd- inni „Auðvitað er frumsýningar- skrekkur í manni sem á eftir að aukast eftir því sem nær dregur frumsýningu og verður í hámarki rétt áður en myndin byrjar,“ sagði Tinna Gunn- laugsdóttir leikari sem leikur ísold í kvikmyndinni I skugga hrafnsins sem Hrafn Gunn- laugsson leikstýrir eftir eigin handriti. Myndin verður frum- sýnd nk. sunnudag í Laugar- ásbíói. Svo skemmtilega vildi til að sl. þriðjudag 18. október fæddist þeim Tinnu og manni hennar Agli Ólafssyni 12 marka og 50 cm dóttir á Fæðingardeild Lands- spítalans og sagði Tinna að næsta verkefni sitt yrði uppeldi dóttur- innar, aðspurð um hvað hún tæki sér fyrir hendur á næstunni á leiksviði eða í kvikmyndaleik. Engu að síður verður Tinna við- stödd frumsýningu myndarinnar í Laugarásbíói nk. sunnudag. Útnefnd til verðlauna Kvikmyndin í skugga hrafnsins hefur fengið tvær útnefningar til kvikmyndaverðlauna Evrópu sem tilkynnt verða í næsta mán- uði, Tinna fyrir leik sinn í aðal- hlutverki sem ísold og Helgi Skúlason fyrir aukahlutverk. Tinna sagði það vera mikinn heiður fyrir kvikmyndina að hljóta þessar útnefningar og hún sagðist vera staðráðin í að fara út til Berlínar þegar úrslitin yrðu til- kynnt, en hvort hún myndi bera sigur úr býtum yrði bara að koma í ljós á sínum tíma. Tinna sagði að það væri mikill munur á að leika annarsvegar í kvikmynd og hinsvegar í leikhúsi. Þegar kvikmynd væri tekin væri ferðast fram og aftur í tíma og erfitt að hafa heildarsýn yfir efn- ið. Aftur á móti væri hægt að leika sig upp í leikverki og yfir- sýnin þar væri miklu meiri eins og gefur að skilja. Pegar myndin var tekin sl. sumar voru útisenur teknar svo til eingöngu úti á landi sem Tinna sagði að hefði verið langt úthald í misjöfnum veðrum. Þegar þeim tökum lauk var síðan haldið í kvikmyndaver í Stokkhólmi um haustið. Saga íslenska kvenskörungsins í skugga hrafnsins er saga um ást, afbrýði, hatur, hefnd og fyrirgefningu. Hún er saga manns sem fórnar öllu til að eignast allt. Hún er saga íslenska kvenskör- ungsins, konunnar sem lætur ekki bugast og stendur andspænis reiddum sverðum með styrk ást- arinnar að vopni. Kvikmyndin er saga elskendanna Trausta og ís- oldar og eru nöfn þeirra sótt í söguna um Tristram og ísold. Elskendurna sem var ekki skapað nema að skilja. Kvenper- sónur myndarinnar eru kven- skörungar íslendingasagnanna og ennfremur er víða leitað fanga um efni hennar í Sturlungu. Myndin er ekki framhald af kvik- myndinni Hrafninn flýgur, en fyrir þann sem vill er hægt að sjá tengsl á milli myndanna. Aðalpersóna myndarinnar er Trausti sem er á leið heim til ís- lands frá Noregi, þar sem hann hefur verið við nám í guðfræði. I för með honum er ítalskur málari sem ætlar að mála altaristöflu í kirkjuna að Krossi, bænum þar sem fjölskylda Trausta býr. Þar stjórnar búi Edda móðir Tausta en faðir hans sem var heiðinn var veginn þegar Trausti var barn að aldri. Skammt frá þeim stað þar sem Trausti og menn hans taka land, ríða þeir fram á hafrekinn hval og eru tveir flokkar að berjast um eignarrétt yfir honum. Annars- vegar heimafólkið á Krossi og hinsvegar Eiríkur, voldugur höfðingi og menn hans. í átökun- um særist móðir Trausta og til að leita hefnda halda Grímur og menn hans að bæ Eiríks, fella hann og leggja eld í hús. Trausti bjargar dóttur Eiríks, ísold og barni hennar Sól úr eldinum og tekur þær heim með sér að Krossi. Edda móðir Trausta sem liggur helsærð eftir bardagann, segir er hún fréttir að Eiríkur er fallinn og ísold sé í för með Trausta, að ísold sé norn. Þegar Trausti spyr frekar um ísold segir Edda að Eiríkur hafi lofað að gifta ísold Hjörleifi syni Harðar biskups; þá muni sameinast mikil auðævi og ísold verða voldugasta kona ís- lands. Edda segir að Trausti verði að semja um bætur fyrir Eirík við Hörð biskup, en hvetur hann til að láta ísold afskipta. En þá er það ísold sem tekur völdin í sínar hendur. í kirkjunni á Krossi reynir ísold að vega Trausta og hefna föður síns. í átökunum á milli þeirra vaknar tilfinning í brjóst- um beggja. Trausta finnst hann hafa þekkt ísold í þúsund ár. Þeg- ar Hörður biskup kemur ásamt Sigríði konu sinni og syni þeirra Hjörleifi, mætast stálin stinn og sjón er sögu ríkari. Tveggja tíma mynd Um aðra helgi 28. október verður kvikmyndin frumsýnd í þrem kvikmyndahúsum í Stokk- hólmi og ífleiri borgum í Svíþjóð. Daginn eftir þann 29. í Osló og fleiri borgum íNoregi. Til stóð að frumsýna myndina á öllum Norðurlöndunum samtímis en frumsýningunni í Danmörku og Finnlandi hefur verið frestað fram yfir 26. nóvember þegar úr- slit liggja fyrir um hvaða myndir hljóta kvikmyndaverðlaun Evr- ópu. Kvikmyndin er um tveir klukkutímar að lengd og er tekin í cinemascope og með digital hljóði í dolby-steríó. Heildar- kostnaður við myndina nemur um 100 miljónum króna og þar af lagði Kvikmyndasjóður til 15 miljónir. Cinema Art og Sænska kvikmyndastofnunin sjá um dreifingu myndarinnar og hefur verið samið um sýningu á henni í kvikmyndahúsum víðar í Evrópu í vetur, en auk þeirra er myndin framleidd af F.I.L.M. Með aðalhlutverk fara auk Tinnu og Helga, Reine Brynj- ólfsson, Sune Mangs, Egill Ólafs- son, Sigurður Sigurjónsson, Kristbjörg Kjeld, Helga Back- man og Sveinn M. Eiðsson. Framleiðandi er Christer Abra- hamsen, aðstoðarleikstjóri Dani- el Bergman, framkvæmdastjóri Kristján Þórður Hrafnsson, kvik- myndataka Esa Vuorinen, kvik- myndatónlist Hans-Eirik Philip, leikmynd, útlit og búningar Karl Júlíusson, innanhúshús í mynd- veri Bo Lindgren, hljóð Gunnar Smári Helgason og um klippingu sá Edda Kristjánsdóttir. —grh Tinna Gunnlaugsdóttir með nýfædda dóttur sína og Egils Ólafssonar sem fæddist sl. þriðjudag, en fyrir eiga þau tvo drengi. Mynd; Jim Smart. Reine Brynjólfsson og Tinna Gunnlaugsdóttir j hlutverkumTraustaog Ísoldaríkvikmyndinni ( skuggahrafnsins. * * 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. október 1988 Föstudagur 21.®któber 1988 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17 Halldór mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm i hljóp burt Víkurskip farin að ramba Utanríkisráðuneytið hefur sent erindi til hafnarstjórnar- innar í Neskaupstað þar sem óskað er eftir heimild fyrir því að NATO-skipið Alliance frá Fyrir rúmu ári féll Stefán Ben- ediktsson, núverandi þjóð- I garðsvörður í Skaftafelli, út af þingi og var hann þá ráðinn sem arkitekt til menntamála- I Mönnum hefur orðið tíðrætt um viðtal sem Árni Snævarr, fréttamaður Sjónvarps, átti við Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra fyrr í vikunni um hvalamálið. Árni tók viðtalið í París, þar sem Halldór var staddur á matvælasýningu. Halldóri mun hafa verið mjög brugðið þegar Árni bar undir hann um- mæli Steingríms Her- mannssonar, um að full ástæða væri til þess að endu- rskoða stefnu íslendinga í hvalveiðimálum, því Halldór mun hafa heyrt þessi ummæli fyrst í sjónvarpsviðtalinu. Þá brást Halldór hinn versti við þegar Árni spurði hvort hann myndi segja af sér ef svo færi að hann biði lægri hlut innan ríkisstjórnarinnar. Halldór rauk á fætur og strunsaði burt og urðu frönsku sjónvarps- tökumennirnir klumsa yfir hátterni ráðherrans. Árna tókst þó með lempni að sefa reiði ráðherrans og fá hann til þess að Ijúka viðtalinu, en einsog sjá mátti í sjónvarpinu runnu svitaperlur niður kinnar og nef ráðherrans. Því miður var brotthlaupið klippt út úr fréttinni áður en hún var sýnd. V-Þýskalandi fái að leggjast þar að bryggju þann 9. og 10. nóvember n.k. Erindið hefur ekki verið afgreitt í hafnar- stjórninni, en hún hefuróskað eftir frekari upplýsingum frá ráðuneytinu um þetta NATO- skip. Eystra eru menn ekki par hrifnir af þessari herskipa- heimsókn og margt bendir til þess að hafnarstjórnin hafni beiðni ráðuneytisins. Bera heimamenn því við að ekkert viðlegupláss sé fyrir svo stórt skip í miðri síldar- og loðnu- vertíð. Einnig vilji menn ekkert hafa með herskip gera í þess- um friðarbæ, hvað þá aðeins tveimur dögum eftir bylting- arafmæli í Rússíá. ráðuneytisins. Þar sem ráðu- neytið áformaði ekki að láta byggja yfir sig, óttuðust menn að starf arkitektsins yrði ein- göngu að skipuleggja breyt- ingar á skrifstofum ráðuneyt- isins og leggja á ráðin um kaup á nýjum húsgögnum. En ráðning hans var rökstudd með því að mörgu þyrfti að sinna á þessu sviði í skólabyggingum og öðrum byggingum sem undir ráðu- neytið heyrðu. Þegar Stefán fór að Skaftafelli var starfið laust. Skömmu áðuren Birgir ísleifur Gunnarsson lét af ráðherradómi skipaði hann Stefán Snæbjörnsson í starfið og tók hann þegar til við að skoða Þjóðleikhús- bygginguna. Menn velta því fyrir sér hvert sé eiginlega starfssvið Garðars Halldórs- sonar húsameistara ríkisins. LAÐA FRAM ÞAÐ BESTA í ÚTLITI ÞÍNU COLOURS litgreining byggist á nákvœmri athugun á litarafti þínu og ráðgjöf um litaval samkvœmt því. í notalegu umhverfi finnum við þá liti sem best laða fram og undirstrika þína eigin eðlilegu liti ogpersónuleika. Leiðbeint er um litaval á kUeðnaði og fylgihlutum og veitt aðstoð við snyrtingu með Colours snyrtivör- um. Að lokinni litgreiningu feerð þú vandað leðurveski með prufum af þeim litum sem þér hœfa best. Við Colours-litgreiningu er rík áhersla lögð á persónulega þjónustu. Því er ráðgjöfin veitt i einkatímum og er að sjálfsögðu jafnt fyrir konur sem karla. VETRAR DEKKIN Nú er veturinn framundan og tímabært að búa bílinn til vetraraksturs. Athugaðu vel kosti þess að aka á ónegldum vetrarhjólbörðum. Þeim fækkar stöðugt sem aka á negldum. Farðu varlega! Gatnamðlastjórinn Engin NATO-skip í Norðfjörð Hringdu í sima 680790 eða skrifaðu og við sendum þér íslenskan kynningarbækllng um hæl. Tímapantanir og allar upplýsingar í síma 680790. Fjárhagsstaða skipafélagsins Víkur sem Finnbogi Kjeld rekur, er ekki með besta móti þessa dagana, eins og al- menningur hefur orðið vitni að, eftir að skipverjar á einu skipi félagsins, Hvalvíkinni, neituðu að losa skipið fyrr en gengið hefði verið frá uppgjöri á vangoldnum launum. Úr viðskiptaheiminum heyrist að óvíst sé hvort skipakónginum takist að rétta skútuna við, því vandinn sé mikill víðar en í út- gerðinni. Þannig standi dótt- urfyrirtækið, Saltsalan hf., mjög illa og stórar skuldir hafi hlaðist upp í viðskiptahöfnum um allt land. Garðabær hf. í utandagskrárumræðum á Alþingi um synjun ríkisstjórn- arinnar á niðurgreiðslum á skipasmíðum Stálvíkur fyrir Marokkómenn, hrasaði Júlí- us Sólnes skemmtilega á tungunni. Þingmaðurinn hafði flutt all ýtarlega tölu um ágæti samningsins við hina erlendu aðila og vék talinu að Garða- bæ. Þá vildi ekki betur til en svo að hann sagði Garðabær hf. Þingmenn Reykjaness rumskuðu af blundi en Júlíus var fljótur að átta sig og bætti því við að hann vissi að auðvitað væri ekki enn búið að breyta Garðabæ í hlutafé- lag. Hirðarkitektar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.