Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 19
Herbjörg Wassmo: „Þóra er réttlaus vegna þess að enginn tekur svari hennar.“ Mynd - Jim Smart vegna þess að þeir geta keypt sig lausa, en skuldinni er skellt á smáseiðin. - Þjóðverjamellurnar svoköll- uðu og börn þeirra eru dæmigerð fyrir þetta. í gegnum árin hef ég oft velt fyrir mér hvemig það væri að vera „þýskarakrógi“. Það voru nokkur þannig börn í mín- um skóla og þau voru öll stim- pluð. Við ofsóttum þau ekki beinlínis, en við sáum þau ekki. Þau voru einfaldlega fryst úti. - Sifjaspellum hef ég líka velt fyrir mér í fleiri ár. Hvað gerist í barni þegar faðir þess eða, eins og í Þóru tilfelli, einhver sem gengur því í föðurstað, misnotar það kynferðislega? Reyndar var það Biblían sem kom þessum hugleiðingum að hjá mér. Þegar ég var í 5. eða 6. bekk fékk ég allar umgangspestir einn vetur- inn og lá því mikið í rúminu og las. Einhvern tíman þegar mamma var orðin þreytt á eilífum hlaupum á bókasafnið fyrir mig, rétti hún mér Biblíuna og sagði mér að lesa hana. Þá las ég meðal annars söguna um Lot og dætur hans. Ég man að ég hugsaði mikið um þessa sögu því mér fannst þá þegar geysilega ótrúlegt að þær, þessar ungu konur hefðu haft frumkvæðið að sifjaspellum með föður sínum afgömlum og drukknum. Mér fannst að þessu hlyti að hafa verið öfugt farið, að hann hefði nýtt sér föðurvaldið yfir þeim og misnotað þær. Ég er eiginlega sannfærð um það enn- þá. Þeim finnst vanta kalda kalla - Annars er bókin ekki bara um dapurlega hluti. Þetta er saga um ást, um svik og um vináttu kvenna. Þetta sjómannasamfélag sem ég þekki af eigin raun. Það er húmor í bókunum, svartur húm- or sem er þessu fólki eiginlegur og sem ég vonast til að hafa náð fram í gegnum aukapersónurnar. Sjómaður getur sagt heila lífs- speki í tveimur orðum. Þetta er fólk sem er mótað af erfiðri bar- áttu við náttúruöflin. - En ég skrifa ekki um kalda kalla. Mínar persónur eru ekki hetjur, heldur manneskjur. Karl- ar gagnrýna mig oft á tíðum fyrir að það séu engar raunverulegar karlkyns hetjur í bókunum. Að það vanti stóra og sterka mann- inn. Hinsvegar hefur það aldrei truflað nokkurn að ég skrifa ekki heidur um kvenkyns hetjur, í sögunni er Rakel, móðursystir Þóru, eina sterka hetjan, og hún er sterk vegna þess að hún býr við fjárhagslegt og tilfinningalegt ör- yggi- - Karlmönnum þykja menn eins og Símon vera alít of mjúkir, á meðan konurnar elska hann. Ég hef aldrei hitt konu sem líkaði ekki við Símon. Ég held að það sé vegna þess að karlmenn eru fórn- arlömb síns eigin hlutverks sem sterkir menn. Að þeim finnist að með persónu eins og Símoni sé verið að fletta ofan af þeim. Sýna það sem er undir yfirborðinu, og það þola þeir ekki. Að lokum? - Það gleður mig að bókin skuli nú koma út í íslenskri þýð- ingu. Ég held að við sem komum frá Norður Noregi eigum mikla samleið með íslendingum, jafnvel að við eigum meiri sam- leið með ykkur en til dæmis með þeim sem búa í Austur Noregi. Noregur er svo stór og aðstæður fólks svo gjörólíkar innan hans á meðan Norður Noregur og Island eru náskyld samfélög. - Mér finnst þýðingin líka vera í mjög góðum höndum. Bæði er Hannes Sigfússon skáld og rithöf- undur, og þekkir þar að auki Noreg og Norðmenn mjög vel. Ég er mjög ánægð með að hann skuli hafa tekið að sér að þýða bókina. LG Föstudagur 21. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.