Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 22
Rögnvaldur Sigurjónsson sjötugur Auðvitað átti þessi afmælis- kveðja að birtast um síðustu helgi. En almættinu þóknaðist að gera krítikerinn veikan og óvinn- ufæran. Hins vegar þykist ég eiga Rögnvaldi mjög stóra skuld að gjalda og þó ég verði aldrei mað- ur til að greiða hana held ég að nú sé kominn tími til að láta vita af henni. Þegar skall á þorskastríðið númer eitt fluttist fjölskylda mín í blokkina Eskihlíð 14 í Reykjavík. Þá var Elvis Presley í miklu stuði og dáði undirritaður hann meira en sjálfan Jesú Krist. Pat Boone þótti líka góður. Og Connie Francis. Þetta var sem sagt and- legt kompaní afmælisgreinaskrif- arans á þeim dögum. En hann varð undireins mikill félagi sona Rögnvaldar og Helgu konu hans og hafa þeir Geir og Þór verið einhverjir bestu vinir skrifarans fram á þennan dag. En þegar til- vonandi gagnrýnandi Þjóðviljans hafði stokkið mörg þrístökk og spilað marga fótbolta og verið í yfir og æsilegum stórfiskaleik með krakkaskaranum í blokkinni og það var hasa fjör, fór hann að leggja við eyrun að tónum sem bárust einhvers staðar ofan að. Þetta voru öðruvísi tónar en gagnrýnandinn þekkti úr kanan- um og lögum unga fólksins. Og það fór eitthvað að titra í hjart- anu á honum. Það var eins og hann stykki í risa þrístökki út úr leikjalandinu inn í dramatíska landið, inn í gáskafulla harm- leikinn sem við köllum alvöru mannlíf. Það var nú meira stökk- ið. Og hún var dáldið hörð lend- ingin. Ég man enn þessa tóna. Það var upphafið á Wandererfantasí- unni hans Schuberts. Rögnvaldur lék hana um vorið á tónleikum í Þjóðleikhúsinu. Ég var að vísu ekki þar. En ég hafði stigið inn í nýjan heim. Og sá heimur er mér bestur allra heima. Ef ég ætti ekki þann heim væri ég varla lifandi núna og al veg áreiðanlega væri ég ekki með öllum mjalla. Þetta er heimur klassískrar tónlistar. Og mér finnst alls ekki ósennilegt að ef ég hefði ekki flutt í Eskihlíðina og ef þar hefði ekki spilað og spaugað hann Rögnvaldur, hefði ég ekki vitað neitt af þessum heimi enn þann dag í dag. Þess vegna langar mig til að þakka svolítið fyrir mig við þetta tækifæri. Það var mér botnlaus gæfa að kynnast þessari fjöl- skyldu á mínum barns- og ung- lingsárum. Ég var þar á heimilinu eins og grár köttur og stundum var öll krakkamafía blokkarinnar að ráða þar ráðum sínum leyndardómslega. Ekki þóttu húsbóndanum og húsfreyjunni öll þau ráð gefast jafn vel. Hver man til dæmis ekki þegar það hljóp í okkur af stjórnlausri lífs- hamingju að éta öll jólaepli kerl- ingarinnar og þegar hún opnaði eplakassann sinn í jólaskapi á að- fangadagskvöld þá var þar ekkert nema andskotans óþekktin. Þá SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON varð Rögnvaldur voða reiður og sagði að ætti að kaghýða okkur öll með ég man ekki hverju og ég trúði honum og þorði ekki heim. En þetta var bara í nösunum á honum. Þó hugmyndir hans um samskipti barna og fullorðinna séu kannski einum of prússnesk- ar fyrir míria kynslóð og ytra borðið sé stundum nokkuð töff og röff er víst leitun á jafn við- kvæmu góðmenni. Ekki var hún neitt smáræði sorgin þegar gull- hamsturinn fórst af hræðilegum slysförum og fór víst alveg í spað. Þá voru leiknir sorgarmarsar ger- vallra tónbókmenntanna. Og les- in ljóð og sungnir sálmar við afar hátíðlega og virðulega útför hins framliðna. Þegar fjölskyldan flutti svo upp á loft á Vesturgötu 38 þá var undirritaður þar líka alla daga. Jón Baldvin og Bryndís bjuggu á neðri hæðinni ung og klár og mjög efnileg. Og sífellt rennerí uppi og niðri af skemmtilegu fólki. Alltaf eitthvað að gerast. Og spjallað og spjallað og spjall- að og var alveg æðislega gaman. Einu sinni átti að stofna leikhús í kjallaranum. Svo var gerð upp- reisn í Alþýðubandalaginu. Loks var sett fram hin dularfulla kenn- ing um gula litinn og h-moll mess- una. Og hærra varð ekki flogið. En svo komu dagar umbylting- anna. Krakkarnir urðu að full- orðnu fólki og fóru sumir út en aðrir austur. Og íslenskt þjóðfé- lag varð að einu allsherjar sjón- varpssjói og stjörnuskini. Og Rögnvaldur er orðinn sjötugur og Helga verður það rétt bráðum. Ég óska þeim báðum til hamingju. Og ég þakka allri fjöl- skyldunni fyrir það sem hún hef- ur fyrir mig auman gert. Að ég nú ekki minnist á vináttuna og hjartaþelið. Sigurður Þór Guðjónsson Hjá öf lugustu stétt samfélagsins Nemendaleikhúsið Smáborgarabrúðkaup eftir Bertolt Brecht. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson Flosi Ólafsson þýddi vísur. Sköllótta söngkonan eftir Eugene Ionesco Þýðing: Karl Guðmundsson leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir leikmvnd og búningar: Guðrún Sig- ríður Haraldsdóttir lýsing: Egill Örn Árnason. Sú var tíð að vinir Brechts og Ionescos þoldu illa við í sama húsi, svo hart deildu þeir um það hvort leikhús gæti flutt pólitískt erindi svo vel færi, eða þá um það tilræði við Tilgang í Lífinu sem absúrdleikúsið þótti vera. Nú eru báðir orðnir sígildir höfundar fyrir löngu og hafa áhrif frá þeim smeygt sér út um öll möguleg og ómöguleg leikverk. Og hjá Nem- endaleikhúsinu hittast þeir sem jafnréttháir félagar. Bæði vegna þess að einþáttungarnir tveir eru skemmtileg og kannski hæfilega erfið prófraun fyrir leiklistar- ÁRNI BERGMANN nema. Og svo vegna þess að þeir fjalla um þann fræga smábor- gara, sem frumlegir og grimmir höfundar sjá aldrei í friði, enda er hann (og þeir sem hans hugarfar iðka) orðinn öflugasta stétt í samfélögum okkar heimshluta. Það fylgir sögunni að smáborgar- inn sé nokkuð seigur við að sækja leikhús - samkvæmt þeim gömlu sannindum væntanlega að þang- að leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Úr þessum þáttum gerir Nem- endaleikhúsið blátt áfram sagt mjög skemmtilega sýningu. Bríet Héðinsdóttir stýrir sínu liði með söngkonan: Ólafur Guðmundsson, Helga Braga Jónsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Steinn Á Magnússon Sköllótta þeirri röggsemi og kröfuhörku, að áhorfandinn er aldrei hræddur um að nú detti leikararnir niður fyrir þá kunnáttu sem skynsam- legt er að ætla þeim á fjórða námsári í Leiklistarskólanum. í einþáttungnum Smáborgara- brúðkaup eftir Brecht koma skýrt fram sérkenni hvers og eins í veislu sem siglir hröðum ærsla- byr inn í ömurleikann - um leið og einlæg fyrirlitning ungs höf- undar á þessu pakki fjötrar per- sónurnar rammlega saman einu stflbandi. í Sköllóttu söngkon- unni hefur Bríet brugðið á það ráð að hleypa leikurunum út fyrir „hina vélrænu rútínu hversdags- leikans" sem Ionesco segist vera að lýsa. Þeir hleypa upp dampi, þeir fara að láta sem persónurnar hefðu enn einhverjar ástríður, kannski (sem þær hafa náttúrlega ekki). Þetta kemur vel út. Og umgjörð leiksins var ágæt þar í Lindarbæ, enginn óþarfi en allt sem þurfti á þessu sviði sem varð stórt eins og sjálf firringin, og við áhorfendur lágum á gægj- um hjá þessu pakki rétt eins og það hefði gert við okkur ef færi gæfist. Andri Örn Clausen og Emil Gunnar Guðmundsson voru gestaleikarai' í Brechtþættinum og studdu nýliða vel og drengi- lega. Nemarnir sem léku voru Ólafur Guðmundsson, Helga Braga Jónsdóttir, Steinn Á Magnússon, Steinunn Ólafsdótt- ir, Christine Carr, Sigurþór A. Heimisson, Elva Ósk Olafsdóttir og Bára Lyngdal Magnúsdóttir. í fáum orðum sagt var heildarsvip- ur leiks þeirra sá, að þau væru á því heillandi millibilsstigi sem nkir um það bil sem einkenni áhugamannsins sem leikur meira af krafti en forsjá eru að gufa upp en frelsi og öryggi reynslunnar hafa enn ekki náð völdum svo ó- yggjandi sé. Þau Ólafur Guð- mundsson og Helga Braga Jóns- dóttir hafa þó komist þó nokkuð lengra áleiðis en þetta „meðaltal“ gefur til kynna: hjá þeim mátti finna í ríkum mæli þá yfirvegun, þá natni og þá fylgni við tekna stefnu, sem lofar mjög góðu. ÁB 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.