Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 24
HELGARPISTILL ÁRNI BEROMANN Það var einhver Arabakarl sem fékk verðlaunin Ott fer kurr um sveitir þegar fréttir berast um þaö, hver hafi hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels. Enda ekki nema von: hver og einn áhugasamur les- ari á sér væntanlega einhvern þann eftirlætishöfund sem hann telur meir en sjálfsagð- an til þessarar eftirsóttu viður- kenningar og finnst að verið sé að ganga framhjá réttlæt- inu og troða sér um tær ef sá dýrðarmaður verður útundan eina ferðina enn. Nóbelsverðlaun og pólitík Þegar sænska akademían bregður sér langt af alfaraleiðum í vali sínu, eins og þegar hún veitti Nígeríumannninum Wole Soy- inka verðlaunin, eða þegar Eg- yptinn Nagíb Mahfúz fær verð- launin nú, fyrstur þeirra sem á arabísku skrifa, þá setur menn venjulega hljóða. í fyrsta lagi vegna þess, að þeir vita upp á sig þá skömm að vita litið sem ekkert um bókmenntir þeirra Ianda sem einatt eru spyrt saman undir heitinu Þriðji heimurinn. f annan stað skilja menn vel, að öðrum þræði hlýtur slík verðlauna- veiting að vera „pólitísk'1 í þeim skilningi, að verið er að heiðra ekki barasta tiltékinn rithöfund heldur um leið menningarheim sem sól skín sjaldan eða aldrei á í okkar hluta heims. Ráðamenn í viðkomandi löndum gera sér of- urvel grein fyrir þessu. Enginn undrast það til dæmis þótt utan- ríkisráðherra Egyptalands, Bútr- ús Ghali, komist svo að orði um verölaunaveitinguna á dögunum: „Við lítum ekki á bók- menntaverk hans sem egypsk einvörðungu, heldur eru þau um leið fulltrúar bókmennta Afríku, landa sem standa utan hernaðar- bandalaga og Þriðja heimsins. Bækur hans sýna meðvitaða bar- áttu þjóða þessara landa fyrir stolti sínu og mannlegum virðu- leika“ Gamaldags höfundur? En þá má næst spyrja: Er þá sænska akademían ekki að leggj- ast í pólitískt svall og spillingu jafnvel með því að veita „fulltrú- um“ tilekinna menningarsvæða verðlaun sín? Verður slíkt athæfi ekki á kostnað hins hlutlæga mats á bókmenntalegum verðleikum sem hafa ber í heiðri fyrst og fremst? Og er þessi Mahfúz hinn egypski ekki „úreltur“ raunsæis- maður, óralangt frá framúrstefn- unnar hlykkjóttu brautum? Var ekki verið að líkja hinum mikla sagnabálki hans um fjölskyldu í Kaíró á millistríðsárunum ýmist við skáldsögur Dickens eða ætt- arsögur Thomasar Manns og Galsworthys? Hjátrú á heims- bókmenntir Þessu er kannski ekki auðvelt að svara - að minnsta kosti ekki fyrr én maður hefur hnusað af þó ekki væri nema einni bók eftir verðlaunahafann. En hitt er hollt að hafa í huga, að það er afar hæpið að reikna þessi dæmi út frá einhverju hátignarhugtaki sem heitir Heimsbókmenntirnar. Allra síst kann það góðri lukku að stýra ef menn halda að bók- menntaþróunin sé einskonar framför sem hægt sé að þreifa á með sérfróðum mælingum. Eða þá tignarstigi sem hægt er að raða niður á skáldum og sagna- mönnum úr Kína og Ghana, Chile og Sri Lanka og Noregi Nagíb Mahfúz: Egypska skáldsaganernokkurnveginnjafnaldri hans. feftir einhverju því listrænu rétt- verðlaunahafann egypska, þá læti sem treysta mætti. Margt geris í senn Þegar minnst er á Dickens og Thomas Mann í sambandi við ^IHaf þrengra og þrengra1 Pórarinn Eldjárn. Skuggabox. Gullbringa 1988 Þórarinn Eldjárn hefur gaman af að stunda þann frá- sagnaleik sem kalla mætti blanda á staðnum. Fyrsti kafli nýrrar skáldsögu hans er gott dæmi um það hvernig honum gengur í leiknum þegar best lætur. Þar segir frá hjónum á bæ þar sem Onundarætt hef- ur búið frá landnámstíð, en sá er hængur á að Önundur yngsti og kona hans geta ekki átt barn. Konan leitar lífsfyll- ingar í bakstri og svo fer áður en lýkur að líf kviknar af brauðdeigi sem hún yljar á brjóstum sér og elt er í ofsa- fengnum samförum þeirra hjóna og bakað í ofni. Sagan af Sætabrauðsdrengnum trítl- ar inn í okkur með hæfilega útsmoginni nákvæmni ásamt með einhverjum slitrum úr fornsögum og fleira efni og allt sé það í lagi. En hvað svo? Síðan er sögð saga af Kort Kjögx, sem er líklega tilbrigði við fslendingsþáttinn af manninum sem fór út í heim og sigraði hann ekki - eins þótt Kort þessi sé látinn synda heim á sel eins og Sæmundur fróði, og lemur hann selinn í hausinn með hörðum disklingi úr sinni tölvu. Á disk- lingnum var mikið efni í ritgerð- ina miklu sem aldrei var skrifuð - hún átti að vera um málatferli og eru rakin dæmi um einhverja platkenningu sem segir að allt sé að dragast saman í heiminum, ekki síst orðin. Suðurhjól varð sól, áhugalost varð ást. Og svo framvegis. En ritgerðin var ekki skrifuð og sænska konan fór frá Kort með barn þeirra hjóna vegna þess, að hann var á kafi í enn fáránlegri uppfinningum (talbursta og tungubursta til að bursta tennur og tala eða vinna um leið). Heim kominn tekur Kort við húsi í arf, fer á ættarmót, fær tilboð um að búa til draugatal Þórarinn Eldjárn íslands, uppgötvar að hann á dóttur og fleira gerist sem ekki liggur í augum uppi hvernig hang- ir saman. Leikur var áður nefndur í þess- ari umsögn, og það orð er sífellt á flögri í kolli lesandans. Leikur að máli, sem stundum er eins og skreytilist út af fyrir sig: Kort hlaut að fara burt nokkra hríð og „sú hríðstendurenn". Selurhorf- ir um öxl og er það ekki broslegt því „hvaða axlir hefur selur?“. En oftar þó er leikurinn til þess gerður að skopast að ýmsum fyrirbærum (íslenskri bókaút- gáfu, sjónvarpsþáttum) eða þá textum - markaðshannandi tex- tum (samanber það sem í bókinni segir um uppfinningar Kjögx) og þó einkum og sér í lagi að orðfæri kenningasmiða í bókmennta- fræðum og sálfræðum og þjóðfé- lagsfræðum. Stundum veit maður ekki alminnilega hverskonar leikur er á seyði. Er hin langa og nákvæma lýsing á ferð Korts um húsið sem hann fékk í arf eða á Lúdóspili hans við nýfundna dóttur kannski ætlað að skop- stæla tíðindaleysi í ýmsum nútím- askáldverkum? En því miður valda þessi gam- anmál, þessir leikir, nokkrum vonbrigðum, sem heldur ágerast eftir því sem á líður. Það er til að mynda snotur hugmynd að semja feikilega lærðan texta um atferlis- rannsóknir á því, hvernig sund- laugargestir helga sér sturtur með því að hengja á krana sundskýlur sínar meðan þeir sækja sér fljót- andi sápu. Hér er Þórarinn í margra alda félagsskap - þar má finna Jonathan Swift að spá í skít, Guðberg Bergsson að fjalla um Kimblagarr (vona að rétt sé með farið) og Flosa Ólafsson að snúa út úr nýlegum texta úr Félagsvís- indadeild. Þetta fer laglega af stað: „Á sundstað einum... myndað- ist fljótlega eftir að starfsemin hófst einkar áhugavert, að því er virðist algjörlega sjálfsprottið og sjálfnært tjáskiptakerfi, sem byggir á einföldu atferlistákn- máli, þar sem gagnkvæmt lág- markssamkomulag á grundvelli tímabundinnar viðveru á sam- eiginlegum vettvangi hefur náðst milli áður óskyldra aðila um markvissa beitingu ákveðins á- reitis.. En þegar síðum sem spuni þessi er á prentaður fjölgar allt þar til þær eru fimmtán orðnar, þá er maður löngu orðinn stút- fullur af þessu „áreiti“ og segir: ekki meir, ekki meir. Og spyr: til hvers? Það er náttúrlega ókurteis spurning, en hún vill ekki kjur liggja. Gamanmálin týna fljót- lega sínum broddi og eignast ekki aðra merka eiginleika. Of oft er það að Iesanda finnst hann hafi snúið aftur til menntaskólagríns sem framlengt hefur verið von úr viti. („Kolli hefur haldið bílnum við, hann hefur hreinlega haldið við hann“, keppinautar í sjón- varpsþætti þekkja hverja lausa skrúfu úr forbíl frá 1930. A-mód- ' eli eða „beygingar franskra áh- rifasagna á fjórtándu öld“). Mikið lengra kemst lesandinn ekki. Hann getur haft sínar grun- semdir um samhengi sem ekki liggur í augum uppi milli ein- stakra „frásagnarliða“, sem í fyrstu sýnast vera eins og sitt beinið af hverri tíkinni. Hann gæti reynt að gera sig djúpan í framan og kafað í vangaveltur um heiminn sem smækkar sífellt, um mynstrið og óreiðuna og um skáidið sem talar ekki, heldur dregur saman og þagnar síðan (bls. 23). En gallinn er sá, að þessi brokkgengi texti freistar hans ekki til að leggja út í slíkar hugaræfingar, því er nú verr og m'®ur‘ Árni Bergmann erum við minnt á það ekki síst, að bókmenntaheimurinn er óendan- lega margbreytilegur, að þar er allt að gerast í einu og um leið það að almanökin eru mörg. Sænskur arabisti segir frá því í grein um Mahfúz, að egypsk - og um leið arabísk, skáldsagnagerð, sé að- eins sjötíu og fjögurra ára gömul. Sem þýðir ekki að menn hafi set- ið sagnalausir í Nílardal í tíu þús- und ár (veruiegur hluti af sagna- bálkinum mikla, Þúsund og ein nótt, er talinn hafa orðið til í Eg- yptalandi á fjórtándu öld - svo aðeins eitt dæmi sé nefnt). Nei - hér er átt við það, að fyrir 74 árum kom út fyrsta bókin í því landi sem er sömu tegundar og sú evrópsk skáldsaga sem hefur ver- ið að síga saman úr ýmsum lækj- um um aldir. Þegar þetta gerðist hefur verðlaunahafinn verið þriggja ára að aldri. Nagíb Ma- hfúz tekur svo í reynd að sér það hlutverk að fella saman reynslu evrópskrar skáldsögu og veru- ieika lands síns og beita á þá blöndu arabískri tungu með þeim hætti sem ekki var áður reynt. Og hann lifir það að láta þróun í skáldsögunni, sem menn höfðu annarsstaðar nær tvær aldir til að láta gerast, gerast á eigin æviferli - frá raunsæi til táknsæis og eins- konar módernisma. Óskrifað blað Sem fyrr segir: Við vitum ekki hvernig til hefur tekist. Hitt gæt- um við rifjað upp úr sögu t.d. bókmennta smærri þjóða Evr- ópu, að þegar „þjóðskáldin" hefja upp sína raust - hver hjá sínu fólki - snemma á nítjándu öld, þá voru þau sjaldnast að semja eitthvað sem mjög frum- legt gæti talist „á heimsmæli- kvarða“. Skáldin voru fyrst og síðast að gera bókmenntagreinar og strauma að sínum, prófa þá á reynslu síns fólks, reyna á þanþol þjóðtungunnar til nýrra afreka. Og þeir höfðu það fram yfir skáld og sagnamenn sem síðar komu til skjalanna, að þeir gátu hagað sér blátt áfram og tilgerðarlaust eins og þeir væru fyrstu skáldin í heiminum - einmitt vegna þess að heima hjá þeim var svo margt ógert. Við skulum vona að ein- mitt slíkur galdur hafi gerst í bókum egypska skáldsins Nagíbs Mahfúz, sem menn eru á þessari stund að keppast við að þýða út um heim allan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.