Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 21.10.1988, Blaðsíða 32
Ingólfur hótaði að hætta Brotthvarf eða réttara sagt brottrekstur Helga Magnús- sonar, fyrrum endurskoð- anda Hafskips, úr forstjórast- óli ferðaskrifstofunnar Út- sýnar nú í vikunni, hefur farið undarlega hljótt í fjölmiðlum. Aðdragandinn að uppgjörinu innan Útsýnar er þó orðinn nokkuð langur og var hart tek- ist á innan fyrirtækisins í allt sumar. Að sögn er aðal- ástæðan fyrir því að Helgi var látinn fara sú, að Ingólfur Guðbrandsson, fyrrum aðal- eigandi og núverandi 6% eigandi ferðaskrifstofunnar, tilkynnti Ómari Kristjánssyni í Þýsk-íslenska, stjórnarfpr- manni og aðaleiganda Út- sýnar, að yrði Helgi ekki látinn fara, hætti hann störfum hjá fyrirtækinu og stofnaði sjálfur nýja ferðaskrifstofu. Nær allir starfsmenn Útsýnar voru til- búnir að fylgja Ingólfi. Árekstr- ar þeirra Ingólfs og Helga hóf- ust í sumar leið þegar Helgi afturkallaði staðfestingarbók- anir sem Ingólfur hafði samið um við hótel á Costa del Sol. Þetta varð til þess að Útsýn missti af fjölda hótelherbergja og varð af miklum tekjum í sól- arlandabransanum í sumar. Ingólfur vildi ekki bara Helga burt, heldur son sinn Atla, sem stjórnaði markaðsdeild ferðaskrifstofunnar, í forstjór- astólinn og það gekk eftir. Ólga á Frjálsu framtaki Magnús Hreggviðsson, blaöakóngur í Frjálsu framtaki og byggingafrömuður, skaut skjólshúsi yfir félaga sinn Helga Magnússon eftir að hann var látinn fara frá Útsýn. Þeir Helgi og Magnús eru gamlir og góðir vinir og er þess skemmst að minnast þegar Magnús gaf út synda- registur Helga vegna þáttar hans í endurskoðun reikninga Hafskips sáluga. Helgi fékk enga sendilsstöðu hjá vini sínum, heldur var dubbaður upp í ritstjórastöðu á sjálfri Frjálsri verslun, málgagni Magnúsar í viðskipta- og verslunarmálum. Helgi hefur aldrei komið nálægt ritstjórn áður en einum reyndasta og kunnasta fréttamanni og rit- stjóra Frjálsrar fjölmiðlunar, Kjartanf Stefánssyn, fyrrum fréttastjóra á Vísi og upplýs- ingafulltrúa Verslunarráðs, var vikið frá fyrir Helga. Kjart- an var látinn taka við ritstjórn Sjónvarpsvísis Stöðvar 2, sem er eitt af aukaritum útgáf- unnar. Mikill kurr er í starfs- mönnum vegna þessarar framkomu í garð Kjartans og vegtyllu Helga. Hermir sagan að margir bíði spenntir eftir því að sjá hversu lengi Helgi fái að sitja í ritstjórastólnum, en talið er víst að næstu daga opinberi Jónatan Þór- mundsson ákærur sínar í Hafskipsmálinu, þar sem nafn Helga var m.a. að finna í síð- ustu útgáfu. FKANKFURT sem ... í stórkostlegar vörusýningar og spennandi verslunarborg er Frankfurt staðurinn til að heim- sækja! í Frankfurt er ekki bara hagstætt að versla, heldur svo ótal margs að njóta að auki. Frábærir veitingastaðir, bjórkrár með rífandi stemningu, tónleikar af öllu tagi, falleg söfn og sögufrægar byggingar. Frankfurt er lifandi tilbreyting fyrir þig - sannarlega einn af „toppunum" í Evrópu. Helgarverð frá kr. 19.020,-* Vikuverð frá kr. 29.630,-** Innifalið í verði: flug, gisting með morgunverði á Europa, söluskattur og þjónustugjald. Aðrir hótelmöguleikar t.d.: Parkhotel, Arabella. * Gildistími frá 15/9 - 31/12 ’88. 3 dagar, sun. - mið. ** Gildistími frá 15/9 - 31/12 ’88. 7 dagar. Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi. Staðgreiðsluverð. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100. AUK/SlA k110d1-234

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.