Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 3
síldveiðunum og bærinn tók einn- ig algerum stakkaskiptum enda fjölgaði fólki alveg gríðarlega. Þá hafði síldin mun meiri áhrif á mannlífið en hún gerir í dag. Hver sem vettlingi gat valdið gaf kost á sér í vinnu og húsmæður mættu með yngstu krakkana og komu jafnvel með barnavagninn með sér. íverustaðir aðkomufólksins, braggarnir, voru hús síns tíma með svefnherbergjum og eld- unaraðstöðu en minna fór kann- ski fyrir upphitun enda var ein- ungis búið í þeim á sumrin þegar vertíðin stóð sem hæst. Á þessum tíma fyrir seinna stríð var útflutn- ingur á saltsíld og síldarmjöli mun þyngri á metunum en nú eftir að hraðfrystihúsin og hefð- bundin fiskvinnsla eins og við þekkjum hana kom til sögunn- ar.“ Gengið á skógana í dag ber sífellt minna á hinum hefðbundnu trétunnum en áður var og til sögunnar eru komnar plasttunnur sem hafa leyst viðinn af hólmi. Aðspurður hverju það sætti sagði Ásgrímur það vera vegna skorts á þeirri sérstöku trjátegund af furuætt sem notuð er í smíði trétunnanna. Þá hefur vélvæðingin ennfrem- ur haldið innreið sína í síldarvinn- una og til að mynda er lítið um það nú að síldin sé hausskorin í höndum heldur með hausskurð- arvél. Minna fer einnig fyrir því að í dag sé raðað í tunnurnar eins og í gamla daga og mæðir því ekki eins á saltendunum nú og þá þeg- ar þeir þurftu að vera hálfbognir yfir tunnunum á meðan síldinni var raðað í þær. Ásgrímur telur þó að í öllum sölusamningum sé gert ráð fyrir að raðað sé í síldar- tunnurnar eða sléttlagt. Það vilja framleiðendur hinsvegar mis- skilja og láta sér nægja að hál- fvegis moka sfldinni í tunnurnar. Það sparar að vísu tíma en getur komið niður á gæðunum. „Fyrsta boðorðið í síldarvinnu sem og öðrum framleiðslugreinum er vöruvöndun og aftur vöruvöndun því það eru gæðin sem skipta höfuðmáli ef við eigum að geta selt síldina okkar á því verði sem við viljum fá fyrir hana,“ sagði Ásgrímur. Hann segir Síldarútvegsnefnd hafa unnið alveg gríðarlega gott starf með því að geta haldið eins og raun ber vitni í síldarkaupend- ur, bæði vegna þess að verðið sem við viljum fá fyrir síldina er mun hærra en gengur og gerist allt í kringum okkur og svo sé framboð yfrið nóg af henni. Síld- arsölu til Sovétríkjanna segir Ás- grímur vera viðskiptasamningi okkar við þá að þakka. „Ég man eftir því þegar ég kom fyrst til útlanda og sá að það var fullt af síld á Norðurlöndum en eins og gefur að skilja fyrir ungan Siglfirðing hélt maður að sfldin ætti einungis heima hér við land,“ sagði Ásgrímur. Talandi um síldarkaup Sovét- manna hefur saltskammturinn í hverri tunnu fyrir þá minnkað úr 24 kflóum niður í 6 kíló og vegna þess er það orðið skilyrði fyrir vinnsluleyfi hjá Ríkismati sjá- varafurða að framleiðendur hafi viðunandi kæligeymslur fyrir tunnurnar. Aðspurður hvort hin vestræna heilsubylgja hefði náð eyrum Sovétmanna og orðið til að minnka saltskammtinn í sfld- artunnunni vildi Ásgrímur ekki staðhæfa það, en engu að síður ber það vott um lit að minnka saitskammtinn því mikil saltneysla er talinn miður holl. Gott starfsfólk gulli betra Áður en Ásgrímur gerðist sfld- armatsmaður vann hann við verkstjórn á síldarplani og spurð- ur um hvort ekki hafi verið erfitt að stjóriia misgóðum starfs- kröftum í sfldarvinnunni þegar allir ætluðu sér að græða mikinn ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 S JÁ V ARÚT VEGSBL AÐ pening en kannski ekki jafnviljugir til að leggja hart að sér við vinnuna, taldi Ásgrímur sig ekki hafa verið harðan verk- stjóra og sagði að hin gullna regla hafi verið að ná góðu sambandi við verkafólkið því það hafi tryggt góð afköst öðru fremur. „Þær sögur sem hafa gengið um hálfgert þrælahald á síldarplön- unum eru margar hverjar ýktar en þó sannleikskorn í þeim, enda þurfti oft á tíðum að halda vel á spöðunum ef vel átti að ganga," sagði Ásgrímur. Sjálfur segist hann búast við að búið verði að salta upp í gerðan sölusamning við Svía og Finna um næstu mánaðamót, verði þá ekki búið að gera sölusamning við Sovétmenn. En eins og svo oft áður er rússneski björninn seinn til stórræða og kerfið eystra þungt í vöfum eins og íslendingar hafa sannreynt í síldarsölusamn- ingum við Sovétmenn. Von er þó á sendinefnd til landsins á næst- unni til að reyna til þrautar að ná samkomulagi um sfldarkaup og eins og áður eru menn bjartsýnir á að samningar takist sem báðir aðilar geti vel við unað. -grfi MIKIÐ GRVAL Klossatengi Belgtengi Klemmfóðringar Reimskífur Innflutningur og framleiðsla SEV Lyngási 11 210 Garöabæ. Ósey er sérhæft í háþrýstum vökvatækjum og spilkerfum. Innflutningur á mótorum, dælum, kúplingum o.fl. Útvegum auk þess allan búnað til vökvakería. Framleiðsla á spilum og vindubúnaði, auk þess önnumst við alla almenna jámsmíði og rennivinnu. gi'minn er fiSóTöO cner HITABLASARI Bensín og gasolíuhitablásarar, 12 og 24 volt, fyrir báta, bíla og vinnuvélar. Varahlutir og viðgerðarþjónusta. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI VIÐGERÐARÞJÓNUSTA SH 1. Erlingsson h/f, varahlutir, RAFBRÚ SF. Ármúla 36 (Selmúlamegin), sími 688843. tíelgi Sigurjónsson Helgalandi 1, Mosfellssveit 91-667073 Hdlskragar Varmavettlingar Varmagrifflur Hnjáhlífar Hnjáhlífar Hnjáhlífar Axlahlffar Axlahlffar ________/ Varmanœrfatnaður fyrir konur, karla, unglinga og börn VARMAHUFAR Medima varmahlífarnar eru áhrifarík hjálp til að viðhalda nauösynleg- um hita á veikum líkamshlutum eins og hálsi, öxlum, olnbogum, hnjám,; hrygg, fótum, úlnliðum, vöðvum, nýrum, blöðruhálskirtli og blöðru. Til notkunar í kulda höfum við einnig Medima nærfatnað á börn og fullorðna. Stuttar og síðar buxur. Stutterma og langerma boli. Medima vörurnar eru framleiddar úr blöndu af kaninuull (angóraull) og lambsull. Til að auka á styrk og endingu er Polamyd styrktarþráður. Medima vörurnar eru vestur-þýsk hágæðavara flutt inn af Náttúrulækn- ingabúðinni beint frá verksmiðju og er verðið sambærilegt við verðið út úr búð í Vestur-Þýskalandi. Náttúrulækningabúðin, Laugavegi 25, sími 10263. Varmaskór Varmateppi Varmasokkar Varmasokkar Varmasokkar Varmasokkar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.