Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 5
S J A V ARUT VEGSBL AÐ SmábátaeigencLur Hálka getur hamlað sjósókn Fyrstu 8 mánuði ársins hefur afli smábáta dregist saman miðað við samatímafyrir ári. Páfjölgaðismábátum um 25% 1987. Smábáta- eigendur neyddir í okurfaðm kaupleigufyrirtœkja. I byrjun nœsta árs verða viðrœður við kanadíska grásleppuhrognaframleiðendur um samrœmingu á verði. Aðalfundur LS í næstu viku Það sem af er hefur árið ekki þótt gjöfult fyrir smábátaeigend- ur. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands var smábáta- aflinn fyrstu 8 mánuði ársins tæp 30 þúsund tonn en rúm 30 þúsund tonn á sama tíma 1986. 1987 var aflinn tæp 29 þúsund tonn. Af þessu má ljóst vera að afli á hvern bát hefur dregist nokkuð saman í ljósi þess að smábátum fjölgaði um 25% á síðasta ári. Gæftir hafa verið hábölvaðar vegna lélegs tíðarfars og dæmi um að ekki hefur gefið á sjó nema kannski 2-3svar í sl. ágústmánuði og nú fer í hönd sá tími sem að venju er sá erfiðasti til sjósóknar á litlum opnum bátum. Ofan á þetta bætast mikil greiðsluvand- ræði þeirra sem keyptu nýja báta með lánafyrirgreiðslu hjá kaupleigufyrirtækjum. Þar eiga margir í miklum erfiðleikum með að standa í skilum á sama tíma sem fiskverð hefur staðið í stað og jafnvel lækkað að raungildi. Okurfaðmlög kaupleigufyrirtækja Örn Pálsson framkvæmda- stjóri Landssambands smábáta- eigenda er þungorður í garð kaupleigufyrirtækja sem hafa lánað byrjendum í smábátaút- gerð og sakar þessi fyrirtæki um að vera ekki nægilega upplýst um smábátaútgerð sem sé áhættu- söm atvinnugrein. Dæmi eru um menn sem hafa fengið 1,8 miljón króna lán til 3ja ára og afborgun lánsins er um 90 þúsund krónur á mánuði og vanskil þegar komin í 600 þúsund krónur. Kaupleigu- fyrirtækin taka oftast nær veð í húseign viðkomandi en þó ekki alltaf því sumsstaðar út á landi eru húseignirnar ekki jafn verð- mætar og hér í Reykjavík sem ræður miklu um veðhæfni hús- eignarinnar. Örn segir að í dag eigi fjöl- margir aðilar á hættu að missa bæði bátinn og fasteignina ef þeir fái ekki neina aðstoð. Að sumu leyti má kenna útgerðarmannin- um sjálfum um að hafa spent bog- ann of hátt og látið bjartsýnina draga sig á ansaeyrum en þess ber þó líka að geta að Fiskveiðisjóður veitir ekki lán út á smábáta og af þeim sökum eru smábátasjó- menn hraktir í okurfaðm kaupleigufyrirtækjanna, ætli þeir sér að kaupa nýjan bát eða fara út í kostnaðarsamar endurbætur á þeim gamla. Fiskisaga ráðuneytisins Ástæða hinnar gífurlegu fjölg- unar sem varð á smábátum á síð- asta ári er af mörgum rakinn til þeirrar fiskisögu sem slapp laus úr sjávarútvegsráðuneytinu á sl. ári þegar var verið að undirbúa nýju fiskveiðilögin. Samkvæmt sögunni átti að stoppa frekari smíðar á smábátum á þessu ári og því brugðu margir á það ráð að kaupa nýjan bát sem þeir höfðu að öðru leyti hugsað sér að gera seinna. En eins og allir vita hefur ekkert bann verið lagt á smíði nýrra smábáta enn sem komið er. Hálka á Bakka Nokkrir staðir á landinu skera sig dálítið úr hvað snertir fjölda smábáta og eru nokkrir staðir þar fremstir í flokki ss. á Norðfirði og á Akranesi og aðstaðan þar að mörgu leyti til fyrirmyndar. Engu að síður eru þó nokkur sjávar- pláss þar sem eingöngu er gert út á smábáta og má þar nefna Bakk- afjörð og Borgarfjörð eystri á Austurlandi. Á fyrrnefnda staðn- um þurfa smábátaeigendur að draga báta sína upp á stóran bakka sem á það til yfir vetrar- tímann að verða ófær vegna hálku og dæmi eru um að eigend- ur bátanna hafa ekki náð að setja bátanna út vegna mikillar hálku í brekkunni. 6 bátar sokkið Það sem af er árinu hafa 6 smá- bátar sokkið, en sem betur fer varð mannbjörg í öll skiptin. Smábátaeigendur eru ekki par hressir yfir yfirlýsingagleði for- manns Rannsóknanefndar sjó- slsysa sem hefur látið opinber- lega í veðri vaka að þeim hafi ver- ið sökkt. í þessum 6 tilvikum var aðeins einn maður um borð í hverjum bát. Örn Pálsson hefur það fyrir satt að þar sem tveir hafi verið um borð hafi þeir getað komið í veg fyrir að bátar þeirra hafi sokkið vegna leka. Það leiðir hinsvegar hugann að þeirri stað- reynd að eftir að kvóti var settur á smábáta hafa margir ekki treyst sér til að hafa mann með sér þar sem viðkomandi hafi ekki efni á öðrum manni. Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér aukna slysahættu eins og dæmin sanna. Sérstaklega er þetta áhyggjuefni þegar sú staðreynd er höfð í huga að margir þessara báta leita allt að 4D sjómílum á haf eftir fiski, á mið togara. í sumar bárust fregnir af góð- um afla dragnótabáta á grunnslóð og telja smábátaeig- endur að óeðlilegar leyfisveiting- ar á dragnót í sjávarútvegsráðu- neytinu ógni tilveru þeirra og hreki þá sífellt út á dýpri mið. Þá hefur dragnótamöskvinn verið minnkaður úr 170 mm í 135 mm og er það krafa smábátaeigenda að hann verði stækkaður á nýjan leik í minnsta kosti 155 mm. Viðræður við Kanadamenn Grásleppuvertíðin var einkar léleg í ár ef undanskilið er svæðið frá Húsavík og austur um. Heildaraflinn varð aðeins um 10.400 tunnur en að meðaltali hefur aflinn verið um 16 þúsund tunnur svo samdrátturinn er verulegur. Þá urðu grásleppu- karlar við Breiðafjörð fyrir til- finnanlegu veiðarfæratjóni sem metið er á 15-20 miljónir króna í suðvestan þræsingnum sem þar var í vor. Þegar öll kurl verða komin til grafar verður leitað til Bjargráðasjóðs um bætur vegna veiðarfæranna en dæmi eru fyrir greiðslum úr sjóðnum vegna veiðarfæratjóns. í janúar á næsta ári fara fulltrú- ar Landssambands smábáta- eigenda vestur um haf til Kanada til viðræðna við þarlenda grá- sleppuhrognaframleiðendur um samræmingu á hrognaverði og búast menn við miklu af þeim fundi og gera þeir þá kröfu til Kanadamanna að þeirra verð verði ekki meira en 20% lægra en á íslenskum hrognum. Aðalfundur í næstu viku verður svo haldinn aðalfundur Landssambands smá- bátaeigenda í Reykjavík og þar ber hæst hvernig bregðast skuli við skerðingarhugmyndum sjáv- arútvegsráðuneytisins á þorsk- veiðum næsta árs, auk trygginga- mála en 70% munur er á iðgjöld- um hinna ýmsu bátaábyrgðarfé- laga og þeirra tryggingarfélaga sem tryggja ma. báta auk annarra hluta. -grh Áður en kvóti var settur á smá- báta tíðkaðist það að feðgar voru saman á bát, en í ár hefur af- leiðing kvótans orðið sú að son- urinn hefur farið í land, þar sem kvótinn hefur ekki getað brauðfætt tvo. Þetta hefur aukið á slysahættuna þegar bátarnir hafa orðið að sækja allt að 40 sjómílur út, og í landi bíður sonur- inn í von og óvon eftir föðurnum af sjónum. Mynd. eik. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.