Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 7
í stefnuskrá fyrrverandi og nú- verandi ríkisstjórnar var og er stefnt að því að gera Rf. að sjálfs- eignarstofnun sem fiskiðnaður- inn í landinu ræki, en enn sem komið er hefur það ekki orðið að veruleika. Allir stærstu útflyt- jendur sjávarafurða hafa í dag yfir að ráða litlum rannsóknastof- um og þróunardeildum og er góð samvinna á milli þessara aðila og Rf. enda margt af sérfræðingum sem þar starfa aldir upp og þjálf- aðir hjá Rf. Launin fyrst Að sögn dr. Gríms Valdimars- sonar er því ekki að neita að slæm afkoma sjávarútvegsfyrirtækja hefur gert það að verkum að rannsóknir og þróunarverkefni ýmiskonar hafa orðið að víkja fyrir hinu daglega rekstrarbasli fyrirtækjanna, enda kannski skiljanlegt að forráðamenn þeirra vilji fremur eiga fyrir launum starfsfólks áður en þeir ráðast í kostnaðarsöm verkefni sem óvíst er að skili þeim hagnaði strax. Engu að síður er það nauðsynlegt fyrir íslenskan sjáv- arútveg að fylgjast vel með öllum nýjungum og þróa meir en nú er gert fullvinnslu og nýtingu á þeim sjávarauðlindum sem finnast hér við land. Þá hefur Rannsókna- sjóður Rannsóknaráðs lagt til fjármagn til rannsóknaverkefna og hvatt fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum. í broddi fylkingar Af fyrri verkefnum Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins sem skilið hafa eftir sig djúp spor í atvinnusögu landsmanna má nefna rannsóknir á vítamínmagni lýsis úr lifrum ýmissa fisktegunda þar á meðal þorskalifrarlýsis. Karfaveiðar hófust fyrir tilstilli Rf. 1935 þar sem lifrin var sér- staklega nýtt og karfinn bræddur og höfðu veiðarnar og vinnslan mikla þýðingu fyrir atvinnulíf landsmanna á erfiðleikaárunum fyrir 1940. Þá má nefna rann- sóknir í síidarverksmiðjum þar sem glataðist um fjórðungur þurrefnis síldarinnar í soðinu. Á sjötta áratugnum átti Rf. frum- kvæði að því að gerðar voru til- raunir með að veiða loðnu til bræðslu. Þá var ennfremur farið að nota slóg til mjölframleiðslu. Á síðustu árum hefur verið þróuð aðferð að erlendri fyrirmynd til að nýta slóg, sérstaklega á skut- togurum, í fóður með svonefndri meltugerð. Vannýttur fiskúrgangur Geysilegu magni af fiskúrgangi og lifur er til að mynda ekki nýtt sem skyldi í dag, og samkvæmt reikningum Sigurjóns Arasonar deildarverkfræðings hjá Rf. er f þarna fleygt miklum verðmætum í sjóinn sem annars mætti nýta. í útreikningum hans kemur fram að ef miðað er við að 60 þúsund tonn af úrgangi komi frá ísfisk- togurum og 10 þúsund frá frysti- togurum gæti framleiðslan numið 11.600 tonnum af lýsi, 20.100 tonnum af meltuþykkni og 13.300 tonnum af fiskimjöli sem mundi skapa þjóðarbúinu ómældar miljónir í tekjur til við- bótar því sem sjávarútvegurinn skilar nú þegar í hefðbundinni vinnslu sjávarafurða. Hagnýtar rannsóknir Á síðustu áratugum hafa farið fram víðtækar rannsóknir á veg- um Rf. á áhrif blóðgunar og slæg- ingar á gæði fiskafurða, á holdaf- ari nokkurra fisktegunda eftir ár- stímum og veiðisvæðum. Má í því sambandi nefna rannsóknir á holdafari þorsks, einkum með til- liti til losskemmda, en þorskur- inn er áberandi laus í sér á sumum árstímum og á sumum svæðum og í þessu tæki sem Elín Árnadóttir rannsóknamaður vinnur ma. við er gengið úr skugga um að ekki fyrirfinnist snefilmálmar í fiskinum ss. blý og kvikasilfur. I dag er íslenski fiskurinn laus við mengun og þjóðarnauðsyn að svo verði áfram. Mynd: Jim Smart. hefur það mikil áhrif á nýtingu sóknir á breytingum á fiski við ræma fiskmat hjá fiskmats- an við skynmat. Þetta samræmda aflans hverju sinni. geymsluíís. Þá hefur verið unnið /nönnum, verkstjórum ofl. og mat hefur ma. náð til þorsks, Einnig hafa farið fram rann- á vegum stofnunarinnar að sam- niðurstöðurmælingabornarsam- karfa, grálúðu og rækju. Þá hafa Þar sem PLÚS° og MÍNUS mætast í frystihúsinu, vöruskemmunni eða iðnaðarhúsnæðinu er lausnin að nota MAX/ÍL iðnaðarplasthengi til varnar hita- og kuldatapi. Hljóðeinangrandi og gegnsæ. Leitið J\ Austurströnd 8 upplýsinga I ^L^\ - sími 61-22-44 t MUSTAD mmmmmmmmmmmmmmmmimmmm—mmmmm—mmmmmmmmmmmmmmmmmmm—mmm—mmmmmmmMmMmmmmmmmMmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm MERKIÐ SEM VEKUR TRAUST! ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.