Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 8
rannsóknir á verkun saltsfldar staðið yfir öðru hvoru um 40 ára skeið sem hafa leyst úr vandamál- um sem upp hafa komið, ss. um rétt hitastig við verkun saltsfldar að haust- og vetrarlagi og nú fyrir nokkru verkun sfldar með mun minna saltmagni en áður tíðkað- íst fyrir Sovétmenn. Upp úr 1950 komust sérfræðingar Rf. að því hvað orsakaði svonefnda gulu í saltfiski sem rakið var til kopar- mengunar í saltinu. Þurrkun á fiski Fyrir 16 árum hófust tilraunir með þurrkun smáfisks og þorsk- hausa til þess að reyna að nýta annað hráefni en dýrmætan bol- fisk í skreið og þá var aðallega hugsað til markaða í Nigeríu. f lok síðasta áratugar hófust svo til- raunir með inniþurrkun á smá- fiski og þorskhausum og hefur Rf. þróað þurraðferð í samvinnu við nokkra aðila í iðnaðinum fyrir inniþurrkun á skreið og þurrkun á gæludýrafóðri en mikil markað- ur er fyrir það bæði innanlands og erlendis sem lítið hefur verið sinnt fram til þessa. Þó hefur ver- ið hafin framleiðsla á gæludýra- fóðri í formi hundakex með góð- um árangri. Fyrir 4 árum hófst framleiðsla á skreiðarpillum í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar og gekk framleiðslan vel í byrjun en varð síðan óhag- kvæm vegna samkeppni við ódýrt sojamjöl. Helstu kostir inniþurrkunar fram yfir útiþurrkun eru ma. styttri þurrktími, hægt að þurrka með sömu afköstum allt árið, afurðin hefur jafnari gæði, nýt- ingin eykst, meiri vinnuhagræð- ing og nýting á innlendri orku. Hafa verið byggðir á annan tug Ríkisframlag, sértekjur og velta 1978 - 1987 120 100 80 60 40 20 0 Heildarvelta Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins hefur aukist verulega síðustu árin í samræmi við þáver- andi góðæri sjávarútvegsins en óvíst er um framhaldið. Milljónir 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 Landsbankinn býr vel um hnútana í verðbréfaviðskiptum í Verðbréfaviðskiptum á Laugavegi 7 og á 43 afgreiðslustöðum um land al!t býður Lands- bankinn örugg verðbréf í mörgum verðflokkum og með mismunandi gildistíma. Spari- skírteini ríkissjóðs eru þar á meðal, að ógleymdum bankabréfum Landsbankans. Banka- bréf Landsbankans eru ein traustasta fjárfesting sem nú er völ á. Ástæðan er einföld: Bankabréf eru útgefin og innleyst af bankanum sjálfum. Þau eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu, gefa háa ávöxtun og eru auk þess með endursölutryggingu, sem tryggir skjóta innlausn þegar þörf krefur. í Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7, býðst viðskipta- mönnum fjárvarsla, sem felur í sér ráðgjöf og umsjón með fjármunum, s.s. verðbréfum og innláns- reikningum. Þér er óhætt að treysta verðbréfaþjónustu og ráðgjöf Landsbankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna þurrkklefa hérlendis til að þurrka fisk og eru þeir flestir á svæðum sem jarðhiti erfyrirhendi. Þessar rannsóknir hafa leitt ma. til þess að þurrkun á þorskhausum hefur gengið mjög vel og hafa kaup- endur beðið sérstaklega um að fá frekar inniþurrkaða þorskhausa fremur en útiþurrkaða. Það sem nefnt hefur verið hér að framan um verkefni Rf. í for- tíð og nútíð er aðeins örlítið brot af þeim rannsóknum og þróunar- verkefnum sem unnið er að innan veggja stofnunarinnar. Sam- kvæmt skrá yfir helstu verkefni hjá Rf. í júní sl. skipta þeir mörg- um tugum og öll eiga þau það sammerkt að með þeim er verið að vinna að frekari þróun og fullnýtingu þeirra sjávarafurða sem hér er völ á. Einnig að opna augu manna fyrir nýjungum í vinnslu sjávarafurða og auka þar með fjölbreytnina í vörufram- leiðslu landsmanna. Þá hefur kastljósinu verið beint í auknum mæli að þróun fiskfóðurs og fóð- urs fyrir loðdýraræktina. Vaxandi kröfur um hreinlæti og heilnæmi Eins og fram hefur komið hafa þjónustumælingar á aðsendum sýnum hinna ýmsu sjávarafurða til útflutnings einkum beinst að hreinlætis- og heilnæmismati þeirra. Það starf fer aðallega fram á örverudeild Rf. undir stjórn Hannesar Magnússonar. í starfsáætlun deildarinnar fyrir næsta ár er búist við vaxandi kröf- um frá erlendum kaupendum um lágt örveruinnihald sjávarafurða sem mun auka sýnafjölda af fryst- um fiski og skelfiski. Samkvæmt áætluninni verður lögð áhersla á að kanna notagildi nýrra og fljót- virkari aðferða við greiningu td. á salmonellasýklum og kólígerlum og bera þessar aðferðir saman við þær hefðbundnu aðferðir, sem nú eru notaðar. Ennfremur verður fylgst með þróun aðferða við ein- angrun og greiningu á nýlega uppgötvuðum sýklum. Hingað til hafa rannsókna- verkefni örverudeildar aðallega miðast við að kanna skemmdar- ferli í sjávarafurðum af völdum örvera og leita leiða til þess að draga úr eða koma í veg fyrir skemmdir af þeirra völdum og verður haldið áfram á þeirri braut. Þá verður lögð mikil áhersla á að kanna notagildi ro- tvarnarefnisins Kalíum Sorbats til lengingar á geymsluþoli ýmissa sjávarafurða ss. léttsaltaðra afurða. Á dagskrá er einnig að kanna áhrif þessa efnis á geymsluþol ófrysts fisks td. þorsk- og ýsuflaka og þá gjarnan í tengslum við pökkun í loftskiptar umbúðir. Þá er líka fyrirhugað að gera athuganir á geymsluþoli fisks við lægri hita en 0-1 gráðu á C, td. við mínus 4-0 gráðu á C. Kannanir á útbreiðslu sýkla í sjá- varafurðum og vinnsluumhverfi eru á döfinni og ennfremur að kanna þol og vaxtarmöguleika þeirra í ýmsum rotvörðum sjá- varafurðum. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.