Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 10
Helstu mál: 9.40 L - 3.40 B -1.17 D. Hálfplanandi m. kjöl. Dekkaður 5,86 tonn - gangur 15 til 30 mílur. Bátagerðin Samtak hf. Skútahrauni 11,220 Hafnarfirði. Símar: 651670/651850/ Fax: 652069. STÝRISHÚS Létt og sterk - Er gamla húsið orðið lélegt? - Odýr lausn Framleiðum stýrishús úrtrefjaplasti fyrir 9 til 15 tonna báta. Húsin eru með eða án vélareisnar. Hús án vélareisnar henta einnig plastbátum af ýmsum stærðum. Pantanir þurfa að berast sem fyrst þar sem það tekur um tvo mánuði að fá rétta glugga. Húsin eru afgreidd á ýmsum byggingastigum. Leitið upplýsinga. Helstu mál: 7.65 L - 2.6513 B -1,08 D. Dekkaður 4 tonn. Opinn 5,96 tonn. Gangur 8 til 14 mílur. FULLBÚNIR BÁTAR TILBÚNIRÁ TVEIM MÁNUÐ- UMSTANDIEKKIÁ VÉL 0G TÆKJUM. HITAP0TTAR - SKILDIRÁ VÖRUBÍLA. VÍKINGUR 900 VÍKINGUR 700 a BATAGERÐIN SAMTAK HF., Símar: 651670 - 651850. Fax: 652069. SJÁVARÚTVEGSBLAÐ Óskar Vigfússon, formaður Siómannasambands íslands Sjómennskan á undirhöggad sækja Blikur á lofti í atvinnumálum sjómanna. Boðaður hefur verið samdráttur í þorskveiðum á næsta ári, uppeldisskilyrði í sjónum fara versnandi og hrygninga hefur mistekist. Víða pottur brotinn í öryggismálum sjómanna. Ekki búist við átökum á komandi ASÍ-þingi. Hinn almenni verkamaður til sjós og lands tekur ekki þátt í félagsstörfum vegna breyttra tíma Blikur eru lofti í atvinnumál- um sjómanna. Boöaöur hefur veriö samdráttur í botnfisk- veiöum landsmanna á næsta ári og munar þar mest um þann niðurskurð sem mun verða á þorskveiðum eöa um 30 þúsund tonn ef ekki meir. Sjávarhiti fer lækkandi fyrir norðan og austan og yngstu þorskárgangarnir eru meö þeim lélegustu um langan tíma. Samfara minni afla og aukinni sókn ber æ meira á því að flotinn rt undirmannaður. Afleiðingin er meira álag á þá sem fyrir eru og halda sumir sjómenn því fram að undirmönnunin sé ein helsta or- sök hinna tíðu slysa sem sjómenn verða fyrir við skyldustörf sín á sjónum. Samkvæmt ársskýrslu Rannsóknanefndar sjóslysa 1987 kemur fram að bótaskyld slys á sjónum hafi orðið alls 530 sem segir sína sögu. Nýlokið er 16. þingi Sjó- mannasambands íslands og þar voru atvinnu- og kjaramál ásamt öryggismálunum efst ábaugi. Þar var einnig tekin ákvörðun um að halda áfram þátttöku í Verð- lagsráði sjávarútvegsins, sem sjó- menn hafa haldið fram að sé fjar- stýrt af stjórnvöldum þegar á- kvarðanir eru teknar um nýtt fiskverð. Sjómenn binda þó vonir við að breyting verði á lögum þess þannig að einfaldur meiri- hluti ráði því hvort fiskverð verði gefið frjálst eða ekki. Sjómenn uggandi um sinn hag Til að forvitnast um stöðu sjó- mannsins í þjóðfélaginu í dag, kjör hans og aðbúnað, framtíð hans og helstu baráttumál var formaður Sjómannasambandsins Óskar Vigfússon tekinn tali í höfuðstöðvum Sjómanna- sambandsins að Borgartúni 18 fyrir skömmu. I ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið um versnandi ástand sjávar og boðaðan sam- drátt í þorskveiðum eru þá sjó- menn ekki uggandi um sinn hag á næstu árum? Af eðlilegum ástæðum er ekki annað hægt en að vera uggandi um framtíð þorskveiða hér við land í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið hjá okkar vís- indamönnum í fiskifræði sem við höfum ekki leyfi til að vanmeta, um kólnandi sjó, versnandi upp- vaxtarskilyrði seiða og mishepp- naðar hrygningu sl. tvö ár. Áhyg- gjurnar eru þó ekki aðeins varð- andi þorskinn heldur einnig grál- úðu og ekki síst rækju. En eins og segir einhversstaðar er alltaf gott að vera vitur eftir á. Því ég vil leggja ríka áherslu á .og undirstrika að allt frá 1978 vör- uðu sjómenn við frekari stækkun flotans. Þrátt fyrir okkar viðvar- anir stækkaði fiskiskipaflotinn allt þl ársins 1983. Ef þá hefði verið farið eftir okkar aðvöru- num væri staðan ekki eins slæm og hún er í dag. Ekki metinn að verðleikum Sjómenn hafa bent á að undan- förnu að laun þeirra hafi ekki hækkað jafnt á við laun viðmið- unarstéttanna. Aftur á móti má oft á tíðum lesa og heyra í fjöl- miðlum um svimandi upphæðir sem sjómaðurinn ber úr býtum þegar vel veiðist. Hverjar voru td. meðaitekjur sjómanna á síð- asta ári samkvæmt skattfram- tölum? Meðaltekjur sjómannsins 1987 samkvæmt skattframtölum voru 1300 þúsund krónur sem er ekki til að hrópa húrra fyrir sé tekið tillit til þess vinnuálags, fjarveru frá heimilum, áhættu og þess erf- iðis sem sjómaðurinn verður að leggja á sig við sín skyldustörf á sjónum. Það nægir aðeins að benda á mikla slysatíðni á sjó 1987 en þá urðu bótaskyld slys hvorki meira né minna en 530 og 9 dauðaslys. Af þessu má kannski draga þá ályktun að sjómannsstarfið sé ekki metið að verðleikum í nútím- anum þrátt fyrir þá staðreynd að þjóðféiagið á allt sitt undir vinnu og afla sjómannsins. Hver er þín skoðun á því? Ég hef haldið því fram áður og held því fram enn þann dag í dag að starf íslenska sjómannsins sé mjög vanmetið. Sannleikurinn er sá að þegar vel gengur hjá sjó- manninum og aflast vel, mark- aðsverð er hátt erlendis, þá er sagt að hann eigi ekki að hafa meira en aðrir í þjóðfélaginu. Þegar illa gengur og markaðsverð erlendis er lágt, þá yppa menn öxlum og segja því miður, þú verður að fara eftir því hvað markaðurinn segir. Viðhorfin eru því miður þannig í garð sjó- mannsins að þegar vel árar hjá honum á hann að deila góðærinu með öðrum en þegar slær í baks- eglin á hann að taka það einn á sínar herðar. Viljum fá að njóta ávaxtanna Hvað er þá til ráða. Hefur Sjómannasambandið einhver áform á prjónunum til að breyta þessari ímynd? Við viljum fá að njóta þess þeg- ar vel gengur hjá fiskimanninum en láta hann síðan taka áhættuna þegar illa gengur. En á þessu hef- ur verið stórkostleg brotalöm á undanförnum árum. Sjómaður- inn hefur því miður orðið að fylgja öðrum þjóðfélagsþegnum að hluta. Því hefur verið haldið fram á undanförnum árum og áratugum af málsmetandi mönnum í þjóðfélaginu, að ógleymdum Da- víð Sch. Thorsteinssyni sem hélt því fram opinberlega bæði ljóst og leynt að ástæðuna fyrir þenslu og verðbólgu í þjóðfélaginu mætti rekja til sjávarútvegsins, að sjómenn heimtuðu hærra kaup þegar vel gengi og tækju ekki á sig kjaraskerðingu þegar illa gengi vegna vísitöluákvæða. Vísitala fiskverðs hefur ekki ver- ið í gildi þó svo að vísitala launa hafi verið við lýði fram til 1983, þannig að sjómenn fláðu ekki feitan gölt í því kerfi; það voru aðrir. í dag segi ég: hví ekki að setja alla á hlutaskiptakjör eins og sjó- menn eru á? Ef það slær í baks- eglin þá taki allar stéttir þjóðfél- agsins það á sig en ekki sjómenn einir stétta eins og nú. Sleppibúnaðurinn sorgarsaga í umræðum um öryggismál á 16. þingi Sjómannasambandsins kom fram hörð gagnrýni á sjál- fvirka sleppibúnaðinn sem stund- um hefur klikkað þegar hans hef- ur verið þörf. Hver er þín skoðun á þessu máli? Því miður verður það að segj- ast eins og er að þarna er sorgar- saga að baki, sorgarsaga sem hef- ur skaðað okkar félaga mjög svo. Þarna hafa ráðið peningasjón- armið og önnur sem alls ekki eiga við gagnvart þessu alvarlega máli. Þ arna hafa átt sér stað al- veg geysilega mistök, en hverjum þeim er um að kenna ætla ég ekki að setjast í dómarasæti yfir. Varðandi öryggismálin að öðru leyti var það niðurstaða þingsins að nú yrði blaðinu snúið við og spjótunum beint að okkur sjálfum. Hvað getum við sjálfir gert til að koma í veg fyrir slys á sjó? Þetta er stefnubreyting af okkar hálfu í stað þess að heimta alltaf eitthvað frá öðrum til að minnka slysatíðni á sjónum. Flotinn undirmannaður Þingfulltrúar sumir hverjir héldu því fram að ein helsta or- sökin fyrir þessum fjölda slysa hjá sjómönnum væri undirnmönnun um borð í fiskiskipunum. Hvað vilt þú segja um þessa fullyrð- ingu? Þetta er rétt og ég hef sjálfur vakið athygli á þessari þróun og varað við henni. Kannski er þetta okkur sjálfum að kenna en við höfum reynt að halda fast við kjarasamninga okkar sem til- greina þann fjölda sem nauðsyn- legur er um borð í hverju skipi. 10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.