Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 12
ÚTGERÐARMENN, SKIPSTJÓRAR! Við getum nú afgreitt með stuttum fyrir- vara splittvindur fyrir djúprækju, grálúðu eða fiskitroll. Með togvindum okkar getum við nú einnig afgreitt mjög fullkominn sjálf- virkan togbúnað (autotroll) með lita- skjá. Vindurnar hafa sjálfvirk vírastýri, sjálfvirkar bremsur, sjálfvirka út- slökun og fjarstýringu frá brú. Hagstætt verð Hagstæðir greiðsluskilmálar Lán allt að 60% til þriggja til fimm ára VÉLflVERKSTfEÐI SIG. SVEII1BJÖRNSSON HF. SKEIÐARÁSI — 210 GARÐABÆ — SÍMAR 52850 & 52661 SKIPST JÓRAR SMÁSARPURINN Nú getum við einnig boðið sorppressur fyrir stærri og smærri skip. Dreifið ekki sorp- inu á fjörur. TALIÐ VIÐ OKKUR IIIIÉ ■ É á i—Aiii. .ndl n ■ á ■ — (▼■LAKAWP) Vólakauphf. Kársnesbraut 1CX) Kópavogi Simi 641045 . wm '—r— -r- t-0 Gúmmíbátaþjónustan Eyjargötu 9 - Reykjavík - Sími 14010 Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið. SJAVARUTVEGSBLAÐ Mun þróaðri tækni er beitt í dag við síldveiðar en gert var á fyrri hluta aldarinnar og vinnan orðin mun léttari nú en þá. Þó hefur síldin ávallt haft sterk ítök í þjóðarsálinni og er svo enn þó minna beri á því nema ef vera skyldi á Austfjörðum í dag. Síld Var hið eina og sanna „lottó“ Til fróðleiks fyrir þá sem áhuga hafa á nánari vitneskju um silfur hafsins, sfldina, má geta þess að síldarættin telur um 200 tegundir fiska sem skiptast í 20 ættkvíslar. Sfldarættkvíslin (Clupea) telur um 60 tegundir og af fiskum síld- arættar sem þekktir eru má nefna ansjósu, brisling, augnsfld og sar- dínu svo eitthvað sé nefnt. Tvö sfldarkyn eru hér við land, vor- og sumargotsíld. Sú fyrrnefnda hrygnir í mars-apríl en hin í júlí- ágúst. Það mun hafa verið Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur sem fyrstur tók eftir þessum mun á þessum tveimur sfldarkynjum hér við land. Sumargotsfldin var það kynið sem öðru nafni nefnist Norðurlandssíld en vorgotssíldin sú sem nú er veidd fyrir Austur- landi. Felagslyndur fiskur Sfldin er mjög félagslyndur fiskur og ferðast um í feiknstór- um flokkum eða torfum. Hún gengur upp á grunnsævi og út á reginhaf. Talið er að hún geti synt allt niður á 100 metra dýpi ef ekki meir en hún er mikill sundfiskur frá náttúrunnar hendi sem sjá má af lögun hennar. Á þeim tíma sem sfldarævint- ýrið stóð sem hæst fyrir Norður- landi veiddist töluvert af síld fyrir Suðurlandi á sama tíma og var hún söltuð á Akranesi, Grinda- vík, Sandgerði og í Keflavík, en frekar hljótt hefur verið um síld- arsöltun á þessum stöðum þegar skrifað hefur verið um sfldars- öltun hér fyrr á árum og aðeins um það sem veitt var og saltað fyrir Norðurlandi. Ást og sultur Aðalfæða sfldarinnar er rauðáta eða krabbaflær og ljósáta sem eru krabbadýr og mun stærri en krabbaflærnar. Þegar spáð er í hvað ráði sfldargöngunum er stundum sagt að þar ráði mestu sultur og ást sfldarinnar, þeas. leitin eftir gotstöðvum og eftir fæðu. Þegar sfldin hrygnir sökkva hrognin til botns og festast við hann, steina og skeljar. Fyrstu heimildir sem getið er sfldveiðar til forna er að finna í Egilssögu en þar segir frá því að bæði Skallagrímur og Þórólfur bróðir hans hafi farið í sfld áður en þeir fluttu búferlum með karli föður sínum honum Kveldúlfi vestur um haf til íslands. Þrátt fyrir að þeir Norðmenn sem hing- að komu fyrir rúmum 1100 árum hafi nytjað sfld fór ekki mikið fyrir henni næstu aldirnar og rýr- ar heimildir um hana fyrr en mörgum öldum seinna. Norðmenn gáfu tóninn Sfldveiðar hér við land hófust ekki að neinu ráði fyrr en á seinni hluta 19. aldar og þá fyrir tilstilli Norðmanna fyrir austan og norðan. Fljótlega komust lands- menn upp á lagið með að nota sfld til beitu og hafa gert það óslit- ið síðan. í ritgerð sem Árni Thorsteins- son landfógeti skrifaði um sfld- veiðar 1883 fyrir rúmum 100 árum, mælti hann með Siglufirði sem miðstöð sfldarvinnslu og veiði sem var mikil framsýni af hans hálfu því Norðmenn byrj- uðu ekki að festa þar byggð fyrr en um 1903. Fyrsti sfldarmatsmaður íslend- inga var Jón E. Bergsveinsson 1909 en áður höfðu menn ekki miklar áhyggjur yfir því sem nefnt eru gæði og gæðatrygging í dag. En þegar verðfall varð á sfld- inni um svipað leyti opnuðust augu margra fyrir nauðsyn þess að hún yrði metin til gæða til að fá sem mest verð fyrir hana. Fyrstu síldarkaup Rússa 1927 I dag þykir alveg sjálfsagt að Sovétmenn kaupi af okkur síld en þau viðskipti má rekja allt aftur til ársins 1927 þegar Ottó Tuliní- us hóf þreifingar með síldarsölu þangað austur og sama ár var Einar Olgeirsson sendur þangað til að ganga frá fyrsta sfldarsölu- samningnum sem gerður var við Sovétmenn. Hér á árum áður voru sfld- veiðar og vinnsla „lottó“ lands- manna, enda urðu margir mold- ríkir á sfldinni en þegar hún brást gátu hinir sömu misst allt sitt og stóðu þá í sömu sporum og þeir byrjuðu. Svo rammt kvað að trú manna á Væntanlegum síldar- gróða að sfld- og þorskveiðar voru farnar að takast á. Hugsun- arhátturinn var þá á þann veg að til hvers væri að hanga yfir þorsk- inum í misvondum veðrum yfir vetrartímann. Betra væri að bíða rólegur þangað til voraði og veður yrðu betri með tilkomu sfldarinnar. En þetta er liðin tíð sem og svo margt annað í okkar sögu. -grh Heimild: Sfldarsaga íslendinga eftir Matthías Þórðarsson. Kaupmanna- höfn 1930. 12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.