Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Blaðsíða 13
S J A V ARUT VEGSBL AÐ Ésrain Einhver bið verður á að rækjuveiðar við ísafjarðardjúp geti hafist vegna mikillar seiðagengdar, en þó gera sjómenn sér vonir um að hægt verði að bleyta í vörpunni í nóvember nk. \ UTGERÐAR- MENN A THUGIÐ ! Framleiðum allar gerðir botnvörpu, rækjutrolla og snurvoða. Einnig sjáum við um viðgerðir á trollum. í Rækjan í biðstöðu Vel heppnað klak í vor. Um200 manns hafa viðurvœri af rækjuvertíðinni Við rækjuskoðun , Hafrann- sóknastofnunar í Isafjarðar- djúpi í síðasta mánuði kom í Ijós mikil seiðagengd í Djúpinu og minna bar á 3ja ára rækjustofnin- um sem mældist svo sterkur sl. vor. Aftur verður mælt í nóvem- ber nk. og ef þær mælingar verða jákvæðar má búast við að veiðar hefjist seint í mánuðinum. Að sögn Kristins H. Gunnars- sonar í Bolungarvík kom fram við rækjurannsóknirnar að klakið í vor heppnaðist mjög vel og eftir 2-3 ár búast rækjusjómenn við að kvótinn verði kannski um 3 þús- und tonn. í fyrra var rækjukvót- inn í byrjun 1800 tonn en síðan bættust við 200 til viðbótar sem verksmiðjurnar kríuðu í gegn. Á síðustu vertíð höfðu rétt innan við 30 bátar leyfi til rækju- veiða en í ár er búist við dálítilli fjölgun og að þeir verði 35 talsins. Skipting þeirra eftir stöðum við Djúp er þannig að 3 bátar eru frá Súðavík, 13 frá Bolungarvík og afgangurinn frá ísafirði. Alls eru rækjuverksmiðjur við ísafjarðar- djúp 7 talsins. Ekki er enn vitað hver kvótinn verður á komandi vertíð en fyrir rannsóknaleiðang- ur Hafrannsóknastofnunar bjuggust menn við 2 þúsund tonna kvóta, en eins og málin eru í dag er allt á huldu hver hann verður. Pessi dráttur sem orðið hefur á rækjuvertíðinni kemur sér afar illa við sjómennina sem hafa átt undir högg að sækja síðustu árin. Lélegur afli hefur verið undan- farin ár á krókaveiðunum og því hafa menn stólað á rækjuna til að þyngja budduna. Tveir menn eru á hverjum rækjubát og á annan tug starfs- fólks hefur atvinnu í hverri rækj- uvinnslustöð þannig að samtals hafa um 200 manns afkomu af rækjuveiðunum og vinnslu við norðanvert ísafjarðardjúp. -grh ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 GUFUKATLAR Frá Englandi í miklu úrvali, á mjög hagstæðu verði. Einnig tæringarvarnarefni fyrir katla og díselvélar. KEMHYDRO-salan Pósthólf 4080, 124 Rvík. Sími 91-12521 Ækf Veiðarfæri &/// Verkfæri / Vinnufatnaður Hvers vegna að leita langt yfir skammt? VIÐ HÖFUM: Veiðarfæri fyrir togara jafnt sem trillur. Verkfæri og alls kyns útgerðarvörur. Vinnufatnað fyrir sjómenn og landverkafólk. Eflum austfirskt atvinnulíf. Verslun SÚN NESKAUPSTAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.