Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 25. október 232. tölublað 53. órgangur Fjárlagqfrumvarp Miljarður í tekjuafgang Þingflokkar stjórnarinnar skiluðufrumvarpinufrá sér ígœr. A ukaskattar á tekjuháa og stóreignir. Kjör lágtekjufólks tryggð. Ellilífeyrir miðaður við heildartekjur Fjárlagafrumvarpið verður væntanlega afgreitt á fundi ríkis- stjórnarinnar í dag en þingflokk- ar stjórnarinnar fóru í síðasta sinn yfir frumvarpsdrögin í gær. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra segir að stefnt sé að tekjuafgangi í frumvarpinu í kring um einn miljarð. Þeir eignamiklu og tekjuháu sem hagnast hafi á góðærinu undan- farin ár verði látnir bera megin- þungann í að greiða hallann á rík- issjóði og óhjákvæmilegt sé að skera mikið niður og fram- kvæmdum verði víða frestað. Ráðherrann reiknar með að leggja frumvarpið fram á mánu- dag. Ölafur segir að tekjuafgangur frumvarpsins verði nálægt einum miljarði. „Við teljum þetta fullkomlega eðlilegt og nauðsyn- legt til að stýra efnahagslífinu inn á sléttari sjó og traustari grund- völl," sagði Ólafur. Hann segir fjárlagafrumvarpið ekki verða frumvarp stórra áfanga í mikilvægum framfara- málum, hið efnahagslega svig- rúm væri ekki þannig að það væri mögulegt. í frumvarpinu væru lögð drög að því að þeir einstak- lingar og fyrirtæki sem og aðrir sem hefðu tekið til sín stóran hlut í eignarmyndun og tekju- aukningu á undanförnum árum, bæru mestan mestan hlut þess kostnaðar að greiða niður skuld- asöfnunina. Það hefði verið unn- ið að því í fjármálaráðuneytinu að marka þennan hátekjuhóp. Ólafur sagði að frétt Stöðvar 2 frá því á sunnudag um lífeyrismál væri gjörsamlega út í hött. Hvorki hann né nokkur starfs- maður fjármálaráðuneytis hefðu lagt til að ellilífeyrisaldur yrði hækkaður í 70 ár eins og sagt var í frétinni. Þegar vinnan við fjárlög hófst hefðu legið fyrir hugmyndir frá heilbrigðis- og tryggingamál- aráðuneytinu um hvort ætti að tengja grunnlífeyri við tekjur. Þær breytingar hefðu orðið í þjóðfélaginu að stór hópur fólks yfir 67 ára aldri hafi háar tekjur og jafnvel mjög háar tekjur og eigi jafnframt miklar eignir. - Það getur hver maður spurt sig hvort það sé réttlæti að fólk með 100-300 þúsund í mánaðar- tekjur fái sömu 10 þúsund krón- urnar frá almannatryggingum og þeir sem hafa tekjur í kringum 30 þúsund. Það hefur varla verið hugsunin á bak við almanna- Garríj Kasparov skýrir áhorfendum frá helstu tilbrigðum skáklistarinnar eftir sigur sinn á heimsbikarmótinu og slær ekkert af frekar en endranær. Mynd: þóm. Fjallamenn Islendinga saknað í Himalaya Tveggja Islendinga sem voru að klífafjalliðPumo Ri á landamœrum Nepal og Kína hefur verið saknað síðan þriðjudaginn 18. október Tveggja íslendinga, þeirra Þorsteins Guðjónssonar og Krist- ins Rúnarssonar, er saknað í Nepal. Þeir voru að klífa fjallið Pumo Ri, sem er 7.161 metri á hæð. Síðast sást til þeirra í gegn- um aðdráttarlinsu þriðjudaginn 18. október, þar sem þeir voru í rúmlega 6600 m. hæð. Þyrla hefur leitað að þeim Þor- steini og Kristni en árangurslaust og hefur hvorki sést til þeirra né farangurs þeirra. Upphaflega voru þrír íslend- ingar í þessum leiðangri og einn Breti. Þriðji íslendingurinn er Jón Geirsson. Hann þoldi ekki loftleysið og snéri aftur heim á leið 15. október. Hann kom til Parísar, þar sem hann er búsett- ur, si. föstudag. Þeir Þorsteinn og Kristinn eru báðir ókvæntir og barnlausir, en Kristinn á unnustu. íslenski Alp- aklúbburinn hafði samband við Nepal í gær og fékk hvarf þeirra Þorsteins og Kristins staðfest. -Sáf Sjá SÍðu 3 Þorsteinn Guöjónsson Kristinn Rúnarsson tryggingakerfið þegar því var komið á á sínum tíma, sagði fjár- málaráðherra. -hmp Heimsbikarmótið Kasparov sigraöi Beljavskíj varð annar enjóhann Í4.-5. sœti Garríj Kasparov heimsmeist- ari sigraði á hinu afar sterka Heimsbikarmóti Stórmeistara- sambandsins sem lauk í Borgar- leikhúsinu í gærkvöldi. Hann hlaut 11 vinninga, Alexander Beljavskíj varð annar með 10,5 en þriðji varð Míkhafl Tal með 10 vinninga. Jóhann Hjartarson varð í 4.-5. sæti, hreppti 9,5 vinninga, einsog Jaan Ehlvest. Jóhann sigraði fimm sinnum, tapaði þrisvar og gerði níu jafntefli. Hann fékk og 10 ný og fersk „elóstig", hafði 2610 fyrir mót en hefur nú 2620. í lokaumferðinnr gerði Kasp- arov jafntefli við Júgóslavann Predrac Nikolic en góðkunningi okkar Islendinga, Borís Spasskíj, gerði sér lítið fyrir og lagði Belj- avskíj að velli með sérstökum glæsibrag. Og tryggði með því sigur heimsmeistarans. Af öðrum viðureignum loka- umferðarinnar er það að segja að Sax sigraði Kortsnoj og Ríblí bar sigurorð af Margeiri Péturssyni. Öðrum skákum lyktaði með jafn- tefli. Helgi Ólafsson skýrir í dag skákirnar sem allt snerist um í lokaumferðinni, viðureignir Kasparovs og Nikolics og Spas- skíjs og Beljavskíjs. Sjá síðu 11. Iþróttir fatlaðra íslendingar hlutu ellefu verðlaun Heimsleikum fatlaðra í Seoul lauk um helgina og stóðu íslend- ingar sig frábærlega vel á leikun- um. Alls féllu ellefu verðlaun ís- lendingum í skaut, þar af tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverð- laun. Lilja M. Snorradóttir sigraði í 200 m fjórsundi um helgina og voru það þriðju verðlaun hennar, en Haukur Gunnarsson vann einnig til þrennra verðlauna. Sjá síðu 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.