Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Himalaya Tveggja íslendinga saknað Fjallamannanna Þorsteins Guðjónssonar og Kristins Rúnarssonar saknað í Himalayafjöllum. Sást síðast tilþeirra sunnudaginn 18. október í rúmlega 6600 metra hæð. Þriðji íslendingurinn hcetti við að klífa fjallið og er kominn til Parísar, þar sem hann er búsettur Tveggja íslendinga er saknað í Himalayafjöllum og bendir flest til þess að þeir hafi farist er þeir gerðu tilraun til þess að klífa iýallið Pumo Ri, sem er 7.161 metra hátt. Islendingarnir heita Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson og eru báðir 27 ára gamlir. Litlar líkur eru taldar á að þeir séu enn á lífi. Að sögn Björns Vilhjálms- sonar, formanns íslenska Alpa- klúbbsins, fóru þeir Þorsteinn og Kristinn frá London 17. septemb- er sl. með flugi til Katmandu í Nepal. Með í för var Jón Geirs- son, sem búsettur er í París og Stephen Aistrope, frá Inverness í Skotlandi. 24. september héldu fjórmenn- ingarnir frá Katmandu áleiðis til fjallsins Pumo Ri, sem er nálægt landamærum Nepal og Kína. 2.- 3. október settu þeir upp aðal- búðir í u.þ.b. 5000 m. hæð. 5. október höfðu þeir farið upp í fjallið og sett upp búðir 1, í um 5700 m. hæð. Þaðan snéru þeir aftur til aðalbúðanna til þess að venjast loftleysinu áður en haldið yrði á fjallið. 15. október var Jón Geirsson kominn með ígerð í lungun og ákvað að halda til byggða. Hann kom til Parísar sl. föstudag. 17. október ákváðu þeir Þor- steinn og Kristinn að halda á fjall- ið. Steve var með iðraflensu og varð eftir í aðalbúðunum. Þenn- an dag var hvasst en bjart og kalt veður. Þeir komu til búða 1 sama dag. Árla næsta morgun, 18. okt- óber, lögðu þeir af stað upp fjall- ið. Klukkan tvö eftir hádegi sá Steve til þeirra í gegnum sterka aðdráttalinsu. Þeir voru þá í 6600-6700 m.hæð og komnir yfír verstu erfiðleikana við klifið. Þeir voru staddir í bröttum ís- brekkum og í línu. Þeim sóttist ferðin vel. Síðan hurfu þeir úr sjónlínu frá aðalbúðunum og eftir það hefur ekki sést til þeirra. Daginn eftir fór Steve að gruna að ekki væri allt með felldu og sendi hlaupara til byggða til þess að biðja um þyrluaðstoð, en með fjallamönn- unum voru innlendir leiðsögu- menn. Það tók fjóra daga að út- vega þyrluaðstoðina en á meðan' leitaði Steve við búðir 1 og gekk auk þess umhverfis fjallið. 22. október kom þyrlan og var leitað úr lofti þann dag án árang- urs. Hvorki sást til þeirra Þor- steins og Kristins né til farangurs þeirra. Steve kom til Katmandu í gær og í gærmorgun var aftur flogið yfir fjallið en án árangurs. Undanfarna daga hefur snjóað á þessum slóðum og vindur verið að færast í aukana, enda vetur á næstu grösum. Björn sagði að þeir Þorsteinn og Kristinn væru báðir mjög van- ir fjallamenn og með mikla reynslu. Þeir hafa báðir klifið fjöll sem eru hærri en Pumo Ri. Þorsteinn hefur í tvígang áður farið til Himalayafjalla og Krist- inn einusinni, en tók þá ekki þátt í klifi. Þeir hafa hinsvegar báðir klifið mjög há fjöll í Perú í S- Ameríku. Björn sagði að litlar líkur væru á að þeir væru enn á lífi ef tekið er tillit til allra aðstæðna. Þá sagði hann að yfirvöld í Nepal myndu ekki gera meira í svona málum nema það kæmu sérstakar óskir frá aðstandendum. Auk íslendinganna er fjögurra Tékka, sem voru að klífa Mount Everest, saknað, auk þess sem tveir Tékkar sem voru að klífa fjallið Itl Icho, hröpuðu til bana. Utanríkisráðuneytinu hafði ekki verið tilkynnt um hvarfið í gær en íslenski Alpaklúbburinn hafði samband til Nepal og fékk fréttina staðfesta. Þeir Þorsteinn og Kristinn eru báðir ógiftir og barnlausir en Kristinn á unnustu. -Sáf Fjallið Pumo Ri sem er 7161 metra hátt. Þeir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson voru í rúmlega 6600 metra hæð þegar síðast sást til þeirra fyrir viku. Kort af svæðinu þar sem þeir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rún- arsson voru staddir þegar þeirra var saknað. Hringur hefur verið settur utan um Pumo Ri. Stöðvarfjörður Áfall fyrir atvinnulífið Stórtjón er eldur kom upp ísaltfiskverkunarhúsi Hraðfrystihússins um helgina. Búið með síldarvertíðina, og mjög sneyðist um atvinnu -Það liggur í loftinu að ekki verði saltað meira á Stöðvarfirði þessa vertíðina, sagði sveitar- stjóri Stöðvarhrepps, Björn Haf- þór Guðmundsson, eftir að mikið tjón varð af eldi í saltfiskverkun- arhúsi Hraðfrystihúss Stöðvarf- jarðar aðfaranótt síðastliðins laugardags. Húsið var nýtt til síldarsöltunar, en við hana unnu um 50 manns. Alls eru íbúarnir um 360 talsins. Hraðfrystihúsið er langstærsti atvinnurekandinn í byggðar- laginu, og að sögn Björns Haf- þórs hafa togararnir sem gerðir eru út frá Stöðvarfirði verið látnir sigla með aflann á undanförnum sfldarvertíðum. Því lítur ekki vel út með atvinnu eftir ótíðindi helgarinnar. Björn Hafþór sagðist telja að atvinnuleysi mætti afstýra með því að láta togarana landa heima og vinna aflann þar. Ákvörðun um framhaldið hefur þó ekki ver- ið tekin, en boðað var til stjórnar- fundar frystihússins í gærkvöldi. Björn Hafþór taldi einsýnt að fyrirtækið yrði fyrir verulegu tjóni vegna brunans, og eins yrði sveitarsjóður fyrir allnokkru tapi vegna lækkaðra gjalda. Þá bentu líkur til að hafnarsjóður yrði fyrir tekjutapi upp á 200 til 300 þúsund krónur ef miðað væri við svipaða söltun og undanfarin ár. - En mest er um vert að koma söltuninni í gang aftur, sagði hann, en var þó ekki bjartsýnn á að af því yrði á þessari vertíð. HS Vinningstölurnar 22. október 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.040.345,- Fimm tölur réttar kr. 1.859.575,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 323.262,- skiptast á 6 vinningshafa, kr. 53.877,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 557.550,- skiptast á 126 vinningshafa, kr. 4.425,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.299.958,- skiptast á 3194 vinningshafa, kr. 407,- á mann. VINNUR ÞÚ Á LAUGARDÖGUM? Þriðjudagur 25. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 LeíkaildÍ Og létt! UpplýsÍHgaSÍmÍ: 685111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.