Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 14
Hrossa- pest Við íslendingar höfum svo sannarlega ekki farið varhluta af búfjársjúkdómum. Má fyrst nefna fjárkláðann. Með stórfelldri förg- un á sauðfé tókst að ráða niður- lögum hansað mestu og síðan halda í skefjum með baðlyfjum. Bólusetning vann og að mestu bug á bráðapestinni. Þá komu mæðiveikin, sem lagðist á sauðfé, og garnaveikin, sem hrjáði bæði sauðfé og nautgripi. Mæðiveikinni var útrýmt með fjárskiptum og svo fann Björn heitinn Sigurðsson læknirbólu- efni við granaveikinni, fyrstur manna í heiminum. Og nú er það riðuveikin og er engan veginn séð fyrir endann á baráttunni við hana. - Hingað til hafa hrossin okkar sloppiö við skæðar búfjár- pestir. En hvaðverðurþað lengi? Mér sannast að segja hnykkti við þegar ég las síðasta hefti Eiðfaxa. Ég las mértil mikillar ánægju fróðlega frásögn Eiðfaxamanna um ferðir þeirra um Þingeyjarþing og Austurland og spjall við hestamenn á þeim slóðum. En svo versnaði í því þegar ég kom að grein eftir Helga Sigurðsson dýralækni sem hann nefnirEf...? Þarræðirhann um svonefnda hestainflúensu, sem landlæg er víða erlendis og þær hrikalegu afleðingar, sem það gæti haft ef hún bærist hingaðtil landsins. Ég býst við að Helgi dýralæknir viti hvað hann syngur en hann telur að allur okkar hrossastofn væri í bráðri hættu, vegna þess hve smitleiðir eru margaroggreiðar. Veirangetur flust milli hrossa með loftinu, mönnum, áhöldum, reiðtygjum, fatnaði, flutningabílum, o.fl. svo lúmskurerþessifjandi. Gripið hefur verið til bólusetningar en hún yrði illframkvæmanleg héraf ýmsum ástæðum. í rauninni er aðeins eitt ráð til og það er fullkomin aðgæsla og varúð allra þeirra, sem ferðast milli landa og umgangast hross. Á þessum mönnum hvílir mikil ábyrgð og verður að vænta þess, að þeir gerisérhanaljósa. Hér er auðvitað ekkert rúm til að rekja þessa þörfu og áreiðan- legatímabæru grein Helga Sig- urðssonardýralæknisen hana ættu sem flestir að lesa og það sem fyrst. Við höfum orðið meira en nóg fyrir barðinu á búfjársjúk- dómum, íslendingar, og fyrrer mælirinn fullur en út úrflóir. -mhg ÍDAG er25. október, þriðjudagurí fyrstu viku vetrar, fjórði dagur gormánaðar, 299. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 8.49 en sestkl. 17.33. Fullttungl. VIÐBURÐIR Stofnað Verkakvennafélagið Framsókn í Reykjavík 1914. Fætt franska tónskáldið Georges Biz- et (m.a. Carmen) 1838. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50 ÁRUM íslenskir sósíalistar samein- ast. Stofnþing sameinaðs sósíal- istaflokks var sett í gær. Yfir 800 manns í Reykjavík hafa þegar gerst stofnendur. UA^TVAR^&SJÓNVARP^ í gestastofu Við höfum nú að undanförnu leitast við að tíunda hina helstu þætti Fræðslu- og skemmtideild- ar Ríkisútvarpsins, sem á dag- Rás 1, kl. 15.30 í dag er það Hrafnkeil Björg- vinsson frá Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, nú búsettur á Reyðar- firði, sem lítur inn í gestastofuna skránni verða í vetur. Eftir liggur þó sunnudagurinn. Þá eru þessir þættir á dagskránni: Klukkan 8.30 er þátturinn Á til Stefáns Bragasonar. Mun Hrafnkell rifja upp spilamennsku „í þá gömlu og góðu daga“ o.fl. þeim tengt. Hin myndarlega bassatromma Hrafnkels er nú sunnudagsmurgni. Bernharður Guðmundsson ræðir við gest um guðspjall viðkomandi sunnudags út frá reynslu hans og sjónarhóii. Tilgangurinn er að auðvelda fólki að sjá þá fleti, sem finna má í frásögnum Biblíunnar, tileinka sér það, sem þar er sagt og skoða líf sitt út frá þeim. Klukkan 10.30. Veistusvarið?, spurningaþáttur um sögu lands og þjóðar. Páll Líndal er dómari og semur spurningarnar en stjórnandi er Helga Thorberg. Klukkan 15.00 Góðvinafund- ur. Hér efna þeir Jónas Jónasson og Ólafur Þórðarson til góðvina- funda og verða þeir í styttra formi en á Rás 2 í fyrra vetur. Þeir munu einnig bjóða gesti vel- komna í Duus húsi á hverjum sunnudegi. Fram koma einnig hljómsveitir og kórar. Klukkan 19.35 Um heima og geima. Páll Bergþórsson rabbar við hlustendur vítt og breitt um lífið og tiiveruna. Klukkan 23.00 hefur svo Illugi Jökulsson Frjálsar hendur á Rás 1. ekki lengur við lýði en sjálfur er hann þó enn við gamla heygarðs- hornið ef svo ber undir. Og þar er hann einmitt staddur í dag. -mhg Borgþór Kærnested segir frá Rússlandsferð. Kvik- sjá Rás eitt, kl. 19.35 Þátturinn „Rússlands þúsund ár“ er ferðaþáttur frá heimsókn til Sovétríkjanna í ágúst, s.l. en á þessu ári eru 1000 ár liðin frá kristnitöku í Rússlandi. Umsjón- armaður þáttarins, Borgþór Kæmested, fór í boðsferð til Sov- étríkjanna og heimsótti Moskvu, Zagorsk og Kænugarð. Skoðaði kirkjur, munka- og nunnu- klaustur, menntastofnanir Rétt- trúnaðarkirkjunnar o.fl. Rætt var við fulitrúa ríkisins um við- horf hins opinbera til trúmála í Sovétríkjunum nú. - Þættirnir verða fimm. Fjórir þeirra lýsa ferðinni til Sovétríkjanna en í síð- asta þættinum verður rætt við þá Árna Bergmann ritstjóra og sr. Rögnvald Finnbogason um þá þróun, sem nu á sér stað þar eystra. Þátturinn verður endurtekinn n.k. föstudag, kl. 9.30. -mhg Jónas Jónasson efnir til góðvinafunda. -mhg Sunnudagsþættir GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.