Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.10.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN- Hvað finnst þér um frammistöðu íslensku skákmannanna á heims- bikarmóti Stöðvar 2? Bragi Bjarnason leigubílstjóri: Hún er nokkuð góð, og þá sér- staklega hjá Jóhanni. Selma Dóra Þorsteins- dóttir fóstra: Ég er alsæl með frammistöðu Jó- hanns, enda mikill aðdáandi hans. Ég hef trú á að hann eigi eftir að ná langt i skákinni. Pétur Már Halldórsson nemi: Mér finnst hún glæsileg, enda ekki við neina smákalla að etja. Jóhann gefur staðið sig afburða- vel og Margeir komið skemmti- lega á óvart. Róbert Gunnarsson nemi: Mér finnst Jóhann hafa staðið sig ágætlegaog Margeirframarvon- um. Helga Kristjánsdóttir húsmóðir: Mér finnst hún alveg sæmileg, sérstaklega hjá Jóhanni; honum tekst alltaf að koma á óvart. SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 /V/iV.VK ’&y/z&MÁ WMmm Einar Örn Einarsson sem leikur Manna, Ágúst Guðmundsson leikstjóri og Garðar Þór Cortes sem leikur Nonna í hljóðveri ásamt tæknimönnum, þar sem nú er unnið að því að lesa íslenskan texta inn á Nonna þættina. Mynd ÞÓM. Sjónvarp Nonna þættimir íslenskaðir Fyrstiþátturinn sýndur á jóladag íSjónvarpinu. Síðan einnþáttur á dagframtil30. desember. Agúst Guðmundsson: Menn stilltu sig inn á fjölskyldumynd Þessa daga er verið á vegum Sjónvarpsins að tala íslcnskan texta inn á myndaflokknum Nonna sem sýndur verður um jól- in í Sjónvarpinu. Þættir eru sex um það bil klukkustunda langir hver. Fyrsti þátturinn verður sýndur á jóladag og verður síðan sýndur einn þáttur á dag. Eins og kunnugt er voru þessir þættir tekir upp hér á landi í fyrrasumar og byggja á bókum Jóns Sveinssonar um Nonna og Manna. Það er Ágúst Guð- mundsson sem leikstýrir þeim, og sér hann einnig um að setja ís- lenskt tal inn á þá fyrir Sjónvarp- ið. í stuttu viðtali við Árna Berg- mann sem tekið var í Flatey í fyrra þegar upptökur stóðu sem hæst sagði Ágúst þegar hann var spurður hvers konar meðferð þær sakleysislegu Nonnabækur fái áður en þær verða að framhalds- söga í sjónvarpi á okkur dögum: - Vissulega er farið frjálslega með. Til dæmis er Haraldur sem þeir Nonni og Manni rekast á gerður að heilmikilli persónu. Hann hefur orðið manni að bana en við sýknum hann af því og komum - með aðstoð Nonna sem er viss um sakleysi hans - ábyrgð- inni yfir á Magnús Hansson. Það má segja já, að við skerum morð- ið sundur og skeytum það saman, sagði Ágúst, -Frumkvæðið að gerð þessarar myndar kemur frá Þjóðverjum. Joachim Hamman gerði handrit- ið og svo fór Bretinn Richard Co- oper yfir það og kom að ýmsum breytingum og ég hefi síðan reynt að taka burt úr því ýmislegt sem mér fannst óíslenskt. Þessir menn höfðu hvorugir komið til íslands, en það gerir ekkert til. Þeir settu inn ýmislegt sem mér hefði aldrei dottið í hug, til dæmis lenda strákarnir og Haraldur í nokkr- um háska í eldgosi. Jón Sveinsson hefur vissulega auga fyrir ýmsum spennuþáttum, hann lætur allt koma fyrir Nonna sem strákar gátu lent í - sjávarháska, slag við ísbirni, kynni af útilegumönnum og fleira, en eldgosi sleppi hann. En ég held að eldgosið hafi tekist mjög vel - við fórum út í Ber- serkjahraun með heyblásara og blésum gráu sagi í gríð og erg með tilheyrandi eldglæringum og þetta kom vel út, sagði Ágúst. - Ég held, sagði Ágúst, að menn hafi frá upphafi stillt sig inn á fjölskyldumynd. Handritið frá Hamman var þannig að góðir menn voru firnagóðir og vondir menn alillir, en Cooper hefur eins og dregið úr þeim mun, kom- ist nær veruleikannum, sagði Ág- úst Guðmundsson um þátta- röðina í viðtali við einn leika- rann, Árna Bergmann, þegar filmað var á fullu í Flatey á Breiðafirði í fyrra. Nonna og Manna leika þeir Garðar Þór Cortes og Einar Órn Einarsson, en þeir eru nú á leiðinni til Múnchen ásamt leikstjóranum. Þar verður í vik- unni stór kynning á þessari þátt- aröð sem vafalaust á eftir að fara víða. Þannig mun vera ákveðið að sýna þættina um jólarleytið í V-Þýskalandi, Sviss og Austurr- íki. Síðast liðið sumar var Flatey á Breiðafirði undirlögð um tíma, vegna töku á Nonna þáttunum. Mynd: ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.