Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 1
Vernd JónaGróa situr um Vemd Jóna Gróa Sigurðardóttir reyndi að láta lög- reglu bera heimilismenn útúr húsnœðifanga- hjálparinnar Verndar. Heimilismenn: Okkar sök að hafa skoðanir á Vernd. Jóna Gróa: Hafa hertekið húsið Jóna Gróa Sigurðardóttir formaður annarrar af tveimur núsitjandi Verndarstjómum ræðir við lögregluþjóna á tröppum Verndarhússins áður en hætt var við útburðaráætlanir Jónu Gróu að sinni. (Mynd: Jim Smart). Jóna Gróa Sigurðsdóttir, for- maður og framkvæmdastjóri Verndar lét í gær kalla á lögreglu til að bera út þrjá heimilismenn aðLaugateigi 19,enþareigafyrr- verandi fangar heimili. Að sögn Jónu Gróu höfðu viðkomandi gerst brotlegir við húsreglur, sem hún þó kom sér undan að til- greina hverjar væru. Flestir heimilismanna ásamt stuðningsmönnum, svo sem Birni Einarssyni félagsmálafulltrúa Verndar, telja að hér sé um gerr- æðislega ákvörðun að ræða, sem ráðist af því að viðkomandi heim- ilismenn hafi verið gagnrýnir á störf Jónu Gróu innan Verndar. Jóna Gróa hafi vísað þeim á dyr, á þeim forsendum að þeir hafi haft uppi „undirróður" gegn sér, ásökun um brot á húsreglum sé aðeins fyrirsláttur. Er mikill hiti í málinu og þegar blaðið fór í prentun í gær, var ekki ljóst hvernig því lyktaði. Jóna Gróa hleypti nýjum heimilismanni inn í gær, en það þýddi að einhver varð að rýma sitt pláss. Lögregl- an hvarf af vettvangi í gær án frekari aðgerða, en Jóna Gróa lýsti því yfir að viðkomandi heim- iíismenn hefðu „hertekið" húsið. Sjá síðu 2 Dagvist „Vonlaust" Foreldrarfunda um niðurskurðinn hjá borg- inni „Sú stefna meirihluta borgar- stjórnar að leggja alla áherslu á fimm tíma leikskólavistun er úf í hött. Við núverandi þjóðfé- lagsaðstæður stuðlar slíkt ekki að auknum samvistum foreldra og barna eins og meirihlutinn heldur fram, þvert á móti veldur þetta auknum þvælingi barnanna úr einni vist í aðra." Þetta er hluti ályktunar sem samþykkt var á sunnudaginn á sameiginlegum fundi foreldra barna á barna- heimilinu Ósi, Sælukoti, Foreld- rafélags lækna og Foreldrasam- takanna í Reykjavík, og var hún send borgarráði. Með breytingum Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn á rekstrar- styrkjum borgarinnar til dagvist- arheimila sem ekki eru rekin af opinberum aðilum verða heils- dagsvistanir illa úti og skerðast styrkir til þeirra um 2/3, sem gerir reksturinn næsta vonlausan, segir í ályktun fundarins. Einkaaðilar hafi brugðið á það ráð að fara út í rekstur til að bæta úr brýnni þörf og þarmeð létt hluta vandans af borginni. Það skjóti því skökku við að þessum einstaklingum skuli nú refsað fyrir sitt frumkvæði. HS Viðskilnaður Þorsteins Neikvæður um 7 miljarða Hallinn áfjárlögum4-5% áþessu ári. Greiðsluafkoma ríkissjóðs 3,4 miljörðum verri en áœtlað var. Hallinn 5,3 miljarðarfyrstu 9 mánuði þessa árs Hallinn á ríkissjóði þá 9 mán uði sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar var við völd á þessu ári nemur 5,252 miljónum króna hvað rekstarafkomu snertir. Þeg- ar tillit hefur verið tekið til fjár- magnshreyfinga og annarra þátta ríkisfjármála er greiðsluafkoma ríkissjóðs neikvæð um $,921 milj- ón króna. Þetta er 3,4 miljörðum meira en áætlað var að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármála- ráðherra. „Þessi viðskilnaður er afar svartur og setur svip sinn á þær aðgerðir sem nýtt fjárlagafrum- varp þarf að taka mið af," sagði Ólafur í gær. Að vísu skilaði tímabilið frá október til desemb- er yfirleitt meiri tekjum í ríkis- sjóð en önnur tímabií, en hallinn á ríkisfjármálum þessa árs yrði aldrei undir 3 miljörðum og gæti jafnvel orðið á bilinu 3-4 miljarð- ar. Ólafur sagði þetta ótrúlega dökka mynd þegar í upphafi árs hefði verið stefnt að hallalausum fjárlögum. Stjórnarstefna ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar hefði framkallað þessa niður- stöðu. Samdráttur hefur orðið í tekj- um af söluskatti, innflutnings- gjöldum og öðrum veltusköttum. Vaxtagjöld hafa aukist um tæpan hálfan miljarð og tekjur af sölu spariskírteina og ríkisvíxla hafa verið lægri en búist var við. Ólafur sagði útgjaldahliðina í grófum dráttum hafa staðist „Pað er ljóst að fjöldi fyrir- tækja hefur ekki staðið í skilum með söluskatt," sagði Ólafur. Hann væri nú að láta kanna þau vanskil, þau væru mjög mikil og endurspegluðu ástandið. Hallinn á fjárlögum þessá árs væri á bilinu 4-5% sem væri mjög mikill halli. Núverandi ríkisstjórn hefði grip- ið til ákveðinna aðgerða og það gæti orðið nauðsynlegt að grípa til fleiri aðgerða í ljósi þessarar dökku niðurstöðu. Þetta sýndi hversu brýnt væri að nema staðar og stöðva þessa þróun og að tekj- uöflunaráform ríkisstjórnarinnar næðu fram að ganga. -hmp Tónlistarhátíð Einleikarahatíó Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara var sett formlega í Norræna húsinu í gær. Þar með hófst mikið tónleikamaraþon þar sem átta ungir einleikarar frá Norðurlöndunum sýna hvað í þeim býr á átta tónleikum sem naldnir verða á næstu dögum. Tónlistarmenn sem áður hafa tekið þátt í hátíðinni fyrir hönd íslands léku við setningu hátíðar- innar. Fyrstu einleikstónleikarnir í röðinni voru síðan í íslensku óperunni í gærkvöldi. Sjá SÍðll 7 Manuela Wiesler flautuleikari lék við opnun Tónlistarhátíðarinnar í Norræna húsinu, en Manuela er ein þeirra sem hefur tekið þátt í hátíðinni fyrir íslands hönd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.