Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 2
____________________FRETTIR___________________ Fangahiálpin Vernd Heimilismenn láftnir skoðana sinna gjalda Jóna Gróa Sigurðardóttir œtlaði að láta bera útþrjá heimilismenn með lögregluvaldi. Jóna Gróa: Hafa brotið húsreglur. Fyrrumfangar: Megum ekki hafa skoðanir eða rœðaþær. Höfum ekki brotið húsreglur Nokkrir heimilsmanna að Laugateigi 19 ásamt gestkomandi söfnuð- brotlegir við húsreglur. Jóna Gróa Sigurðardóttir sagði við blaðamann ust út á svalir hússins á meðan dyr voru lokaðar blaðamönnum. Þeir að heimilismenn hefðu „hertekið" húsið, án þess þó að skýra það telja að Jóna Gróa vilji fá ákveðna einstaklinga út, þar sem hún hafi nánar né vildi hún tilgreina hvaða húsreglur höfðu verið brotnar. sakað þá um undirróður gegn sér innan veggja heimilisins. Það sé ástæðan fyrir brottvísun þeirra úr húsinu, ekki að þeir hafi gerst Mynd Jim Smart ær væringar sem átt hafa sér stað í stjórn fangahjálparinn- ar Verndar hafa nú dregið óskemmtilegan dilk á eftir sér. Þótti flestum nóg um þegar Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður einnar stjórnar Verndar af tveimur og framkvæmdastjóri, sagði Sigurjóni Jósepssyni, hús- verði á Laugateigi upp störfum fyrir að hafa rætt við blaðamann Nýja Helgarblaðsins. í gær kall- aði Jóna Gróa síðan á lögregluað- stoð til að láta bera þrjá heimilis- menn að Laugateigi 19 út, fyrir brot á húsreglum að hennar sögn. Voru flestir heimilismanna, ásamt Birni Einarssyni, fé- lagsmálafulltrúa Verndar, sam- mála um að þetta væru gerræðis- leg vinnubrögð og að viðkomandi heimilismenn væru látnir gjalda skoðanna sinna um málefni Verndar og Jónu Gróu sem for- mann. Einum hinna þriggja er vísað út úr húsinu, með tilvísan í að hann hafi ekki fengið sér vinnu innan þeirra fjögurra vikna sem húsreglur tilgreina. í gær voru liðnir þrír dagar umfram þennan frest og var þá viðkomandi kom- inn í vinnu. Að sögn heimilis- manna væri það hefð, að horft væri í gengum fingur sér þó farið væri yfir þessi tímamörk, enda ætti aðalatriðið að vera að hjálpa viðkomandi að koma undir sig fótunum. Það gæti eðliiega tekið tíma að finna vinnu fyrir fyrrver- andi fanga og eins fyrir þá að finna fótum sínum forráð. Það hefði t.d. tekið einn þeirra sem nú byggju í húsinu, fimm vikur að finna vinnu og ekki hefði honum verið vísað á dyr. Undirróðurs- starfsemi ástæðan? Hvað hina tvo varðar, svaraði Jóna Gróa ekki spurningum blaðamanns um hvaða húsreglur þeir kynnu að hafa brotið, en að sögn viðkomandi heimilismanna var þeim vísað út úr húsi með þeim orðum að þeir hefðu verið með undirróðursstarfsemi gegn Jónu Gróu sem formanni Vernd- ar. Þeir væru hins vegar báðir í vinnu og teldu sig engar húsregl- ur hafa brotið. Þeir hefðu fullan rétt á að hafa sínar skoðanir á því hvernig málum Verndar væri best fyrirkomið enda snerti það þeirra, líf mikið. Það hefði hins vegar verið Jóna Gróa sjálf og Ingi- björg Björnsdóttir, sem ýmist var titluð sem „húsráðsmaður" eða félagsmálafulltrúi, sem hefðu fært deilur um stjórn Verndar inn á heimili þeirra. Fyrrum húsverði hótað útburði Þá sagði Sigurjón Jósepsson, fyrrum húsvörður að sér hefði verið lofað að búa áfram á Laugateigi fram til mánaðamóta, en verið hótað því á húsfundi sl. föstudag að honum yrði vísað út úr húsi ef að hann léti taka við sig frekari viðtöl í blöðum. Slík höft á málfrelsi manna eru þó ekki til- greind í húsreglum. Hvað upp- sögn sína í starfi húsvarðar varð- ar, sagði Sigurjón að sér hefðu verið boðin eins mánaðar laun og húsaskjól í mánuð, jafnvel þó hann væri félagi í VR og að samn- ingar segðu til um þriggja mán- aða uppsagnarfrest. Það ár sem hann hafi starfað sem húsvörður, hefðu aldrei verið gerðar athuga- semdir við starf hans af hálfu stjórnar. Hvaða brot? Þegar blaðamann og ljósmynd- ara Þjóðviljans bar að garði að Laugateigi 19 fyrir hádegi í gær var greinilega mikið um að vera. Pappakassar og ferðatöskur stóðu á tröppunum, sem síðar kom í ljós að voru eign manns sem Jóna Gróa hafði lofað plássi. Öll herbergi voru full svo greini- lega átti að rýma eitthvert her- bergið. Jóna Gróa stóð á tröpp- um hússins og átti þar í orða- skiptum við heimilismenn. Þegar ljósmyndari Þjóðviljans steig inn fyrir dyrnar, hratt Jóna Gróa honum út og skellti aftur. Nokk- uð erfitt var að ræða við Jónu Gróu um hvað gengi á, þar sem hún var öll hin æstasta, en þó sagði hún að þrír heimilsmanna hefðu brotið húsreglur og þeir skyldu út. Þegar hún var spurð hvaða húsreglur það væru, rétti hún blaðamanni vélritað blað með reglunum á og sagði að hann gæti lesið þær. Hún vildi ekki tjá sig um hvaða brot á þessum regl- um hefðu verið framin. Heimilismenn eða hústökumenn? Skömmu síðar bar lögregluna að og fóru tveir lögreglumenn inn í húsið og dvöldu þar drjúga stund, en hurfu af vettvangi án þess að aðhafast frekar. Siðar um daginn var lögreglan aftur kölluð til, þá af því tilefni að Björn Ein- arsson, félagsmálafulltrúi Vernd- ar kom í húsið, að því sem heimilsmenn að Laugateig töldu. En eins og í fyrra skiptið hafði lögreglan sig á brott án þess að aðhafast frekar. Blaðamaður Þjóðviljans gerði síðan tilraun til að ræða við Jónu Gróu, þegar að hún var á leið út í bifreið sína. Sagði Jóna Gróa að „þessir menn, sem margir hverjir væru veikir, væru búnir að hertaka húsið“ og ætti Þjóðviljinn ekki svo lítinn þátt í því! Hún svaraði ekki spurningum um hvað hún ætti við með „hertöku“, né svar- aði hún spurningu um hvaða hús- reglur hún teldi að hefðu verið brotnar. Þess í stað ók hún á brott í svo mikilli skyndingu, að Ingi- björg Björnsdóttir, húsráðsmað- ur sem augljósiega ætlaði að verða Jónu Gróu samferða í bif- reiðinni, stóð ein eftir á götunni. Þegar blaðamaður gerði tilraun til að ræða við Ingibjörgu gekk hún í burtu, á þess að mæla orð af vörum og leit hvorki til hægri né vinstri. Viðteknar venjur Þjóðviljinn reyndi síðar að hafa samband við Jónu Gróu og Ingibjörgu á skrifstofu Verndar, en án árangurs. Axel Kvaran full- trúi í skilorðseftirlitinu, á sæti í húsnefnd ásamt Jónu Gróu, Sig- ríði Heiðberg, Jóni Guðbergs- syni og Hrafni Pálssyni. Sagði Axel að hinir tveir síðastnefndu hefðu ekki mætt á húsfundi lengi, en starfandi húsnefnd var samsett að þeim hinum þremur, auk hús- varðar. Sagði Axel að hann hefði aðeins komið nálægt einu máli af þessum þremur og hefði hann greitt atkvæði með að maðurinn færi úr húsinu. Viðkomandi hafi ekki hlýtt húsreglum og hvort hann væri kominn í vinnu í dag, vissi hann ekkert um. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði, var viðkomandi ekki í vinnu í gær, „meira veit ég ekki,“ sagði Axel. Hann vildi síðan ekki tjá sig um önnur atriði málsins en sagði að farið hefði verið eftir viðteknum venjum. Vísaði hann á húsvörð með upplýsingar hvaða húsreglur hinir tveir kynnu að hafa brotið. Sem fyrr segir náðist ekki í Ingbjörgu Björnsdóttur, „hús- ráðsmann“, en Bjarni Karlsson, aðstoðarhúsvörður eða vaktmað- ur taldi sig vita um brot ofan- greindra aðila á húsreglum, en vildi ekki segja hver þau gætu verið. Kollegi Bjarna, Sæbjörn Björnsson, sagðist hins vegar ekki vita hvaða húsreglur gætu hafa verið brotnar. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. október 1988 phh _ Björn Einarsson, Vernd Hámark brjálæðisins etta er engu líkt, nú er lögregl- an mætt til að bera út skjól- stæðinga Verndar. Það hefur náð hámarki sínu brjálæðið hér, sagði Björn Einarsson, félags- málafulltrúi Verndar í samtali við Þjóðviljann í gær. Björn hefur unnið mikið starf meðal fanga undanfarin ár, er fyrrverandi fangi sjálfur og nýtur trausts þeirra á meðal. Sagðist Bjöm hafa heyrt af þessum atburðum í útvarpinu og því farið á staðinn. „Þegar maður sér skjólstæðinga sína loksins vera komna í hús að þá kemur lögreglan til að bera þá út. Menn eru hér í sjokki, því þeir missa a^a öryggistilfinningu. Sannleikurinn er sá að þetta fólk hefur ekki tilfinningu fyrir þessu og kann ekki að umgangast menn hér. Eftir að þessi stjórnarfundur var í V ernd þá hefur deilan magn- hefur verið eilíf spenna sem nú er að springa út í þessu. En ef Vernd á að fara að þjóna einhverju öðru markmiði en að hjálpa föngum, þá er ég á skökkum stað. Ég á þá bara það eftir að fá menn með mér til að stofna aðra fangahjálp eða bara hætta þessu,“ sagði Björn Einarson. phh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.