Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Hvglveiðar Þýskalandsmarkaður að hrynja? 75% Þýskalandsmarkaðar íhættu. Steingrímur J. tekur málið upp í ríkisstjórn. Sjávarútvegsráðherrafjarverandi umrœður áAlþingi. Alþýðubandalagið með opinnfund um hvalveiðarnar ýska verslunarkeðjan Aldi hefur gefið til kynna að hún muni hætta viðskiptum við ís- lendinga verði stefna okkar í hvalveiðimálum óbreytt, en Aldi kaupir lagmeti fyrir um 400 milj- ónir á ári frá íslandi. Tangel- mann samsteypan hefur þegar ákveðið að hætta öllum við- skiptum við íslendinga um ára- mótin og geri Aldi hið sama er 75% lagmetismarkaðar í Þýska- Heimsbikarmótinu i skák var slitið formlega í gærkvöldi og bauð Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra til kvöldverðar í Súlnasal Hótel Sögu af því tilefni. Heimsmeistarinn og sigurvegari mótsins, Garríj Kasparov, sat að sjálfsögðu við aðalborðið, á milli ráðherrahjónanna og lét hann móðan mása eins og venjulega. Hann fór ekki auralaus til baka þar sem honum voru veittir 20 þúsund dollarar fyrir sigurinn sem slagar hátt í eina miljón króna. Mynd: ÞÓM Samgöngur Grindavík landi glataður. Um 400 manns vinna að jafnaði við lagmetisiðn- að í landinu. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra tók hval- veiðimálið upp á ríkisstjórnar- fundi í gær. Hann iagði áherslu á það í samtali við Þjóðviljann að ríkisstjórnin hefði ekki mótað á- kveðna stefnu í málinu. Það væri rangt að túlka orð Halldórs Ás- grímssonar þannig að óbreytt stefna ríkti frá fyrri ríkisstjórn. Lagmetisiðnaðurinn væri í mikilli hættu og raunar fiskiðnaðurinn allur og ný stjórn hlyti að marka sér nýja stefnu. í gær átti að fara fram fyrsta umræða um frumvarp tveggja Borgaraflokksþingmanna um bann við vísindaveiðum á hval. Sjávarútvegsráðherra bað um að umræðunni yrði frestað þar sem hann þyrfti að vera við setningu kirkjuþings, en Halldór er einnig dómsmálaráðherra. Umræðan fer því fram í dag. Sölustofnun lagmetis hefur vís- að fyrirspurn sem henni barst frá Aldi verslunarkeðjunni til stjórnvalda. Theodór Halldórs- son framkvæmdastjóri Sölustofn- unarinnar sagði í gær að hann túlkaði fyrirspurn Aldi sem hót- un. fslendingum væri gefin kost- ur á að skýra afstöðu sína til yfir- lýsingar frá Grænfriðungum áður en Aldi „gripi til aðgerða," eins og það væri orðað. Aldi hefur keypt lagmeti fyrir um 400 milj- ónir króna á ári og ef þau við- skipti glötuðust ásamt Tangel- mann viðskiptunum hefðu 75% Jarðgöng í Hafnarfirði Skothríð í myrkri St. Jósefsspítali með áform um jarðgöng undir Suðurgötu. Það yrði til mikilla bóta fyrir alla starfsemi hér ef við fengjum fjárveitingu til að ráðast í þessa jarðgangagerð, sagði Árni Sverr- isson forstjóri St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði. Forráðamenn þar vifja gera jarðgöng undir Suður- götuna og tengja þannig saman spítalann og gamla skólahúsið sem spítalinn hefur haft til um- ráða frá 1983. í gamla skólahúsinu, sem manna á meðal er aldrei kallað annað en Kató, er nú til húsa göngudeild spítalans og lækna- stofur. Að sögn Áma mun þessi jarðgangagerð kosta um 7 milj- ónir og er hugmyndin að reisa tvær litlar viðbyggingar við bæði húsin, en einnig þyrfti að byggja lyftuhús við gamla Kató, því án lyftu gæti spítalinn ekki nýtt sér þriðju hæð hússins. í allt sagði Árni að þeir hefðu sótt um rúm- lega 43 miljónir til að gera nauðsynlegar breytingar á húsa- kosti spítalans og til jarðganga- gerðarinnar. - Þessi jarðgöng mundu breyta hér allri aðstöðu. Margir af leg- usjúklingum okkar þurfa að fara til rannsókna yfir í hitt húsið og það getur verið viðsjárvert ferða- lag þótt stutt sé. Þannig urðum við tvívegis að kalla á sjúkrabíl í fyrra til að flytja sjúklinga yfir götuna vegna slæms veðurs, sagði Árni. -«g Bandaríkjaher með herœfingar að nóttu til. Ugg setti að fólki í Grindavík. Varnarmálaskrifstofa segir tímasetninguna mistök. Utanríkisráðherra kannar málið Fjöldi fólks vaknaði í Grinda- vík aðfaranótt fímmtudags við skothríð og sprengingar og setti eðlilega ugg að mörgum. Nokkrir þóttust verða varir við þyrlu fljúgandi yfir bænum og settu skothríðina í samhengi við flug hennar. Komið hefur í Ijós að hér var bandaríski herinn á ferð- inni með æfingu á vörnum loft- skeytastöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði í gær að hann myndi láta kanna málið. En Guðni Bragason hjá Vamarmálaskrifstofunni sagði að skrifstofan hefði vitað af æf- ingunni en ekki að hún hefði átt að fara fram um nótt. Þessi tíma- setning hefði aldrei verið sam- þykkt vegna þess ónæðis sem hún gæti valdið íbúum Grindarvíkur. Engum föstum skotum hefði ver- ið hleypt af við æfinguna heldur hefði verið hleypt af púður- skotum og blys tendruð. Að sögn Guðna voru engar þyrlur notaðar við æfinguna en á miðvikudeginuin hefði verið björgunaræfing við strönd Grind- avíkur. Síðasta þyrlan hefði kom- ið inn til lendingar klukkan rúm- lega 11. Guðni sagði að rætt yrði við yfirmenn hersins á Keflavík- urflugvelli svo atvik sem þetta vita hvort það orðalag væri notað endurtæki sig ekki. Þegar hann í samskiptum utanríkisráðu- var spurður hvort hernum yrði neytisins og hersins. veitt áminning, sagðist hann ekki —hmp Hóteldraumar Holiday Inn í greiðslustöðvun Hlutafélagið Guðbjörn Guð- jónsson hf. sem á og rekur hótelið Holiday Inn hefur fengið heimild Skiptaréttar til greiðslustöðvunar, sem skal gilda í tvo mánuði. Hefur hlutafélagið veitt tveimur lögmönnum og ein- um endurskoðanda fullt umboð til að endurskipuleggja rekstur félagsins, en erfiðleikar þess munu einkum stafa af miklum lausafjárerfiðleikum. Er ætlunin að auka hlutafé og fá viðbótar langtímalán til að leysa úr þeim vanda, auk þess sem reynt verður að selja hótelið. Fyrri hluta þessa árs keypti hópur athafnamanna stærstan hlut í Holiday Inn, sem áður hafði verið í eigu Guðbjörns Guðjónssonar. Meðal kaupenda voru þeir Páll G. Jónsson kennd- ur við Pólaris, en jafnframt aðal- eigandi Sanitas m.m., Sigurður Jónasson í tölvufyrirtækinu FRUM hf., Sigurður Sigurjóns- son, lögfræðingur og Roif Jo- hannsson, stórkaupmaður. Þá þegar var skuldastaða Holiday Inn mjög slæm og greinilegt er að ekki hefur tekist að rétta rekstur- inn við sem skyldi. Stærstu skuldunautar fyrirtækisins voru Ferðamálasjóður, Iðnþróunar- sjóður og Framkvæmdasjóður. phh Miðvikudagur 26. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 af markaðnum glatast. Theodór sagði að þetta myndi þýða að ís- lendingar þurkuðust út af Þýska- landsmarkaói sem mikið hefði verið kostað til og atvinnuöryggi um 400 manns, sem að störfuðu að jafnaði við lagmetisiðnaðinn, væri stefnt í voða. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði í gær að ekki mætti láta hrekjast út í ógöngur fyrir rás atburða. Um- ræða á opinberum vettvangi sem sýndi sundurþykkni þjóðarinnar gæti orðið mjög skaðleg íslensk- um hagsmunum. Vel mætti vera að við þyrftum innan mjög skamms tíma að endurmeta vís- indaáætlun okkar, en þá yrðum við að komast að sameiginlegri niðurstöðu og standa saman í málinu sem ein þjóð. Utanríkisráðherra sagðist ekki reiðbúinn að falla frá þeirri stefnu sem mótuð hefði verið af meirihluta Alþingis og á vett- vangi utanríkisnefndar, bara vegna þess að nokkrir forstjórar sem ættu viðskipti við okkur beittu okkur þrýstingi vegna þrýstings frá erlendum sam- tökum. Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins sagði. á Alþingi í gær að hann vildi sem víðtækasta samstöðu í málinu og það yrði fært inn í utanríkisnefnd til úrlausnar. Starfshópur í Alþýðubanda- laginu um umhverfismál heldur opinn fund um hvalamálið í kvöld. Fundurinn verður að Hverfisgötu 105 og hefst klukkan hálf níu. -hmp Bókaklubbur áskrifenda Þjóðvilþns Tilboð vikuna 25.10. -1.11 Að lokum Síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Myndir eftir Jón Reykdal. Útgefandi Mál og menning. Verð kr. 1.850.- (Verð út úr búð er kr. 2.175.-) Þjóðviljinn sími: 681333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.