Þjóðviljinn - 26.10.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.10.1988, Qupperneq 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Einnota umbúðir Komi maður í venjulega íslenska sjoppu og vilji svala þorsta sínum, getur hann valið um hátt í tvö hundruð mis- munandi umbúðir með mismunandi drykkjum. Af hverri gerð drykkjar eru til fjölmörg vörumerki og hvert þeirra er selt í margvíslegum gerðum af umbúðum. Fyrir utan glerflöskur eru drykkirnir seldir í áldósum, plastflöskum og pappahylkj- um sem húðuð eru með plasti. Langflestar umbúaðgerðirn- ar eru svokallaðar einnota umbúðir sem fleygt er þegar búið er að neyta innihaldsins. Einnota umbúðireru dæmi um þau tvíbentu þægindi sem einkenna líf nútíma mannsins. Umbúðirnar eru léttar og þægilegar og taka lítið pláss. Þær þarf ekki að geyma, þegar búið er að tæma þær, og allar áhyggjur af því að þeim þurfi að skila eru gjörsamlega ónauðsynlegar. Slíkum umbúðum má henda um leið og búið er að tæma þær eða bara skilja þær eftir þar sem neytandinn er staddur þegar hann tæmir úr þeim síðasta sopann. En áhyggjuleysið er þó dýru verði keypt því að einnota drykkjarumbúðir eru orðnar einhver mest áberandi sóða- skapur á fslandi. Jafnt á fjöllum sem í þéttbýli liggja tómar öldósir eða fernur undan svaladrykkjum eins og hráviði út um allar þorpagrundir. Fjölmargir íslendingar láta sig ein- faldlega hafa það að henda frá sér einnota umbúðum hvort sem þeir eru staddir á miðri götu í þéttbýli eða á Þingvöllum. í fjölmörgum nágrannalöndum okkar er búið að setja reglur um einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur. Þessar reglur ! setja býsna þröngar skorður við notkun slíkra umbúða og kveða m.a. á um endurnýtingu og endurvinnslu. Sums stað- ar eru ákveðnar gerðir af umbúðum einfaldlega bannaðar. Þannig er bannað að selja drykkjarvörur í áldósum í Dan- mörku. Sumum finnst kannski að með þessu sé vegið að frelsi Dana en þeir hafa ekki hreyft ýkja miklum mótmælum þótt þeir þurfi að skila tómum glerflöskum um leið og þeir kaupa sér bjór eða aðra drykki. Vegna þess að framleiðendur nota glerflöskur oftar en einu sinni eru þeir reiðubúnir til þess að greiða fyrir þær ákveðið skilagjald. í sumum löndum, sem leyfa notkun ál- dósa, er greitt af þeim svo hátt skilagjald að fólk telur sér hag í að safna dósunum saman. í Svíþjóð er víða komið fyrir í matvöruverslunum sérstökum vélum sem skila frá sér nokk- urri peningaupphæð fyrir hverja dós sem í þær fer. Þar eru dósirnar hakkaðar í spað og efnið úr þeim notað til endur- vinnslu. Ekki er vitað hvort slík tækni hentaði íslendingum sem eru á þessu sviði langt á eftir þeim þjóðum sem flokkka sorp heima hjá sér og fara með endurnýtanlegt rusl á borð við pappír og gler langar leiðir í stað þess að henda því í sömu ruslatunnu og matarleifarnar lenda í. Um margra ára skeið hafa verið hér allmiklar umræður um að setja yrði reglur um notkun einnota umbúða. í byrjun voru það einkum áhugamenn um náttúruvernd sem gerðu sér Ijósa grein fyrir hættunni. Þeir höfðu fylgst með þeim vanda sem ný tækni hafði valdið erlendis. Nú eru þessi nýja gerð umbúða orðin gífurlega algeng og hvert sem er farið um landið getur að líta ræflana af dósum og plastflöskum. Enn hafa þó engar reglur verið settar um einnota umbúðir. Síðastliðið vor samþykkti alþingi þingsályktun þar sem ríkisstjórninni var falið að að undirbúa frumvarp til laga um framleiðslu, innflutning og notkun einnota umbúða. Því verður að vona að þegar á þessu þingi verði lagt fram stjórnarfrumvarp um þessi mál. í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er lögð mikil áhersla á umhverfismál. Þar er sagt að komið verði á skilagjaldi á einnota umbúðir til að auðvelda eyðingu þeirra og endur- vinnslu. Þar sem íslendingar hafa fylgst vel með umræðum og aðgerðum um þessi mál erlendis má ugglaust gera því skóna að ekki dragist úr hömlu að lagt verði fram lagafrum- varp um þessi mál á þingi. t\uir r a v/vj lJíwiiviti Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar: „Órökstuddar dylgjur" „Þetta eru nú bara órökstuddar dylgjur,“ sagði Magnús L. Sveins- son, forseti borgarstjómar, þegar ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi borgar- fúlltrúa, um starfsaðferðir í borg- arstjóm vom borin undir hann. Magnús sagðist í fljótu bragði ekki sjá hvað Ingibjörg væri að fara í þessu viðtali. „Mér sýnist þetta Km' «pm einu oft. Þá vildi svo til að hann hafði talað tvisvar í viðkomandi mádi en hún þrisvar. Ég nefni þetta nú bara í sambandi við það þegar hún er að ræða um lýðræðisleg vinnu- brögð.“ Um gagnrýni Ingibjargar á emb- ættismenn borgarinnar sagði Magnús: „Þetta erbarahugarburö- ur og dylgjur sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Ég verð að * trnnA aaofa mannlífmu. En að fara að ráðas að þessu fólki eins og það sé eitl hvert annars flokks fólk, það e ekki stórmannlegt. Varðandi lýðræðislegar ákvarí anatökur þá get ég sagt að það e ekki alltaf svo að minnihlutinn s borinn ofurliði. Ef kemur fyrir a minnihlutinn kæmur með al mennilegar tillögur, sem kemur c sjaldan fyrir, þá er það vandleg skoðað. En hitt er annað að það e - - ;---- Sólrún gerir upp Ingibjörg Sólrún Gísiadóttir hætti í sumar að vera borgarfull- trúi í Reykjavík og lítur til baka yfir sex borgarstjórnarár í nýjasta tölublaði af Kvennalistaritinu Veru. Þetta er fróðleg lesning á ýmsa kanta. Ingibjörg Sólrún gagn- rýnir ráðandi Sjálfstæðismenn harkalega einsog við var að bú- ast, - og hún hiífir hvergi þeim embættisaðli sem kominn er upp í skjóli Sjálfstæðisveldisins í borg- inni. Því miður séu embættismenn Reykjavíkur flestir bundnir á pólitískan klafa, segir Ingibjörg Sólrún, og tekur ráðhússmálið sérstaklega til dæmis: Vísvitandi blekkingar „í því máli hefur maður mátt horfa upp á embættismenninga líta á andstæðinga ráðhússbygg- ingarinnar sem sína andstæðinga, sem auðvitað er fráleitt. En þannig vinna þeir sem pólitískir embættismenn og margir hverjir taka meira að segja að sér að vinna ýmis verk sem meirihlutinn ætti með réttu að sjá um sjálfur (...) tilbúnir að tefla þá refskák sem flokkurinn þarf á að halda. Ég er þá að tala um pöntuð bréf, allskonar pantaðar yfirlýsingar og sjónarmið sem meirihlutann vantar. Þannig öðlast þessi sjón- armið faglegan stimpil. Að sjálf- sögðu ættu þeir að leggja faglegt mat á öll mál, leggja fram mis- munandi valkosti, segja kost og löst og leyfa svo stjórnmála- mönnunum að taka ákvörðun. En þeir kjósa gjarnan að leggja aðeins fram það sem er meirihlut- anum þóknanlegt. Þannig er ekki öruggt að upp- lýsingarnar liggi fyrir kjörnum fulltrúum í heild sinni, segir Sól- rún: „Vinnubrögðin hafa stund- um verið á þann veg að óhætt er að segja að um vísvitandi blekk- ingar er að ræða.“ Samtengingar- kerfið Þetta er hörð gagnrýni hjá Sól- rúnu, en í raun sama reynsla og aðrir borgarfulltrúar í stjórnar- andstöðu hafa sagt frá fyrr og síð- ar. í Alþýðublaðinu á þriðjudag er til dæmis rætt við fulltrúa and- stöðuflokkanna í tilefni hug- leiðinga um sameiginlegt fram- boð næst gegn íhaldinu, - og segir þar Sigurjón Pétursson eftir tveggja áratuga reynslu í borgar- stjórn að Sjálfstæðisflokksveldið í Reykjavík sé lýðræðinu skeinu- hætt: „Það hefur komið mjög greinilega fram hér í borgarstjórn Reykjavíkur að það skiptir engu máli hvað fulltrúar annarra flokka segja eða gera, það er al- gjört einræði Sjálfstæðisflokksins hér í borgarstjórn. Flokkur sem hefur það sameiginlegt að hafa flokksbundna fulltrúa sína í meirihluta í sveitarfélagi og flokksbundna embættismenn allt í kringum sig, hann er kominn með samtengingarkerfi sem er þéttara en bestu net annars stað- ar. Margur misjaf n Magnús í mannlífinu Það er ekki nema von að full- trúar Sjálfstæðisflokksins reyni að skjóta skildi fyrir, þótt leiðtog- inn sé á brautu vestur í Flórída að sóla sig. Magnús Sveinsson, sem fyrir nokkru var gefið millinefnið „Lenín“ vegna sérkennilegrar frammistöðu í kjarabaráttu versl- tmarmanna, er forseti borgar- stjórnar, og því næstur Davíð sjálfum að tign. Hann talar í DV í gær, og segir orð Ingibjargar Sól- rúnar um starfsaðferðir í borgar- stjórn „órökstuddar dylgjur", og Magnús L. má vart vatni halda vegna gagnrýni hennar á emb- ættisaðalinn: „Þetta er bara hug- arburður og dylgjur sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Eg verð að segja það að það hefur verið gæfa borgarinnar hvað embættismennina áhrærir að þeir eru flestir mjög hæfir menn. En það segir sig sjálft að hjá jafn- stóru fyrirtæki og Reykjavíkur- borg er að það er misjafnt fólk þar eins og annars staðar í mannlífinu. En að fara að ráðast að þessu fólki eins og það sé eitthvert annars flokks fólk, það er ekki stórmannlegt. Það er gamalkunnugt svar Sjálfstæðismanna að reyna að túlka alla gagnrýni á flokksveldið í borgarkerfinu sem árás á gjörv- alla starfsmenn borgarinnar. Svo bregður hér við að sá sem lesið hefur viðtalið í Veru sér strax að Magnús er að snúa útúr, - í við- talinu tekur Ingibjörg Sólrún sér- staklega fram að hér sé síður en svo átt við borgarstarfsmenn al- mennt, heldur fyrst og fremst æð- stu embættismennina, sem til- greindir eru með starfsheitum: þeir sem „sjá um verklegar fram- kvæmdir, skipulagsmál og al- menna stjórnsýslu" - og bendir raunar sérstaklega á skipu- lagsmálin. Kvennalista- remba Það er hinsvegar sérkennilegt við viðtalið við Sólrúnu að ástæð- an fyrir þessu einræði Sjálfstæðis- flokksins virðist að hennar mati vera „karlasamstaða" og „karlsýki“, sérstaklega vegna þess að á síðasta borgarstjórnar- fundi voru það einmitt tveir kvenfulltrúar Sjálfstæðismanna sem stóðu í fararbroddi við að skera niður dagvistarstyrkinn til Óss og Sælukots einsog frægt er orðið, - Anna K. Jónsdóttir og Katrín Fjeldsted -, og einn vara- borgarfulltrúinn fer núna ham- förum fyrir utan Verndarhúsið einsog sjá má í blaðinu í dag. Það er líka heldur nöturleg kveðja sem Kvennalistakonan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sendir borgarfulltrúunum Guð- rúnu Ágústsdóttur, Kristínu Ág- ústu Olafsdóttur og Sigrúnu Magnúsdóttur, samstarfsmönn- um sínum fyrrverandi í stjórnar- andstöðunni, þegar hún er spurð um hvort Kvennalistafulltrúinn hafi tilgang í borgarstjórn: „Já, svo sannarlega. Hugsaðu þér ef rödd kvenna væri ekki þar, ef kvennapólitíkin ætti þar engan talsmann - hvað þá? Jú, þá mundi alveg gleymast að taka sjónarmið kvenna inn í myndina í mörgum málum.“ Þær eru óneitanlega farnar að verða soldið þreytulegar blessað- ar Kvennalistaklisjurnar. _m Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandí: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttar Proppó. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pétursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson. Sigurður A. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson (íþr.). Handrita- og próf arkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitstelknarar: Kristján Kristjánsion, KristbergurÓ.Pótursson Framkvæmdastjór i: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: OlgaClausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: SigríðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri:Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:70kr. Nýtthelgarblað: 100kr. \ Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. . 4 SfÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 26. október 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.