Þjóðviljinn - 26.10.1988, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.10.1988, Qupperneq 5
VIÐHORF Þessa stundina hefur fólk al- mennt alvarlegar áhyggjur af því hve illa því gengur að skilja at- burði líðandi stundar. Oftast skiptir þjóðfélagslegur skilningur þó ekki miklu, hlutirnir ganga einhvern veginn upp og fræðin um eðli mála er einskær kaffihúsa- og barmenning. Það er fyrst er illa gengur sem skilnings er þörf. Þess vegna hefur verið gaman að lesa fræðimannaskrifin í Morgunblaðinu síðustu daga. Nýstofnað félag sparifjáreigenda fékk t.d. á fyrsta degi sínum fræðilega lofgjörð hagfræði- prófessors á síðum blaðsins. Síð- an hefur hver skrautfjöðrin á fæt- ur annarri játað fræðilega tryggð sína í greinaskrifum. Sá síðasti veifar því nú framan í alþjóð að hagvöxtur á síðari hluta aldarinn- ar hafi verið svo og svo mikið meiri í Noregi en hér vegna verð- bólgunnar á íslandi. Ekki veit ég hvernig hægt er að leiða að þessu fræðileg rök en ég efast þó ekki um að það sé hægt. Grundvallarhugmyndir borg- aralegrar hagfræði virðast komn- ar á svipað stig og hugarheimur kirkju og aðals á lokaskeiði léns- veldisins. Með rökfræði skóla- spekinnar var hægt að sanna allt, tunglið var úr osti, Gabríel var með bláa vængi og guð var ekki almáttugur. Allt var þetta sannað mál ásamt hinu gagnstæða að tunglið var ekki úr osti o.s.frv. Þetta kom upp í huga minn þegar ég hlustaði á Þorstein Pálsson leggja fram síðustu kjaraskerð- ingar- og ríkisgjaldþrotshug- myndir sínar. Ágæti þeirra sagði hann að hefði verið reiknað út af sérfræðingum, þetta væri hag- fræðileg jafna, þetta væru stað- reyndir. Það er vert að minna á að ekkert af því sem hagspeking- ar stjórnvalda hafa spáð síðustu árin hefur ræst, hver sem er hefði getað giskað betur. En þó svo fræðimönnum farist furðulega við spádómsskrif þá eru fræðilegar forsendur þeirra mikilvægar, því að á grundvelli þeirra er upplýsingum safnað saman. Þær talnaraðir verða svo grundvöllur nýrra kenninga, því Samfélagsleg nýsköpun Sigurður G. Gunnarsson skrifar nýjar kenningar verða auðvitað að hafa tölfræðilegan bakhjarl. Kerfið er lokað og lýtur nær ein- göngu innri lögmálum. Þegar Adam Smith gaf út virt- asta hagfræðirit borgaralegrar hagfræði „Auðlegð þjóðanna“ 1776 var kenningunum strax mjög vel tekið. Athafnamönnum fannst þær skýra það sem raun- verulega var að gerast, það sem allir höfðu í raun vitað en enginn komið orðum að. En það er langt síðan sannleiksþorstinn ein- kenndi svo hagfræðilega hugsun. í sínum lokaða hring ganga fræðin út á að reikna út vit- leysuna með fleiri aukastöfum og setja það sem er að gerast í göfu- gan búning. Ég held að sannleikans um fé- lagslega stöðu okkar sé ekki frek- ar að leita innan háskólans en annars staðar í samfélaginu. Þeir sem mestum metorðum ná innan skólakerfisins eru gjarnan þeir sem hafa fundið metnaði sínum fullnægt innan veggja skólanna og fara því að kenna strax og þeir hafa lokið námi. Eins var því far- ið með kennara þeirra. Frá þessu eru að sjálfsögðu hinar ágætustu undantekningar og best er ef fræðimennska og athafnasemi fara saman. Nú er Alþýðubandalagið kom- ið í stjórn. Um margra ára skeið hafa verið ákjósanlegar aðstæður til að bæta lífskjörin í landinu en einmitt nú þegar óstjórn þessara ára hefur gert það vandasamt, þá b j óðast okkar menn til að set j ast í stjórnarstólana og taka á sig gjaldþrot okurhyggjunnar. Steingrímur Sigfússon ætlar að hefja jarðgangabyltingu árið 1991, þ.e. í tíð næsta eða þar- næsta samgönguráðherra. Ólafur Ragnar ætlar að skattleggja vaxtagróða þeirra sem eiga „meir en nokkrar miljónir" í lánakerf- in'u og koma á sérstökum Þor- steinsskatti. Svavar ætlar svo að bjarga fjárhag ríkisútvarpsins sem um langa hríð hefur verið rekið upp í skuld og undir pólit- ískum járnhæl Sjálfstæðisflokks- ins. Ég er hins vegar ekki viss um að þessir veikburða frjóangar fé- lagslegrar hugsunar muni skera sig úr öllum þeim arfa sem nú brýst fram í efnahagslífinu og endurspeglast í mannlífinu. Ég held að mun meira þurfi að koma til og reikna með að það sé í burð- arliðnum. Þrennt vil ég gagnrýna í fyrstu aðgerðum stjórnarinnar, þ.e. fyr- ríkinu tekst að halda lánagleði sinni í skefjum og því ástæða til að ætla að þrepalækkun ríkis- stjórnarinnar á vöxtum tefji fallið frekar en hitt. Þarna hefði átt að grípa til miklu róttækari aðgerða. I öðru lagi tel ég alrangt að heimila vöruverðshækkun vegna 3% gengisfellingar. Ef verðbólg- an er stöðvuð, en það er nánast barnaleikur nú, þá verður næsta sending ekki dýrari í innkaupum en sú síðasta. Meðan verðbólga geisar fer hins vegar alltaf hluti álagningarinnar í að greiða næstu „Ég held hins vegar að ekkert réttlœti tenginu vaxta og launa. Við ætlum líka að hœkka launin meiren vöruverðið meðan þessi ríkisstjórn situr ogþá eiga vextirnir svo sann- arlega ekki að fylgja með. Hugmyndin er einfaldlega mistök, það gleymdist aðalat- riðið. “ irhugaðar breytingar á vísitölu- grundvelli lánskjara, heimildir til vöruhækkana á grundvelli 3% gengisfellingar og veikburða að- gerðir stjórnarinnar á vaxta- markaðnum. f fyrsta lagi tel ég að tilhneiging til sjálfkrafa lækkunar vaxta sé mun meiri en óskir ríkisstjórnar- innar gefa tilefni til að ætla. Stórir fjárfestingaraðilar eru á leið út af byggingamarkaðnum, svo sem verslunin, heildsalarnir og skrif- finnskan. Þá er svo til um garð gengin eignaupptaka frá þeim fyrirtækjahópum sem undir urðu við mettun verslunar í Reykja- vík. Þá eru það ofneytendurnir og þeir sem komið hafa sér upp heimili síðustu 10 árin að ó- gleymdum fiskiðnaðinum. Þessir hópar auka ekki skuldabyrði sína, af þeim er ekki meir að hafa. Eftirspurn eftir lánum er því fyrirsjáanlega að minnka ef vörusendingu hærra verði. Þessi munur er sjálfur uppruni verð- bólgugróðans margfræga og hann var græddur í hvert skipti sem eitthvað var keypt öll verðbólgu- árin. Ef þessi gróði verður ekki tekinn af vöruálagningunni nú þegar verðbólgan dvínar þá renn- ur hann í framtíðinni beint til vöruseljenda og eykur þannig gróðann. Þegar kreppir að er ekki bæði hægt að auka gróðann og launin, það verður að gerast á hvers annars kostnað. Eða var það kannski þess vegna sem ekki mátti skila samningsréttinum? í þriðja lagi, og það hef ég skrifað um áður, þá er rangt að tengja saman launin og vextina. Ég var einu sinni fylgjandi sltkri tenginu en mér var góðfúslega bent á að með því væri verið að bæta vaxtamálunum inn í kjara- samningana, ef umsamin laun hækka þá hækka vextirnir. Þetta Karlveldið lætur ekki að sér Takk Gestur fyrir greinina „Sigur feðraveldisins“ í Þjóðvilj- anum 12. október síðastliðinn. Ég var lengi í talsverðum vafa um hvort ég ætti að leggja í það að setja nokkrar línur á blað í tilefni ríkisstjórnarþátttöku Alþýðu- bandalagsins, minnug þess að hafa verið sökuð um geðillsku og að vera með annarlegar túlkanir þegar ég talaði um „dæmigerða afstöðu karla innan vinstri- hreyfingarinnar til kvenna“. Nú hefur aftur á móti tvennt orðið mér hvatning til að láta álit mitt í Ijós. Annað er fyrrnefnd grein þín og hitt er sú athygli sem það hefur vakið hér í Noregi að Al- þýðubandalagið á íslandi skuli geta leyft sér að setjast í ríkis- stjórn með 3 ráðherra, allt karla. Ég verð að viðurkenna að þeg- ar Ólafur Ragnar Grímsson lét ákaft í Ijós harma sína vegna þess að Kvennalistinn hefði ekki vilj- að taka þátt „í tilraun til að mynda ríkisstjórn jafnréttis- og félagsafla í landinu“, þá hélt ég að hann teldi Alþýðubandalagið bæði málsvara fyrir jafnrétti og félagshyggju. Nú sé ég að hann hefur ætlað Kvennalistanum að sjá um jafnréttið. Með því að ganga fram hjá konum við úthlutun ráðherra- embætta er Alþýðubandalagið ekki aðeins að þverbrjóta þá jafnréttisímynd sem flokkurinn hefur viljað hafa, heldur er verið „að staðfesta gamlar starfsreglur feðraveldis og karlapólitíkur: Það er allt í lagi að hleypa konum að, bara ef þær eru undir karl- mennina settar.eins og Gestur Sigþrúður Helga Sigurbjarnardóttir orðar það. Fyrir mér er þetta ekki síður staðfesting á því gamal- kunna að þegar til kastanna kem- ur eru það karlarnir sem skil- greina hvað er mikilvægast og hvað beri að hafa forgang. Þegar jafnréttissjónarmiðið rekst á önnur sjónarmið þá eru það enn sem fyrr karlarnir sem hafa vald- ið til að ráða lyktum. Sósíalisminn hefur alltaf kraf- ist þess af konum að þær sýni samstöðu með körlum sínum og berjist við hlið þeirra fyrir „rétt- lætinu“. Þegar þeir eru svo búnir að frelsa heiminn er hægt að fara að huga að málum kvenna. Reyndar á það að vera óþarfi, því þá hefur sósíalisminn þegar frels- að konurnar á þann hátt sem karlarnir hafa hugsað sér. Nú hafa strákarnir í Alþýðu- bandalaginu mjög látið að því liggja að þeir séu búnir að átta sig á því að baráttan fyrir jafnréttinu sé meðal annars fólgin í því að stelpurnar séu með í þeirri bar- áttu á sama grundvelli og þeir sjálfir. Það sem þeir hafa senni- lega ekki áttað sig á er að fái kon- urnar jafnrétti þá hlýtur það að verða á kostnað karlanna. Alla- vega bregðast þeir við eins og þeir sem hafa völd hafa ávallt gert; þeir sleppa ekki sínu af hendi baráttulaust. Karlasam- staðan er sterk í Alþýðubanda- laginu. Hversu léttvæg jafnréttissjón- armiðin eru í raun hjá Alþýðu- bandalaginu kemur mjög vel í ljós þegar Ólafur Ragnar er beð- inn um skýringu á því að engin kona skuli fá .ráðherraembætti á vegum flokksins. Eftir því sem formaðurinn segir er það síður en svo vegna þess að flokkurinn hafi ekki frambærilegar konur. í Morgunblaðinu 30. september segir hann: „Guðrún Helgadóttir er glæsilegur fulltrúi okkar Al- þýðubandalagsmanna og mun í „Það sem þeir hafa sennilega ekki áttað sig á er aðfái kon- urnar jafnrétti þá hlýtur það að verða á kostnað karlanna. All- avega bregðast þeir við eins og þeirsemhafavöldhafa ávallt gert; þeir sleppa ekkisínu af hendi baráttu laust. Karlasam- staðan ersterk íAlþýðubanda- laginu. “ formaðurinn. (Mín undirstrik- un). Strákar, þessi rök ykkar halda ekki. Þið verðið að átta ykkur á því að það er ekki nóg að tala fallega um hversu heitt þið óskið jafnréttis, bara ef það hreyfir ekki við ykkar stöðu. framtíðinni eins og hingað til gegna mikilvægu pólitísku foryst- uhlutverki innan Alþýðubanda- lagsins.“ Daginn áður er haft eftir Ólafi Ragnari í sama blaði að hann og Svavar hefðu verið fyrstu kostirn- ir. Afhverju voru þeir það? Skyldi hafa verið um eitthvert náttúrulögmál að ræða? Ólafur Ragnar segir ástæðuna fyrir að Guðrún Helgadóttir fékk ekki ráðherraembætti vera að hún er úr Reykjavík og Alþýðu- bandalagið geti ekki leyft sér að hafa alla sína ráðherra frá Reykjavíkursvæðinu, eins og Al- þýðuflokkurinn geri. „Þá því miður, vegna þessara sjónarmiða varð niðurstaðan þessi,“ segir Alþýðuflokkurinn stóð frammi fyrir sama vandamáli við myndun fýrrverandi og núverandi ríkis- stjórnar. Munurinn er bara sá að þeir gátu ekki leyft sér að koma með 3 ráðherra og hafa einungis karla. Jafnréttissjónarmiðið varð ofan á hjá þeim, en að sjálfsögðu ekki á kostnað forkólfanna, þeir létu sig hafa það að taka alla ráð- herra úr Reykjavíkurliðinu. Mér finnst það heldur ömur- legt yfirklór þegar allir ráðherr- arnir Alþýðubandalagsins velja sér konur sem aðstoðarmenn. Þetta er of dæmigert! Konurnar eru hér í sínu hefðbundna hlut- verki að styðja undir karlana og væntanlega að létta þeim ströfin. Mér dettur í hug orkugjafa- gengur að sjálfsögðu ekki upp, vextir eru hluti gróðans og það er ekki hægt að þvinga fram gróða- hækkun í hvert sinn sem launin hækka. Hins vegar væri hægt að færa inn kjaraskerðingaráhrif í útreikning lánskjaravísitölu meir en nú er. Ég held hins vegar að ekkert réttlæti tengingu vaxta og launa. Við ætlum líka að hækka launin meir en vöruverðið meðan þessi ríkisstjórn situr og þá eiga vextirnir svo sannarlega ekki að fylgja með. Hugmyndin er ein- faldlega mistök, það gleymdist aðalatriðið. Ég er þeirrar skoðunar að Al- þýðubandalagið eigi nú að losa sig aðeins frá hagfræðikúrfum nútíma skólaspeki og skapa nýja farvegi til lausnar samfélags- vanda okkar. Frjó hugsun, rýni og gagnrýni er lítils virði í flokkn- um ef engrar Perestrojku verður vart í aðgerðum forystunnar. Það þarf að veita nýjum samfélags- hópum aðild að valdinu, það þarf að færa valdið niður á gólf. Vissulega gefast færi til þess núna. f fyrsta lagi er megn óá- nægja með pólitíska útdeilingu opinberra embætta og því frjór jarðvegur fyrir upptöku kosninga eða einhvers konar starfsmanna- vals til ábyrgðarstarfa hjá opin- berum fyrirtækjum og stofnun- um. í öðru lagi er mikill áhugi fyrir uppstokkun stjórnkerfisins á landsbyggðinni vegna óánægju með núverandi stjórnkerfi að sunnan. Þriðja stjórnsýslustigið á því ört vaxandi fylgi að fagna en það myndi gjörbreyta öllu pólit- ísku lífi í landinu. í þriðja lagi veldur gjaldþrot fiskvinnslu og útgerðar því að byggðarlög missa veiðiréttindi sín. Eina svarið, eins og nú er komið málum, er að innleiða byggðarkvótann enda stendur ekki steinn yfir steini í fiskveiðistefnu vísindaveiði- mannsins í sjávarútvegsráðu- neytinu. Þannig mætti lengi telja. En grundvallaratriði er að trú manna á gömlu leiðirnar er þverrandi. Fólk sér ekki hagsmunum sínum farveg við ríkjandi aðstæður, það vill breytingar. Hafnarfirði 18/10 ’88 hæða kenning sumra feminista, þar sem bent er á að konan sé orku- gjafi karlmanna. Á vinnumark- aðnum gerist það þannig að kon- ur eru einkaritarar og aðstoðar- menn karlanna. Mestöll þeirra orka fer í að létta yfirmönnum sínum starfið og auðvelda þeim | að komast ofar í pýramídanum. Á heimilunum eru það eiginkon- urnar sem sjá um þjónustuna þannig að karlarnir geti safnað þreki fyrir næsta dag. Eins og ég sagði í upphafi þá hefur það vakið athygli hér í Nor- egi að 1988 skuli vera mynduð ríkisstjórn á íslandi með aðeins einni konu í ráðherraembætti. Þetta þykir ekki síst undarlegt vegna þess hvaða flokkar eiga þarna aðild og þá ekki síður í ljósi styrkrar stöðu Kvennalistans. í sjónvarpsumræðum fyrir nokkr- um dögum sagði ein áhrifamesta kona norska hægriflokksins að henni hefði aldrei dottið i hug að staða kvenna á íslandi væri svona slæm. Hún sagðist skilja vel ís- lenskar konur sem stofnuðu kvennalista, þó að hún teldi langt frá því þörf fyrir einn slíkan í Nor- egi. Alþýðubandalagið féll sannar- lega á prófinu í þetta skipti. Ég ætla samt að vona að einhvem- tíma renni upp ljós fyrir „prökku- runum“ í Alþýðubandalaginu og að þeir átti sig á því að þeir neyðast til að taka kröfur kvenna um jafnrétti alvarlega. Jafnvel líka þegar það kostar þá persónu- legar „fórnir“. Sigþrúður Helga stundar nú háskóla- nám í Osló. Miðvikudagur 26. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.