Þjóðviljinn - 26.10.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 26.10.1988, Qupperneq 6
MENNING Smásögur Utangarðsmenn og afbrigðileiki Ágúst Borgþór Sverrisson: Smásagnaformið býður upp á að sagtsé frá einhverju afbrigðilegu Apúst Borgþór Svcrrisson, sem 1 fyrra kynnti sig sem ljóð- skáld með bókinni Eftirlýst augnablik, hefur nú snúið sér að smásagnagerðinni, og fyrir skömmu kom út eftir hann smá- sagnasafnið Síðasti bfllinn. í bók- inni dregur Ágúst upp níu myndir úr mannlífinu; af dularfullum gesti í sjávarþorpi, dreng sem er hundeltur af hættulegum glæpa- manni og af manninum sem kem- ur aftur heim eftir dvöl á hæli, svo einhver dæmi séu nefnd. - Ég hef veriö að skrifa þessar sögur í hjáverkum frá því í fyrra- haust, - segir Ágúst. - Ég lauk við þetta í sumar og valdi þá úr þær sögur sem mér fannst bestar. Þetta er ekki nema helmingurinn af þeim sem ég var búinn með. - Ég byrjaði að skrifa smá- sögur fyrir löngu. Formið er erf- itt, en það er samt ekki eins mikil áhætta við að skrifa smásögu og skáldsögu. Ef sagan er mishepp- nuð fieygir maður henni eða byrj- ar uppá nýtt, en skáldsögu vinna menn að mánuðum eða jafnvel árum saman og ef hún er mis- heppnuð er þar með fleiri mán- aða vinna farin í vaskinn. Ég held líka að smásöguformið sé gott fyrir byrjendur, bæði sem æfing í að skrifa og eins til að ná valdi á grundvallaratriðunum. Ég held að utangarös- hefðin ráði mestu Maður sem fremur sjálfsmorð, fólk á geðveikrahæli, drengur sem er ofsóttur í skóla... Er eitthvað sérstakt sem ræður þínu verkefnavali? - Utangarðsmenn af öllu tagi eru auðvitað sígildir í smásagna- ferð bæði íslenskri og erlendri. ig byggi þetta að einhverju leyti á hlutum sem ég þekki, ég vann til dæmis á Kleppsspítala og hef líka verið kennari úti á landi. En ég held að það sé þessi „utan- garðshefð“ sem réði mestu um efnisvalið. - Sjálft formið býður líka upp á að það sé sagt frá einhverju af- Ljóoaþýoingar Jóhanns Hjálmarssonar Hjá Orlaginu í Reykjavík er nýlega komin út bókin ískolti Le- víatans. Er hér um að ræða þýð- ingar á ljóðum margra virtustu skálda Evrópu, Suður-Ameríku og Tyrklands. Þýðandi ljóðanna er Jóhann Hjálmarsson og er / skolti Levíatans fjórða þýðinga- bók hans. Meðal skálda sem þýtt er eftir eru Pentti Saarikoski og Bo Carpelan (Finnlandi), Christian Matras (Færeyjum), Apollinaire og Blaise Cendras (Frakklandi), Jaroslav Seifert (Tékkóslóvak- íu), Nazim Hikmet (Tyrklandi) og Pablo Neruda (Chile). Levíatinn sem fyrir kemur í nafni bókarinnar er skaðræðis- skepna nokkur úr Biblíunni og Jóhann Hjálmarsson sver sig mjög í ætt Miðgarðsorms. Titillinn er sóttur í eitt af ljóðum pólska skáldsins Czeslaws Mi- losz. Undraveröld dýranna Hjá bókaklúbbnum Veröld er að koma út um þessar mundir sjötta bindið úr bókaflokknum Undraveröld dýranna, einu stærsta fjölfræðisafni, sem gefið hefur verið út. Undraveröld dýranna er fyrsta stóra fjölfræðisafnið um dýr sem kemur út hér á landi og það er allt prentað Flitum. í safninu eru átj- án stóy bindi með heillandi efni um öll dýr heimsins. Yfir eitt hundrað sérfræðingar víða um þéim hafa samið efnið, og er hver um sig sérfróður áþví sviði sem ,'hann skrifar um. fslenskir höf- ( undar verksins eru Þorsteinn Thorarensen og Óskar Ingimars- son. Með góðri samvinnu sinni og aðstoð fræðimanna eru þeir að vinna merkilegt brautryðjenda- starf og fylla upp í þekkingareyðu almennings í dýrafræði. í Undraveröld dýranna eru meira en tíuþúsund litmyndir, en hver og ein er eins og sjálfstætt listaverk. Þeir þrjátíu listamenn sem myndirnar gerðu eru allir sérfræðingar á sínu sviði og hafa kynnt sér náið dýrin sjálf, atferli þeirra og umhverfi. Nýja bókin sem nú bætist í safnið nefnist Spendýr, þriðji hluti. Hún á eflaust eftir að verða vinsæl, því að í henni er fjallað um mörg kunnugleg dýr, eins og til dæmis hunda, refi, minka, skógarbirni, ísbirni og panda- birni, svo örfá dæmi séu nefnd. Skipulag efnisins er jafnan hið sama í öllum bókunum. Hverju bindi er skipt í aðalkafla sem hefst á almennu yfirliti, en síðan er fjallað um hvert dýr sérstak- lega. Gerð er grein fyrir ætt- flokki, útbreiðslu, líkamsbygg- ingu, fjölda afkvæma, mataræði, vistfræði og samneyti viðkom- andi dýrs við önnur. brigðilegu. Maður verður að ein- beita sér að einum ákveðnum hlut, og hefur þá tilhneigingu til að taka frekar fyrir neikvæða hluti en jákvæða. Segir frekar frá því þegar Gunna missir pabba sinn en þegar hún verður stúdent. Hverjar eru bestu sögurnar að þínu mati? - Þær eru þrjár, Saknað, Lok- adagur og Mannsins megin. Það er kannski meira út frá þeirri til- finningu sem ég hef fyrir þeim en að það séu einhverjir ákveðnir þættir sem ég get bent á. En mér finnst þær vera svo lifandi. Ég held að þær séu þær einu úr safn- inu sem hafi möguleika til að lifa af eða haldi áfram að vera ein- hvers virði. Hinar eru kannski meira frambærilegar sögur án þess að vera neitt meira. - Saknað er fyrsta sagan í bók- inni og er algjör skáldskapur, nema stefið, sem er útþrá stelp- unnar. Ég bjó um tíma í svona þorpi og tókst að snúa þeirri heimþrá sem ég var með til Reykjavíkur í útþrá hennar þar sem hún situr og horfir á veginn. En þessi náungi sem kemur brunandi þarna til að fyrirfara sér er gjörólíkur mér. Mín samkennd er mikið frekar með stelpunni. - Lokadagur er eina sagan í bókinni sem gæti kallast sjálf- sævisöguleg. Hún er byggð á mjög óljósum endurminningum sem ég fylli upp í með skáldskap. - Ég held að skáldskapur byggð- ur á óljósum endurminningum sé oft besti efniviðurinn í sögur. Martröð úr hversdagslífinu - Mannsins megin er öðrum þræði til komin vegna óljósrar samkenndar með þeim sem eru eitthvað öðruvísi og óvinsælir í skóla, og byggir líka á minni eigin reynslu frá því að ég var ung- lingur. Ég tek eiginlega mína reynslu og set hana í þriðja veldi. Geri strákinn þrisvar sinnum feitari og óvinsælli en ég var nokkurn tímann. Ég held að það hafi verið löngunin til að búa til einhverja martröð úr hversdags- leikanum. - Hlutir sem virðast hvers- dagslegir séð utan frá eru oft martröð fyrir þann sem upplifir þá. Ef þú vinnur til dæmis í skóla og einhver krakkinn kemur til þín og segir að það sé alltaf verið að stela húfunni hans eða hleypa loftinu úr dekkjunum á hjólinu hans, þá getur það virst ósköp hversdagslegur atburður fyrir þér. En þetta er drama fyrir barn- ið. Fyrir suma getur skólinn verið stríð uppá hvern einasta dag, og það var einmitt sú martröð sem ég hafði í huga þegar ég bjó til þennan dreng. Hvað er næst á dags'krá hjá þér? Heldurðu að þú gefir út aðra ljóðabók eða heldurðu áfram með smásögurnar? - Nei, ég held að það verði skáldsaga næst. Það er allt útlit fyrir það, þó það geti auðvitað farið hvernig sem er. En ég er að minnsta kosti búinn með fyrsta kaflann. Mig langar meira til að skrifa skáldsögu núna, því í smá- sögunum er maður alltaf að skipta um fólk. Getur ekki fylgt því neitt eftir. - Annars langar mig til að skrifa hrollvekju með dulrænu ívafi. Mér finnst vanta svoleiðis bókmenntir hér á landi. LG 6 SÍOA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 26. október 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.