Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 7
MENNING Petri Sakari: Hver og einn fær tækifæri til að sýna það sem í honum býr. Tónlistarhátíð Maraþon- tónleikar Petri Sakari: Þetta er eiginlega uppákoma íætt við sýningu Igær hófst fímmta Tónlistarhá- tfð ungra Norrænna einleikara, og er hátíðin að þessu sinni haldin hér á landi. Tónlistarhátíðir þess- ar hafa verið haldnar annað hvert ár síðan 1980, og er markmið þeirra að koma ungu og efnilegu tónlistarfólki á framfæri, án þess að siga því hverju á annað í sam- keppni. Samkeppnisandinn er að vísu ekki langt undan, því þeir einleikarar sem fram koma á hát- íðinni eru valdir í ströngum tónl- istarkeppnum í heimalandi sínu. Átta ungir og efnilegir ein- leikarar á aldrinum átján til þrjá- tíu ára eru því staddir hér á landi þessa dagana, einn fulltrúi Finn- lands, þrír frá Svíþjóð, einn frá Noregi, tveir frá Danmörku og einn íslendingur. Þátttakendur halda allir einleikstónleika, auk þess sem þeir spila með Sinfóníu- hljómsveit íslands á tvennum tónleikum sem aðalstjórnandi Sinfóníunnar, Petrí Sakari, stjórnar. - Þessir tónleikar með Sinfóní- unni eru haldnir til að gefa óllum þátttakendum tækifæri til að flytja verk með hljómsveit, - segir Sakari. - Þetta er hugsað sem kynning á þessum ungu einleikurum og til þess gert að hver og einn fái að njóta sín, og þess vegna verða fjögur einleiksverk í fullri lengd flutt á hvorum tónleikum. Selló- konsert eftir Dvorák, Lieder ein- es fahrenden Gesselen eftir Ma- hler, flautukonsert eftir Carl Ni- elsen og píanókonsert nr. 3 eftir Prokofiev á þeim fyrri, og á þeim seinni verður svo leikinn konsert fyrir blokkflautu og konsert eftir Vivaldi, frumflutt harmonikku- verk sem Frounberg samdi sér- staklega fyrir þessa tónleika, sell- ókonsert eftir Elgar og píanó- konsert eftir Brahms. Þetta eru þannig engin smáverk sem verða flutt. Ekki samkeppni - Þetta er eiginlega uppákoma í ætt við sýningu. Tónlistarmenn- irnir eru ekki að keppa hver við annan heldur fær hver og einn þarna-tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Það er auðvitað mikil vinna fyrir mig og hljómsveitina, þó að við hófum tekið þátt í flutn- ingi verkanna áður. Þegar þessi hátíð var haldin í Helsinki fyrir tveimur árum sáu tvær hljóm- sveitir um undirleik, Sinfóníu- hljómsveitin og Útvarpssinfóní- an, þannig að við erum eiginlega að vinna tveggja hljómsveita verk. En æfingar hafa gengið mjög vel. Telurðu miklar líkur á því að tónleikahald á jafn einöngruðu landi og íslandi geti orðið þessum einleikurum til framdráttar? - Já, umboðsmenn tónlistar- manna koma á tónleikana. Það verða þarna umboðsmenn sin- fóníuhljómsveita á Norður- löndum og jafnvel einhverjir aðr- ir. Er þessi tónlistarhátíð sú eina sinnar tegundar á Norður- löndum? - Ég held að þetta sé sú stærsta. Á tónlistarhátíðum sem eru haldnar í Helsinki á sumrin er yfirleitt haldin röð tónleika þar sem ungir einleikarar eru kynntir, og eins veit ég að stórar hijómsveitir eins og Utvarpssin- fónían í Helsinki halda reglulega röð tónleika þar sem ungir ein- leikarar koma fram. En yfirleitt er það þá yngra fólk en þeir sem spila á þessari hátíð og það eru flutt styttri verk eða einungis kaflar úr verkum. - Það má segja að þeir sem komi fram á þessari hátíð séu komnir einum bekk lengra. Flest þeirra hafa áður komið fram á tónleikum og leikið með Sinfóní- uhljómsveitum. Það geta ekki allir orðið frægir einleikarar Hvaða möguleikar eru opnir fyrir unga tónlistarmenn sem vilja koma sér á framfæri? - Það er um tvær leiðir að ræða. Það er hægt að taka þátt í samkeppni, helst alþjóðlegri, og þar þarf fólk helst að vinna til verðíauna því þá er það öruggt um að fá umboðsmann og góða kynningu. En samkeppnir eru svolítið vafasamar. Bæði er erfitt að gera upp á milli fólks og eins er ekki gert ráð fyrir mannlega þættinum. Það er yfirleitt sama týpan sem vinnur samkeþþnir, fólk með góðar taugar, pottþétta tækni og víðtækt prógramm. - Hin leiðin er að vinna mikið og vel í sínu horni og reyna að kynna sig sjálfur sem góðan tón- listarmann, og það er sú leið sem flestir velja, því fæstir eru sam- keppnistýpur. Og er þetta aðferð sem gefur góða raun? - Það eru svona fimmtíu pró- sent möguleikar. Ég þekki líka mjög góða tónlistarmenn sem ekki kæra sig um alþjóðlegan fer- il. Og svo eru sem betur fer marg- ir sem ekki vilja vera einleikarar, og það er ég sem hljómsveitar- stjóri mjög ánægður með. Þó virðist mér að fólki sem vill vera hljómsveitarleikarar fari fækk- andi. Flestir stefna að því að verða einleikarar, og ég hef tón- listarkennara grunaða um að eiga sökina á þessu að einhverju leyti. Ég held að það sé of mikið gert af því að veifa myndinni af alþjóð- Íegri frægð og frama framan í nemendur, sem því eina eftir- sóknarverða fyrir tónlistarmenn. Slíkt er náttúríega mjög varhuga- vert, því hvað gerir þetta fólk ef því mistekst? Það geta ekki allir orðið frægir einleikarar. - Frægðin segir heldur ekki allt um hæfileika fólks sem tónlistar- manna, þó að flestir þeirra sem eru frægir séu mjög góðir. En það eru til undantekningar. Fólk sem hefur haft góð sambönd og kunn- að að nýta sér þau, getur kippt í spotta til að fá auglýsingu, eða hefur einhvern tímann skapað sér nafn. Það gengur varla til lengdar... - Það er allur gangur á því. Ef þú ert einu sinni orðin nafn fyrir- gefst þér mikið. Þá geturðu spilað eins og þú sért handleggsbrotin og menn halda bara að þú sért illa upplögð - eða neita að trúa eigin eyrum. Og stórt nafn fyllir tón- leikasali svo þeir sem standa fyrir tónleikunum eru ánægðir. LG Geir Draugsvoll harmonikkuleikari heldur einleikstónleika í Norræna húsinu í dag. Tónlistarhátíðin Atta tónleikar á fimm dögum Tónlistarhátíð ungra Nor- rænna einleikara var sett form- lega í gær, og voru fyrstu tónleik- arnir í Islensku óperunni um kvöldið, og komu þar fram tveir einleikarar, Jan-Erik Gustafs- son, sellóleikari frá Finnlandi og Anders Kilström píanóleikari frá Svíþjóð. Aðrir tónleikar hátíðarinnar verða í Norræna húsinu í dag kl. 12:30, þar flytur Geir Draugsvoll harmonikkuleikari frá \ Dan- mörku verk eftir Messiaen, Holmboe, Nörgaard, Pade\ Rov- sing Olsen, Katzer og Nordheim. I kvöld verða síðan fyrri tón- leikarnir með Sinfóníuhljómsveit íslands, Michaela Fukacová Christensen fulltrúi Danmerkur flytur sellókonsert eftir Dvorák, Olle Persson barítónsöngvari frá Svíþjóð syngur Lieder eines fa- hrenden Gesselen eftir Mahler, fulltrúi íslands, Áshildur Har- aldsdóttir flautuleikari flytur Flautukonsert eftir Carl Nielsen og Leif Ove Andsnes píanó- leikari frá Noregi leikur Píanó- konsert nr. 3 eftir Prokofiev. Einleikstónleikar Dans Laur- ins, blokkflautuleikara frá Sví- þjóð verða í Listasafni íslands annað kvóld. Þar flytur Laurin verk eftir van Eyck, Ishii, Mara- is, Hirose og fleiri. Á föstudaginn kl. 12:30 verða síðan einleikstónleikar Áshildar Haraldsdóttur í Listasafninu, þá flytur Áshildur verk eftir Hándel, Berio, Hauk Tómasson og Bach við sembalundirleik Önnu M. Magnúsdóttur. Sjöttu tónleikar hátíðarinnar verða í íslensku óperunni á föstu- dagskvöldið. Michaela Fukacová Christensen leikur á selló við pí- anóundirleik Bohumilu Jedliko- vu, og Olle Persson syngur við undirleik Mats Jansson. Á efn- isskránni verða verk eftir Grieg, Schumann, Blake, Martinu, von Koch og Ginastera. Á laugardaginn kl. 12:30 held- ur Leif Ove Andsnes tónleika í íslensku óperunni og flytur verk eftir Haydn, Carl Nielsen, De- bussy og Janácek. Lokatónleikar hátíðarinnar hefjast síðan í Háskólabíói á laugardaginn kl. 16:00. Þá leika með Sinfóníuhljómsveit íslands, Dan Laurin, konsert fyrir blokk- flautu og konsert eftir Vivaldi, Geir Draugsvoll frumflytur harmonikkuverk eftir Froun- berg, Jan-Erik Gustafsson leikur sellókonsert eftir Elgar og Anders Kilström píanókonsert eftir Brahms. í tengslum við Tónlistarhátíð- ina verður haldin ráðstefna í Nor- ræna húsinu á morgun kl. 9-16. Verður þar fjallað um hvernig ungum einleikurum verði best komið á framfæri í tónlistar- heiminum. LG Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Tríó í kvöld Píanóleikur áföstudaginn Hlíf Sigurjónsdóttir fíðlu- leikari, David Tutt píanóleikari frá Kanada og Christian Giger sellóleikari frá Sviss leika á tón- leikum í Listasafni Sigurjóns Ól- afssonar í kvöld kl. 20:30. Tón- leikarnir eru þeir þriðju í röðinni af tónleikum höldnum í tilefni opnunar safhsins. Á efnisskránni verður píanótríó eftir Dvorák (Dumky) og píanótríó op. 8 í H- dúr eftir Brahms. Fjórðu tónleikar Listasafnsins verða haldnir á föstudagskvöldið kl. 20:30, þá leikur kanadíski pí- anóleikarinn Walter Prossnitz verk eftir meðal annarra Haydn, Liszt, Alban Berg og Frank Martin. Prossnitz stundaði pí- anónám í Kanada og við Juilliard tónlistarskólann í New York. Hann er búsettur í Zurich og hef- ur haldið fjölda tónleika beggja vegna Atlantshafsins. HKf Sigurjónsdóttir, David Tutt og Christian Giger halda tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld. Mynd - ÞÓM. Mi&vlkudagur 26. október 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.