Þjóðviljinn - 26.10.1988, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 26.10.1988, Qupperneq 8
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ LESENDABRÉF Hvalamátið Starfshópur Alþýðubandalagsins um umhverfismál heldur opinn fund um hvalamálið miðvikudaginn 26. október kl. 20:30 að Hverfisgötu 105, R. - Starfshópur um umhverfismál. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs ABH verður haldinn fimmtudaginn 27. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi segir frá stöðu bæjarmála. Allt nefndarfólk og aðrir félagar eru hvattir til að mætaáfundinn. Formaður Magnús Jón Norðurland eystra Ný ríkisstjorn og staðan í íslenskum stjórnmálum Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráðherra hafa framsögu á almennum stjórnmála- fundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri, fimmtudaaginn 27. október kl. 20.30. Allirvelkomnir. Alþýðubandalagið Vesturland Sveitarstjórnarmenn. Rabbfundur verður á Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 27. október kl. 19, vegna aðalfundar Samtaka sveitafélaga á Vesturlandi. Stjórn kjördæmaráðs AB Norðurland eystra Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmaráðs AB í Norðurlandi eystra, verð- ur haldinn á Akureyri í Lár- usarhúsi, sunnudaginn 30. október kl. 10.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðal- fundarstörf. 2) Flokksstarf og fjármál. 3) Útgáfumál. 4) Ný viðhorf í íslenskum stjórnmál- um: Svavar Gestsson menntamálaráðherra. 5) Önnur mál. Gestir fundarins: Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra. Nánar auglýst síðar. - Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin 50 ára Hver man ekki eftir gömlu skálastemmningunni, Tjarnargöturómantíkinni, Landnemanum, Heimsmótunum og öllu hinu? Nú er allavega tímabært að rifja upþ 50 ára sögu í góðum félagsskap. Laugardaginn 5. nóvember nk. verður afmælið haldið hátíðlegt með borð- haldi, upplestri, fjöldasöng og dansi að Hverfisgötu 105. Borðhaldið hefst kl. 20.30. Húsið verður opnað kl. 19.30. Taktu strax frá kvöldið. (Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst v/matar í síma 17500). Afmællsnefndln. Hafírðu \ smakkað vín - láttu þér þá AUDREI detta í hug að keyra! IUMFERÐAR 'RÁÐ Sjávarútvegsráðherra Um hvalveiðar og bamamisþyrmingar Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra var spurður að því í kvöldfréttum útvarpsins 24. okt- óber hvort ekki þyrfti að slaka á stefnu ráðherrans í hvalveiðimál- inu. Hann taldi að röng túlkun Grænfriðunga í máli þessu væri auðvitað fyrir neðan allar hellur. Eins taldi hann það sérkennilegt að herir og Grænfriðungar skyldu standa í því að halda lífi í hvölum og benti á að við hefðum horft á í sjónvarpinu kvöldið áður mynd um barnamisþyrmingar. Var þar sýnt hvernig þróttmiklir Evrópu- búar nota sér börn þar sem fá- tæktin er einna mest í heiminum. Halda mætti að það væri skárra að hermenn björguðu hvölum heldur en þeir séu að skjóta fólk eins og þeir eru þjálfaðir til. Án þess að ég ætli að taka nokkra sérstaka afstöðu til hvaia teldi ég önnur verkefni brýnni fyrir ráðherrann en að styðja Hval h/f. Til dæmis hef ég hvorki heyrt hann né séð fjalla um sifjaspell eða barnamisþyrmingar sem eiga sér stað hér á landi. Vitað er að þeir hópar sem vinna gegn barn- amisþyrmingum eru mjög fjár- vana. Því skora ég á Halldór Ás- grímsson að sýna í verki að hann teljinauðsynlegtaðgeraþarstór- til þeirra og jafnframt að auka fé átak og beita sér fyrir því á alþingi til rannsókna. að veita myndarlegt fjárframlag Sigríður Kristinsdóttir MINNING Sigurður Elíasson Fœddur 19. júní 1920 - Dáinn 12. október 1988 Andlátsfregnir eru sjaldan fagnaðarefni og þó getur það hent. Þegar ég frétti það að kvöldi hins 12. þ.m. að Sigurður Elíasson garðyrkjumaður væri allur þá varð mér það sannast sagna verulegur léttir. Svo lengi var hann búinn að berjast voniít- illi, og hin síðari ár vonlausri bar- áttu við erfiðan sjúkdóm að við vinir og kunningjar hans óskuðum þess oft, að henni mætti fara að ljúka. Sjálfur brást Sig- urður hinsvegar þannig við, að baráttan stækkaði hann uns yfir lauk. Sigurður Elíasson var fæddur að Saurbæ í Holtahreppi í Rang- árvallasýslu 19. júní 1920. For- eldrar hans voru hjónin Elías Þórðarson og Sigríður Pálsdóttir, búendur í Saurbæ. Ekki þekki ég til uppvaxtarára Sigurðar en býst við að þau hafi verið á líka lund og gekk og gerðist hjá unglingum í sveitum í þá daga. En hann var þegar á ungum aldri maður mold- ar og gróðurs og kaus sér snemma ævistarf á þeim vettvangi. Voru það þó einkum garðyrkjustörf, sem hugur hans stóð til. Það var því engin tilviljun, að þegar Garðyrkjuskóli ríkisins var stofn- aður að Reykjum í Ölfusi 1939, varð Sigurður einn af fyrstu nem- endum hans. Unglingar kreppu- áranna höfðu margir hverjir ekki úr miklum fjármunum að moða og svo mun hafa verið um Sigurð. f Garðyrkjuskólanum gátu ne- mendur unnið fyrir kennslu, fæði og húsnæði. Þannig tengdist lífs- afkoman náminu og kom það sér ýmsum vel á Reykjum í þá daga. Vorið 1941 lauk Sigurður námi frá Garðyrkjuskólanum. Bar hann hag skólans jafnan síðan mjög fyrir brjósti og vildi veg hans sem mestan. Að námi loknu vann Sigurður árum saman alfarið við garð- yrkjustörf, ýmist við útiræktun eða í gróðurhúsum, bæði úti á landi og í Reykjavík. Jafnframt vann hann að skipulagningu garða og frágangi á lóðum af þeirri natni og smekkvísi, sem honum var svo einkar lagin. Á þessum árum brá hann sér til Danmerkur, vann þar við garðyr- kju um nokkurt skeið og taldi sig hafa mikið lært í þeirri för. Ég hafði jafnan nokkurt veður af Sigurði á meðan hann vann hér á suðvesturhorninu. En eitt sinn tapaði ég af honum. Eftir- grennslan leiddi f ljós, að þá var hann kominn austur í Neskaup- stað og farinn að prýða „rauða“ bæinn. Féll það vel bæði að hára- lit Sigurðar og skoðunum. Það hefur líklega orðið fljót- lega eftir að Sigurður kom úr austurvegi að hann gerðist sölu- maður fyrir heildverslanir. Og að því kom að hann stofnaði sjálfur heildverslun. Ekki veit ég hvern- ig sá rekstur gekk en ekki er ólík- legt að hann hefði orðið efnalega ábatasamari en moldarstörfin. En áður en langt leið mun Sigurð- ur hafa fundið að garðyrkjan átti hug hans allan svo hann tók upp þann þráð á ný. En nú á nýjum slóðum því upp úr Vestmannaeyjagosinu hvarf hann til Eyja og tók til óspilltra málanna við að græða þau sár, sem gosið hafði skilið eftir sig. Og þar stóð hann á teignum meðan stætt var. Eins og vænta mátti gekk Sig- urður snemma í Félag garðyrkju- manna þar sem hann starfaði af miklum áhuga og ósérplægni og var formaður þess um skeið. Sigurður kvæntist Jóhönnu Sigurðardóttur Magnússonar læknis á Vífilsstöðum og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Þau skildu og eignuðust ekki afkom- endur. Fyrir um það bil 15 árum tók Sigurður þann sjúkdóm, sem um síðir varð honum að aldurtila. Eftir það varð hann alltaf öðru hverju að dvelja í sjúkrahúsum en hvarf þess á milli til Vestmannaeyja og stundaði þar störf sín eins og ekkert hefði í skorist. í Vestmannaeyjum kunni hann ákaflega vel við sig. Átti hann þar sem annars staðar góðu að mæta og eignaðist trausta vini, sem reyndust honum jafnan vel og þó best er mest á reyndi. Sigurður Elíasson var lífsglað- ur og bjartsýnn drengskaparmað- ur, ávallt með gamanyrði á vörum hversu mikið sem að hon- um svarf. Hann var vel lesinn og víða heima, ekki síst í íslenskum bókmenntum en einnig hafði hann kynnt sér vel verk ýmissa erlendra öndvegis höfunda. Hann var sósíalisti að lífsskoðun og öllu eðli, með víða sýn til allra átta. Hann vildi jöfnum höndum bæta og fegra landið og mann- lífið. Sigurður Elíasson gekk götu sína með þeim hætti að margir munu, nú við leiðarlok, minnast hans með eftirsjá og þakklæti. Magnús H. Gíslason 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 26. október 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.