Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 9
Arafat og Hússein sáttir Svo er aö heyra að sættir og samstaða hafi tekist með þeim Hússein Jórdaníukonungi og Yasser Arafat, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínu (PLO), á ráð- stefnu sem þeir sátu um helgina í Akaba í Jórdaníu. Ráðstefnuna sat einnig Hosni Mubarak, for- seti Egyptalands, og er honum þakkaður þessi árangur. Talið er að þetta muni verða til þess að Jórdanía og PLO standi saman í friðarviðræðum Araba og ísra- els, þegar og ef til þeirra kemur. Mitterrand Frakklandsforseti, sem er mikill vinur Mubaraks, er nú í heimsókn hjá honum, en báðir eru þeir ákafir hvatamenn þess, að alþjóðleg friðarráð- stefna verði haldin til að útkljá deilur ísraels og Araba. Reuter/-dþ. Kínverskt jurtalyf gegn eyðni Kínverskir læknar segjast hafa náð verulegum árangri í því að lækna eyðnisjúklinga með lyfi sem unnið er úr jurtum. Xiao Peigen, forstjóri jurtalyfja- rannsóknastofnunar kínverska ríkisins skýrði fréttamönnum svo frá í gær, að þremur eyðnisjúk- lingum, sem lyfið hefði verið reynt á, færi batnandi og væri svo að sjá að þeir myndu ná fullri heilsu. Xiao vildi ekkert gefa upp um samsetningu lyfsins, þar eð heilbrigðisráðuneytið hefði enn ekki heimilað það. Talsmaður Heilbrigðismálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna í Peking lét hafa eftir sér að rétt væri að taka frétt þessari með fyrirvara. ERLENDAR FRETTIR Sænskt ríkisf yrirtæki grunað um ólöglega vopnasölu Sænska lögreglan gerði í gær húsrannsókn hjá ríkisfyrirtæki einu, sem hefur útflutning á vopnum með höndum, vegna gruns um að fyrirtækið hefðí selt vopn til ríkja, sem vopnaútflutn- ingur er bannaður til, samkvæmt sænskum lögum. Tveir starfs- menn hjá Nobel industrier, sem er stærsta vopnaframleiðslufyrir- tæki Svía, eru nú fyrir rétti ásamt þriðja manni, ákærðir fyrir að hafa smyglað sprengiefni til írans og fleiri Asíulanda. Svíum er bannað með lögum að flytja út vopn til ríkja, sem eiga í stríði, eða til svæða þar sem hætta er á hernaðarátökum. Líkur þykja benda til þess, að talsvert hafi verið um brot á þeirri lagagrein frá því í upphafi þessa áratugs. Reuter/-dþ. Skip með 500 manns fórstífellibyl Skip í flutningum milli eyja með 500 manns um borð fórst er fellibylur nefndur Ruby geystist yfir Filippseyjar í fyrradag. 10-20 mönnum af skipinu hefur verið bjargað, og ekki er talið óhugs- andi að fleiri hafi komist af. Á landi fórust að minnsta kosti 73 í fárviðrinu og um 50.000 urðu heimilislausir. Sjóslys eru tíð við Filippseyjar g er þess skemmst að minnast b ¦ i des. s.l. fórst þar annað fólks ningaskip með um 3000manns það mesta sjóslys sögunnar til sa á friðartímum. Reuter/dþ. Moskva Trotskíj á uppleið Ritverk hans gefin út á nœstunni Sum ritverka Leons Trotskíjs verða innan skamms gefín út í Sovétríkjunum í tilefni þess að á komandi ári verða 110 ár liðin frá fæðingu hans. Eru þetta þó nokk- ur tíðindi, því að Trotskíj hefur lengst af síðan á fjórða áratugn- um öðrum fremur verið erki- þorparinn í sovéskri söguritun, og á ríkisáruin Stalíns týndi hver sá engu fyrir nema lífinu, sem staðinn var að því að hafa einhver skrif eftir hann í fórum síiium. Því hefur þegar verið lýst yfir af opinberri hálfu í Moskvu að aðrir leiðtogar bolsévíkaflokksins gamla, sem Stalín lét drepa, hafi verið saklausir af öllu því, sem á þá var borið á sínum tíma. En meiri bið hefur orðið á því að Trotskíj, sem átti að hafa verið forsprakki allra hinna í útsmognu samsæra gegn Sovétríkjunum, fengi hliðstæða uppreisn. En eftir þessum síðustu fréttum að dæma kemur sennilega fljótlega að því. Trotskíj gekk Lenín næstur að völdum í forustuhópi bolsévíka í byltingunni 1917 og fyrstu árin á eftir. f grein, sem nýlega birtist í sovésku sagnfræðitímariti, var rifjað upp að Lenín hefði ein- hverju sinni sagt um þennan sam- starfsmann sinn, að hann væri mestur hæfileikamaður í flokks- forustunni. Tilkynningin um í hönd farandi útgáfu á ritverkum Trotskíjs kom í gær frá ríkisút- gáfunefnd Sovétríkjanna. Trotskíj varð sem kunnugt er undir í togstreitu við Stalín eftir lát Leníns, var rekinn úr landi 1929 og myrtur í Mexíkó 1940, af manni sem að líkindum var út- sendari sovésku leyniþjónust- unnar. Byltingarleiðtogi þessi, sem svo mjög fékk að reyna hverfulleik hamingjunnar, var maður fjölgáfaður og meðal ann- ars mikilvirkur rithöfundur. Margt af því, sem hann sagði og skrifaði um valdakerfi Stalíns er næsta svipað því, sem menn Gor- batsjovs hafa undanfarið látið frá sér heyra um það sama kerfi. Reuter/-dþ. Trotskíj - ekki lengur erkiþorpari Sovétríkjasögunnar. Breskir sjónvarpsmenn Franskir bófar myrtu Kennedy Voru að sögn leigðir afMafíunni Breskir sjónvarpsmenn til- kynntu í gær að þeir hefðu komist að þeirri niðurstöðu eftir tveggja ára rannsóknir að þrír franskir leigumorðingjar frá Marseille hefðu myrt John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í Dallas þann 22. nóv. 1963. Hefði bandaríska Mafían leigt þá til morðsins. Sjónvarpsmennirnir hafa gert um morðið heimildakvikmynd, sem nú stendur til að sjónvarpa í Bretlandi. Eins og menn muna var fyrrverandi landgönguliði í Bandaríkjaher, Lee Harvey Oswald að nafni, ákærður fyrir morðið, en næturklúbbseigandi að nafni Jack Ruby skaut hann til bana í höndum lögreglunnar áður en hægt yrði að leiða hann fyrir rétt. Þetta atvik og fleiri í sam- bandi við morðmálið hafa þótt næsta grunsamleg. Samkvæmt heimildamyndinni vildu oddvitar Mafíunnar Kenne- dy forseta feigan vegna þess að hann hafði fyrirskipað aðgerðir til að brjóta þessi grónu og ræki- lega skipulögðu glæpasamtök á bak aftur. Robert Kennedy, bróðir forsetans, sem þá var dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, átti að stjórna herferð þess- ari gegn Mafíunni. Hann var myrtur af Palestínumanni nokkr- um 1968. Einn frönsku bófanna, Lucien Sarti að nafni, sést að sögn sjón- varpsmannanna á kvikmynd, sem tekin var af bílalest forsetans í þeirri svipan og skotið var á hann. Sarti á þá að hafa staðið, dulbúinn sem lögreglumaður, á grasi grónum hól í aðeins 45 metra fjarlægð frá bíl forsetans. Frá því að morðið var framið hafa mörg vitni haldið því fram, að þau hafi orðið vör við að skotið Úr kvikmynd sem einn áhorfenda tók af morðinu í Dallas 22. nóv. 1963. Kennedy forseti er hniginn út af í aftursætinu, hæföur af kúlum eins eða fleiri morðingja, eiginkona hans reynir að komast til hans úr framsætinu og lífvörður reynir að stökkva upp á bílinn að aftan. hefði verið frá hólnum. Sarti var drepinn í Mexíkó 1972, en kum- pánar hans eru enn á lífi og með sýningu kvikmyndarinnar verður gefið upp hverjir þeír eru. Reuter/-dþ. Vestur-Þjóðverjar Ekki íengur hræddir við Ri kvx Flestir Vestur-Þjóðverjar líta nú orðið svo á, að engin ástæða sé til að óttast hernaðar- árás af hálfu Sovétmanna og eru einnig þeirrar skoðunar, að sam- skipti Sovétríkjanna og Vestur- Þýskalands hafi færst til betra horfs síðan Gorbatsjov varð leið- togi eystra. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar, sem ein vest- urþýsku sjónvarpsstöðvanna gerði nýlega. 86 af hundraði aðspurðra í könnuninni töldu samskiptin við Sovétríkin hafa batnað frá því að Gorbatsjov tók við, 80 af hundr- aði töldu ástæðulaust að óttast hernaðarárás af hálfu sovéskra og 62 af hundraði voru þeirrar skoðunar að Sovétmenn myndu halda afvopnun áfram. 71 af hundraði taldi enga þörf á auknum útgjöldum vesturþýska ríkisins til hersins en aðeins þrír af hundraði voru meðmæltir auknum fjárveitingum til vígbún- aðar. Þessar tölur eru athyglisverðar með hliðsjón af því, að Vestur- Þýskaland hefur til þessa verið einn dyggasti aðili Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu og uggur gagnvart Rússum hefur jafnan verið þar mikill frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Af hálfu bandarískra stjórnarvalda hefur undanfarið verið kvartað yfir því að evrópsku Natóríkin, þar á meðal Vestur-Þýskaland, íeggðu alltof lítið fram til sam- eiginlegs vígbúnaaðar bandalags- ins. Reuter/-dþ. Lítið glasnost í Búlgaríu Raöist á andofshop Búlgaríustjórn hefur rekið úr landi tvo félaga í Mannrétt- indaverndarfélaginu, einu sam- tökunum sem eitthvað kveður að í pólitísku andófí og baráttu fyrir mannréttindum þarlendis. Annar manna þessara, Eduard Genov að nafni, er þegar kominn til Vín- arborgar ásamt fjölskyldu sinni. Af öllum Austur-Evrópu- ríkjum hefur Búlgaría verið So- vétríkjunum hvað fylgispökust, en engu að síður fer ekki leynt að búlgarskir valdhafar eru ekki ýkja hrifnir af glasnosti og perest- rojku Gorbatsjovs. Opinberlega hafa þeir að vísu lýst yfir vilja til hliðstæðra ráðstafana hjá sér, en framfylgja þeirrri stefnu greini- lega með hálfum huga, eða tæp- lega það. Umrætt félag til vern- dar mannréttindum var stofnað fyrir tæpu ári og þykjast fréttask- ýrendur nú sjá merki þess, að Búlgaríustjórn hyggist kæfa þes- skonar hræringar þegar í fæðing- unni. Reuter/-dþ. Miðvikudagur 26. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Olíuverð óstöðugt Olíuverð á heimsmarkaðnum var óstöðugt í gær eftir verulegt verðfail á mánudag, sem orsak- aðist af því að fulltrúum Sam- bands olíuframleiðsluríkja (OPEC) tókst ekki að ná samkomulagi um verð og fram- leiðslu á olíu á ráðstefnu sinni í Madrid um helgina. Markaðs- verð á olíu er nú um einum dollar lægra á tunnu en það var fyrir viku, eða þetta 12-13 dollarar. Reuter/-dþ. Súrefnisskortur orsök vöggudauða Tveir norskir læknar, Torleiv Ole Rognum og Ola Didrik Saugstad, telja sig hafa gengið úr skugga um að svokallaður vöggu- dauði smábarna stafi af súrefnis- skorti. Hinsvegar er enn ekki vit- að hvað súrefnisskortinum veld- ur í þessum tilfellum. Vöggu- dauðinn er nú algengasta dánar- orsök smábarna á Vesturlöndum og deyja þar eitt til'tvö börn af þúsundi á þennan hátt áður en þau hafa náð eins árs aldri. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.