Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.10.1988, Blaðsíða 12
-SPURNINGIN—i Hvað eigum við að gera í hvalamálinu? Erlendur Ahrens, ellilífeyrisþegi: Ég held við verðum að fresta því að veiða hvali og sjá hvað setur. Bjarni Bjarnason, öryrki: Við eigum ekkert að gefa eftir, og ekki að láta grænfriðungaskríl þvinga okkur til eins eða neins. Heiðar Kristjánsson, í atvinnuleit: Ég held við ættum að lofa þess- um greyjum að lifa. Að minnsta kosti er eina vitið núna að stoppa og sjá til. Guðlaug Karlsdóttir, kaupmaður: Við höfum verið sett í mikla klípu í þessu máli, en hvort við eigum að gefa eftir er önnur saga. Aldís Hafsteinsdóttir, sendill: Mér finnst alveg hræðilegt að vera að drepa svona falleg dýr eins og hvali, og vil að við steinhættum því. Miðvikudagur 26. október 1988 233. tölublað 53. argangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Sigurgeir stendur hér við grunn Iþróttahús fatlaðra, en framkvæmdir við það hafa legið niðri síðan 1984. íþróttahús fatlaðra Mynd Jim Smart. Ekkert gert í fjögur ár Sigurgeir Porgrímsson: Höfum enga sjóði til að ganga í Það hafa legið niðri allar fram- kvæmdir við þetta hús frá því grunnurinn var tekinn árið 1984. Því miður sjáum við ekki fram á að geta haldið áfram fram- kvæmdum í bráð, sagði Sigurgeir Þorgrímsson formaður íþróttafé- lags fatlaðra í Reykjavík. En fé- lagið hefur ætlaði sér að byggja íþróttahús fyrir fatlaða í nágrenni Sjálfsbjargarhússins við Hátún. - í lögum um byggingu íþrótt- amannvirkja segir að ríki og sveitarfélög skuli greiða 80% af byggingarkostnaði íþóttamann- virkja en þær greiðslur koma ekki fyrir en búið er að reisa þau, þannig verða félögin fyrst að byggja og síðan fá þau greitt frá ríki og sveitarfélögum. Við hjá íþróttafélagi fatlaðra getum því miður ekki gengið í neina sjóði til að reisa þetta hús, á sama hátt og mörg önnur félög geta, sagði Sig- urgeir og benti á að mörg fyrir- tæki styddu við bakið á öðrum íþróttarfélögum. Að sögn Sigurgeirs eru tvö önnur íþóttafélög fatlaðra starf- andi í Reykjavík, og sagði hann að þau væri í raun einnig á göt- unni með sína starfsemi. -Við verðum að treysta á fyrir- greiðslu opinberra aðila ef við eigum að koma upp þessu húsi, það að er áætlað að það kosti um 55 miljónir króna, sagði Sigur - geir og bæti við að ekki væri um neina stórbyggingu að ræða. -sg Fimleikar Fjóla fimleikamaður ársins Fjóla hefur verið kjörin fim- leikamaður ársins 1988 af stjórn F.S. Fjóla er fimmtán ára og hef- ur æft flmleika í sjö ár hjá flm- leikadeild Ármanns. Fysta árið æfði hún undir stjórn Guðna Sigfússonar, síðan í tvö ár hjá Fimleikadeild Ármanns. Fyrsta árið æfði hún undir stjórn Guðna Sigfússonar, síðan í tvö ár undir stjórn kínversku þjálfaranna Chen, Men og Bao, en síðastliðin fjögur ár hefur Berglind Péturs- dóttir verið þjálfari hennar. Fjóla hlaut gullverðlaun fyrir æfíngar á tvíslá á Norðurlanda- móti unglinga sem haldið var í Finnlandi á árinu. Þetta eru fyrstu gullverðlaun sem íslend- ingar hafa hlotið á Norðurlanda- móti í fimleikum. Fjóla varð ung- lingameistari 1988 og í öðru sæti á íslandsmeistaramóti '86 og '88. Fjóla hefur tvívegis keppt á Evr- ópumótum unglinga 1986 og 1988. Á alþjóðlegu móti, sem haldið var í Reykjavík í mars '87 stóð Fjóla sig best íslensku stúlknanna og hafnaði í fimmta sæti á slá. Fjóla Ólafsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.