Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 1
Hvalveiðar Viðhorfsbreyting á alþingi SteingrímurHermannsson:Akvörðunþarfað þingmannahefurbreyst. Friðrik Sophusson: Uggjafyririnnan skamms tíma. Margrét Frímannsdóttir: Afstaða Ummœliforsœtisráðherra hafa spilltfyrir. Snarpar umrœður Margt bendir til þess að við- horf þingmanna tii hinna svokölluðu vísindaveiða á hval séu að breytast. Vísindaáætlunin hefur verið látin meira og minna óáreitt af þinginu en atburðir síð- ustu daga virðast ætla að breyta því. Á þingmönnum er að heyra að það þýði ekki að halda fyrri stefnu til streitu. Snarpar um- ræður urðu í gær á þingi um hval- amálið og má búast við að þær haldi áfram í vikunni. Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra sagði í gær að ríkisstjórnin hefði ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Ákvörðun yrði byggð á tillögum sjávarút- vegsráðherra og hana yrði að taka innan skamms tíina. „Ég finn í viðræðum við þing- menn að afstaða þeirra hefur breyst frá því sem áður var," sagði Margrét Frímannsdóttir þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins. Hún sagði erfitt að kyngja því að viðhorfsbreyting yrði á efnahagslegum forsendum en ekki vegna þess að vísinda- veiðarnar hefðu ekki skilað því sem búist var við, sem væri nægj- anleg ástæða til að hætta veiðum strax. Margrét sagðist eiga von á því að þingið leiddi sjávarútvegs- ráðherra á rétta braut í málinu. Margrét telur ummæli sjávar- útvegsráðherra um vísindamenn í háskólanum, í tilefni útskriftar- ræðu háskólarektors, vera ósann- gjörn. Vísindamenn háskólans hefðu aldrei mælt á móti hvala- rannsóknum, heldur sagt að vís- indaveiðarnar bættu engu við þau gögn sem fyrir lægju. Friðrik Sophusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins sagði að sér sýndist vera mikill vilji fyrir því innan þingsins að fjallað verði um málið þannig að þing- mönnum og fulltrúum þingflokk- anna í utanríkisnefnd gæfist kost- ur á að ræða það út'frá nýjustu skýrslum, og að afstaða verði tekin út frá því. Yfirlýsingar ein- stakra ráðherra, sérstaklega for- sætisráðherrans hefðu spillt fyrir málinu og aukið á óvissuna og gert ákvarðanir erfiðar. Þetta mál hefði klofið þjóðina hingað til, en miklu skipti að ráðamenn héldu þannig á málinu að út á við gætu menn verið vissir um ein- drægni stjórnvalda. Einstakar hótanir viðskiptaaðila íslendinga ætti að taka alvarlega. Svipaður tónn var í öðrum þingmönnum sem Þjóðviljinn ræddi við. Páll Pétursson þing- flokksformaður Framsóknar- flokks átti þó síður von á stefnu- breytingu en það gæti vel hugsast að menn finndu aðrar leiðir til að ljúka vísindaáætluninni en að drepa hvali. Málið væri í stöðugri endurskoðun. Jóhann Einvarðs- son Framsóknarflokki sagðist halda að þingmenn vildu fara ró- lega í málið og taka yfirvegaða ákvörðun, jafnvel þó stefnunni yrði síðan breytt. -hmp Sjá síðu 2 og leiðara um Þorgeir Hávarsson á vísindaveiðum síðu 4 Sovétríkin Föngum heitið frelsi Að sögn Helmuts Kohl, sam- bandskanslara Vestur-Þýska- lands, hafa sovéskir ráðamenn heitið honum því að allir pólitísk- ir fangar í Sovétríkjunum skuli verða látnir lausir fyrir næstu ára- mót. Þetta eru mikil og gleðileg tíðindi og bera ljósan vott um þær breytingar í mannúðar- og frjálsræðisanda, sem orðið hafa og eru að verða á sovéska samfé- laginu undir hinni nýju forustu. Giskað er á að um 250-300 sam- viskufangar séu nú í Sovétríkjun- um. Einnig stendur til að breyta lagagreinum, sem notaðar hafa verið gegn pólitískum andófs- mönnum, eða afnema þær. Sjá síðu 9 Ferðaskrifstofa íslands Kaupin í rannsókn Samgönguráðuneytið rannsakar hvort starfsmenn Ferðaskrifstofu ríkisins hafifarið íkringum lögin um sölu Ferðaskrifstofunnar með samningum viðEimskip Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskip, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að það hefði verið rætt, áður en starfsmenn Ferðaskrifstofu ríkisins ákváðu að kaupa meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu og stofna Ferðaskrif- stofu íslands, að Eimskip myndi styðja við bakið á starfsmönnum. Hann sagði einnig að það hefði verið rætt að Eimskip keyptu þriðjung af hlutabréfunum af starfsmönnum. í nefndaráliti samgöngunefnd- ar Alþingis frá sl. vori kemur fram að nefndin líti svo á að frum- varpið um að selja starfsfólki 66% hlutafjárins í fyrirtækinu miði að því að meiri hlutinn í hinu nýja hlutafélagi flytjist til starfs- manna. „Heimildarákvæði frum- varpsins verði því að eins beitt að samkomulag náist við starfsmenn um kaup á hlutafénu." Forsenda þess að Ferða- skrifstofunni var breytt í hlutafé- lag var því að starfsmenn eignuð- ust meirihluta í fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er samgönguráðuneytið nú að kanna hvort starfsmenn og Eimskip hafi gert með sér sam- komulag með það fyrir augum að Eimskip kæmi inn sem eignar- aðili, jafnvel áður en starfsmenn voru orðnir formlegir eigendur. Hvort kaup starfsmanna hafi þvf í raun bara verið til málamynda og því andstæð anda laganna. Sjá síðu 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.