Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Hvalveiðar Þrengt að ráðherra Hreggviður Jónsson: Útflutningshagsmunum stefnt í voða. Guðrún Helgadóttir: íslendingar viðundur ínáttúruverndarmálum. Halldór Asgrímsson: Islendingar liggja vel við höggi Umræður hófust í neðri dcild Alþingis í gær um stefnuna í hvalveiðimálum. Hreggviður Jónsson Borgaraflokki mælti fyrir frumvarpi um algert bann við hvalveiðum fram til ársins 1993 og sagði útflutnings- hagsmuni íslands í stórhættu og að lagmetisiðnaðinum hefði þeg- ar verið stefnt í mikinn voða. Sak- aði Hreggviður stjórnvöld um tví- skinnung í málinu en því vísaði sjávarútvegsráðherra til föður- húsanna. Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði það hafa legið fyrir á Alþingi að sjávarspendýr væru nýtanleg auðlind sem ætti að halda áfram að nýta eftir 1990. Því miður hefði ekki legið fyrir þekking á stofnunum og því hefði orðið að auka rannsóknir. Störf íslensku vísindamannanna hefðu haft mikil áhrif inni í hvalveiði- ráðinu. Ráðherrann sagði að það hefði aldrei verið neitt aðalatriði að taka sýni heldur það að kom- ast að vísindalegri niðurstöðu. Auðvitað mætti fá þessar niður- stöður með öðrum hætti en það tæki langan tíma og kostaði hundruð miljóna. Guðrún Helgadóttir þingmað- ur Alþýðubandalagsins sagði það dapurlegt að þurfa að sitja á Al- þingi með tvö þingmál gegn hval- veiðum. Menn hefðu í ríkara mæli skilið afleiðingar ef einn hlekkur í lífkeðjunni brysti. Af- staða íslendinga til náttúruvernd- armála í Sameinuðu þjóðunum og í Norðurlandaráði hefði verið okkur til sóma. En það væri erfitt að vera íslendingur og talaði um náttúruvernd á alþjóðavettvangi, stefnan í hvalveiðum hefði gert okkur að viðundri í þeim efnum. Árni Gunnarsson þingmaður Alþýðuflokks, sem lagt hefur fram þingsályktunartillögu um að hvalveiðum verði hætt í að minsta kosti 3 ár, sagði íslendinga ekki hafa skynjað þau umhverfisslys sem gerst. hefðu austan hafs og vestan. Súrt regn, deyjandi vötn og höf og svo framvegis hefði áhrif á almenning í útlöndum og að hvalveiðar okkar væru séðar í einu náttúruverndar samhengi. Sjávarútvegsráðherra sagðist ekki telja það mesta vanda ís- lensks þjóðarbús og sjávarútvegs hvernig tækist að selja íslenskar afurður heldur hve mikið væri hægt að veiða. Sú stefna ein- stakra fyrirtækja að versla ekki við okkur vegna vísindaveiðanna gengi ekki upp til lengdar. Fyrir- tæki sem segðust vera náttúru- verndarsinnuð gætu varla verslað við nokkurt land ætluðu þau að vera samkvæm sjálfum sér. Grænfriðungar hefðu mótmælt losun eiturefna í höfin og fleira sem snerti margar þjóðir og Jap- anir hefðu ákveðið að hefja vís- indaveiðar á hval í desember og hann ætti éftir að sjá sömu fyrir- tæki hætta viðskiptum við þá. fs- land lægi vel við höggi vegna smæðar sinnar. -hmp Umferðin Grænt Ijós á löglegan hraða Andlát Ragnar Kjartansson látinn Ragnar Kjartansson, mynd- listarmaður, er látinn. Hann fæddist 17. ágúst 1923 á Staða- stað í Staðarsveit og var því 65 ára að aldri. Ragnar er þekktur fyrir högg- myndir sínar. Sem dæmi má nefna myndirnar Stóð við Hringbrautina í Reykjavík, Auðhumla á Akureyri og Bárður Snæfellsás á Snæfellsnesi. Ragnar nam m.a. hjá Ásmundi Sveinssyni en auk þess stundaði hann nám í Uppsölum í Svíþjóð. Sjálfur kenndi hann við högg- myndadeild Myndlistaskólaní Reykjavík og við Myndlista- og handíðaskólanum. Hann var for- maður skólastjórnar Myndlista- skólans og skólastjóri þar 1953- 1967. Þá var hann í stjórn FÍM 1969-1972 og í stjórn Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík frá stofnun 1977. Eiginkona Kjartans var Katrín Guðmundsdóttir, bankafulltrúi. -Sáf Seðlabanki Dráttarvextir lækka Dráttarvextir lækka frá og með 1. nóvember nk. og verða þá 27,6% á ári í stað 33,6% sem þeir eru nú. Sama dag gengur í gildi ákvæði 20. gr. nýsettra bráða- birgðalaga, sem er breyting á 9. gr. vaxtalaga nr. 25, 27. mars 1987svohljóðandi: „Dráttarvext- ir skulu ætíð reiknast sem dag- vextir, nema á annan veg sé sér- staklega mælt fyrir í lögum.“ Borgarráð samþykkirfjölgun umferðarljósa. Miklatorg leggst af og Ijós koma í staðinn Borgarráð samþykkti á fundi sínum í fyrradag að fjölga umferðarljósunum i borginni um níu. Samþykktin á að styrkja grænu bylgjuna svokölluðu í um- ferðinni, en með því er átt við að ökumenn sem aka á jöfnum, lög- legum hraða komist leiðar sinnar viðstöðulaust. Að sögn Gunnars Eydal, skrif- stofustjóra borgarstjóra, er hér um að ræða áætlun fyrir næsta ár, og er góður fyrirvari hafður á til að ráðrúm gefist til pantana og jafnvel útboða ef því er að skipta. Meðal gatnamóta sem framtíð- arljós borgarráðs ná til má nefna tvenn við Hverfisgötuna; gatna- mót Hverfisgötu og Klapparstígs og svo aftur við Vitastíginn. Gunnar H. Gunnarsson, verk- fræðingur hjá umferðardeild borgarinnar, segir að með þessu náist græn bylgja neðan úr bæ og inn á Snorrabraut, en brögð hafa verið að kappakstri inn Hverfis- götuna með skelfilegum afleið- ingum. Þá er gert ráð fyrir að Mikla- torg hverfi sem torg með tíð og tíma, en í staðinn komi ljós, en þau stuðla að greiðari umferð. Pá koma ljós á gatnamót Kleppsveg- ar og Langholtsvegar og Sætúns og Laugarnesvegar, og þar með kemur græn bylgja frá Skeiðar- voginum og niður í bæ. Að sögn Gunnars er nokkuð tilviljunar- kennt hvernig ökumenn hitta á græna ljósið á þessari leið í dag, og fyrir bragðið hefur ýmsum ökumönnum sýnst hraðakstur spara sér bið á rauðu ljósi. Þá má nefna að ljós verða sett upp á mótum Tryggvagötu og Kalkofnsvegar, og er gert ráð fyrir tvöföldum akreinum þar sem nú eru einfaldar. Umferðardeild borgarinnar hefur gert könnun um „svörtu blettina" í umferðinni, en gatna- mót þessi níu komu flest illa út úr henni að sögn Gunnars. Svart- blettakönnunin tiltekur 36 staði, og sagði Gunnar útreikninga sýna að lagfæringar á þeim kost- uðu 25.4 miljónir, og ennfremur að þessi upphæð myndi spara sig upp á rúmu ári, reiknað í fækkun óhappa og slysa. HS Samkvæmt þessu skal hætta að reikna dráttarvexti heils mánaðar fyrir brot úr mánuði þegar van- skil verða. í stað þess reiknast dráttarvextir í réttu hlutfalli við þann dagafjölda sem vanskil standa. Söluskattur Hertar innheimtuaðgerðir Björn Hermannsson: Daglega förum viðfram á að 10-12 fyrirtækjum verði lokað vegna vanskila á söluskatti Við afhendum lögreglunni dag- lega lista yfir 10-12 fyrirtæki þar sem við förum fram á að þeim verði lokað með innsigli. Því er ekki að neita að vanskil á sölu- skatti hafa færst í vöxt að undan- förnu, sagði Björn Hermannsson tollstjóri í Reykjavík, en á vegum embættisins hefur mjög verið hert á innheimtu söluskatts. Að sögn Björns er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir því hvað mikið væri útistandandi af ógreiddum söluskatti. Sam- kvæmt áætlun mætti gera ráð fyrir að það sé vel á annan miljarð kr. en hann tók það fram að hér væri um hreinar ágiskanir að ræða, þar sem ljóst væri að mjög hefði dregið úr umsvifum marga fyrirtækja og einnig hefði mörg fyrirtæki hætt starfsemi og ekki verið hirt um að tilkynna það. Björn sagði að í flestum tilfell- um brigðust eigendur strax við og gerðu upp sínar skuldir. Ekki vildi hann gefa upp hvað mörg fyrirtæki hefðu verið innsigluð. En af hans orðum mátti þó ráða að þau skipti tugum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.