Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Engin spurning íslenskra stjórnmála er nú stærri en sú, hvernig Kvennalistinn mun bregðast við núverandi ríkis- stjórn. Sjálfar mundu þær eflaust umorða spurninguna á þann veg, að menn spyrji sig hvernig ríkis- stjórnin muni standa sig gagnvart baráttumálum Kvennalistans. Það mátti strax í upphafi ársins vera ljóst, að á næstu misserum fengi Kvennalistinn „tækifæri til að hafa afgerandi áhrif á íslands- söguna“, þar sem fylgi hans var í örari vexti en dæmi eru til um í stjórnmálasögu lýðveldisins, en miklar breytingar voru á fylgi og bandalögum annarra flokka. Þegar Kvennalistinn fékk svo tækifærið í síðasta mánuði ákvað hann að passa í fyrstu umferð, og nú bíða menn eftir næstu sögn. Ólafur Ragnar Grímsson hefur borið það á Kvennalistann að hann hafi ávallt valið Sjálfstæðis- flokkinn sem samstarfsaðila, þegar á hefur reynt. Hann hafi rætt við Sjálfstæðisflokkinn í tvær vikur í fyrra, hann hafi ekki viljað fara inn í ríkisstjórn í haust nema Sjálfstæðisflokkurinn væri með og hann hafi starfað með Sjálf- stæðisflokknum í nefndakosning- um í upphafi þessa þings. Ég tel enga sérstaka ástæðu til að gagnrýna Kvennalistann fyrir fyrst- og síðastnefnda atriðið í sjálfu sér. Mistök Kvennalistans voru fólgin í því að heimta þjóð- stjórn í haust, í stað þess að reyna að ná samstöðu með félags- hyggjuflokkunum. Ég veit ekki til þess að Kvennalistinn sem slík- ur, þingkonur hans, aðrir máls- varar eða óbreyttar stuðning- skonur hafi nokkurn tímann á 6 ára ferli hans viðurkennt opin- berlega að listanum hafi orðið á mistök, og nú er kannski komið tilefni til þess að gera slíka játn- ingu. Það myndi strax lífga upp á Opið Stjórn félagsins ísland- Palestína hefur skrifað alþingis- mönnum áskorunarbréf um stuðning við málstað Palestínu- manna. Það er á þessa leið: Þótt efnahagsvandi þjóðarinn- ar sé mikill og alþingismenn séu að sjálfsögðu önnum kafnir við' að finna lausn á þeim vandamál- um, sem hrjá okkar litlu þjóð, megum við ekki gleyma skyldu okkar gagnvart bræðrum og syst- rum okkar, sem búa við mun erf- iðari aðstæður en við. íslendingar hafa nú sýnt Pal- estínuþjóðinni tómlæti í 41 ár, eða frá því Zíonistasamtök gyð- inga fengu að stofna ríki í Palest- ínu og Palestínumenn urðu að landlausum flóttamönnum. At- kvæðagreiðslur íslenskra stjórn- valda um mál Palestínuþjóðar- innar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eru talandi vitni um þetta tómlæti. Hve lengi eigum við íslendingar að loka augunum fyrir tilveru þessarar þjóðar og fýrir því himinhrópandi misrétti, sem hún hefur verið og er enn beitt á þessari stundu? Palestínumenn leggja áherslu á, að þeir vilja eiga góð samskipti gerir Kvennalistinn? Gestur Guðmundsson skrifar ímynd flokksins, ef einhver kona úr grasrótinni, til dæmis í ein- hverju af þeim plássum sem voru að fara á hausinn, lýsti slíkum mistökum opinberlega á hendur forystukvenna listans, í stað þess að Kvennalistinn birtist okkur al- menningi alltaf eins og skóla- bókardæmi af lenínískum flokki, þar sem sýnd er óskoruð eining út á við þrátt fyrir innri ágreining. Slík vinnubrögð bera nefnilega endurnýjun félagshyggju í landinu, fyrir afl sem lagði áherslu á grasrótarstarf og nýjan hugsunarhátt sem sækir afl sitt í reynsluheim kvenna. Við þessi skilyrði hlaut Kvennalistinn að sækja fram sem sjálfstætt afl án sérstakra bandalaga. Krossferð hægri aflanna leiddi íslenskt þjóðfélag hins vegar út í slíkar ógöngur, að þessi mynd breyttist á fáum mánuðum. Fé- „Þegar stjórnmálaafl hefur fengið allt að fjórðungifylgis meðal kjósenda, hlýturþað að vilja brjótast út úr einsemd sinni og leita raunverulegra áhrifa. Tækifœrið hefurgefist nú, þegar mynduð hefur verið ríkisstjórn sem lýsir þvíyfir að hún hafifélagshyggju að leiðarljósi. “ ekki vott um styrk, þegar fram í sækir. Mér hefur stundum skilist að Kvennalistinn telji sig ekkert hafa með álit utanaðkomandi að- ila að gera, allra síst karlmanna, en ég ætla samt sem áður að láta mig hafa það. Það var að mínu mati fyllilega eðlilegt að Kvenna- listinn færi einförum og legði áherslu á sérstöðu sína fyrstu árin. Hreyfingar til nýsköpunar og endurnýjunar í samfélaginu þurfa jafnan einhvern tíma til að móta hugmyndafræði sína og skapa sér sjálfstæðan grundvöll. Til skamms tíma átti Kvennalist- inn enga fýsilega samstarfsmögu- leika. Hægri öflin voru í kross- ferð undir fánum öfga, miðjuöfl- in leituðu til hægri, og eini ótví- ræði vinstri flokkurinn var í lama- sessi. Þetta skapaði skilyrði fyrir lagshyggjuöfl í þrem flokkum og einu flokksbroti, sem kenna sig öll við jafnrétti, samvinnu og fé- lagshyggju gátu sameinast um að reyna stefnubreytingu í íslenskri þjóðfélagsþróun, reyna að finna félagslegar lausnir á einhverri djúptækustu kreppu sem orðið hefur í sögu íslenska lýðveldisins. Pólitískar aðstæður á fslandi breyttust með skjótari hætti en svo að Kvennalistinn gæti orðið þar mótandi aðili. Atburðarás septembermánaðar var svo hröð að þar gafst ekki tóm fyrir víð- tækar grasrótarumræður í neinum flokki, heldur fengu at- vinnustjórnmálamenn þriggja flokka allt frumkvæði. Við þær aðstæður var eðlilegt að Kvenna- listinn færi sér hægt og hellti sér ekki út í viðræður um stjórnar- myndun til langs tíma. Að mínu mati, og þar tala ég eflaust fyrir munn margra, gerði Kvennalist- inn slæm mistök með því að krefj- ast samstjórnar fjögurra flokka; Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags, Framsóknarflokks og Kvennalista, og kosninga næsta vor. Þessi mistök voru hins vegar ekki endanleg á neinn hátt. Kvennalistinn hefur enn tækifæri til að gerast aðili að stefnu- breytingu íslenska samfélagsins og setja skýrt mark sitt á hana. Sex ára tímabili einsemdar Kvennalistans í íslenskum stjórnmálum á réttilega að ljúka núna. Hann er orðinn nægilega sterkur til að taka þátt í banda- lögum, og nú er kostur á banda- lagi sem hann er meira en full- sæmdur af. Skoðanakönnun DV í fyrstu viku núverandi stjórnar- samstarfs bendir líka til þess að helmingur stuðningsmanna Kvennalistans styðji núverandi ríkisstjórn, og flokkur sem kenn- ir sig við grasrót ætti að taka slíka vísbendingu alvarlega. Auðvitað á hann ekki að gerast stuðnings- aðili ríkisstjórnarinnar, heldur að leita eftir samstarfi við hana, láta reyna á það hvort ríkisstjórnarf- lokkarnir vilja taka undir helstu baráttumál Kvennalistans, sem reyndar er þegar að finna í stefnuskrám þeirra að meira eða minna leyti. Viðbrögð Kvennalistans við viðburðum íslenskra stjórnmála eru að verða svolítið klisjukennd. „Karlapólitík‘% segja þær með fussi og sveii og kjósa að loka augunum fyrir því að í karlapólit- íkinni er að verða veruleg upp- stokkun sem gefur Kvennalistan- um tækifæri til að hefja sókn til raunverulegra áhrifa. Þegar stjórnmálaafl hefur fengið allt að fjórðungi fylgis meðal kjósenda, hlýtur það að vilja brjótast út úr einsemd sinni og leita raunverulegra áhrifa. Tækifærið hefur gefist nú, þegar mynduð hefur verið ríkisstjórn sem lýsir því yfir að hún hafi fé- lagshyggju að leiðarljósi. Ríkis- stjórnin þarf ekki endilega á þingstyrk Kvennalistans að halda, en samstarf við listann hefði holl áhrif á málefnaáherslur hennar. Að mínu mati ber Kvennalistanum að minnsta kosti skylda til þess gagnvart umbjóð- endum sínum að reyna að hafa slík áhrif. Kvennalistinn þarf að reka af sér það slyðruorð að hann sé einkum kjaftaklúbbur milli- stéttarkvenna í Reykjavík og sýna að hann sé raunverulegt bar- áttutæki alþýðukvenna í landinu. Hvar eru nú allar þær vösku baráttukonur sem hafa látið að sér kveða í sókn Kvennalistans á undangengnum misserum? Hafa þær unnið einhvers konar þagn- arheit, eða hvers vegna hafa þær ekki gripið pennann og sagt álit sitt á þeim nýju aðstæðum ís- lenskra stjórnmála sem hafa skapast á síðustu vikum? Gestur Guðmundsson skrifar viku- legar greinar í Þjóðviljann bréf til alþingismanna Elías Davíðsson skrifar við allar þjóðir, og bíða þess, ein- mitt nú á örlagatímum, að fslend- ingar, svo og aðrar lýðræðisþjóð- ir, veiti þeim marktækan stuðn- ing svo þeir geti loks náð því, sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim árið 1947, m.a. réttinum til að lifa sem frjáls þjóð í sínu eigin landi. Félagið Ísland-Palestína fer þess á leit við hvern og einn al- þingismann, að hann beiti sér persónulega fyrir því, • að ríkisstjórn íslands styðji viðleitni Palestínuþjóðarinnar til að efna sjálfsákvörðunarr- étt sinn í reynd - m.a. tilraunir Palestínumanna til að byggja upp eigin stjórnsýslu á her- teknu svæðunum, efla eigin iðnað og landbúnað, byggja upp menntakerfi sitt og þróa frjáls viðskipti við útlönd, • að Alþingi Islendinga heiti því að ísland muni viðurkenna sjálfstæðisyfirlýsingu Palestín- uríkis á herteknu svæðunum, við hlið Ísraelsríkis, ef slíkt kæmi fram, svo og viðurkenni bráðabirgða ríkisstjórn Palest- ínuþjóðarinnar, sem er í burð- arliðnum, • að ísland beiti sér með virkum hætti fvrir því, að alþjóðleg friðarráðstefna um málefni Miðausturlanda, með þátt- töku allradeiluaðila,þ.m.t. ís- rael og Frelsissamtök Palest- ínumanna, á jafnréttisgrund- velli, og með þátttöku fasta- fulltrúa í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna, verði haldin sem fyrst, og að ísland bjóðist til að hýsa þessa ráðstefnu. Félagið okkar er hlynnt póli- tískri og friðsamlegri lausn Pal- estínumálsins, sem felur í sér sambúð beggja þjóðanna, sem búa í landinu helga, annaðhvort í tveim aðskildum ríkjurn eða í einu ríki, eftir því sem deiluaðil- unum semst um. Við styðjum heilshugar viðleitni aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cuellar, um að finna viðunandi og réttlátar lausnir á deilu ísraela og Palestínumanna. Við væntum þess, að varanlegur friður og gagnkvæm viðurkenning ísraela og Palestínumanna verði helsti árangur alþjóðlegrar friðarráð- stefnu um Austurlönd nær, sem stefnt er að. Það er þó brýnt að lýðræðisþjóðirnar leggi hart að stjórn Ísraelsríkis, að hún virði alþjóðalög, mannréttindi og velji leið skynseminnar meðan Palest- ínumenn rétt fram sáttahönd. Við vonumst til að geta treyst á, að þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi fs- lendinga geti tekið höndurn sam- an um að styðja baráttu Palestín- uþjóðarinnar fyrir réttlæti, frelsi og friði. Slíkt er frumforsenda fyrir farsælli þróun í Austur- löndum nær, ekki síst fyrir ísra- elsmenn sjálfa. Virðingarfyllst, Elías Davíðsson, f.h. stjórnar Félagsins Ísland-Palestína „Félagið okkar er hlynntpólitískri og friðsamlegri lausn Palestínumálsins, sem felur ísérsambúð beggja þjóðanna, sem búa í landinu helga, annaðhvortí tveim aðskildum ríkjum eða íeinu ríki, eftirþvísem deiluaðilunum semst um. “ Fimmtudagur 27. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.