Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 6
Hluti stjórnar Æskulýðsfylkingarinnar. Frá v. að ofan: Guðmundur Auðunsson, Glóey Finnsdóttir, Gísli Þór Guðmundsson og Jóhanna Eyfjörð. Að neðan frá v. Sveinþór Þórarinsson, Astráður Haraldsson með ungan son og Björk Vilhelmsdóttir. A myndinavantarþau Þórdísi Tinnu Aðalsteinsdottur, Kristin H. Einarsson og Kristján Ara Arason. Mynd -ÞÓM Landsþing AB Austfjörbum Ríkisstjóm fagnað Aðalfundur kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Austfjörðum fagnar þeim umskiptum sem hafa orðið með myndun nýrrar ríkis- stjórnar. I stjórnmálaályktun frá fundinum segir að ný ríkisstjórn taki við óvenju slæmu búi og nán- ast neyðarástandi þrátt fyrir hag- stæðar ytri aðstæður í þjóðfé- laginu um árabil. Kjördæmis- ráðið harmar að kaupa þurfti ríkisstjórnar þátttöku því verði að fallast á áframhaldandi skerð- ingu samningsréttar. I ályktuninni segir að mikið sé í húfi fyrir landsbyggðina að gjör- breyting verði á stjórnarháttum í atvinnumálum, félagsmálum og varðandi jöfnun lífsaðstöðu óháð búsetu og kynferði. Landsbyggð- in geri þær kröfur að framleiðslu- atvinnuvegunum verði skapaður heilbrigður rekstrargrundvöllur til frambúðar, kostnaður opin- berrar þjónustu verði jafnaður án tafar og að möguleikar sveitarfé- laga til tekjuöflunar verði hinir sömu um allt land. í ályktuninni segir ennfremur að þjónustu og viðskipti þurfi að færa út í lands- hlutana og minnka þurfi stjórn- sýslu höfuðborgarinnar að sama skapi. -hmp Æskulýðsfylkingin Umrœður og ályktanir mótuðust aftíðindum afmyndun nýrrar ríkisstjórnar Fyrr í þessum mánuði var hald- ið í Reykjavík Landsþing Æsku- lýðsfylkingar Alþýðubandalags- ins. Þingið var allvel sótt og fóru þar fram líflegar umræður um stjórnmálaástandið og stöðu Fylkingarinnar. í lok þingsins voru samþykktar ályktanir um meðal annars verkalýðsmál, efnahagsmál, utanríkismál, menntamál og umhverfismál. Umræður á þinginu mótuðust nokkuð af nýjustu atburðum í stjórnmálum og afstöðu Fylking- arinnar til þeirra. Hér fer á eftir stutt ágrip af helstu áhersluat- riðum úr ályktunum þingsins en vegna umfangs þeirra er ekki hægt að birta þær í heild sinni. Verkalýðsmál Öflug ítök sósíalista í stjórnun samtaka launafólks eru forsenda þess að árangur náist í baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir mannsæmandi launum fyrir átta stunda vinnudag, ítökum launa- fólks í stjórnurr fyrirtækja og fé- lagslegu öryggi. Til þess að það geti orðið þurfa að koma til breytingar á forystu samtaka launafólks. Á þingum ASÍ og BSRB er tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á for- ystusveitum þessara samtaka til hagsbóta fyrir allt launafólk, en þó sérstaklega þá lægst launuðu. Afnám samnings- og verkfalls- réttar er skýlaust mannréttinda- brot. Það eru engar þær aðstæð- ur; hvorki efnahagslegar né aðr- ar, sem réttlætt geta brot á grund- vallarmannréttindum. Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins mótmælir harðlega öllum Iagasetningum sem svipta verkalýðshreyfinguna réttindum sínum og binda hana í fjötra. Öll slík lagasetning eða það að hreyf- ingin megi eiga von á slíkum ó- lögum lamar baráttuþrek henn- ar. Æskulýðsfylkingin varar Al- þýðubandalagið við að ljá máls á nokkrum hugmyndum um áfram- haldandi skerðingu á samnings- rétti og starfsemi verkalýðshreyf- ingarinnar. Æskulýðsfylkingin hvetur Alþýðubandalagið til að vera tilbúið að slíta stjórnarsam- starfinu og krefjast kosninga ef þeir flokkar sem veitt hafa frjáls- hyggjunni brautargengi að und- anförnu hafa ekki látið segjast. Efnahagsmál ÆFAB áréttar að laun hins al- menna launamanns í landinu eru ekki orsök efnahagsvandans sem við eigum nú við að glíma. Rætur vandans liggja á öðrum sviðum þjóðfélagsins. ÆFAB vill benda á eftirfarandi leiðir sem lið í fyrstu aðgerðum nýrrar ríkis- stjórnar: 1. Aðsettverðibindiskyldaáall- an fjármagnsmarkaðinn, þar á meðal gráa markaðinn. 2. Beinum aðgerðum - lögum - verði beitt til þess að knýja niður vexti. 3. Sett verði nýtt skattþrep á hærri tekjur. Háar vaxtatekj- ur og aðrar fjármagnstekjur verði skattskyldar. 4. Rekstrarkostnaður fram- leiðsluatvinnuveganna verði færður niður, t.d. með lækkun raforkuverðs. 5. Aðhaldi verði beitt gegn verð- hækkunum og beinni niður- færslu beitt á verðlag vöru og þjónustu, þar- sem þess er kostur. 6. ÆFAB leggur til að aðstoð til útflutningsgreina verði með því móti að ríkissjóður kaupi hlutafé í þeim fyrirtækjum sem á aðstoð þurfa að halda, en fái á móti tvo fulltrúa í stjórnum fyrirtækjanna. Vel má ímynda sér að þeir fulltrú- ar verði kosnir úr hópi starfs- manna annarra en yfirmanna. Gæti það orðið til þess að tryggja virkt atvinnulýðræði og upplýsingaskylda fyrir- tækja gagnvart almenningi og hinu opinbera gæti orðið virk- ari. 7. ÆFAB krefst þess að undan- þágum, fríðindum og skatt- leysisákvæðum fyrirtækja og rekstraraðila verði fækkað. 8. Heimildir til reksturs fjár- mögnunarleiga verði tak- markaðar við fjáröflun þeirra á innlendum lánsfjármarkaði, en önnur starfsemi á sviði fjár- mögnunarleigu verði færð inn í bankakerfið. Utanríkis- og umhverfismál Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins styður eindregið hugmyndina um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd og friðlýst Atlantshaf. Einnig leggjum við áherslu á að samskipti íslands og Bandaríkjanna verði tekin til rækilegrar endurskoðunar með það að markmiði að herinn fari af landi brott og ítrekum kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu varð- andi aðild íslands og Nato. Æskulýðsfylkingin minnir jafn- framt á mikilvægi þess að nú þeg- ar verði hafist handa við upp- byggingu sjálfstæðs atvinnulífs á Suðurnesjum óháð bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði. ÆFAB skorar á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar að standa við skuldbindingar íslend- inga um aðstoð við þróunarríkin. ÆFAB fagnar því að viðskiptabann á Suður-Afríku og Namibíu hefur að frumkvæði Al- þýðubandalagsins verið sam- þykkt á Alþingi. ÆFAB bendir á að ef við fs- lendingar ætlum að vera mark- tækir í umræðunni um náttúru- vernd verðum við líka að virða alþjóðasamþykktir. Mengun og útrýming á dýra- tegundum er ekkert einkamál einnar þjóðar. Mengun þekkir engin landamæri og vistkerfið er sameign allra jarðarbúa. í ljósi þess hversu brýn nauð- syn er á að umhverfismál séu tekin fastari tökum í stjórnkerfi okkar fagnar Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins því að nú er hafinn undirbúningur að stofnun umhverfismálaráðuneytis. Menntamál Áhrif nemenda og kennara á yfirstjórn skólanna verði stór- aukin. Nemendur og kennarar verði ávallt hafðir með í ráðum við ákvarðanir um kennsluhætti, skipulag skóla og stjórnunarlegar ákvarðanir. Nemendum verði tryggð áhrif í skólastjórnum framhaldsskólanna. Mismunun fólks eftir búsetu og efnahag verði upprætt. Námsmannaað- stoð standi öllum framhaldsskólanemum til boða. Mætti í því sambandi líta til hinna Norðurlandanna þar sem sjálf- sagt þykir að framhaldsskólan- emar njóti lána og styrkjafyrir- greiðslu. Stjórnvöld stuðli að uppbygg- ingu námsmannaíbúða. í ná- grannalöndum okkar þykir sjálf- sagt að ríkisvaldið styðji náms- mannaíbúðir á sama tíma og námsmenn á íslandi eru sjálfir að leggja út í áhættusama og dýra uppbyggingu námsmannaíbúða. Nægt framboð af ódýru húsnæði er eitt helsta skilyrðið fyrir jöfnum möguleikum til náms. Dagvistunaruppeldi er réttur allra barna. Nú njóta ekki einu sinni forgangshópar þessa réttar til fulls. Þessu verður að breyta. Forsenda öflugs uppeldisstarfs er að þjóðfélagið viðurkenni mikil- vægi fóstrustarfa. Því skulu launakjör þessa hóps endur- skoðuð. Happdrætti ÁSKRIFENDUR! Greiöiö heimsenda gíróseöla sem fyrst. Dregið 10. nóvember um glæsilega vinninga Þjóðviljans Þátttaka allra tryggirstórátak

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.