Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 9
-ÖRFRÉTTIR— Fleiri björguðust en við var búist Nú er vitað að 148 manns björguðust af millieyjaferjunni Dona Marilyn, sem fórst við Fil- ippseyjar er fellibylurinn Ruby geystist yfir eyjarnar á mánudag og þriðjudag. Enn er þó saknað um 300 manns af ferjunni og nú er vitað að í landi fórust að minnsta kosti 100 manns í fár- viðrinu, sem þar að auki svipti um 100.000 manns heimilum sín- um. Reuter/-dþ. Norðmenn vilja ekki enn í Evrópubandalagið Gro Harlem-Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, sagði í gær að enn væri ekki tími til þess kominn fyrir Norðmenn að taka til athugunar hvort þeir ættu að gangaíEvrópubandalagið. Hins- vegar tók forsætisráðherrann fram, að Norðmenn, sem flytja tvo þriðju hluta útflutnings síns til Evrópubandalagslanda, myndu gera ráðstafanir til að að- laga sig því ástandi, sem kæmi til með að skapast frá og með 1992, er sameining aðildarríkja Evróp- ubandalagsins verður enn nánari ennúer. 1972 varfelldíþjóðarat- kvæðagreiðslu í Noregi tillaga um inngöngu Norðmanna í banda- lagið, eftir harða kosningabar- ^ttu- Reuter/-dþ. Stórhætta af kjarna- vopnasmiðjum Hópur bandarískra lækna, sem nefnir sig Samtök lækna um fé- lagslega ábyrgð, hefur snúið sér til Reagans forseta og hvatt hann til að fyrirskipa öryggisrannsókn óháðra aðila á iðjuverum, þar sem kjarnavopn eru framleidd. Margt hefur undanfarið þótt benda til, að veruleg slysahætta stafi af mörgum þessara iðjuvera, enda er í ávarpi læknanna til for- setans komist að orði á þá Ieið, að yfir Bandaríkjamönnum vofi slys af því tagi, sem varð íTsjernobyl í Sovétríkjunum. Fyrrum þingmaður sakaður um 16 morð Massimo nokkur Arratangelo, fyrrum þingmaður ítalsks hægri- öfgaflokks, hefur verið ákærður fyrir morð á 16 mönnum, sem fórust er sprengja sprakk í járn- brautarlest á leiðinni milli Flór- ens og Bologna 1984. Hann hefur þegar verið handtekinn. Rann- sakendur málsins telja að tilgan- gurinn með sprengjutilræði þessu hafí verið sá að draga athygli lög- reglunnar frá rannsóknum á starfsemi Mafíunnar, og hafi samtök hægriöfgamanna og Maf- ían í Napólí staðið saman að hryðjuverki þessu. Reuter/.dþ. Gorbatsjov sagður óska Bush sigurs Almannarómur í Moskvu hermir, að Míkhaíl Gorbatsjov, æðsti niaður flokks og ríkis í So- vétríkjunum, óski George Bush sigurs í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, sem fram fara 8. nóv. n.k. ítalskt blað segir Gor- batsjov hafa látið þetta í Ijós við Ciriaco de Mita, forsætisráðherra Ítalíu, er sá síðarnefndi kom í op- inbera heimsókn til Moskvu ný- lega. Gorbatsjov sagði þá að sögn blaðsins að hann efaðist að vísu ekki um að demókratar rneintu hlutina vel, ei þó tryggara rísk forustu áfram. Opir ir talsmenn hlutleysis í andi kos Bandaríkjui Sovétmenn teldu núverandi banda- it færi með völd 'ega gæta sovésk- jölmiðlar ýtrasta iögnum viðvíkj- ibaráttunni í Reuter/-dþ. _______________ERLENDAR FRÉTTIR_________________ Sovétríkin: Allir pólítískir fangar frjálsir fyrir áramót Sovétmenn vilja halda alþjóðaráðstefnu um mannréttindi Sovéska stjórnin hefur heitið því að allir þeir fangar þar- lendis, sem Vesturlandamenn líti á sem pólitiska fanga, verði látnir lausir fyrir komandi áramót. Hel- mut Kohl, sambandskanslari Vestur-Þýskalands, sem undan- farna daga hefur verið í opinberri heimsókn í Moskvu, sagðist hafa verið fullvissaður um þetta í við- ræðum sínum við sovéska ráða- menn. Gennadíj Gerasímov, tals- maður sovéska utanríkisráðu- neytisins, vildi að vísu ekki stað- festa þetta á fundi með frétta- mönnum, en tók jafnframt fram að hann fullyrti ekkert um að fréttin væri röng. Hann kvað tugi manna, sem dæmdir hefðu verið fyrir „andsovéskar æsingar og áróður" og „róg gegn sovéska ríkinu" sitja í sovéskum fangels- um. Vaninn hefur verið að ákær- ur bornar á pólitíska andófsmenn þarlendis hafi verið orðaðar þannig. Refsilöggjöf Sovétríkj- anna er nú í endurskoðun og sagði Gerasímov að lagagreinar þær, sem fela í sér ofangreindar setningar, yrðu annaðhvort endurskoðaðar eða felldar alveg niður. Vestrænir aðilar, sem beita sér fyrir því að mannréttindi séu virt, telja að 250-300 samviskufangar séu í sovéskum fangelsum og þvingunarvinnubúðum eða lok- aðir inni á geðveikrahælum. Á fundi með fréttamönnum, þar sem Kohl skýrði frá þessu, lýsti hann yfir stuðningi við þá tillögu sovésku stjórnarinnar að næsta alþjóðaráðstefna um mannréttindi yrði haldin í Mos- kvu, að því tilskildu að hún yrði skipulögð á sama hátt og fyrri ráðstefnur um mannréttindi sem haldnar voru í París og Kaup- mannahöfn. Ennfremur settu Vestur-Þjóðverjar þau skilyrði í þessu sambandi að allir pólitískir fangar í Sovétríkjunum yrðu látn- ir lausir, að Sovétmenn hættu að trufla vestrænar útvarpssending- ar og að fleirum yrði leyft að flytj- ast frá Sovétríkjunum, af þeim sem það vildu. Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, sem er með Kohl í Moskvu, sagði í gær að sovésk yfirvöld væru nú miklu eftirlátari en áður hefði verið við fólk af þýska þjóðernisminnihlut- anum í Sovétríkjunum, sem flytj- ast vildi til Vestur-Þýskalands. 14.500 Sovét-Þjóðverjar hefðu fengið að flytjast úr landi á s.l. ári en um 35.000 það sem af er yfir- standandi ári. Frakkland er einnig hlynnt því að umrædd mannréttindaráð- stefna verði haldin í Moskvu, en sum önnur vestræn ríki hafa tekið því þunglega. Reuter/-dþ. Spánn Galisíumenn í sjálfstæðisham Sjö sprengjur sprungu í fyrra- dag við banka og opinberar byggingar í þremur borgum í Galisíu, sem er norðvestasti landshluti Spánar og liggur norður af Portúgal. Sprenging- arnar ollu nokkrum skaða á byggingum og gangstéttum en engu manntjóni. Lögregla telur að þarna hafi verið að verki leynihreyfing sem nefnist Frjálsir Galisíumenn, vill að Galisía slíti sig frá Spáni og gerist sjálfstætt ríki. Samtök þessi hafa minnt á sig á svipaðan hátt tvisvar áður. Um fylgi þeirra segir ekkert í fréttinni. Oft er gert ráð fyrir þremur þjóðernisminnihlutum á Spáni, Böskum, Katalóníumönnum og Galisíumönnum. Mál þeirra fyrstnefndu er ekki indóevrópskt og því alls óskylt spænsku, tungu Katalóníumanna svipar til suður- franskra mállýskna og mállýsk- um í Galisíu til portúgölsku. Sjálfstæðis- og sjálfstjórnarhreyf- ingar hafa sem kunnugt er lengi Líbanon 15 farast í loftárás r Israelskar herþoíur gerðu í gær árásir á stöðvar Frelsissamtaka Palestínu (PLO) í Suður- Líbanon, og biðu 15 menn bana í þeim og um 40 særðust, að sögn palestínskra talsmanna. Jafn- framt hófu liðsmenn úr Suður- Líbanonshernum svokallaða, sem er í bandalagi við ísrael, á- rásir á vígi Palestínumanna og ís- lamskra Líbana í hafnarborginni Sídon. ísraelskur talsmaður sagði að Suður-Líbanonsherinn hefði þegar náð á sitt vald hæðum nokkrum þaðan sern vel sæist yfir Sídon og palestínskar flótta- mannabúðir þar í grennd. Stöðv- ar þær er ísraelar réðust á til- heyra Fatah, stærstu samtöku- num innan PLO, sem lúta forustu Arafats sjálfs. Stöðvarnar, sem eru í Miyeh Miyeh-flóttamanna- búðunum skammt frá Sídon, voru að sögn sjónarvotta ekkert nema blóði drifnar rústir eftir loftárásina. Reuter/-dþ. Shamir, forsætisráðherra ísraels - enn þykir honum ekki fullhefnt fyrir hermenn sína sjö, sem fórust í sjálfsmorðsárás íslamsks heit- trúarmanns um daginn. verið áberandi meðal Baska og Katalóníumanna, en hingað til hefur lítt borið á slíku í Galisíu, þar sem menn hafa verið taldir í íhaldssamara lagi. Galisía er fjöl- lótt og harðbýl og landsmenn hafa orð á sér fyrir að vera spar- samir og harðir af sér, enda stundum verið kallaðir Skotar Spánar. Þekktustu Galisíu- menn á þessari öld eru líklega þeir Francisco Franco, einræðis- herra Spánar í hátt á fjórða tug ára, og Fidel Castro, sem nú hef- ur verið hæstráðandi á Kúbu í nærri þrjá áratugi. Faðir þess síðarnefnda var innflytjandi frá Galisíu og móðir hans var einnig þaðan ættuð. Reuter/-dþ. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stööur hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöövum eru lausartil umsóknar nú þegar: 1. Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Hólmavík 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Selfossi. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Neskaupstað, Norðfirði. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöð Suðurnesja í Keflavík. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 105 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 25. október 1988 Fimmtudagur 27. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.