Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.10.1988, Blaðsíða 12
SPURNINGIN Hver verður næsti forseti Bandaríkjanna? Gunnar Steinn Pálsson Ég vona að það verið Michael Dukakis, en það er með það eins og að Breiðablik vinni sig upp í fyrstu deild, allt er þetta óskhyg- gja- Sigurður Lúðvíksson Ég held að George Bush verði næsti forseti. Ég trúi því að hann vinni þessar kosningar öruggu- lega. Ragnheiður Jónsdóttir George Bush, hann hefur meiri lýðhylli, honum tekst betur að höfða til fólksins. Guðbjörg Sveinsdóttir Ég vona að það verið Michael Dukakis, ég myndi velja hann ef ég væri í sporum bandarísks kjósanda. Róbert Lárusson Ég hef lítið fylgst með þessari kosningarbaráttu, ætli Michael Dukakis vinni þetta ekki á endan- um. Ki þJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. október 1988 234. tölublað 53. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Jón Helgi Pórarinsson: Markmiðið að standa vörð um málfrelsi og koma þeim sem hafa eitth vað að segja áframfœri Frá vímu til veruleika, íslend- ingasögur, Kvennalistinn, Tónaflóð, Barnatími, Fés ung- lingaþáttur og Við og umhverfið. Allt eru Jjetta nöf'n á dagskrálið- um hjá Utvarpi Rót scm nú hefur starfað í tíu mánuði og má segja að búin sé að festa rætur. - Markmiðið með þessari út- varpsstöð er tvíþætt. í fyrsta lagi að skapa vettvang til umræðna um þjóðfélagsmál, s.s. mannrétt- indamál, umhverfismál, uppeldis- og menntamál og friða- rmál svo nokkur séu nefnd. í öðru lagi er það hlutverk Rótar- innar að standa vörð um málfrelsi °g tryggja að þeir sem hafa eitthvað að segja komi sínum skoðunum að í útvarpi, sagði Jón Helgi Þórarinsson útvarpsstjóri Rótarinnar. Hann sagði að vel hefði gengið að fylgja eftir þessum markmið- um og benti á að um 20 félaga- samtök og áhugamannahópur væru með fasta þætti hjá þeim. Nefndi hann sem dæmi að þrír stjórnmálaflokkar, áhugamanna- hópur um franska menningu, Esperantosambandið og Bahá'í- ar væru með fasta þætti í viku hverri. - Það hefur gengið mjög að halda út dagskránni hér, sagði Jón. Það er nóg af fólki sem vill taka þátt í þessu með okkur. Okkar dagskrárgerð byggir á sjálfboðaliðum og það hefur reynst vel, sagði hann, og bætti við að við útvarpsstöðina ynnu fjórir fastráðnir starfsmenn. - Það kostar okkur svona fjögur til fimnt hundruð þúsund að reka stöðina. Það er ekki ntikið miðað við að héðan er efni sent út að meðaltali 18 tíma á sól- arhring. Við fjármögnum þetta að hluta með auglýsingum en mest með áskriftum, einnig borga félög og áhugamannahóp- ar fyrir útsendingartímann, sagði Jón. Jón sagði ekki eiga von á að dagskráin myndi breytast ntikið á næstunni, þó væri alltaf verið að bæta hana eins og hann orðaði það. En sem nýjungar nefndi hann að áhugamannaleikfélagið Veðurleikhúsið sem samanstend- ur af reyndum áhugamanna- leikurum utan af landi sem nú búa í Reykjavík muni að flytja útvarpsleikt. Einnig bók- menntakynningar, en til stendur að leggja meiri áhersla á þær. Jafnframt yrði haldið áfram að bjóða uppá tónleika með „bíl- skúrshljómsveitum" sem svo væru kallaðar, en í tilefni íslenska tónlistardagsins sl. laugardag stóð Rótin fyrir tónleikum í Ris- inu, þar sem fram komu níu hljómsveitir og var sent beint út frá þeim. - Ég er bjartsýnn á framtíðina. Það er greinilegt að mörgum þyk- ir vænt unt þessa útvarpsstöð, það sést best á því hve rnargir eru tilbúnir til að leggja hönd á plóginn, en vissulega erum við blönk, og það setúr okkur nokkr- ar skorður, sagði Jón Helgi út- varpsstjóri Rótarinar, sem er lengst til hægri, af öllum útvarps- töðunum á fm-skalanum. -sg Sjónvarp Noiræn dagskra í Super Channel Inæsta mánuði verður sendur út fyrsti norræni þátturinn hjá sjónvarpstöðinni Super Channel. Ætlunin er að sams konar þættir verði sendir út mánaðarlega. Að þættinum standa aðilar í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Þættir þessir verða sendir út með enskum texta en allt talað mál verður norrænt. í þáttunum verður fjallað um mál- efni sem eru efst á baugi á Norðurlöndunum hverju sinni, ferðamál og síðan verða stuttar fréttir frá hverju landi fyrir sig. Super Channel er bresk sjón- varpsstöð sem sendir út sitt efni í gegnum gervihnött og er gert ráð fyrir að urn 13 miljónir heimila víða um Evrópu nái sendingum hennar. Á Norðurlöndum ná um 1,6 miljónir heimila þessari stöð. Hér á landi geta þeir sem fjárfest hafa í þar til gerðum móttökudisk náð sendingum Super Channel, og þar með fylgst með þessum norræna þætti sem hlotið hefur nafnið Scandinavian Magazine. -sg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.