Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Kvótinn Eitt helsta mál aðalfundarins sem lauk í gær var núverandi fisk- veiðistefna og hvernig bregðast ætti við þeim skerðingarhug- myndum Hafrannsóknastofnun- ar og sjávarútvegsráðuneytisins í þorskafla landsmanna á næsta ári. í skýrslu Hafrannsóknastofn- unar um nytjastofna sjávar og umhverfisþætti 1988 og aflahorf- ur 1989 er lagt til að árlegur þor- skafli næsta árs verði ekki meir en 300 þúsund tonn, sem þýðir minnkun um 55-60 þúsund tonn miðað við það sem áætlað er að heildarþorskaflinn verði í ár. Það kom fram í yfirlitsræðu Arnars Pálssonar framkvæmda- stjóra Landssambandsins að á síðasta ári hafði afli smábáta ver- ið rúm 41 þúsund tonn sem 1198 bátar veiddu og meðalafli því að- eins um 36 tonn. í ár er gert ráð fyrir lítilsháttar aflaaukningu en á sama tíma hefur smábátum fjölg- að að mun og hefur mörgum reynst erfitt að ná endum saman og þá sérstaklega þeim sem hófu útgerð á nýjum bátum í ár. Eink- Á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda var síaukin veiði stórra skipa með dragnót upp í landsteinum harðlega gagnrýnd. Á sama tíma þurfa smábátar að fara allt að 40 sjómílur á haf út til veiða. Mynd: Jim Smart. um og sér í lagi hafa erfiðleikarn- ar bitnað einna harðast á þeim sem hafa keypt bát í gegnum kaupleigufyrirtæki. Á fundinum var tilkynnt að skeyti hefði borist frá Kanada- mönnum þess efnis að þeir bjóði fulltrúum íslenskra grásleppu- veiðimanna velkomna til við- ræðna í Kanada í byrjun næsta árs um grásleppuveiðar og hrogna- verð. Það hefur verið kappsmál hérlendra framleiðenda að samn- ingar takist við Kanadamenn um tilhögun verðs á grásleppuhrogn- um á heimsmarkaði en þeir ásamt íslendingum eru með um 80% af markaðnum. Hörð gagnrýni kom fram á fundinum á sívaxandi dragnóta- veiðar stórra skipa á grunnslóð og var sjávarútvegsráðuneytið gagnrýnt fyrir frjálsræði í leyfis- veitingu þess efnis. Til að hamla gegn ásókn dragnótarinnar var lagt til á fundinum að loka innfló- um fyrir dragnótaveiðum, banna þær frá áramótum og til 1. júlí, möskvar tafarlaust stækkaðir úr 135 mm í 155 mm, landinu verði skipt í 6 veiðisvæði og einugis bá- tum sem eiga heimahöfn innan þess svæðis verði leyfð veiði þar og að bátum yfir 20 metrum verði aðeins heimiluð veiði utan þrig- gja mílna markanna miðað við grunnlínupunkta. Miklar umræður urðu á aðal- fundinum um öryggismál sjó- manna, skýrslu Rannsókna- nefndar sjóslysa, húftryggingar þilfarsbáta auk hinna ýmsu rétt- indamála smábátaeigenda. -grh Þorskurinn upp í skuldir Á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sagði sjávarútvegsráðherra að þorskafli næsta árs yrði ekki skertur jafn mikið og Hafrannsóknastofnun hefur lagt til vegna ástandsins í tfnahagsmálunum. Aaðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var í gær sagði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra að samdráttur í þorskveiðum á næsta ári yrði minni en þau 15% sem Hafrannsóknastofnun hefur gert tillögur um vegna ástandsins í efnahagsmálunum. Hversu sam- drátturinn verður mikill á endan- um er hinsvegar enn ekki vitað en málið er til athugunar í ráðuneyt- Nepal Leitaöaftur Önnur leit að íslensku fjall- göngumönnunum í Himalaya- fjöllum hefst úr þyrlu á sunnudag ef veður leyfir, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Mjög er óvíst að slík leit beri árangur, og er mjög ólíklegt að fjallgöngumennirnir tveir séu á lífi. SHjSÍS 450 miljónir í gæðaeftirlit Á síðasta ári nam kostnaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og Sjávarafurðadeildar Sambandsins við gæðaeftirlit við framleiðslu sjávarafurða 450 mifjónum króna. Mestur var hann í Bandaríkjunum eða 330 miljónir en hérlendis var hann 120 miljónir króna. Þetta kom fram í erindi sem Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar Sambandsins hélt á nón- fundi sem Gæðastjómunarfélag íslands og fleiri héldu fyrir skömmu og getið er um í síðasta fréttabréfi Ríkismat sjávara- furða. í erindi Sigurðar kom fram að nokkur þróunarkostnaður er innifalinn í þessari upphæð, eink- um á Bandaríkjamarkaði. Vegið í heildarsölu bæði SH. og SÍS af frystum sjávarafurðum eru þess- ar 450 miljónir um 2,6%. Sigurð- ur segir að þessir peningar sem fara í gæðakostnað færi báðum sölusamtökunum premíu í verði, viðskiptavild og ýmislegt fleira sem sé mörgum sinnum hærri en sú fjárhæð sem kostað er til gæða- eftirlitsins. _grh Borgarbörn Tannheilsan að lagast Tannheilsa skólabarna íReykjavíkfer batnandi, en mikið vantar upp á að ástandið sé viðunandi. Markviss tannvernd verði hluti affjögurra ára skoðuninni Summa skemmdra, úrdreginna og fylltra fullorðinstanna í 12 ára krökkum í Reykjavík var 4,14 að meðaltali 1987 til 1988. Þessi tala var fvið hærri 1984 til 1985 eða 5,65, en samt er ástandið langt frá því gott sé miðað við staðla Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar, en þar á bæ telst með- altalið tveir viðunandi. Þetta er mark sem Norður- landabúar að íslendingum und- anskildum hafa náð, en meðal þeirra fyrrnefndu hefur þróun batnandi tannheilsu meðal skóla- barna verið mjög hröð undanfar- in ár. í máli Stefáns Finnboga- sonar, yfirskólatannlæknis í Reykjavík, á fundi með frétta- mönnum í gær kom fram að ætla megi að sams konar þróun sé nú hafin hér, og giskaði hann á að tveggja tanna markið næðist innan fimm ára. Heilbrigðisráð Reykjavíkur stóð fyrir fundinum og voru þar kynntar fyrirhugaðar tannvernd- araðgerðir fyrir forskólabörn. Hugmyndir eru uppi um að mar- kviss tannvernd verði hluti af þeirri heilbrigðisskoðun sem öll börn gangast undir við fjögurra ára aldur í tveimur komum á heilsugæslustöð. Munnvatnssýni verði tekin við fyrri komu og einnig fylli foreldrar út spurn- ingalista um sykurneyslu barns- ins. Niðurstöður liggi síðan fyrir við seinni komuna. Með þessu móti má finna þann hóp barna sem er í mestri tann- skemmdahættunni, Áætlun þessi byggir á rann- sókn sem Peter Holbrook og Magnús Kristinsson við tann- læknadeild Háskólans hafa gert á tannheilsu 4ra ára barna í Reykjavík, en hún leiddi í ljós að 45% barnanna voru með allar tennur heilar, og er þessi hundr- aðstala sambærileg tölum frá Sví- þjóð og Noregi. Sérstaða okkar felst í því að hér er ákveðinn hóp- ur afar illa á vegi staddur. Sam- kvæmt könnuninni voru 27% barnanna með 70% allra skemmda og fyllinga. Þá voru kynntar niðurstöður umfangsmikillar tannkrems- könnunar sem fram fór í Reykja- vík 1984 til 1987. í ljós kom að tannkremstegund sem innihélt tannsteinshindrandi fosfórsam- bönd auk flúors var öðrum nota- drýgri í baráttunni við tanns- kemmdir, og var sá munur mark- tækur. HS Iðnaðarráðherra Hátt orkuverð - Það kostar mikið fjármagn að. beisla orkuna, orkuverðið þarfþví að vera nokkuð hátt til að fjárfesting í orkuverum skili arði og þeim mun hærra sem vextir í heiminum eru hærri, sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra á vetrarfundi Sambands íslenskra hitaveitna og Sambands íslenskra rafveitna á Hótel Sögu i gær. Iðnaðarráðherra sagðist ekki vera úrtölumaður um uppbygg- ingu orkufrekrar stóriðju hér á landi, hins vegar legði hann ríka áherslu á að í mörg horn væri að líta í þessum efnum og ganga verði til athugana og ákvarðana á þessu sviði án þess að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram. _jg Síld Boltinn hjá Rússum Síldarútvegsnefnd: Aðeins eftir að salta í ríflega 20 þúsund tunnur fyrir Svía og Finna. Hœgt miðar ísamningaviðræðum við Rússa. Aðeins á eftir að salta í rúmar 20 þúsund tunnur upp í gerða samninga við Svía og Finna en þeir hafa keypt um 68 þúsund tunnur. Þegar hafa þrír samn- ingafundir verið haldnir með So- vétmönnum um sfldarkaup hér- lendis en án árangurs til þessa og eru samningamenn Sfldarútvegs- nefndar svartsýnir á að sámning- ar takist í þessari viku. Að sögn Kristjáns Jóhanns- sonar birgða- og söltunarstjóra hjá Sfldarútvegsnefnd hefur sfld verið söltuð í mismiklum mæli allt frá Vopnafirði, suður með oe vestur allt til Akraness. Aðeins á Breiðdalsvík og Borgarfirði eystra hefur ekki enn verið saltað af stöðum fyrir austan. Stærsta sfldin veiðist enn sem komið er í Seyðisfirði og Mjóafirði en blönduð á Reyðarfirði. Þá hefur ekta átulaus Rússasfld fundist úti fyrir Ingólfshöfða. Af þeim 88 bátum sem úthlut- að var sfldarkvóta á vertíðinni hafa 42 hafið veiðar en 12 bátar hafa framselt kvóta sína eða um 12 þúsund tonn. Að sögn Þórðar Arelíussonar hjá Veiðieftirliti sjávarútvegsráðuneytisins hafa 4 bátar ekki leyfi til að framselja kvóta sína í ár þar sem þeir hafa framselt hann síðustu 3 árin í röð. Allur gangur er á framsali sfldar- kvóta en algengast er að skipt er á honum fyrir þorskkvóta eða að viðkomandi útgerð sem hefur fengið kvóta á tvo eða fleiri báta færi hann yfir á einn bát en geri hina út á aðrar veiðar á sama tíma. En að sama skapi er það einnig til í dæminu að kvótinn gangi kaupum og sölum en hvað hann fer á er hinsvegar ekki á hreinu. -grh 2 SfÐA - ÞJÖÐVIUINN Laugardagur 29. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.