Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 6
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Tækniteiknarar Framhaldsnámskeið í teiknikertinu Autocad verður haldið 7.-12. nóv. Kennarar verða arkitekt og tæknifræðingur frá Húsnæðisstofnun. Grunnnámskeið verður haldið 14.-19. nóv. Þátttaka tilkynnist í skrifstofu skólans sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 26240. REYKJKJÍKURBORG Jlau&zn, Stödíci Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Starfsmann vantar á næturvakt til afleysinga í 2 mánuði. Upplýsingar í síma 685377. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Óskum að ráða læknaritara í fullt starf á Hand- lækningadeild sem fyrst. Upplýsingar veitir Sigurunn Agnarsdóttir lækna- fulltrúi. Umsóknir sendist skrifstofustjóra F.S.A., Vigni Sveinssyni fyrir 5. nóvember n.k. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri s. 96-22100 HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD Útboð Hreppsnefnd Breiðdalshrepps óskar eftir tilboð- um í byggingu þriggja íbúða raðhúss, á einni hæð, byggðu úr steinsteypu, verk nr. K.14.01, úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 282m2. Brúttórúmmál húss 959m3. Húsið verður byggt við götuna Hrauntún nr. 8-12, Breiðdalsvík og skal skila fullfrágengnu, sbr. út- boðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Breiðdalshrepps, Ásvegi 32, Breiðdalsvík og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá fimmtudeginum 3. nóvember 1988, gegn kr. 10.000,00 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 22. nóvember 1988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. hreppsnefndar, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins _n_ HUSNÆÐISSTOFNUN föp RfKISINS LJ LAUGAVEGI77 101 REYKJAVlK SÍMI 696900 Eiríka In memoriam Eftir regnþrungið sumar færðust skýin nær og steyptu vetrarkvíðanum nístandi beint í hjörtun Og laufið þyrlast og hringurinn lokaður kólnar og þrengist. Við svipusmellinn skarðið tennt skarðið. Þórunn Elfa Björnsson Hafnarfjörður Tónlistarveisla í Víðistaðakirkju Efnt verður til langra tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði um helgina. í dag hefjast tónleikarnir kl. 13:30 með söng Kórs Öldu- túnsskóla, undir stjórn Egils R. Friðleifssonar. Síðan rekur hver stórviðburðurinn annan fram til kl. 18:00. Meðal þeirra sem fram koma eru Álftaneskórinn, John Speight, Signý Sæmundsdóttir, Jónas Ingimundarson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Skólakór Garða- bæjar, Gunnar Gunnarsson, Mana Guðmundsdóttir, Oliver Kentish, Kór Hafnarfjarðar- kirkju og Helgi Bragason, Rannveig Fríða Bragadóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Á sonnudaginn hefjast tónleik- arnir kl. 14:00 með því að Kór Víðistaðasóknar undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttir flytur kafla úr REQUIEM eftir Gabrel Fauré. Einsöngvari með kórnum er Sigurður S. Steingrímsson. Fram til klukkan 18:00 koma m.a. fram Inga J. Backman, Dúfa Einarsdóttir og Sigurður P. Bragason sem flytja messu eftir Grúber, Karlakórinn Þrestir, Þorvaldur Steingrímsson, Björn R. Einarsson og Herbert Ágústs- son, Jónas Þórir og Jónas Dag- bjartsson, Petrea Óskarsdóttir og Krystyna Cortes. Eftir kvöldverðarhlé hefjast tónleikarnir aftur kl. 20:00, þá koma m.a. fram sönghópur ungs fólks, Hrönn Hafliðadóttir, Kór Flensborgarskóla og Margrét Pálmadóttir, Jóhanna Linnet, Erna Guðmundsdóttir, Ingibjörg Marteinsdóttir, Ásta Valdimars- dóttir, Magnús Magnússon, Vig- dís Klara Aradóttir og Kristinn Sigmundsson. Eins og mörgum mun þegar kunnugt hefur Víðistaðakirkja reynst frábært hús til tónleika- halds og hafa tónlistarmenn sóst eftir að flytja list sína þar. Það er því brýn nauðsyn að kirkjan eignist sem fyrst vandaðan kons- ertflygil sem hæfir þessu glæsi- lega húsi. Hópur áhugafólks hefur hafið sókn að þesu marki og er „Tón- listarveis)an“ fyrsta skrefið í þá átt. 6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Hjúkrunarfræðingar DEiLDARSTJÓRI Laus er staöa deildarstjóra við mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Á mæðradeild fer fram auk mæðraskoðunar námskeið fyrir verðandi foreldra. Á vegum deildarinnar er rekin kynfræðsludeild. Starfið er sjálfstætt og býður upp á marga mögu- leika. Óskað er eftir hjúkrunarfræðingi með Ijósmóður- menntun. Heilsugæsla í skólum Hjúkrunarfræðinguróskast. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Sjálfstætt starf, sem má móta og skipuleggja á ýmsa vegu. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkrunar- forstjóri í síma 22400. Umsóknum skal skilatil skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 7. nóvember n.k. ||j PAGVIST BARIVA Fóstrur, þroskaþjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há- degi. Upplýsingarveitaforstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. AUSTURBÆR Steinahlíð v/Suðurlandsbraut s. 33280 Sunnuborg Sólheimum 19 S. 36385 I BREIÐHOLT Völvukot Völvufelli S. 77270 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Vz staða bókasafnsfræðings við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Halldórs Jónssonar fram- kvæmdastjóra, fyrir 15. nóvember nk. Nánari upplýsingar gefur Björg Þórðardóttir bókavörður í síma 96-22100 (246). Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í rafbúnað 132 kv SF6 einangraðan fyrir aðveitu- stöð 7 á Hnoðrarholti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 14. desember kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sirni 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.