Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.10.1988, Blaðsíða 14
BRIDDS Ólafur Lárusson Ekki nógu góður a ur Beðist er velvirðingar á því JHve stopult þessi þáttur birtist í lauþar- dagsblaðinu. Er vonandi að „byrjun- arörðugleikar“ þeir er hrjáð íafa skrifin til þessa séu yfirstaðnir. og þátturinn muni vera á sínum stað í framtíðinni. íslensku landsliðin sem tóku þatt í ólympíumótinu (heimsleikunum] á Ítalíu eru komin heim. Liðið í Opna 1. verðlaun kr. 100.000 2. verðlaun kr. 50.000 3. verðlaun kr. 25.000 Spilaðar verða 9 umferðir eftir Monrad-fyrirkomulagi og verða sveitii/áð vera minnst 15 í mótinu. Þátttaka tilkynnist til (fyrir 15. nóv- ember): Björgvins Leifssonar hs. 42076/vs. 41344 og Ferðaskrifstofu flokknum hafnaði í 9.-10. sæti í sín ím Ffúsavíkur (Ævar) s.42100. Þessir að- riðli (af tveimur) og endanlega þ ny ilar veita jafnframt allar nánari upp- sæti, sem er svipaður áran ;ur iýsingar. 19.-20 og lið héðan hafa áður náð í þess im flokki. Um tíma var staða liðsins mjög þokkaleg að ná í úrslitakeppn- ina, en reynsluleysi trúlega háð liðinu á lokasprettinum. Kvennaliðið hafn- aði í 11. sæti í sínum riðli (af þremur) og endanlega í 31.-33. sæti eða með neðstu þjóðum. Þar er mikið verk óunnið og ljóst að þátttaka okkar í þessum flokki var ein stór mistök frá byrjun til enda. Það þarf hugarfars- breytingu í kvennakeppni hér á landi, ef einhverjar framfarir eiga að verða. Útvega konum sömu aðstöðu og körlum þ.e. þjálfari og uppsett tíma- áætlun, með ákveðin markmið í huga. Iopnum flokki sýnist mér að lands- liðsnefnd verði að „stækka" hringinn fyrir næsta mót (næstu mót) og velja einar 4-5 sveitir til þátttöku í æfing- um. Þessar æfingar ættu að hefjast sem fyrst, einu sinni í viku lágmark. Með fullri virðingu fyrir þessu lands- liði sem fór utan núna, þá eru hópar af frambærilegum spilurum sem eru ungir að árum (mun yngri en þetta lið sem keppti á Ítalíu) en reynslumiklir. Og yfirlýsingar stjórnarmanna í Bridgesambandinu um einstaka fé- laga, sem hafa komið til álita í æfing- um landsliðs^ um vanhæfni vegna skeggvaxtar, tóbaksnotkunar, fata- burðar eða álíka, er vísað til föður- húsanna. Menn sem einblína á áður- nefnd atriði eiga að snúa sér að allt öðru en velja landslið. Vilhjálmur Pálsson og Kristján Már Gunnarsson urðu sigurvegarar í Opna Minningarmótinu um Einar Þorfinnsson, sem Bridgefélag Selfoss gekkst fyrir laugardaginn 15. októ- ber. 35 pör tóku þátt í mótinu. Keppnisstjóri var Hermann Lárus- son. A-svesit fSAL sigraði í Stofnanak- eppni Bridgesambandsins, annað árið í röð. Sveitina skipuðu: Þórarinn Sófusson, Hannes R. Jónsson, Svav- ar Björnsson, Stefán Páisson og Matthías Þorvaldsson. í 2. sæti varð sveit Sendibíla hf, og sveit DV hafnaði í 3. sæti. Fullbókað er í Opna stórmótið, sem Bridgefélagið Muninn í Sand- gerði stendur fyrir laugardaginn 12. nóvember nk. 34 pör munu taka þátt í mótinu. Bridgefélag Húsavíkur í samvinnu við Ferðaskrifstofu Húsavíkur stend- ur fyrir Opnu stórmóti með sveita- keppnissniði, helgina 25.-27. nóvem- ber nk. Verð á „pakkanum" í mótið er: 7.750 kr., flug og hótel að sunnan, 2.200 kr. fyrir gistingu og að auki 10.000 kr. þátttökugjald pr. sveit. Verðlaun eru fyrir þjú efstu sætin, sem skiptast þannig: Umsjónarmaður skorar hérmeð á bridgeáhugafólk að fjölmenna á þetta mót. Ársþing Bridgesambands fslands verður haldið næsta laugardag, 5. nóvember, að Sigtúni 9. Hefst það kl. 10 árdegis. íslandsmót kvenna og yngri spilara í tvímenningi, verður spilað í Sigtúni heigina 19.-20. nóvember. Skráning er hafin á skrifstofu BSÍ. Landsbikarkeppni Bridgesam- bands íslands var háð vikuna 17.-23. október, um land allt. Ekki er vitað um endanlega þátttöku, en búast má við að 300-350 pör hafi tekið þátt í keppninni. Flest pör spiluðu í Skag- firðingafélaginu í Reykjavík, eða 23 pör. Sum af stærstu félögunum tóku ekki þátt í keppninni að þessu sinni. Þetta minnir umsjónarmann á útgáfu skuldabréfanna hér um árið, sem ætl- að var að styðja við bakið á húsa- kaupunum að Sigtúni 9. Rétt um 80 manns „sáu“ ástæðu til að vera með í því átaki. Félagar í landssambandi verða að gera sér grein fyrir því, að húsnæði á vegum hreyfingarinnar sjálfrar er nauðsynlegt áhald til að ná settum markmiðum. Eftir fáein ár verður ekki spurt um húsnæðið sem slíkt, mun sennilegra að einhverjr spyrji kurteislega: „Af hverju var ekki keypt stærra húsnæði.“ Málið er, að sameiginlegt átak bridgemanna sjálfra, hvort sem um er aö ræða húsnæði eða annað, verður að hefjast á hlaðinu hjá fólkinu sjálfu. Félagsleg samstaða hefur heyrst í málflutningi áður, en hér er tækifæri til að láta verkin tala. Umsjónarmað- ur ítrekar árnaðaróskir sínar til allra þeirra sem stutt hafa við bakið á Guð- mundarsjóði Bridgesambands fs- lands, og þá sérstaklega til Reykja- víkurborgar, sem sýnt hefur mikinn skilning á íþróttinni, viðgangi hennar og vexti. Rekstur Bridgesambands íslands hefur gengið treglega síðustu mán- uði. Verulegur hagnaður er þó af rekstri sambandsins, eða um 1,5 milj- ón kr. Ástæðan fyrir erfiðleikum sambandsins er tvíþætt. Annars vegar gífurleg þátttaka okkar í alþjóðlegum mótum, þ.e. ólympíumótið á Ítalíu (2 lið), NM í Reykjavík (2 lið) og Evr- ópumót yngri spilara í Búlgaríu (1 lið). Samtals 5 landslið í þremur keppnum á sama starfsárinu. Út- Iagður kostnaður vegna þátttöku okkar í þessum mótum nemur hátt í 3 milj. kr. Og hins vegar afborganir af Sigtúni 9, sem eru 1,5 miljónir kr. á þessu ári. Á næsta ári verða verkefnin minni og smærri í sniðum. Er ástæða til að ætla að útlitið sé bjart í málefn- um BSÍ. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits á Austurlandi Auglýst er eftir framkvæmdastjóra fyrir heilbrigö- iseftirlitið á Austurlandi. Starfið felur einnig í sér heilbrigðiseftirlit í Mjóa- firði, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, á Héraði og í Borgarfirði eystra. Gert er ráð fyrir búsetu á Reyðarfirði. Umsóknarfrestur er.til 31. desember 1988. Upplýsingar gefur Stefán Þórarinsson héraðs- læknir, Heilsugæslustöðinni Egilsstöðum. Sími: 97-11400. Laugardagur 29. október 12.30 Fræðsluvarp. Endursýnt Fræðslu- varp frá 24. og 26. okt. sl. 14.30 Hlé. 15.00 iþróttaþátturinn. 18.00 Motlí - síðasti pokabjörninn. (9). (Mofli - El Ultimo Koala). Spænskur teiknimyndaflokkur fyrir börn. 18.25 Smellir. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Sjösveiflan. Fairport Conventi- on. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.40 Já, forsætisráðherra. (Yes, Prime Minister). Sjötti þáttur. 21.10 Maður vikunnar. 21.25 Gamanleikarinn. (King of Come- dy). Bandarísk blómynd frá 1983. Leik- stjóri Martin Scorsese. Aöalhlutverk Robert De Niro og Jerry Lewis. Gaman- mynd um mann sem beitir ýmsum brögðum til að komast i návígi við átrún- aðargoð sitt, sem er fræg sjónvarps- stjarna. 23.15 Huldukonan. (La Femme Secr- éte). Frönsk biómynd frá 1986. Leik- stjóri Sebastian Grall. Aöalhlutverk Jacques Bonnaffe og Clementine Cel- arie. Sálfræðileg spennumynd um ung- an kafara og þau undarlegu atvik sem koma í Ijós við rannsókn hans á dauða konu sinnar. 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sunnudagur 30. október 15.00 1813 - Hálfdönsk þjóð á íslandi. Heimildamynd með leiknum atriðum sem Sjónvarpið lét gera I tilefni þess að á síðasta ári voru liðin 200 ár frá fæð- ingu Rasmusar Kristjáns Rasks. Áður á dagskrá 17. júní 1988. 16.05 Bolshoi ballettinn. (The Bolshoi Ballet Live). Sjónvarpsþáttur sem gerð- ur var af breska sjónvarpinu árið 1986 þegar Bolshoi-ballettinn frá Moskvu heimsótti Bretland. Sýnd eru atriði úr eftirtöldum ballettum: Spartacus, Þyrni- rós, La Bayadere, Svanavatnið og Don Quixote. 17.50 Sunnudagshugvekja. Torfi Ólafs- son deildarstjóri flytur. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Helga Steffensen. 18.25 Unglingarnir i hverfinu (15). (Degrassi Junior High). Ný þáttaröð kanadíska myndaflokksins um krakk- ana i hverfinu sem eru búin að slita barnsskónum og komin í unglingaskóla. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 18.55 Bleiki pardusinn. 19.20 Dagskrárkynning. 19.30 Kastljós á sunnudegi. 20.35 Borgarfjörður eystri. Sigurður Ó. Pálsson og fleiri Borgfirðingar rifja upp gömlu minnin og sýna að enn lifir frá- sagnarlistin. 21.15 Matador. (Matador). Fyrsti þáttur. Nýr, danskur framhaldsmyndaflokkur í 24 þáttum. Leikstjóri Erik Balling. Aðal- hlutverk Jörgen Buckhöj, Buster Lars- en, Lily Broberg og Ghita Nörby. Þætt- irnir gerast í Korsbæk, litlu þorpi í Dan- mörku, og lýsa í gamni og alvöru lífinu þar. Myndin hefst árið 1928. Ókunnugur maður kemur í bæinn með litinn dreng með sér og hyggst hefja verslunarrekst- ur á staðnum. 22.05 Feður og synir (Váter og Söhne). Annar þáttur. Þýskur myndaflokkur í átta þáttum. 23.10 Ur Ijóðabókinni. Rúrik Haralds- son leikari flytur kvæði Einars Bene- diktssonar Messan á Mosfelli. For- mála flytur Guðmundur Andri Thors- son. 23.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Mánudagur 16.30 Fræðsluvarp (9). 1. Málið og með- ferð þess. Fjarkennsla í íslensku fyrir framhaldsskólastigið (20 mín.) 2. Dag- legt Iff f Kfna. Annar þáttur - Dali á hjara veraldar (20 mín). 3. Tungu- málakennsla. Franska fyrir byrjendur (15 mín.) Kynnir fræðsluvarps er Elísa- bet Siemsen. 18.00 Töfraglugginn - endursýning. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 íþróttir. Umsjón Arnar Björnsson. 19.25 Staupasteinn (Cheers). Bandarísk- ur gamanmyndaflokkur. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Jál Nýr íslenskur þáttur úr menning- arlífinu. I þessum fyrsta þættir verður litið inn i Þjóðleikhúsið og Iðnó og kann- að hvað þar er að gerast. Skugga Hrafnsins bregður fyrir og Nýlistasafnið verður heimsótt á 10 ára afmæli þess. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson. 21.20 Landamærin. (Border). Bresk sjón- varpsmynd frá 1987. Leikstjóri Misha Williams. Aðahlutverk Shaun Scott, Edita Brychta og Daniel Hill. Myndin gerist árið 1952 og fjallar um lítinn hóp fólks sem ráðgerir að flýja frá Tékkó- slóvakiu yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. er29.október, laugardagurí annarri viku vetrar, áttundi dagur gormánaðar, 303. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 9.02ensestkl. 17.20.Tungl minnkandi á þriðja kvartili. VIÐBURÐIR Alþýðublaðið hefurgöngu sína 1919. Konstantínópel- yfirlýsingin um að Súes- skurðurinn sé alþjóðlegt siglinga- svæði 1888. RÁS 1 FM, 92,4/93,5 Laugardagur 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Magnús Björn Björnsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlögin fram að tilkynn- ingum laust fyrir ki. 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Hinn rétti Elvis“ eftir Maríu Gripe i þýðingu Torfeyjar Steinsdóttur. Sigurlaug M. Jónasdóttir les (22). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Hlustendaþjónustan. Sigrún Björnsdóttir leitar svara við fyrirspurn- um hlustenda um dagskrá Ríkisútvarps- ins. 9.30 Fréttir og þingmál. Innlent frétta- yfirlit vikunnar og þingmálaþáttur endur- tekinn frá kvöldinu áður. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Sigildir morguntónar. 11.05 I liðinni viku. Atburðir vikunnar á innlendum og erlendum vettvangi vegn- ir og metnir. Umsjón: Páll Heiðar Jóns- son. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfrétir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.10 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 fslenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn. (Einnig útvarpað á mánudag kl. 15.45). 16.30 Laugardagsútkall. Þáttur í umsjá Arnar Inga. (Frá Akureyri). 17.30 Hljóðbyltingin - „Tónlist og aftur tónlist". Annar þáttur af fjórum frá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem gerðir voru i tilefni af 100 ára afmæli plötu- spilarans. Umsjón: Sigurður Einarsson. 18.00 Gagn og gaman. Hildur Hermóðs- dóttir fjallar um brautryðjendur í íslenskri barnabókaritun. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „...Bestu kveðjur". Bréf frá vini til vinar eftir Þórunni Magneu Magnúsdótt- ur sem flytur ásamt Róberti Arnfinnssyni. (Einnig útvarpað á mánu- dagsmorgun kl. 10.30). 20.00 Litli barnatfminn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Hormoníkuþáttur. Umsjón: Einar Guðmundsson og Jóhann Sigurðsson. (Frá Akureyri). (Einnig útvarpað á mið- vikudag kl. 14.05). 20.45 Gestastofan. Stefán Bragason ræðir við Sigurð Símonarson bæjar- stjóra á Egilsstöðum. (Frá Egilsstöð- um). 21.30 Sigrún Gestsdóttir syngur lög eftir Sigursvein D. Kristinsson við Ijóð Snorra Hjartarsonar. Philip Jenkins leikur á píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Danslög. 23.00 Nær dregur miðnætti. Kvöld- skemmtun Útvarpsins á laugardagsk- völdi undir stjórn Hönnu G. Sigurðar- dóttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Svolítið af og um tónlist undir svefninn. Herbert von Karajan stjórnar hæga þættinum úr sjöundu sinfóníu Antons Bruckners og Jessye Norman syngur lög eftir Richard Strauss. Jón Orn Marinósson kynnir. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum .rásum til morguns. Sunnudagur 7.45 Morgunandakt. Séra Hjálmar Jónsson prófastur á Sauðárkróki flytur ritningarorð og bæn. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Dagskrá. 8.30 Á sunnudagsmorgni. með Björgu Einarsdóttur. Bernharður Guðmunds- son ræðir við hana um guðspjall dags- ins, Matteus 18, 21-35. 9.00 Fréttir. 9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni. 10.00 Fréttir. Tilkyningar. 10.25 Veistu svarið? Spurningaþáttur um sögu lands og borgar. Dómari og höfundur spurninga: Páll Lfndal. Stjórn- andi: Helga Thorberg. 11.00 Messa f Hallgrímskirkju. Prestur: Séra Ragnar Fjalar Lárusson. 12.10 Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.30 „Yflr báruskotið írlandshaf". Dagskrá um gelísk bókmenntaáhrif á Islandi til forna. Umsjón: Þorvaldur Frið- riksson og Gísli Sigurðsson. Lesari: Helga Guðrún Jónasdóttir. 14.30 Með sunnudagskaffinu. Sfgild tónlist af léttara taginu. 15.00 Góðvinafundur. Jónas Jónasson tekur á móti gestum í Duus-húsi. Meðal gesta eru hjónin Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Jón Stefánsson ásamt Kór Langholtskirkju. (Einnig útvarpað aðfar- anótt sunnudags að loknum fréttum kl. 2.00). 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Kappar og kjarnakonur. 17.00 Ungir norrænlr einieikarar: Tón- leikar f Listasafni íslands 28. þ.m. 18.00 Skáldvikunnar- EggertÓlafsson. Sveinn Einarsson sér um þáttinn. Til- kynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Um heima og geima. Páll Berg- þórsson spjallar um veðrið og okkur. 20.00 Sunnudagsstund barnanna. Fjörulíf, söngur og sögur með Kristjönu Bergsdóttur. (Frá Egilsstöðum). 20.30 Islensk tónlist. 21.10 Austan um land. Þáttur um austfirsk skáld og rithöfunda. Umsjón: Arndís Þorvaldsdóttir og Sigurður Ó. Pálsson. (Frá Egilsstöðum). - 21.30 Útvarpssagan: „Fuglaskottís" ÚTVARP/ eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (22). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Norrænir tónar. 23.00 Frjálsar hendur. Umsjón: lllugi Jökulsson. 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Mánudagur 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Magnús Björnsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnús- syni. Fréttayfirlit, fréttir, veðurfregnir og tilkynningar. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatiminn. Hinn rétti Elvis" eftir Mariu Gripe f þýöingu Torfeyjar Steinsdóttur. Sigurlaug M. Jónasdóttir lýkur lestrinum (23). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Dagmál. Sigrún Björnsdóttir fjallar um líf, starf og tómstundir eldri borgara. 9.45 Búnaðarþáttur - Haustverðiagn- ing búvara. Ólafur H. Torfason ræðir við Hauk Halldórsson formann stéttar- sambands bænda. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 ...Bestu kveðjur" Bréf frá vini til vinar eftir Þórunni Magneu Magnúsdótt- ur sem flytur ásamt Róbert Arnfinnssyni. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergljót Har- aldsdóttlr. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádeglsfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Bless Kólumb- us“ eftir Philiph Roth. Rúnar Helgi Vignisson les þýðingu sína (6). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Á frfvaktinnl. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Fréttir. 15.03 Leslð úr torustugreinum lands- málablaða. 15.45 fslenskt mál. Endurtekinn þáttur frá laugardegi sem Guðnín Kvaran flytur. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Bamaútvarpið. Veturinn genginn í garð og af þvl tilefni sagt frá regndrop- anum sem varð að snjókorni. Einnig les- ið um nykur í þjóðsögum Jóns Árnason- ar. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Ungir norrænir einleikarar: Tón- leikar f íslensku óperunni 28. þ.m. Fyrri hluti. (Síðari hluti tónleikanna er á dagskrá um kvöldið kl. 20.15). 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tllkynnlngar. 19.35 Um daglnn og veginn. Baldvin Þ. Kristjánsson fyrrum félagsmálafulltrúi talar. 19.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá • morgni sem Valdimar Gunnarsson flytur. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Ungir norrænir einleikarar: Tón- leikar í íslensku óperunni 28. þ.m. Siðari hluti. 21.00 Fræðsluvarp: Málið og meðferð þess. Fjarkennsla í fslensku fyrir fram- haldsskólastigið og almenning. Um- sjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. október 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.