Þjóðviljinn - 01.11.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Page 1
Þriðjudagur 1. nóvember 237. tölublað 53. órgangur Utvegsbankasalan Ríkisbankamir útilokaðir Nefnd um sölu Utvegsbankans á að„ vinna að sameiningu bankau, en rœðir ekki við ríkisbankana um kaup á hlutabréfum. Einkabankarnir eiga aðsitja að Útvegsbankanum einir. Björn Friðfinnsson:„Sjálfstœð ákvörðun ríkisstjórnarinnar verðurað koma til eigi ríkisbankarnir að kaupa Útvegsbankann. Verð hlutabréfa hefur hœkkað. “ „Það hefur ekki verið rætt við ríkisbankana af því það er ekki í okkar umboði, enda getur ríkið selt sjálfu sér án þess að þurfa að ræða við einn eða neinn,“ sagði Björn Friðfinnson, formaður þeirrar nefndar sem viðskipta- ráðherra hefur skipað til að undirbúa sölu hlutabréfa í Út- vegsbankanum hf., þegar Þjóð- viljinn ræddi við hann í gær. Sagði Björn að nefndin hefði þegar haft samband við einka- bankana og sparisjóðina, en að- eins mjög lauslega. Hlutverk nefndarinnar er, jafnframt því að undirbúa sölu hlutabréfanna, að leita eftir samruna banka í banka- kerfinu. Það hlýtur því að teljast til tíðinda, eftir allar undan- gengnar tilraunir í þá átt, að möguleikinn á sameiningu Út- vegsbankans við annað hvort Búnaðarbanka eða Landsbanka virðist hafa verið útilokaður. „Ríkisbankarnir hafa ekkert sjálfstæði til að bjóða í hluta- bréfin og ef ríkisstjórnin hefur áhuga á að skipta Útvegsbankan- um hf. einhvern veginn upp á milli þeirra, að þá er það hennar að taka ákvörðun um það,“ sagði Björn Friðfinnsson. Þessi túlkun hlýtur að teljast all vafasöm, því samkvæmt nýju bankalögunum hafa ríkisbankarnir heimildir til að kaupa hlut í öðrum bönkum og skyldum stofnunum sem svar- ar allt að 20% af eigin fé viðkom- andi banka. Svo dæmi sé tekið var eigið fé Búnaðarbankans um síðustu áramót um 1,4 miljarðar og fræðilega ætti sá banki því að geta keypt hlutafé í Útvegsbank- anum fyrir um 280 miljónir króna. Aðspurður sagðist Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðar- bankans telja að bankastjórn og bankaráð væri ætlað að reka bankann og tækju ákvörðun um slíkt ef til kæmi. Hins vegar væri viðskiptaráðherra yfirmaður þessara mála og legði línurnar. Sagði Stefán að þetta mál hefði ekki borið á góma innan Búnað- arbankans. Hlutabréf í Útvegsbankanum voru á sínum tíma metin á einn miljarð króna, en Björn Frið- finnsson sagði að eitt af störfum nefndarinnar væri að meta raun- verulegt verð þeirra og ljóst væri að það hefði hækkað frá síðustu sölutilraun. Menn innan Iðnað- arbanka og Verslunarbanka stað- festu við Þjóðviljann að ákveðn- ar en óformlegar viðræður hefðu átt sér stað milli bankana. Áhugi þessara banka á samruna sín á milli og við Útvegsbankann hf. væri enn fyrir hendi. phh Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hélt íslensku ólympíuförunum hluta þessa mikla afrekshóps, þ. á m. Lilju M. Snorradóttur og Hauki veislu þeim til heiðurs að Bessastöðum í gærkvöldi. Þar flutti hún Gunnarssyni en bæði unnu þau til þriggja verðlauna áólympíuleikum hlýleg orð í þeirra garð, sérstaklega fötluðu íþróttamönnunufn fyrir fatlaðra. Mynd: ÞÓM. frábæra frammistöðu þeirra. Á þessari mynd er hún í góðum hópi með Þorlákshöfn Meítíllinn hættur starfsemi Flokkafylgi Allaballar og íhald upp Aðrir flokkar tapa fylgi Alþýðubandalagið og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa bætt veru- lega við fylgi sitt en Alþýðuflokk- ur, Framsókn og Kvennalisti tap- að nokkru samkvæmt niðurstöð- um nýrrar könnunar Skáís fyrir Stöð 2. Alþýðuflokkur fær nú 10,6% en var með 13,5% í síðasta mán- uði. Framsóknarflokkur fer úr 22,6% í 19,6, en þriðji stjórnar- flokkurinn Alþýðubandalagið eykur fylgi sitt úr 10,8% í 11,9%. Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt mest, úr 25% í 33,6% en Kvennalistinn er á niðurleið, nú úr 21,5% í 18,5%. Borgaraflokk- ur mælist með 4% og Þjóðar- flokkur tæp 2% sem er svipað fylgi og í síðustu könnun Skáís. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir atvinnulífið í Þorlákshöfn en við vitum það ekki fyrr en í dag hversu margir koma til atvinnu- leysisskráningar af þeim 100 sem misst hafa atvinnuna“, sagði Guðmundur Hermannsson sveitarstjóri Ölfusshrepps. f gær var síðasti vinnsludagur hjá Meitlinum hf. í Þorlákshöfn 100 manns atvinnulausir og við það missa 100 manns at- vinnuna í lengri eða skemmri tíma. Að sögn Guðmundar Sig- urðssonar skrifstofustjóra fyrir- tækisins voru um 190 manns við vinnu hjá Meitlinum 1. ágúst sl. þegar tilkynnt var að hverju stefndi en síðan þá hafa fjölmarg- ir starfsmenn fengið sér aðra vinnu og skólafólkiö farið. Guðmundur sagði að mikið tap væri á rekstri fyrirtækisns en niðurstöðutölur liggja þó ekki enn fyrir um afkomuna. Hjá Meitlinum hf. eru gerðir út tveir togarar, Þorlákur AR og Jón Ví- dalín ÁR og verður þeirri útgerð haldið áfram. Munu þeir ýmist sigla með aflann eða selja hann á innlendum fiskmörkuðum. -grh Síld Samið við Sovétmenn Að minnsta kosti 150 þús. tonn og sama verðhœkk- un og til Norðurlandanna Sovétmenn skrifuðu í gær- kvöld undir samning við Síldarút- vegsnefnd um kaup á 150 þús. tonnum af saltsíld og um hugsan- leg kaup á 50 þús. tonnum til við- bótar. Samningaviðræður hafa staðið í viku í Reykjavík og er nýmæli í þessum samningum að samið er um heildarmagn en ekki tunnu- fjölda, en 150 þús. tonn jafngilda um 195 þús. tunnum af heilsalt- aðri síld. Þá var samið um verð- hækkun er taki mið af nýgerðum samningum við Svía og Finna. Síldarsöltun hefur legið niðri fyrir austan síðustu daga þar sem búið var að salta upp í gerða samninga en nú er víst að söltun kemst aftur í fullan gang strax í dag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.