Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Fiskiþing Spáð 1,6 milj. tonna afla Fiskimálastjóri: 1987 vargjöfult ár ogþað fjórða íröðsem heildaraflinnfóryfir 1,5 miljónir tonna. Útflutningsverðmœti41,5 miljarðareða 78% af heildarútflutningnum Isetningarræðu Þorsteins Gísla- sonar fískimálastjóra í gær við sonar1 upphaf 47. Fiskiþings sagði hann nauðsyn vera á samdrætti í veiðum á næsta ári og að allt þjóðfélagið yrði að mæta þeirri skerðingu. Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði í sinni ræðu ma. að hæpið væri að búast við verðhækkunum á sjá- varafurðum á næsta ári og við stæðum frammi fyrir þeirri staðreynd að til verulegs atvinnu- leysis gæti komið í fyrsta sinn í langan tíma. Fiskimálastjóri sagði að í dag stæðum við frammi fyrir þeirri staðreynd að nauðsynlegt væri að draga verulega saman í veiði úr verðmætustu fiskstofnunum ss. þorski, rækju, grálúðu og humri á næsta ári. Sérstaklega þegar horft væri til aldursdreifingar þessara fiskstofna og ört smækkandi fisks sem veiddist úr þeim. Fiskimála- stjóri tók undir þær tillögur Hafr- annsóknastofnunar um hámarks- afla þessara fisktegunda á næsta ári að veidd yrðu 300 þúsund tonn af þorski, 20 þúsund tonn af rækju, 30 þúsund af grálúðu og 2.100 tonn af humri. Hann sagði að ef ekki yrði gripið til þessara samdráttaraðgerða gæti svo farið að hið sama gerðist hér við land og hefur gerst við Grænland og Noreg að þorsk- og rækjustofn- arnir hryndu. í setningarræðu fiskimála- stjóra kom ma. fram að sjávar- útvegurinn á síðasta ári hefði ver- ið íslensku þjóðinni gjöfull. 1987 var fjórða árið í röð sem sjávar- afli landsmanna varð meiri en 1,5 miljónir tonna. Ársaflinn var 1.625 þúsund tonn sem gaf af sér í útflutningsverðmæti 41.5 milj- arða króna eða um 78% af heildarútflutningi landsmanna. Ef loðnuaflinn nú verður eitthvað í líkingu við það sem hann var á síðasta ári er því spáð Alþingi Deilt um skjaldar- merki Það kom fram í umræðum á Alþingi í gær að þingmenn eru ekki á eitt sáttir um skjaldar- merki Kristjáns IX á alþingishús- inu. Eiður Guðnason Alþýðu- flokki og Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sjálfstæðisflokki lýstu yfir andstöðu sinni við þingsályktunartillögu Arna Gunnarssonar Alþýðuflokki en hann leggur til að íslenska skjaldarmerkið verði sett á al- þingishúsið í stað merkis Krist- jánsIX. Skúli Alexandersson Alþýðu- bandalagi sagði tillöggu Árna löngu tímabæra. Merki Kristjáns IX hefði verið sett á alþingishúsið þegar það var byggt en nú ætti það að víkja. Það ætti vel heima á Þjóðmynjasafninu en alls ekki á alþingishúsinu. Það væri út í hött að jafna merkinu við vindhanann á Dómkirkjunni og styttuna af Kristjáni X fyrir framan Stjórnar- ráðið eins og Eiður hefði gert. Árni Gunnarsson sagði það ekki viðeigandi að æðsta stofnun þjóðarinnar væri merkt dönskum konungi. íslendingar ættu fagurt skjaldarmerki sem þeir notuðu allt of lítið. Málinu var vísað til annarrar umræðu og allsherjarn- efndar. -hmp Fiskiþing var sett í gær. Rétt til setu eiga 39 fulltrúar, sem koma frá landsbyggðinni og helstu hagsmunasamtökum sjávarútvegsins. Þingið í ár er haldið í skugga slæmrar stöðu fiskvinnslu og útgerðar auk boðaðs samdráttar í veiðum þorsks, rækju, grálúðu og humars á næsta ári. Mynd: Jim Smart. að heildaraflinn 1988 verði ná- lægt 1.650 þúsund tonnum og yrði það fimmta árið í röð sem heildaraflinn yrði meiri en 1,5 miljónir tonna. í fyrra veiddust 390 þúsund tonn af þorski en í ár er búist við að þorskveiðin geti orðið 355 - 360 þúsund tonn sem er sam- dráttur um 30-35 þúsund tonn. „Þarna er uggvænleg þróun þegar litið er á verðmætisvægi þorsksins sem hefur á undanförnum árum gefið nálægt 45% af heildarverð- mætinu,“ sagði fiskimálastjóri. Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði m.a. að þrátt fyrir efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar ss. lækkun vaxta og stöðvun innlendra verðhækkana væri ljóst að mörg sjávarútvegs- fyrirtæki yrðu áfram rekin með talsverðum halla. Hann sagði ást- andið vera alvarlegt í ljósi þess að ekki mætti búast við hækkandi afurðaverði á erlendum mörku- ðum og fyrirsjáanlegur væri sam- dráttur í fiskveiðum á næsta ári. „íslendingar standa í fyrsta skipti í langan tíma frammi fyrir þeirri staðreynd, að til verulegs atvinnuleysis gæti komið,“ sagði ráðherra. Hann sagði jafnframt að í ár mætti gera ráð fyrir því að út- flutningsverðmæti sjávarafurða lækkaði um 2% á föstu verði - í stað 6% aukningar 1987. Halldór sagði að efnahagsráðstafanir fyrri ríkisstjórnar hefðu ekki náð til- skildum árangri vegna þess að verð á frystum afurðum hefði haldið áfram að lækka samfara kostnaðarhækkunum er leiddu annars vegar af óraunhæfum kjarasamningum og hins vegar af auknum fjármagnskostnaði. Sjávarútvegsráðherra sagði ennfremur að nauðsyn væri á enn frekara gæðaátaki í framleiðslu sjávarafurða því það gæti aukið hagnað sjávarútvegsins um milj- arða á hverju ári. Þá ræddi ráðherrann um viðskiptin við Efnahagsbandalagið og fjölgun ríkja innan þess, ásamt þeirri stefnu EB að koma á samræmd- um innri markaði 1992 og þeim kröfum sem því fylgdu. Hann sagði ekki koma til greina að fall- ast á þá stefnu bandalagsins varð- andi aðgang að mörkuðum þess að það fengi aðgang að fiskimið- unum hér. -grh Utanríkismál Vigdís á Varðbergsfundi Óskaði sjálf eftir að fá að sitja fundinn Það hefur vakið nokkra athygli að frú Vigdís Finnbogadóttir forseti skyldi sitja fund Varð- bergs, samtaka um vestræna samvinnu, sem haldinn var sl. laugardag. Þjóðviljinn fékk þær upplýs- ingar á forsetaskrifstofunni í gær að Vigdís hefði sjálf óskað sér- staklega eftir að fá að sitja þenn- an fund, til að hlýða á ræðu utan- ríkisráðherra á fundinum, þar sem henni gæfist ekki oft tækifæri til að fylgjast með umræðum um utanríkismál. Á fundinum hélt Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ræðu og fjallaði hann þar um stefnu sína í utanríkismálum. Reykjavík Meirihlutinn á móti hundum Guðrún Guðjohnsen: Reykjavík aldrei hunda- laus borg. Davíð Odds- son: Hundahald bannað - Þó að meirihluti þeirra sem tóku þátt í þessari skoðanakönn- un hafi lýst sig mótfallinn hunda- haldi í núverandi mynd, tel ég frá- leitt að halda að Reykjavík verði nokkurn tíma hundalaus borg, sagði Guðrún Guðjohnsen, for- maður Hundaræktarfélags ís- lands, eftir að ijóst varð að meiri- hluti þeirra sem tóku þátt í skoð- anakönnun um hundahald í Reykjavík lögðust gegn því. Niðurstöðurnar komu talsvert á óvart þar sem fyrirfram var álitið að þeir sem tækju þátt í könnununni myndu styðja áfr- amhaldandi hundahald í borg- inni. Annað kom á daginn þegar talið var upp úr atkvæðakössu- num; þannig reyndust 60,2% vera á móti en 39,4% með áfram- haldandi hundahaldi. Alls kusu 8777 eða 12,8% atkvæðabærra manna í Reykjavík. Davíð Oddsson borgarstjóri lýsti því yfir á Stöð 2 í gærkvöld að niðurstöðum kosninganna yrði framfylgt og hundahald bannað í höfuðborginni. Þeir sem ættu hunda fyrir fengju að halda þeim en óheimilt yrði að fjölga hund- um í borginni. -*g íþróttahús fatlaðra Söfnunin gekk óvenju vel - Söfnunin hefur gengið alveg frábærlega, viðtökurnar fóru langt fram úr okkar björtustu vonum, sagði Arnór Pétursson, formaður byggingarnefndar íþróttahúss fatlaðra í Reykjavík. Eins og kunnugt er stendur nú yfir Qársöfnun á vegum íþrótta- félags fatlaðar vegna byggingar íþróttahúss í Reykjavík, en fram- kvæmdir við húsið hafa legið niðri í fjögur ár vegna fjárskorts. Arnór sagði að nú þegar hefðu safnast 6 miljónir króna og að ijóst væri að ef fast framlag frá ríki og Reykjavíkurborg fengist næstu fjögur til fimm árin væri hægt að Ijúka byggingu hússins á þeim tíma. - Ég vil gjarna koma því á framfæri, að við sem stöndum í þessum málum erum innilega þakklát öllum þeim sem hafa lagt okkur lið við að koma þessu húsi upp. Við erum mun bjartsýnni á að það gangi, eftir þær frábæru viðtökur sem þessi fjársöfnun fékk hjá almenningi í landinu, sagði Arnór. _ Félagsmálaráðherra Vinnubrögð borgarinnar ámælisverð Félagsmálaráðherra ítrekað undrandi á vinnubrögðum Reykjavíkurborgar ískipulagsmálum. Stefán Valgeirsson vill að lögmœti ráðhússframkvœmda verði kannað Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir að vinnu- brögð Reykjavíkurborgar í skip- ulagsmálum hafi oft vakið undr- un sína þann tíma sem hún hafi verið ráðherra skipulagsmála. Sjö til átta kærur vegna ráðhúss- ins segi sitt og félagsmálaráðu- neytið hafi séð ástæðu til átelja vinnubrögðin við byggingu ráð- hússins sem hafi verið óvönduð og einkennst af fljótfærni. Jóhanna lét þessi orð falla í umræðum um þingsályktunartillögu Stefáns Valgeirssonar en Stefán leggur til að fram fari ítarleg könnun á öllum lagalegum atriðum varð- andi ráðhúsið. „Það versta við málið eru lög- brotin sem fylgdu byggingu ráð- hússins,“ sagði Stefán í gær. Ef ráðhúsið risi myndi það standa skammt frá alþingishúsinu sem minnisvarði um lögbrotin og valdníðsluna sem fram hefði farið við byggingu þess. Þetta yfir- skyggði allt annað í málinu. Ás- geir Hannes Eiríksson Borgara- flokki, sem nú situr á þingi í for- föllum Alberts Guðmundssonar, sagðist ekki geta tekið undir til- lögu Stefáns. Hún þjappaði Reykvíkingum því miður að baki Davíðs Oddssonar borgarstjóra, vegna þess tóns sem væri í tillög- unni. „Það hafa áður komið fram hugmyndir um að misnota Tjörn- ina með þessum hætti,“ sagði Ás- geir. Það yrðu mikil og sorgleg tíðindi ef ráðhús í Tjörninni yrði að veruleika. Miðbærinn moraði af skipulagsslysum og nefndi Ás- geir Morgunblaðshöllina, Seðla- bankann og viðbyggingar Lands- banka og Útvegsbanka sem dæmi. Það væri undarleg árátta að vilja byggja í Tjörninni þegar fátt annað bæri fyrir augu frá miðbæ til Melrakkasléttu en óbyggðar lóðir. Sá þingmaður sem hvað harð- ast mælti á móti Stefáni var Guð- mundur H. Garðarsson Sjálfs- tæðisflokki. Hann sagði tillöguna fela í sér mikla andúð í garð Reykvíkinga. Það væri fáheyrt að þingmaður vildi beita valdi Al- þingis gegn einu sveitarfélagi og sleppa jafnvel dómstólum á það. Stefán vildi koma í veg fyrir lög- legar framkvæmdir í Reykjavík og tillaga hans væri svo ólýðræð- isleg að það sætti undrum að hann skyldi leggja hana fram. -hmp 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.