Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 6
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Allir í strætó Umferð bíla á höfuðborgarsvæðinu er orðin það mikil að til vandræða horfir. Þrátt fyrir kostnaðarsöm umferðarmann- virki hafa breytingar á gatnakerfinu ekki orðið það miklar að þær vegi upp stóraukinn fjölda bíla. Það blasir reyndar við að ekki verður endalaust unnt að mæta fjölgun bíla með því að leggja stöðugt meira fé í að breikka hraðbrautir, fjölga um- ferðarljósum eða lækka hámarkshraða. í reynd er sú stefna, að byggja samgöngukerfi höfuðborg- arsvæðisins fyrst og fremst á einkabílum, komin inn í blind- götu. Eina leiðin út úr því öngstræti er að snúa við. Haldi fram sem horfir mun stöðugt meira fé verða ausið í rándýr umferðarmannvirki, stöðugt mun fjölga fórnarlömbum um- ferðarslysanna og stöðugt mun verða erfiðara að komast leiðar sinnar. Róttæk stefnubreyting í samgöngumálum er það eina sem komið getur í veg fyrir algjört öngþveiti á þessum vettvangi. Langnærtækast er að efla samgöngur með almenningsvögnum. Samgöngur með almenningsvögnum hafa síður en svo vaxið í takt við óhóflega fjölgun einkabíla. í sumum tilfellum hefur þvert á móti verið um að ræða verulegan samdrátt á síðustu misserum. Málið er komið í þann vítahring að lítil fjölgun farþega kemur í veg fyrir aukna þjónustu í almenn- ingsvagnakerfinu en léleg þjónusta fælir aftur fólk frá að nota það svo að farþegum fjölgar ekki. Hér verða stjórnvöld og sveitarfélög, ein eða í samvinnu við ríkisvaldið, að rjúfa þennan vítahring og blása nýju lífi í almenningsvagnakerfið. Höfuðborgin og þéttbýlissveitarfélög í nágrenni hennar ná yfir ótrúlega stórt svæði. í þeim níu sveitarfélögum, sem venjan er að telja til höfuðborgarsvæðisins, eru 134 þúsund íbúar. Víða um heim standa fjölmennari borgir á miklu minna landsvæði en þau níu sveitarfélög, sem hér eru til umræðu og ná frá Kjalarnesi og suður í Hafnarfjörð. Landamæri milli sveitarfélaga hafa valdið því að byggðin hefur ekki þróast á samfelldan og eðlilegan máta. Sá, sem lítur á Reykjavík og nágrannabyggðir úr lofti og veit ekki hvernig löndum er skipt milli sveitarfélaga, hlýtur að furða sig á því hvernig byggðin teygist norður með ströndinni á meðan stórar landspildur eru óbyggðar milli Kópavogs og Garðabæjar. Við skipulag byggðar á Reykjavíkursvæðinu hefur þess oft ekki verið gætt að vegalengdir innan bæjar væru sem stystar. Vöxtur borgarinnar hefur ekki verið samfelldur út frá einum kjarna, heldur hafa sprottið upp ný hverfi oft fjarri annarri byggð. Eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins er því fjöldinn allur af geysistórum opnum svæðum, sem líta vel út á skipulagskortum en eru í reynd óræktarblettir þar sem ekkert skjól er að finna þegar farið er út úr einkabílnum. Nú eru a.m.k. fjórir aðilar sem annast samgöngur með almenningsvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Strætisvagnar Reykjavíkur og Strætisvagnar Kópavogs hafa nokkra sam- vinnu sín á milli en að öðru leyti er tæpast um nokkra samvinnu að ræða. Almenningsvagnaferðir í Garðabæ eða í Hafnarfjörð eru í engum tengslum við strætisvagnakerfi höfuðborgarinnar. Innanbæjarferðir í þessum sveitarfé- lögum eru fáar og jafnast t.d. alls ekki á við það sem tíðkað er á Akureyri. Farþegi sem ætlar með almenningsvagni ofan úr Mosfellsbæ og út á Álftanes getur lent í verulegum vandræðum og eins líklegt að hann gefist upp á miðri leið og kalli í leigubíi. Nú berast þær fréttir að sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu ætli loksins að láta verða af því að skipuleggja sameigin- legar samgöngur almenningsvagna. Án efa mun það kosta töluvert fé að koma upp nýju kerfi. Ugglaust þarf að fjölga bæði vögnum og bílstjórum. En þau útgjöld gætu skilað sér margfaldlega til baka ef unnt væri að draga úr umferð einka- bíla. ÓP Skrítinn fugl Ingvi Hrafn Jónsson er búinn með bókina sem hann var að skrifa í laxveiðitúrunum í sumar og byrjaður að auglýsa hana, fyrst í frægum spjallþætti á Stöð tvö í fyrri viku, og nú um helgina með viðtali í DV, og ber ekki á öðru en útbreiðslustarfið gangi bærilega, enda segist rithöfund- urinn í DV-viðtalinu einmitt hafa lært Public Relation í Bandaríkj- unum og hafa verið „með skrif- stofu hér úður ett ég gekk í ríkis- fjötrana“. Að „ganga í ríkisfjötrana“ er það sama og að verða fréttastjóri á sjónvarpinu, en Ingvi Hrafn er nú sem kunnugt er genginn úr ríkisfjötrunum aftur enda hlýtur þessi gönguför í fjötrunum að vera frekar ævintýraleg: „Nú nýt ég þess í botn að vera laus frá kerf- inu“ segir doktor Public Relation við DV. Happadráttur til þjóðarinnar Pað sést á viðtalinu í DV að það eru fyrst og fremst hugsjóna- ástæður sem hafa örvað Ingva Hrafn Jónsson til ríkisfjötragöng- unnar. Ingvi Hrafn varð meira að segja að færa ýmsar efnahags- legar fórnir við að verða þjónn þjóðarinnar í sjónvarpi allra landsmanna, - kannski væri bet- ur við Ingva hæfi að tala um yfir- Þjón. Þegar Markús Orn Antonsson útvarpsstjóri „óskaði eftir“ að fá Ingva Hrafn í sjónvarpið útaf PR- kontórnum voru aðstæður ekki sem heppilegastar. „Ég ákvað að scekja ekki um því að ég myndi la kka mikið í launum þar sem ég hafði það gott í eigin atvinnu- rekstri. “ En gæfan var í það sinn með okkur svo um munaði: „Þegar ég stðan fékk hœsta vinning í Happ- drœtti Háskóla íslands ákvað ég að nota þá peninga í starfið því mér þótti það heillandi. Vegna vinningsins hafði ég efni á að verða opinber starfsmaður. “ Þetta var mikill happadráttur í Háskólalotteríinu, enda stóð ekki á afrekunum á færibandi hjá Ingva Hrafni: „Við tókum mjög öfluga og virta fréttastofu og fœrð- um hana inn í nútímann. Gerðum hana harðari, agressívari og meira áberandi íþjóðfélaginu.“ Eða einsog þeir sögðu í gamla daga: Stór gumpur þarf víða brók. Aumingja Ingimar Hvernig ætli Ingimari Ingi- marssyni núverandi þingfréttarit- ara líði í starfi? í öðru frægu við- tali við Ingva Hrafn varð aum- ingja Ingimar fyrir því að vera líkt við einn kunnasta óþokka ís- lenskra bókmennta, Mörð Val- garðsson, og í nýja viðtalinu fær Ingimar aðra dembu engu skárri: hann var böðull Markúsar í Sjón- varpshúsinu, segir fréttastjórinn fýrrverandi, „augu hans og eyru og kjaftaði öllu í Markús sem gerð- ist“ ... „bara strengjabrúða Mark- úsar“ sem síðan var ,Jórnað eins og eitruðu peði“. Soldið snúið líkingamál hjá PR-manninum, en ekki verður Ingimar þarfyrir skárri, það er víst Iítið rætt við hann á sjónvarp- inu núna: „Ingimar greyið var bara maður sem gaf sig út í þetta. Hann var notaður og það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti í líf- inu.“ Og má út af fyrir sig taka undir þau orð Ingva Hrafns. Þá er betra að vera rekinn. Útvarpsráðsduld Það hefur fylgt Ingva Hrafni að vera vel skorinorður en ekki að sama skapi skýrmæltur. í viðtal- inu Iætur hann stór orð falla um núverandi útvarpsstjóra, sem eftir stjórnarskiptin sé „á fjórum fótum“ eftir að hafa ástundað þann sið að senda á fréttastofuna ræður Sjálfstæðisflokksráðherra, og haft þar njósnara. En samt á öllu fremur að leggja niður útvarpsráð. Það er í augum fréttastjórans fyrrverandi upphaf og endir alls ills í Ríkisútvarpinu. Þegar nýju útvarpslögin verða endurskoðuð segir Ingvi Hrafn að útvarpsráð hljóti að verða lagt niður. Hvað á að koma í staðinn? spurja menn, og ekki stendur á svari: „Síðan á útvarpsstjórinn að ráða menn sér við hlið sem bera ábyrgð á dagskránni en ekki eitthvert ömurlega skipað útvarps- ráð.“ Var það ekki einmitt það sem gerðist? Einhvernveginn minnir mann að Markús Örn Antonsson hafi ráðið Ingva Hrafn Jónsson án þess útvarpsráð væri mjög með í ráðum, að þeim Erni og Hrafni hafi sinnast án afskipta út- varpsráðs og að lokum hafi Markús rekið Ingva án þess að útvarpsráð væri spurt. Utvarpsráð er með óvinsæl- ustu fyrirbrigðum í samfélaginu, og raunar ekki að ósekju, því að þar í gegn hafa ráðandi stjórnmálamenn, - einkum úr Sjálfstæðisflokki - , fyrr og síðar reynt að hafa taumhald á fréttum og dagskrá. Nýju útvarpslögin breyttu þessu að hluta, þannig að ráðið getur ekki lengur gripið inn fyrir- fram gegn einstökum starfs- mönnum og efni þeirra, og nýju lögin juku svo mjög vald útvarps- stjóra að æviráðning hans er orð- in gjörsamlega útí hött. Utvarpsráðsduld Ingva Hrafns og fleiri nú- og fyrrverandi starfs- manna er mjög eðlileg. Hinsveg- ar er varla svarið að leggja ráðið niður til að gera útvarpsstjórann enn valdameiri, heldur miklu frekar að tryggja fagleg vinnu- brögð í ráðinu um leið og það endurspegli nokkurnveginn regnbogann af íslenskum skoð- unum og íslenskum smekk. Framleiddur formaður í starfsþjálfun Ingvi Hrafn er Davíðsmaður innan Sjálfstæðisflokksins og fer óblíðum orðum pm Þorstein Pálsson. Eftir að hafa haldið svo- litla skammaræðu um hinn nýja fulltrúa heimskommúnismans á íslandi í augum íhaldsmanna, Stefán Valgeirsson, segir Ingvi Hrafn að auðvitað hafi þurft að mynda nýja stjórn: „Þjóðin hafði ekki lengur efni á þessum óvina- fagnaði og þessari starfsþjálfun formanns Sjálfstœðisflokksins í forsœtisráðherrastarfinu,“ segir Ingvi Hrafn: „Það var vitað málað samstarf Jóns Baldvins, Stein- gríms og Þorsteins var löngu brost- ið. Það sem gerðist var að Þor- steinn greyið lendir með þeim fé- lögum sem drukku í sig stjórnmálin með móðurmjólkinni. Þorsteinn er hinsvegar stjórnmála- maður sem er búinn til, hann er framleiddur. “ Happdrættisvinningur for- manns Sjálfstæðisflokksins er sumsé á þrotum. Kannski hann ætti að fara að skrifa bók? -m Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 / Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson. Sigurður Á. Friðþjófsson, Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurO. Pótursson Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri:OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgr'ðurSigurðardóttir. Bílstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtthelgarblað: 100kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.