Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Hversvegna kynsferðisleg misnotkun? Norska kvikmyndin um kyn- ferðislega misnotkun á börnum, sem sýnd var á Stöð 2 á sunnu- dagskvöld, var engin snilldarleg úttekt á þessu vandamáli, en hún þjónar því þarfa hlutverki að vekja máls á stóru vandamáli sem allt of mikil þögn er um. Óhugn- anlega stór hluti barna verður fyrir kynferðislegri áreitni og misnotkun á heimilum sínum; oftast þegja þau um það og ala með sér sektarkennd, og þessi reynsla íþyngir þeim ævilangt. Þess utan hafa vaxandi hópar barnaníðinga á Vesturlöndum fundið leið til að svala fýsnum sínum meðal fátækra barna í fá- tækrahverfum heimalanda sinna og þó einkum í löndum þriðja heimsins. Veigamikill hluti þessa vanda- máls er sú þögn sem hefur ríkt um það. í skjóli hennar eru barna- níðingar óáreittir við iðju sína, og vegna hennar byrgja fórnarlömb þessa athæfis reynslu sína inni þannig að hún verður þeim enn stærra vandamál. Aukin umræða hlýtur að hvetja fórnarlömbin til að leita aðstoðar, til að eyða eigin sektarkennd og til að stöðva at- hæfi barnaníðinganna. Þess vegna ber að fagna norsku mynd- inni og slíkri umræðu. Hins vegar kom það fram í myndinni og í umræðunni á eftir, að við erum komin mjög skammt á veg með að skilja vandamálið og hvernig ráðast megi að rótum þess. Það viðhorf var mjög ráðandi í myndinni að efla þyrfti löggæslu og herða refsingar barnaníðinga. Þessi slagsíða er kannski ekki óháð því að myndin er gerð að tillhlutan norska dómsmálaráðu- neytisins, sem er þekkt fyrir þá afstöðu að ráðast gegn glæpum með herðingu refsinga. Svipað sjónarmið kom fram hjá rannsóknarlögreglukonunni í umræðunum á eftir og hún benti á þá umhugsunarverðu stað- reynd, að barnaníðingar fá mjög væga dóma miðað við þá sem gera sig seka um auðgunarbrot (og þá hefur hún væntanlega átt við innbrot og þess háttar en ekki fjárdrátt og önnur hvítflibbaaf- brot). Þetta sýnir okkur hvernig refsilöggjöf okkar er gegnsýrð af hugarfari sem metur eigur góð- borgaranna meira en andlega vel- ferð barna. Þeirri skoðun hefur hins vegar vaxið ásmegin meðal þeirra sem fjalla um afbrotamál af einhverri faglegri þekkingu, að herðing refsinga hafi mjög takmörkuð áhrif til að draga úr afbrotum. Vilji menn í alvöru stemma stigu við kynferðislegri misnotkun á börnum, er kannski hugsanlegt að herða refsingar, en margt fleira verður að koma til. Fyrst og fremst þurfum við að skilja hvað veldur þessu atferli. í umræðunum eftir sjónvarps- myndina vék Guðrún Jónsdóttir að tveim almennum skýringum, sem raunar komu báðar fram í myndinni. Annars vegar væru karlmenn árásargjarnari en kon- ur, eða hefðu að minnsta kosti minni hemil á árásargirni sinni. Var á Guðrúnu að skilja að hún teldi hæpið að leggja slíka skýr- ingu til grundvallar í afstöðu til vandamálsins, og vil ég taka undir það. Hins vegar sagði Guð- rún að hægt væri að skilja kyn- ferðislega misnotkun karla á börnum sem lið í viðleitni þeirra til að halda völdum sem karl- menn. í þættinum hafði talsmað- ur breskra samtaka fórnarlamba reyndar sett fram sams konar skýringu á þeirri kynferðislegu misnotkun sem faðir hans hafði beitt hann og systkini hans. Mér finnst augljóst að þessi skýring hefur nokkuð til síns máls, rétt eins og það atriði að karlmenn hafa oft minna taumhald á árás- argirni sinni, en hvorugt atriðið getur verið nein allsherjar skýring. Ólafur Oddsson, forstöðu- maður neyðarathvarfs Rauða krossins, hafði margt skynsam- legt til málanna að leggja í um- ræðunum. Hann minntist meðal annars á það, að vitneskjan um kynferðislega misnotkun karla á börnum hefði oft þau áhrif að hefta feður við að láta vel að börnum sínum. Það er nefnilega svo, að þótt opinberlega sé þagað um þessa misnotkun, er almenn- ingur mjög á varðbergi gagnvart henni og fjöldi karlmanna forðast að snerta börn af ótta við að fá orð á sig fyrir óeðli. í menningu okkar eru menn fljótir að sjá kyn- ferðislegt innihald í atferli karl- manna gagnvart börnum, en mjög seinir til að sjá slíkt innihald í atferli kvenna. Það er síðan þekkt staðreynd í afbrotafræðum að liggi menn undir grun um saknæmt atferli, eru þeir líklegri en ella til að drýgja það. Ef karl- maður faðmar stúlkubarn og er ásakaður um kynferðislegt atferli gagnvart henni, er hann líklegri til að hafa í frammi kynferðislegt atferli gagnvart stúlkubörnum en ella. Þetta er ein hlið málsins, og önnur hlið málsins 'er sú að oft hafa karlmenn ekki eðlilega og afslappaða afstöðu til líkam- legrar snertingar við börn. Þeir óttast þessa snertingu og hún get- ur líka tekið á sig mynd forboð- inna ávaxta í hugarheimi þeirra og þeir leiðst út á brautir kyn- ferðislegrar misnotkunar. Þegar Ómar Valdimarsson spurði viðmælendur sína í sjón- varpssal, hvort til væri einhver menningarheimur þar sem kynlíf með börnum þætti sjálfsagt, var spurningunni eiginlega vísað frá. Þetta var að vísu klaufalega orð- uð spurning, en efni hennar þó ekki fráleitt. Við þekkjum fornar menningarþjóðir, þar sem það þótti sjálfsagt að eldri menn hefðu kynmök við kornunga ung- linga, og oft í sögu mannkyns hef- ur bannið við sifjaspellum verið virt að vettugi meðal stórra hópa. Ég held hins vegar að þegar við tölum um kynferðislega misnotk- un á börnum í samfélagi okkar séum við að tala um menningar- legan sjúkdóm sem tengist af- skræmdu karlhlutverki okkar tíma og upplausn þess. Óhugnan- lega stór hluti karlmanna á við verulega tilfinningalega bæklun að stríða, og margir karlmenn berjast örvæntingarfullri baráttu til að reyna að lialda í þau völd og forréttindi, sem fylgt hafa kyni þeirra, og það er fyrst og fremst í þessu ljósi sem við eigum að skoða kynferðislega misnotkun á börnum. Við eigum fyrst og fremst í höggi við sjúkdóm, og eins og aðrir sjúkdómar tekur hann sér bólfestu í ákveðnum sjúklingum. Ég verð hins vegar að segja það að ég óttast að umræða um kyn- ferðislega misnotkun verði til þess að magna upp einhverja galdrabrennustemmningu gagnvart þeim sjúku einstak- lingum sem gera sig seka um þetta athæfi. Auðvitað verða þeir að taka út refsingar, séu þeir sak- hæfir, en við ráðumst ekki að ró- tum vandans með því að taka slíka einstaklinga úr umferð, heldur með því að kljást við þann menningarlega sjúkdóm sem skapar slíka einstaklinga. Samfélag okkar hefur ríka þörf fyrir að finna sér syndaseli sem þegnarnir geta sameinast um að ráðast á. Það er ekki lengur til siðs að nota gyðinga í þetta hlut- verk, en undanfarna áratugi hafa menn reynt að setja eiturlyfjasala í hlutverkið og talað um forríka sölumenn dauðans. Það hefur hins vegar komið í ljós að hér á landi virðist sala og dreifing ólög- mætra fíkniefna vera í höndum neytenda sjálfra og nokkurra smábísnessmanna, sem oft eru að reyna að bjarga hallarekstri á öðrum vígstöðvum. Slíkir menn eru óhentugir í hlutverkið „óvin- ur fólksins", en barnaníðingar hafa hins vegar allt til þess að bera. Almenningur krefst harð- ari refsinga yfir þeim, og mestu hæglætismenn lýsa því yfir að þeir myndu drepa þá menn eigin hendi, sem svívirtu börn þeirra. Slík viðbrögð eru skiljanleg, en þau eru engan veginn til þess fall- in að leysa þann vanda sem við er að etja. Gestur Guðmundsson skrifar vikulegar greinar í Þjóðviljann Gestur Guðmundsson skrifar „Ég held að þegar við tölum um kynferðislega misnotkun á börnum ísamfélagi okkar séum við að tala um menningarlegan sjúkdóm sem tengist afskrœmdu karlhlutverki okkar tíma og upplausn þess. “ Að aðstoða kariveldið? Stefanía Traustadóttir skrifar „Pú segir að karlveldið láti ekki að sér hæða ogþví er ég hjartanlega sammála ogþaðþarf enga hjálp. Pess vegnafinnstmér vontþegar konur hlaupa til og gera lítið úrþeim störfum sem aðrar konur eru að takast á við. “ Ég ætlaði að skrifa grein sem átti að heita „Kvenfyrirlitningin lætur ekki að sér hæða“. En ég er hætt við það þar sem ég vona að ég hafi misskilið Sigþrúði Helgu Sigurbjamardóttur í grein henn- ar í Þjóðviljanum 26. okt. s.l. Þess vegna langar mig til að spyrja hana um dálítið áður en ég sest niður og eyði tíma mínum í frekari skrif og svör til hennar. í fyrsta lagi: Verður hefðbund- ið stjórnunar- og ábyrgðarstarf karla að hefðbundnu kvenna- starfi þegar konur eru orðnar meirihluti þeirra sem eru í við- komandi starfi? Þ.e. þarf inntak starfsins að breytast við það? I öðru lagi: Eru það bara kon- urnar sem vinna slíkt starf á „hefðbundinn“ kvenlegan hátt? Og eru þeir karlar, sem við þessar aðstæður eru í minnihluta í starfs- greininni, áfram í hefðbundnu karlastarfi (bera ábyrgð og stjórna) eða verður þeirra starf líka hefðbundið kvennastarf og þeirra hlutverk í starfinu „að styðja undir karlana og væntan- lega að létta þeim störfin“? I þriðja lagi: Ef næsti yfirmað- ur konu í slíku starfi er kona, verður þá eðli starfs aðstoðar- manns öðruvísi en ef yfirmaður- inn er karl? En ef aðstoðarmað- urinn er karl og yfirmaðurinn kona hvað þá? Er karlinn þá í hefðbundnu kvennastarfi og þjónar og léttir störf konunnar sem er þá í hefðbundnu karla- starfi? Og hvað gerist þegar bæði yfirmaður og aðstoðarmaður eru karlar? Hver þjónar þeim? Ef við erum að tala um ráðherra og að- stoðarmann hans þá hlýtur svarið að vera ráðuneytisstjóri! Er þá starf ráðuneytisstjóra hefðbund- ið kvennastarf? (Nú er kona orð- in ráðuneytisstjóri! Þýðir það að starfið er að breytast úr einhverju valdamestu embætti ríkiskerfis- ins í það að verða vinnukonu- starf?) Á þetta kannski bara við þegar yfirmaðurinn er karl og að- stoðarmaðurinn kona? Á ég kannski að ganga svo langt að spyrja hvort þetta eigi bara við þegar yfirmaðurinn er alþýðu- bandalagsmaður og aðstoðar- maðurinn líka. Þessar vangaveltur mínar - hvenær og hvernig hefðbundið stjórnunar- og ábyrgðarstarf karla verður að hefðbundnu þjónustustarfi kvenna - koma kvenmannslausum ráðherrastól- um Alþýðubandalagsins ekkert við. Ég viðurkenni þó fúslega að það er stór rós í hnappagatið á Kvennalistanum og harma það. En ég er líka þeirrar skoðunar að sú rós er ekkert samanborið við þann blómvönd sem Kvennalist- inn fékk frá Alþýðubandalaginu þegar það hafnaði konu sem for- manni flokksins fyrir réttu ári. Þá hafði Alþýðubandalagið tækifæri til að breyta ásýnd flokksins svo að um munaði Markmið kvenfrelsisbarátt- unnar hefur verið að brjóta múra, m.a. múra hins kynskipta vinnumarkaðar. Konur hafa ver- ið hvattar til að troða nýjar slóð- ir, sýna að þær þori, geti og vilji. Við höfum velt því fyrir okkur hvers vegna störf eins og t.d. kennarastörfin töpuðu virðingu og lækkuðu í launum þegar kon- urnar komu þar til. Þetta hefur okkur fundist vera ómaklegt verk „karlveldisins'* - fuss og svei! Én hvað erum við að gera núna? Það er nefnilega svo einkennilegt að síðustu vikur hef ég bara heyrt kunur tala af álíka lítilsvirðingu og þú Sigþrúður, um störf að- stoðarmanns ráðherra. Og það finnst mér vont. Þú segir að karl- aveldið láti ekki að sér hæða og því er ég hjartanlega sammála og það þarf enga hjálp. Þess vegna finnst mér vont, þegar konur hlaupa til og gera lítið úr þeini störfum sem aðrar konur eru að takast á við. Sérstaklega þegar þær eru að brjóta múra. Það munar um hvern steininn. Stefania er starfsmaður Jafnréttisráðs og formaður ABR Þriðjudagur 1. nóvember 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.