Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 8
-------I ÍÞRÓTTIR > Handbolti Tvö töp gegn norskum Norsk lið betri en íslensk? Breiðablik tapaðifyrir Stavanger á heimavelli og FH tapaðifyrir Fredensborg/Ski Óskar Ármannsson átti ágætan leik með FH gegn norska liðinu Fredensborg/Ski. Hér sést hann í baráttu við Steinar Birgisson sem nú leikur í Noregi við mikinn orðstír. Norsk félagslið eru betri en ís- lensk, ef marka má fyrri leiki Breiðabliks og FH í Evrópu- keppninni í handbolta um helg- ina. Breiðablik fékk Stavanger í heimsókn og er líklega úr leik eftir fjögurra marka tap. FH á enn möguleika á að komast áfram þrátt fyrir fimm marka tap, því liðið lék á útivelli og eru fimm marka sveiflur á heima- eða úti- leikjum ekkert óalgengar. Breiðablik-Stavanger 25-29 Breiðablik hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku frá síðasta kepp- nistímabili en bræðurnir Aðal- steinn og Björn Jónssynir leika ekki lengur með liðinu. Það má segja að Stavanger hafi slegið Kópavogsliðið út úr Evrópu- keppninni strax á fyrstu mínútun- um því liðið náði sjö marka for- ystu, 9-2, og var erfitt fyrir Breiðablik að vinna slíkt forskot upp. Að vísu gáfust Blikarnir aldrei upp og náðu að minnka muninn í tvö mörk þegar best lét. En munurinn var fjögur mörk í lokin og stendur Stavanger því vel að vígi. Hornamennirnir Jón Þórir Jónsson og Þórður Davíðsson áttu bestan ieik Blikanna og skoruðu þeir samtals 13 mörk, eða yfir helming marka liðsins. Jón Þórir skoraði 7 og Þórður 6 en Hans Guðmundsson skoraði einnig 6 mörk. Kristján Halldórs- son skoraði 2 mörk, Andrés Magnússon 2 og þeir Haukur Magnússon og Pétur Arnarson skoruðu sitt markið hvor. íslenskur handknattleikur er mun hærra skrifaður en norskur og því synd að tapa svona fyrir þessu liði. En Breiðablik er vængbrotið lið eftir bræðramiss- inn og er ekki líklegt til afreka í vetur. Það er hins vegar ekki ólík- legt að toppliðin hér á landi hefðu unnið þetta norska lið því það sýndi enga snilldartakta. Fredensborg/Ski-FH 30-25 Þessi leikur féll algerlega í skuggann af úrslitaleiknum í bik- arkeppni knattspyrnunnar í Ósló og er það kannski eins gott. Það stefndi í mun stærra tap og höfðu Norðmenn á tímabili 10 marka forystu í leiknum. Þegar staðan var 27-17, Norðmönnum í hag, tóku FH-ingar það til bragðs að taka skyttur Norðmanna úr um- ferð og við það riðlaðist leikur þeirra. Þá kontu átta mörk frá FH-ingum á móti þrem mörkum Fredensborg og eru möguleikar FH-inga í keppninni því enn raunhæfir. FH-ingar eru varla komnir í góða leikæfingu vegna þess hve keppnistímabilið byrjar seint í ár. Þeir eiga að geta mun betur og vonandi tekist þeim betur upp um næstu helgi. Varnarleikur liðsins var furðu lélegur og þarf Viggó Sigurðsson að fínna eitthvert ráð við því. Þá er athygl- isvert að landsliðskempan og línumaðurinn snjalli Þorgils Ótt- ar Mathiesen skoraði aðeins tvö mörk í leiknum. Atkvæðamestir í liði FH voru þeir Óskar Ármannsson sem skoraði 7 mörk, Héðinn Gilsson með 6 mörk og Guðjón Árnason með 5 mörk. Gunnar Beinteins- son skoraði 3 mörk, Þorgils Óttar 2 og Óskar Helgason sömuleiðis 2 mörk. Og þá er bara að fjölmenna í Fjörðinn um næstu helgi og tiyggja áframhaldandi þátttöku FH-inga í Evrópukeppni félags- •iða. -bb/þóm Karfa Njarðvík vann Keflavík Haukar töpuðufyrir Val Úrslit Keflavík-Njarðvík.............82-84 KR-ÍS........................108-71 Valur-Haukar..................77-69 Þór-Tindastóll................76-79 Grindavík-ÍR..................59-61 Staðan A-riðill ..8 8 0 727-582 16 ..8 5 3 699-629 10 ..8 2 6 637-619 4 ..8 1 7 634-771 2 ..8 0 8 499-811 0 Keflavík B-riðill 8 7 1 681-578 14 KR 8 6 2 637-589 12 Haukar 8 5 3 770-671 10 ÍR 8 4 4 598-572 8 Tindastóll .. 8 2 6 676-736 4 íslendingar unnu Skota 3-1 en töpuðu fyrir írum 3-2 í lands- keppni þjóðanna í karate sem haldin var á írlandi á laugardag. Þá unnu írar Skotana 4-1 og sig- ruðu þeir því í keppninni. (opnum flokki náði Konráð J. Stefánsson þeim árangri að vinna til gullverð- launa en hann barðist þrisvar og vann í öll skiptin. Árangurinn verður að teljast mjög góður því bæði Skotar og írar eiga menn sem hafa komist á verðlaunapall á heimsmeistaramótum. Konráð er til hægri á myndinni hér til hlið- ar. Njarðvík..... Valur........ 'Grindavík ... Þór.......... ÍS........... 8 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.