Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 9
IÞROTTIR Noregur Leikmenn Brann í rakstur Brann tapaði seinni úrslitaleiknum ínorska bikarnum gegn meisturum Rosenborg. Síðasti leikur Bjarna með Brann Bjami Sigurösson (hér skegg- laus) mun væntanlega leika á Is- landi á næsta ári eftir fjögurra ára útlegð í Noregi. Nú geta leikmenn Brann loks rakað af sér skeggið en þeir hafa sem kunnugt er ekki rakað sig í allt sumar. Þeir strengdu þess heit að raka sig ekki fyrr en þeir yrðu slegnir út i bikarkeppninni og það var dregið á langinn eins lengi og mögulegt var. Tvo úrslitaleiki þurfti til að nýkrýndum deildarmeisturum Rosenborg tækist að vinna bikarinn og Brann sat því eftir með sárt enn- ið, eða loðinn vangann því þeir voru allir orðnir fúlskeggjaðir. Eins og greint var frá í síðustu viku átti Brann alla möguleika á að tryggja sér bikarmeistaratitil- inn í fyrri leik liðanna, en honum lauk með jafntefli, 2-2, eftir framlengingu. í síðari leiknum gekk dæmið hins vegar ekki upp og Rosenborg vann öruggan sigur, 2-0. Það voru tvö mörk á átta mín- útna kafla í fyrri hálfleik sem gerðu útslagið í þessum leik. Fyrra markið var sérlega glæsi- legt. Göran Sörloth, sem skoraði bæði mörk Rosenborg í fyrri leiknum, fékk þá sendingu frá hægri kanti en hann var þá urn 35 metra frá marki Brann. Engu að síður skaut hann viðstöðulausu skoti, yfir Bjarna í markinu og í netið. Bjarni var ekki illa stað- settur og varla hægt að kenna honum um þetta frábæra mark. Seinna markið kom aðeins átta mínútum síðar en þá missti Bjarni af sendingu inn í vítateig frá vinstri kanti. Vörn Brann var illa á verðinum og átti Karl Peter Löken ekki í vandræðum með að renna boltanum í markið. Þetta var einmitt mesti munurinn á Brann frá fyrri leiknum en þá var vörn liðsins þétt og föst fyrir. Annars var sigur Rosenborg aldrei í hættu og má segja að Brann hafi tapað bikarnum í fyrri leik liðanna. Bjarni á heimleiö Bjarni Sigurðsson lék þarna kveðjuleik sinn með Brann en hann er á förum frá liðinu og leikur að öllum líkindum á ís- landi á næsta ári. Til stóð að hann færi til Gautaborgar en ekkert verður af því. Teitur Þórðarson verður hins vegar áfram í Noregi og mun þjálfa Brann á komandi ári. Hann hefur nú sóst eftir veru Ólafs Þórðarsonar og er líklegt að Ólafur þiggi boðið. Mun verða sjónarsviptir að þessum „harða köggli" eins og hann er oft kallað- ur. -bb/þóm Enska knattspyrnan Rush skoraöi-Liverpool vann Liverpool nú „aðeins“ átta stigumfrá Norwich og er ífjórða sœti. Millwall tapaði sínumfyrsta leik og eftirlét Arsenal annað sœtið Liverpool sigraði loks í 1. deildinni eftir fádæma slaka frammistöðu að undanförnu. Liðið sigraði West Ham á Upton Park í Lundúnum og braut Ian Rush ísinn um niiðjan síðari hálf- leik með glæsilegu marki. Mark- ið, sem er hans fyrsta í deildinni í ár, skoraði hann með vinstrifótar skoti rétt utan vítateigs og átti All- en McKnight í marki West Ham ekki mögulcika á að vcrja. Peter Beardsley bætti öðru marki við fyrir meistarana á 78. mínútu og var sigur þeirra þá tryggður. Þeim hefur gengið af- leitlega í áíðustu leikjum en Kenny Dalglish ætti að geta andað léttar eftir þennan sigur. Liðið er nú átta stigum á eftir Norwich í fyrsta sætinu en bilið milli liðanna var tíu stig fyrir leiki helgarinnar. Alan Smith er enn lang marka- hæstur í 1. deild meö 13 mörk. Norwich gerði nefnilega jafn- tefli við Southampton, 1-1, en er engu að síður með sex stiga for- skot í deildinni. Robert Fleck náði forystunni í leiknum með sínu sjöunda marki í deildinni en Danny Wallace jafnaði á 68. mín- útu leiksins og þar við sat. Millwall tapaði sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu þegar liðið mátti þola 4-2 ósigur gegn Middlesbrough á útivelli. Teddy Sheringham og Tony Cascarino náðu forystunni fyrir nýliðana eftir að Bernie Slaven hafði skorað fyrsta mark leiksins strax í upphafi. Síðari hálfleikur var síð- an einstefna á mark Millwall og skoruðu Stuart Ripley, Mark Burke og Gary Parkinson eitt mark hver og öruggur sigur „Boro“ því í höfn. Arsenal komst í annað sætið með sigri á Coventry, 2-0. Liðið spilar mikla sóknarknattspyrnu og hefur skorað lang flest mörkin í deildinni. Alan Smith er þar fremstur í tlokki markaskorara með 13 mörk en hann skoraði ekki í leiknum á laugardag. Mörk Arsenal gerðu þeir Michael Thomas og Tony Adams og stefnir fallbyssuliðið nú hraðbyri á toppinn. Nágrannar Arsenal, Totten- ham gengur hins vegar mjög illa um þessar mundir. Terry Venabl- es, stjóri Tottenham, eyddi fimm miljónum sterlingspunda í nýja leikmenn í sumar en kaupin hafa ekki borið árangur. Liðið er nú í neðsta sæti deildarinnar en á laugardag gerði Aston Villa Tott- enhant að fórnarlambi sínu og sigruðu 2-1. Derby gerði greinilega góð kaup þegar liðið fjárfesti í Dean Saunders frá Oxford. Liðinu hafði ekki tekist að skora í sex vikur en Saunders skoraði tvö marka liðsins í 4-1 sigri á bikar- meisturum Wimbledon. -þóm Vinstrifótar skot lan Rush þandi netmöskva West Ham og kom Liver- pool á bragðið. Langþráð mark hjá Rush og langþráður sigur ensku meistaranna. Þriðjudagur 1. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Enska knattspyrnan Úrslit 1. deild Arsenal-Coventry..................2-0 Aston Villa-Tottenham.............2-1 Charlton-Sheff. Wed...............2-1 Derby-Wimbledon...................4-1 Luton-QPR.........................0-0 Middlesbrough-Millwall............4-2 Newcastle-Nott. Forest............0-1 Norwich-Southampton...............1-1 West Ham-Liverpool................0-2 2. deild Barnsley-Plymouth.................3-1 Blackburn-WBA ....................1-2 Bournemouth-lpswich ..............1-0 Chelsea-Brighton..................2-0 Leeds-Hull .......................2-1 Man. City-Sunderland..............1-1 Oxford-Bradford...................3-4 Portsmouth-Oldham.................1-1 Shrewsbury-Leicester..............3-0 Stoke-Cr. Palace..................2-1 Swindon-Birmingham................2-1 Walsall-Watford ..................0-1 Staðan 1. deild Norwich 10 7 2 1 18-11 23 Arsenal .9 5 2 2 22-13 17 Millwall ..9 4 4 1 17-13 16 Liverpool 10 4 3 3 13-8 15 Nott. Forest 10 3 6 1 12-10 15 Southampton 10 4 3 3 15-14 15 Middlesbro 10 5 0 5 16-17 15 Coventry .9 4 2 3 12-8 14 AstonVilla 10 3 5 2 15-13 14 Sheff. Wed ..8 4 13 9-9 13 Charlton 10 3 4 3 14-18 13 Man.Utd .8 3 3 2 9-6 12 Derby .9 3 3 3 8-5 12 QPR : 10 3 2 5 9-10 11 Everton .8314 12-10 10 Luton 10 2 4 4 8-10 10 Wimbledon .9 2 2 5 8-16 8 Newcastle 10 2 2 6 9-19 8 WestHam 10 2 1 7 8-20 7 Tottenham ...9 1 4 4 15-19 5 2. deild Watford .14923 25-12 29 Blackburn .13 7 3 3 22-15 24 WBA .14 6 5 3 17-11 23 Portsmouth .14 6 5 3 23-18 23 Chelsea .14644 23-15 22 Man. City .14644 18-15 22 Barnsley .14 6 4 4 19-18 22 Cr. Palace .13553 20-15 20 Ipswich .13625 17-14 20 Bradford .14 5 5 4 16-15 20 Stoke .14554 14-16 20 Swindon .13 4 7 2 19-18 19 Sunderland .13 4 6 3 16-13 18 Leicester .14 4 6 4 18-21 18 Hull .14 4 5 5 17-17 17 Oxford .14 4 5 5 20-21 17 Oldham .14 4 4 6 24-24 16 Bournemouth .13 4 3 6 10-14 15 Plymouth .13 4 3 6 15-21 15 Walsall .13 2 8 3 15-12 14 Leeds .13 2 6 5 10-16 12 Shrewsbury .13 2 6 5 10-17 12 Brighton .13 2 2 9 12-22 8 Birmingham 13 2 1 10 11-31 7 Skotland Celtic-Dundee .... 2-3 DundeeUtd.-Motherwell 1-1 Hamilton-Hibernian 0-3 Hearts-Aberdeen 1-1 St. Mirren-Rangers 1-1 Staðan Rangers ...11 8 2 1 19-6 18 Hibernian .... 12 5 5 2 12-6 15 Aberdeen .. .11 4 7 0 14-9 15 Dundee Utd .... 12 5 4 3 15-8 14 Celtic .... 12 6 0 6 21-19 12 St. Mirren .... 12 4 4 4 11-15 12 Dundee ....11 3 5 3 10-13 11 Hearts .... 12 2 5 5 13-14 9 Motherwell .... 12 0 6 6 9-17 6 Hamilton .... 11 2 0 9 5-22 4 Þýskaland Hamburg-Karlsruhe.................1-1 Bayern-Stuttg. Kickers............3-0 Hannover-St. Pauli................2-2 Dortmund-Köln.....................0-4 Bremen-Urdingen ..................3-1 Stuttgart-Mannheim ...............2-0 Gladbach-Nurnberg ................1-1 Kaiserslautern-Frankfurt..........3-0 Leverkusen-Bochum.................1-1 Staða efstu liða Bayern........... 11 6 5 0 24-7 17 Stuttgart.........10 7 1 2 19-6 15 Hamburg...........12 6 3 3 19-12 15 Karlsruhe.........11 6 2 3 21-19 14 Leverkusen........11 3 7 1 19-15 13 Gladbach..........12 4 5 3 16-15 13 SLPauli ..........12 3 7 2 13-12 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.