Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 10
FLÓAMARKAÐURINN Volkswagen árgerö 71,1302 vél til sölu, Upplýs- ingar í síma 12007. Óskast keypt Ung, einstæö móðir óskar eftir hell- um meö ofni og rúm. Upplýsingar í síma 40667. Til sölu stílhreint, dökkt hjónarúm, stærö 1,60x2,00. Náttborö fylgja. Upplýs- ingar í síma 16557 eftir kl. 17.00 Til sölu sófasett 3+2+1 og Chess skák- tölva. Upplýsingar í síma 15418. Höfum til leigu eða sölu, offsetfjölritara með plötu- geröarvél 25x35 sm. Viljum kaupa eöa fá gefins kommóöu. Útlit skiptir ekki máli. Upplýsingar í síma 79564 á kvöldin eða um helgar. Candy þvottavél til sölu á kr. 8.000. Upplýsingar á kvöldin í síma 18589. Eldhúsborö - stólar - handlaug Eldhúsborö (matborð), 120x73 sm, með munstraöri harðplastplötu og 4 feiknasterkir stólar til sölu, mjög ódýrt. Ennfremur hvít handlaug. Allt nýlegt. Sími 41289 síðdegis. Barngóð manneskja óskast til þess að koma heim og hugsa um heimili og 3 litla krakka þrisvar í viku 4 tíma í senn. Upplýsingar í síma 688575, Helga. Tll sölu - óskast keypt Þvottavél til sölu á kr. 7.000. Á sama stað óskast eldavél og barna- stóll á góöu verði. Upplýsingar í síma 22625 eða 20188 eftir kl. 19.00. Ritvélar óskast Óskum eftir að kaupa ódýrar ritvél- ar í góðu ásigkomulagi (rafmagns). Upplýsingar í síma 681333 á skrif- stofutíma. Tága barnavagga á hjólum til sölu. Dýna, tvö lök og klæðning fylgja. Upplýsingar í síma 53487. íbúð til leigu 3 herbergja íbúð nálægt Hlemmi til leigu í eitt ár. Laus strax. Tilboð með upplýsingum um fjölskyldu- stærð sendist auglýsingadeild Þjóðviljans fyrir é.nóvember merkt: „Ibúð - miðbær". Óska eftir að kaupa barnarimlarúm. Upplýsingar i síma 37552. Til sölu bilaður Daihatsu Charade '80. Verð kr. 10.000. Upplýsingar í síma 37552. Óska eftir 4 notuðum vetrardekkjum á Tra- bant. Vinsamlegast hringið í síma 16311 frákl. 12-18 alla virka daga. Eldavél Óska eftir eldavél sem sett er í borð, án ofns. Upplýsingar í síma 622680 frá kl. 8-17 og 666597 eftir kl. 18 (Þóra). Til sölu negld dekk, Michelin, stærð 13x135. Dekkin nánast ónotuð. Seljast á kr. 8.000. Upplýsingar í síma 31614 eftir kl. 17. Barnakerra - kerrupoki Óska eftir að kaupa vel með farna barnakerru og kerrupoka. Á sama stað er til sölu baðborð (skiptiborð). Upplýsingar í sirna 20045. Dyrasíma- og rafvirkjaþjónusta Set upp og geri við dyrasíma ásamt almennri rafvirkjaþjónustu. Upplýs- ingar í síma 686645. Reykjavik - Stokkhólmur 2 herbergja, vel hönnuð 60 fm íbúð til leigu í suðurhluta Stokkhólms gegn leigu á ibúð á Reykjavíkur- svæðinu. Leigutími eftir samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 43294 eða 96-25286. Til sölu sófaborð, skatthol, eldhúsborð og 4 stólar. Selst á kr. 1.000 hvert. Upp- lýsingar í síma 79215. Óska eftir vinnu Allt kemur til greina. Sími 23886. Húsnæði óskast Óskum eftir lagerhúsnæði til leigu, ca. 30-40 fm. Upplýsingar í síma 79564. Sporöskjulagað skrifborð til sölu. Upplýsingar í síma 623090. Svalavagn Óska eftir svalavagni, ódýrt eða gefins. Sími 41450, Birna. Traust manneskja óskast á heimili í Seljahverfi til að gæta tveggja barna, 4 ára og 8 mánaða, hálfan daginn til áramóta og allan daginn eftir áramót. Upplýsingar í síma 670337. Bíll til sölu Daihatsu Charade '80 til sölu. Skoðaður '88, ný snjódekk, útvarp og segulband. Verð kr. 60.000. Á sama stað óskast notaður ís- skápur, helst gefins. Vinsamlegast leggið inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild í síma 681310 eða 681333. Húsnæði óskast Óskum eftir lítilli íbúð eða rúmgóðu herbergi með sérinngangi og snyrt- ingu. Erum 2 í heimili. Meðmæli ef óskað er. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Vinsamlegast skiljið eftir nafn og símanúmer hjá auglýsingadeild í síma 681310 eða 681331. Ökukennsla Kenni á Lada Samara '89. Valur Haraldsson, sími 28852. Til sölu Peugeot 205 árgerð 87, ekinn 15 þús. km. Góður bíll í toppstandi.l Vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 29819. Vilt þú læra spænsku eða á katalónsku? Kenni spænsku og katalónsku I ein- katímum eða hópum. Hef tilo leigu íbúð í Barcelona. Upplýsingar í síma 24634, Jordi. Flóamarkaður Opið mánudag, þriðjudag og miö- vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr- val af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17, kjallara. Tíl sölu mjög ódýrt sófasett 4+1 +1, eldhúsborð og 4 stólar, skatthol og sófaborð. Upp- lýsingar í síma 79215. i______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________! Sálfræðingur óskast Fræösluskrifstofa Noröurlands eystra, Ráögjafar- og sálfræöideild, óskar eftir sálfræö- ingi til starfa sem fyrst. Óskaö er eftir því að viðkomandi muni hafa aðsetur á Húsavík. Hag- kvæmt húsnæði fyrir hendi. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist fræöslustjóra. Nánari upplýsingar um starfiö veitir forstööumaö- ur sálfræðideildar, Már V. Magnússon. Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra Furuvöllum 13, 600 Akureyri Sími 2 46 55. ERT.ENDAR FRÉTTIR Höfuðpersónur dramans, fjendur, keppinautar og fyrrum samstarfsmenn. Yitzhak Shamir, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtogi Líkúdbandalagsins, og Shimon Perez, fráfarandi utanríkisráðherra og formað- ur Verkamannaflokksins. Israel Verður hryðjuverk vatn á myllu Ukúd? Ung ísraelsk kona ogþrjú börn hennar myrt við Jeríkó ífyrrakvöld. í skugga þess atburðar ganga Israelsmenn að kjörborði í dag Púsundir syrgjenda af gyðinga- ættum fylgdu ungri móður og þrem börnum hennar til grafar í gær. Þau voru fórnarlömb palest- ínskra hryðjuverkamanna sem vörpuðu bensínsprengjum að al- menningsvagni og brenndu hann til kaldra koia í fyrrakvöld. Þessi voveiflegi atburður átti sér stað rétt utan bæjarmarka Jeríkó á herteknu svæðunum vestan Jór- danar. í dag ganga ísraelsmenn að kjörborðinu og staðhæfa frétta- skýrendur að glæpurinn verði vatn á myllu hægrimanna og þjóðernissinna sem andvígir eru hverskyns málamiðlunum og við- ræðum við arabaríki um sjálfs- forræði Palestínumanna ellegar sjálfstæði á hinum herteknu jað- arsvæðum. „Þetta var einsog sending af himnum ofan til hægri- öfgamanna, rétt fyrir kjördag“ sagði Amnon Rubinstein, en hann er formaður Shinui flokks- ins og friðarsinni. í gær gáfu Frelsissamtök Pal- estínumanna, PLO, út yfirlýs- ingu og fordæmdu harðlega hryðjuverkið við Jeríkó. „Við fordæmum þá sem drepa óvopn- aða Palestínumenn og við for- dæmum þá einnig sem drepa ísra- elska borgara...það má einu gilda hverjir fremja slíka glæpi, þeir grafa undan viðleitni manna sem vinna að friðargjörð," sagði málsvari samtakanna í viðræðum við fréttamenn í Kaíró, höfuð- borg Egyptalands. Síðustu fylgiskannanir bentu til þess að mjótt yrði á munum í keppni tveggja höfuðblokka ís- raelskra stjórnmála um hylli kjósenda. Hægrimenn undir for- ystu Yitzhak Shamirs forsætis- ráðherra og Líkúdbandalagsins heita landsmönnum því að brjóta uppreisn Palestínumanna á bak aftur á skömmum tíma vinni þeir sigur sem losi þá við slettireku- skap Verkamannaflokksins. Vinstriblokkin lýtur leiðsögn Shimons Peresar formanns Verkamannaflokksins. Hann er til viðræðu um tilslakanir á her- teknu svæðunum í skiptum fyrir öryggi og frið. En fréttaskýrend- ur telja þetta sjónarmið eiga undir högg að sækja eftir hryðju- verkið í fyrrakvöld. „Það er nær öruggt að þessi at- burður snertir kjósendur sem átt hafa bágt með gera upp hug sinn og kemur sér illa fyrir vinstrifylk- inguna,“ sagði Zeev Sternhell, stjórnmálafræðingur við He- breska háskólann, í viðræðum við Reutersmann í gær. „Ef forystumenn Verka- mannaflokksins kúvenda nú skyndilega og gerast herskáir er hætt við að þeir komi landslýð fyrir sjónir sem einhverskonar til- brigði við Líkúd. Alþýða manna kýs þá höfuðbólið fremur en hjá- leiguna. Haldi þeir hinsvegar áfram friðarhjali sínu kann það nú að orka á kjósendur einsog þeir vilji að ísraelsmenn rétti ara- bískum hryðjuverkamönnum hinn vangann.“ í höfuðstöðvum Verkamanna- flokksins voru menn hnípnir í gær og viðurkenndu að þetta mál væri hið versta og afar óheppilegt fyrir flokkinn, nánast reiðarslag. „Menn eru náttúrlega óhressir. Ég tek kannski ekki svo djúpt í árinni að segja að allt sé hrunið en þetta kom sér afar illa fyrir okkur,“ sagði Israel Gat, einn helsti sérfræðingur Verkó í al- þjóðapólitík. En þrátt fyrir bar- lóminn kvaðst hann enn vongóð- ur um að vinna nauman sigur. Reuter tók annan framámann tali í bækistöðvum Verkamanna- flokksins f gær en sá vildi ekki láta nafns síns getið. „Þegar kosning- arnar fara fram verður fólk enn í uppnámi vegna hryðjuverksins við Jeríkó. Hið eina sem við get- um gert er að biðja og vona að niðurstaða þeirra leiði ekki til at- burða sem verði álfuni til ills.“ Oddvitar Líkúdbandalagsins sáu flestir sóma sinn í því að hafa hljótt um harmleikinn og nota hann ekki í auglýsingaskyni. Á þessu var þó sú undantekning í gær að kosningastjórinn, Moshe Arens, lýsti því yfir að nú gætu allir séð í hendi sér hver nauðsyn bæri til að halda Palestínu- mönnum fjarri samgönguleiðum, jafnvel þótt því markmiði væri ekki náð nema með því að méla hús og reisa vegtálma. Reuter/-ks. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Skrifstofan opin Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Kópavogi, í Þinghól Hamraborg 11,3. hæð verður opin frá og með 31. október á mánudögum og fimmtudögum kl. 16-18 e.h. Alþýðubandalaglð í Kópavogi Blönduós Almennur fundur Alþýðubandalagið boðar til al- menns fundar á Blönduósi, sunnudaginn 6. nóvember kl. 16.00 á hótelinu (Snorrabúð). Frummælendur verða: Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra og Ragnar Arnalds Allir velkomnir. Ragnar Steingrímur Norðurland vestra Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra verður haldinn á Hótel Dagsbrún á Skagasströnd, sunnudaginn 6. nóvember. Fundurinn hefst kl. 10.00 og stendur til 15.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um flokksstarfið og hagsmunamál kjördæmisins. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra verður estur fundarins. Fundarstjóri verður Eðvarð Hallgrímsson. tengslum við aðalfundinn verður haldinn almennur fundur á Blönduósi kl. 16.00 sama dag. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.