Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 01.11.1988, Blaðsíða 13
Nýjar bækur - Nýjar bækur — íslenskir utangarðsunglingar Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina íslenskir utangarðsunglingar - Vitnis- burður úr samtímanum, sem Sig- urður Á. Friðþjófsson, umsjón- armaður Nýja Helgarblaðsins, hefur tekið saman. Bókin geymir tíu frásagnir af lífsbaráttu óharðnaðra unglinga. Ungling- arnir sem segja frá hafa af ein- hverjum ástæðum kiknað undan ofurálagi í lífinu. Sum hafa farið of geyst, ætt beint af augum án þess að huga að stefnunni, þar til þau voru komin í blindgötu sjálfs- eyðingarinnar. Önnur urðu fór- narlömb ofbeldis og skeytingar- leysis, og enn önnur guldu þess beinlínis að vera öðruvísi en fjöl- dinn. Hér er rætt við það fjölmarga fólk sem vinnur ráðgjafar- og hjálparstarf meðal íslenskra ung- linga, oft á tíðum við lítinn skiln- ing þeirra sem með völd fara hér á landi. En fyrst og fremst er það unga fólkið sem hefur orðið: - Þau sem hvergi eiga höfði sínu að halla - Unglingar sem leiddust út á af- brotabraut - Kornungir vímuefnaneytendur - Fórnarlömb kynferðisofbeldis - Samkynhneigðir unglingar - Fórnarlömb eineltis í skólum - Fatlaðir unglingar í frétt frá FORLAGINU segir m.a.: „Hér er sagt frá lífi sem oft er reynt að þegja í hel í þjóðfélagi sem á hátíðastundum á það til að- kalla sig „hamingjusömustu þjóð í heimi“. Bók þessari er ætlað að skírskota til allra þeirra sem láta sig mannleg örlög einhverju varða og hvernig búið er að ungu fólki á Islandi." Islenskir utangarðsunglingar er 160 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Guðrún Ragnarsdóttir hannaði kápu. Birgir Svan Símonarson Farvegir Ut er komin ný ljóðabók eftir Birgi Svan Símonarson. Bókin nefnist Farvegir. Viðfangsefni bókarinnar eru margvísleg, en hinn rauði þráður virðist þó vera tilvistarkreppa landkrabbanna. Tónn bókarinnar er þó fremur bjartur og Farvegir geta alltaf skilað okkur eitthvað áleiðis, nema við viljum standa í stað. Farvegir eru gefnir út í 150ein- tökum og fást í helstu bókaversl- unum á höfuðborgarsvæðinu. Tónhstarsaga æskunnar Tónlistarsaga æskunnar Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur gefið út fjölfræðibók um tónlist fyrir börn og unglinga sem nefnist Tónlistarsaga æskunnar og er eftir Kenneth og Valerie McLeish. Hér er um að ræða víð- fræga bók sem á frummáiinu nefnist The Oxford First Com- panion to Music. Tónlistarsaga æskunnar er nýj- ung á íslandi, því í fyrsta skipti eiga íslensk börn og unglingar kost á að fræðast um tónlist á móðurmáli sínu í vönduðu al- fræðiriti. í bókinni er fjallað um margar greinar tónlistarinnar - sígilda tónlist Vesturlanda, popptónlist, djass og tónlist framandi þjóða. Bókin skiptist í eftirfarandi kafla sem gefa góða hugmynd um fjölbreytni hennar: - Að hlusta á tónlist - Tónlist um víða veröld - Hljóðfæri og hljómsveitir - Að syngja og dansa - Tónlistarsagan - Tónskáldin og tónlist þeirra - Að skrifa tónlist. Tónlistarsaga æskunnar er 192 bls. í stóru broti. Eyjólfur Mel- steð þýddi. Bókin er prentuð í Hong Kong. Nótnabækur Björgvins í haust komu út tvær nótna- bækur eftir Björgvin Þ. Valdi- marsson. Önnur hefur að geyma 12 píanólög fyrir börn og ung- linga. Það eru lög af ýrnsu tagi, til dæmis Tengdamömmuvalsinn, Sýnin, Hjólreiðavalsinn, Taran- tella, Dans kattarins og Ur haf- djúpunum. í hinni bókinni eru 8 tvísöngs- lög (dúettar) og eru fjögur þeirra einnig útsett þannig að hægt er að syngja þá með kór. Höfundar ljóðanna eru Þuríður Kristjáns- dóttir, Ingólfur Jónsson frá Prest- bakka, Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum, Guðrún Auöuns- dóttir, Jón Magnússon, Jón frá Ljárskógum og Þorsteinn Vald- imarsson. Útgefandi er höfundur bóka- nna. Nýjar bækur - Nýjar bækur - Nýjar bækur Sumarið 1848 Ferðafélag íslands gefur út Ferð- abók Magnúsar Grímssonar. Ferðabók Magnúsar Gríms- sonar frá 1848 er nákvæm nátt- úrulýsing á verulegum hluta Kjósarsýslu og Reykholtsdals, ásamt hluta af Hálsasveit. Bók- inni er skipt í 22 meginkafla, og fjallar sá lengsti þeirra um svæðið sem afmarkast af Þverá, Mó- skarðshnúkum, Skálafelli og Leirvogsá. Aðrir langir kaflar eru um Eyrarfjall, Reynivallaháls og Brynjudal, Hvalskarð, Hvalfell og Múlafjall. Flestir kaflanna eru þannig uppbyggðir að fyrst er ná- kvæm Iandlýsing, síðan tekur við jarðfræðilýsing og aftarlega í hverri jarðfræðilýsingu oft stutt yfirleitsgrein. Magnús Grímsson var fæddur 1825 á Lundi í Lundareykjadal í Borgarfirði. Hann lauk stúdents- prófi frá Lærða skólanum í Reykjavík 1848 og guðfræðiprófi frá Prestaskólanum tveimur árum síðar, þó hann hefði á orði að hann vildi heldur lifa af grjót- fræðinni en guðfræðinni. Hann tók við Mosfelli í Mosfellsdal árið 1855 og var þar prestur til dauða- dags, árið 1860. Ferðafélag fslands gefur ferða- bókina út og tileinkar Haraldi Sigurðssyni á áttræðisafmæli hans, sem var þann 4. maí síð- astliðinn. Sveinn Jakobsson og Ögmundur Helgason sáu um út- gáfu bókarinnar. LG Grænt og gómsætt C'.olin Spencer Um jurtafæöi og matreiðshi þess á sœikerai'ísu 0^ Matreiðslubók um jurtafæði Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina Grænt og gómsætt, en svo nefnist mat- reiðslubók eftir breska matar- gerðarmanninn Colin Spencer, einn helsta meistara Breta á þessu sviði. f frétt frá FORLAGINU segir m.a.: „Grænt og gómsætt er bók sælkeranna. Hér er fjallað ítar- lega um matreiðslu jurtafæðis og boðið upp á alls konar rétti. Sumir eru einfaldir og ódýrir- en aðrir íburðarmiklir og glæsilegir. Heita má að allt sem notað er í uppskriftunum fáist hér á landi og gefnar eru greinargóðar upp- lýsingar um þær fjölmörgu teg- undir af grænmeti, ávöxtum, kornmeti og belgjurtum sem nú eru fáanlegar. I bókinni er að finna uppskriftir við allra hæfi, bæði þeirra sem hafa neytt jurta- fæðis lengur eða skemur og hinna sem vilja taka upp nýtt mataræði öðru hvoru, til tilbreytingar og sér til heilsubótar. í bókinni eru leiðbeiningar um heilsusamlegt fæði og hvernig setja skal saman hollar máltíðir. Sérstaklega er hugað að þörfum barna, þungaðra kvenna, fþrótta- manna og roskins fólks. Grænt og gómsætt er 256 bls. í stóru broti og mikill fjöldi lit- mynda prýðir bókina. Hún er prentuð á Ítalíu. Ljóð námu menn Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér nýtt ljóðasafn eftir Sigurð Pálsson - Ljóð námu menn. Þetta er annað bindið í Ljóðnámusafni Sigurðar en fyrir þremur árum gaf FORLAGIÐ út ljóðabók hans Ljóð námu land. Eins og í fyrri ljóðabókum sín- um velur skáldið sér hversdags- myndir að yrkisefni og bregður á leik með þær. Hér er í fjallað um mannlegt hlutskipti og mannleg samskipti og höfðað jöfnum höndum til tilfinninga og vitsmuna lesandans. Ljóð Sig- urðar eru árás á sljóleika hvers- dagsins, áskorun um að vakna til lífsins - vakna til fegurðarinnar. Ljóð námu menn er 64 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Ragnheiður Kristjánsdóttir hannaði kápu. Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviijans í síma 681333 milli kl. 9.00-17.00 virka daga og 9.00-12.00 laugardaga, eða blaðbera og umboðsmann okkar. ASKRIFENDUR! Greiðið áskriftargjaldið með greiðslukorti Léttið bhðberum störGn Happdrætti ASKRIFENDUR! Greiðiö heimsenda gíróseðla sem fyrst. Dregið 10. nóvember umglæsilegavinninga u Þjóðviljans Þátttaka allra tryggirstórátak

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.